Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
1
2
Þróttur R.
Vuk Oskar Dimitrijevic '47 1-0
1-1 Gunnlaugur Hlynur Birgisson '55
1-2 Oliver Heiðarsson '79
23.08.2020  -  16:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: TOPP aðstæður. Grasið grænt og sólin skýn.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Dion Acoff (Þróttur Reykjavík)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Ágúst Leó Björnsson ('65)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('76)
23. Dagur Austmann ('69)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('76)
6. Ernir Bjarnason
20. Hjalti Sigurðsson ('69)
23. Arnór Ingi Kristinsson
27. Dylan Chiazor ('76)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Hörður Brynjar Halldórsson

Gul spjöld:
Dagur Austmann ('26)
Hjalti Sigurðsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
AÐALBJÖRN FLAUTAR TIL LEIKSLOKA. Óvænt úrslit verður að segjast en Þróttarar fara með þrjú stig heim í Laugardalinn

Þakka fyrir mig í dag. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín Gult spjald: Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Togar Magnús Pétur niður.
91. mín
SÓLON BREKI!!!!!!

Ósi með geggjaða fyrirgjöf á Sólon sem fær boltann og einhverneiginn tekst honum ekki að setja boltann á markið.

DAUÐAFÆRIIIII
90. mín
Fimm mínútur í uppbót hér.

Nægur tími fyrir eitt annað fótboltamark.
89. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
88. mín
HJALTI SIG!!

Ósvald kemur með góða fyrirgjöf og boltinn endare beint á kollinum á Hjalta en skalli hans yfir markkið.
88. mín
DANNI FINNS!!!!

Fær boltinn fyrir utan teig og á skot sem sleikir stöngina og boltinn framhjá

Ná Leiknismenn inn jöfnunarmarkinu?
87. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu og Vuk býr sig undir að taka spyrnuna.

Aukaspyrnan tekinn stutt frá Vuk á Danna Finns sem vinnur hornspyrnu fyrir Leiknismenn.
79. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
BÍDDU NÚ VIÐ ÞRÓTTARAR ERU KOMNIR YFIR HÉR!!

Oliver Heiðars fær boltann fyrir utan teig og hamrar boltann í slánna og inn.

Þetta var geggjað mark!!!
77. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
76. mín
Inn:Dylan Chiazor (Leiknir R.) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Fyrsti leikur Dylan fyrir Leikni.
76. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
75. mín
Siggi Höskulds undirbýr tvöfaldaskiptingu.

Daði Bærings og Dylan að gera sig klára hér niður á hliðarlínu.
74. mín
FRANKO LALIC

Hjalti Sigurðsson fær boltann úti hægra meginn og kemur sér inn á völlinn og leggur hann til hliðar á Sólon sem nær góðu skoti á markið en Franko maður lifandi, geggjuð varsla.
73. mín
Þróttarar vinna hornspyrnu
70. mín
Leiknismenn miklu meira með boltann en Þróttarar hafa verið að nýta skyndisóknirnar vel enda Dion Acoff eldfljótur og Leiknismenn hafa ráðið lítið við hann.
69. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
Bakvarðarskipting hjá Sigga Höskulds.
68. mín
Dion Acoff heldur betur komið sterkur inn af bekk Þróttara.

Núna fær hann boltann úti vinstra meginn og leikur inn á völlinn en skot hans slakt beint á Smit.
65. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.) Út:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.)
64. mín
STÖNGIIIIN!!

Aftur fær Dion Acoff risa pláss hér úti vinstra meginn, kemur sér inn á teiginn og setur boltann í stöngina og boltinn berst út á Gunnlaug sem setur boltann hátt yfir

Dauðafæriiiii
63. mín
Leiknismenn halda boltanum gríðarlega vel og allir leikmenn Leiknisfengu að prófa boltann áður en vMáni Austmann rennir honum inn á Águst Leó sem vinnur hornspyrnu fyrir Leikni

Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.

Þróttararnir liggja verl til baka þessa stundina.
58. mín
Leiknismenn tapa boltanum klaufalega og Þróttarar komast í hraða sókn. Boltinn berst á Acoff sem keyrir í átt að teignum og reynir að koma boltanum út á Oliver en sendingin slök og Leiknismenn koma boltanum í burtu.
56. mín
Inn:Dion Acoff (Þróttur R.) Út:Djordje Panic (Þróttur R.)
55. mín MARK!
Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.)
ÞRÓTTARAR JAFNA LEIKINN.

