Origo völlurinn
mánudagur 24. ágúst 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sumarblíða, sól og létt gola. Erfiðar aðstæður fyrir AD1 og blaðamenn.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: Það er ennþá áhorfendabann
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Valur 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Elín Metta Jensen ('21, víti)
2-0 Arna Eiríksdóttir ('30)
3-0 Hlín Eiríksdóttir ('