Lárus Björnsson með langa aukaspyrnu og einhver darraðadans inn á teig Leiknis og boltinn hafnar hjá Gunnlaugi sem setur boltann í netið!

1-1
50. mín
Brotið er á Vuk rétt fyrir utan teig og Leiknismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Vuk með skot sem hafnar beint í varnarvegg Þróttar og boltinn berst út á Mána sem á skot en boltinn yfir markið.
47. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Stoðsending: Ágúst Leó Björnsson
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!!!!

Águst Leó með gullbolta fyrir á fjær þar sem Vuk var og Vuk með mark af dýrari gerðinni. Hamrar hann upp í fjær hornið.

ALVÖRU MARK HJÁ VUK!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.

Óbreytt hjá báðum liðum.
45. mín
Hálfleikur
+1

Aðalbjörn flautar hér til hálfleiks. Markalaust í hálfleik en Leiknismenn verið talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Einni mínútu bætt við hér á Domusnova.
44. mín
Brotið á Sævari Atla og aukaspyrna sem Leiknismenn fá hér á góðum stað.

Vuk og Danni Finns standa yfir boltanum.

VÁÁ! Danni Finns með geggjaða tilraun en boltinn rétt framhjá.
43. mín
VUK!!!

Fær boltann og keyrir af stað en nær ekki að koma skoti á markið en boltinn hafnar í hliðarnetinu.
39. mín
Sævar Atli fær boltann og keyrir af stað og kemur sér inn á teiginn og á skot en boltinn í varnarmann Þróttar.
38. mín
Máni Austmann með hörku skot og boltinn af varnarmanni og boltinn berst á Sævar Atla sem nær ekki controli á boltanum og Þróttarar hreinsa.
36. mín
FRANKO LALIC MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU

Vuk tekur aukspyrnu úti vinstra meginn og boltinn berst út á Leiknismann sem nær skoti á markið en Franko ver í horn sem ekkert verður úr.
35. mín
Máni finnur bróðir sinn Dag sem kemur með fyrirgjöf sem er góð en Þróttarar skalla boltann í burtu.
33. mín
Vandraðargangur í vörn Þróttar en Leiknismenn fara ílla að ráði sínu og hefðu mátt nýta þessa sókn betur.
30. mín
SÆVAR ATLI!!

Fær boltann fyrir utan teig og á skot en boltinn af varnarmanni og í hendurnar á Franko í marki Þróttar.
28. mín
Danni Finns gerir vel með boltann og fer framhjá hverjum á fætur öðrum og endar með því að brotið er á honum og Leiknismenn fá aukaspyrnu hér af 30 metrunum myndi ég halda.

VUK MEÐ GEGGJAÐA SPYRNU RÉTT FRAMHJÁ MARKINU!
26. mín Gult spjald: Dagur Austmann (Leiknir R.)
Hornsppyrna sem Leiknir tekur stutt og boltinn á Mána Austmann sem fellur og Þróttarar keyra af stað í skyndisókn og Dagur Austmann stöðvar hana og tekur á sig gult spjald.
23. mín
Lárus Björnsson reynir að koma sér framhjá Gyrði en Gyrðir með frábæra varnarvinnu og boltinn í hendurnar á Smit.
21. mín
HÆTTULEG SÓKN HJÁ LEIKNI.
Vuk fær boltann og reynir að koma sér inn á teiginn og fellur og við það dettur boltann fyrir á Sævar Atla sem reynir skot sem fer af varnarmanni og út á Ósa sem kemur með fyrirgjöf sem Þróttarar koma burtu beint á Danna Finns sem á skot í varnarmann og boltinn í innkast.

Betra hjá Leiknismönnum.
20. mín
Lárus Björnsson með aðra hættulega hornspyrnu sem endar á Gunnlaug Hlyn sýndist mér sem reynir að koma boltanum á markið og það skapast mikil hætta í teig Leiknis en Leiknismenn ná að koma boltanum í burtu.
19. mín
Boltinn berst út á Daða Bergs fyrir utan teig og skot hans endar beint í höndunum á Smit.
18. mín
Siggi Höskulds þjálfari Leriknis er ekki sáttur hérna niðri á hliðarlínu enda Leiknismenn ekki skapað sér mikið og vill líklega fá meira frá sínum mönnum.
18. mín
Lárus Björnsson á hornspyrnu frá hægri og Gunnlaugur á skalla en boltinn yfir markið en sóknarbrot dæmt á Þróttara.
15. mín
Daníel Finns fær boltann á miðjunni og kemur boltanum út til hægri á Dag sem á fyrirgjöf en Águst Leó nær ekki til boltans.
12. mín
Danni Finns með aukaspyrnu úti hægra meginn inn á teig en Þróttarar skalla boltan í burtu.
11. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Klaufalegt brot hjá Oliver. Klippir Vuk niður.
9. mín
Sævar Atli kemur honum út á Ósvald sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Vuk og í markspyrnu.

Tíðindarlitlar 9 mínútur.
6. mín
ÓSVALD FELLUR Í TEIGNUM.

Vuk kemur boltanum á Ósvald og Ósi fellur en Aðalbjörn dæmir ekkert.
5. mín
Rólegt yfir þessu fyrstu fimm mínúturnar.
3. mín
Vuk með skot sem endar í varnarmanni og boltinn berst á Ágúst Leó en Þróttarar koma boltanum í burtu.
2. mín
Atli Geir með langt innkast frá hægri og Rojo nær skallanum en beint á Guy Smit.
1. mín
Leikur hafinn
LEIKURINN ER FARINN AF STAÐ Lárus Björnsson byrjar leikinn fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Leiknismenn eru að ganga inn á völlinn á eftir Aðalbirni Heiðari dómara leiksins og Þróttararnir væntnlegir hvað og hverju en leikmenn mega ekki ganga saman á völlinn vegna sóttvarnalaga.
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK

Liðin halda til búningsklefa og gera sig klár í upphafsflaut leiksins. Ég finn á mér að við fáum alvöru leik hér í dag.
Fyrir leik
Leiknismenn eru að splæsa í rándýra útsendingu frá leiknum á LeiknirTV í dag. Elvar Geir Magnússon og Ásbjörn Freyr sjá um að lýsa leiknum.

Smelltu hér til að fara í beina útsendingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana

Ágúst Leó Björnsson er að byrja sinn fyrsta leik með Leikni á þessu tímabili og þess má einnig geta að hann er fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur.
Fyrir leik
Veðrið hérna á Höfuðborgarsvæðinu hefur verið tryllt það sem af er degi, sem og alla helgina og er alveg hundleiðinlegt að það fái ekki að mæta áhorfendur á völlinn samkvæmt ákvörðun yfirvalda en við krossleggjum fingur um að yfirvöld fari að hleypa fólki í stúkurnar, því þannig er leikurinn 10 sinnum skemmtilegri.
Fyrir leik
LEIKNIR FÉKK SKELL Í SÍÐUSTU UMFERÐ

Leiknir Reykjavík fór til Ísafjarðar í síðustu umferð og mætti þar Vestra og endaði sá leikur 1-0 fyrir Vestra, og koma Leiknismenn líklega vel gíraðir í þennan leik hér í dag enda í baráttu um að komast upp í deild þeirra bestu að ári.

Þróttarar tóku á móti Grindavík í síðustu umferð og lauk þeim leik með 2-4 sigri Grindavíkur en Esau Rojo Martinez skoraði bæði mörk Þróttara í leiknum.
Fyrir leik
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson dæmir leikinn hér í dag og honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson og Ásmundur Þór Sveinsson varadómari.
Fyrir leik
Staðan!

Leiknir frá Reykjavík situr fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 20.stig en liðið getur komið sér upp að hlið Eyjamanna með sigri hér í dag.

Þróttarar eru hinsvegar í fallasæti með aðeins fjögur stig og þarf liðið nauðsynlega að fara týna einhver stig í pokan sinn ef ekki á að fara ílla. Liðið hefur aðeins unnið einn fótboltaleik, gert eitt jafntefli og tapað átta.
Fyrir leik
Síðasti leikur milli þessara liða

Liðin mættust á Eimskipsvellinum í Laugardal, þann 19. júní og endaði sá leikur með 3-1 sigri Leiknis.

Vuk Oskar Dimitrijevic,Daníel Finns Matthíasson og Máni Austmann Hilmarsson skoruðu mörk Leiknis í leiknum en Esau Rojo Martinez mark Þróttar.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag.

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Þrótta í Lengjudeild karla. Flautað verður til leiks 16:00.
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('77)
9. Esau Rojo Martinez
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson ('89)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
20. Djordje Panic ('56)
22. Oliver Heiðarsson
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
3. Stefán Þórður Stefánsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('77)
11. Dion Acoff ('56)
16. Egill Helgason

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('11)

Rauð spjöld: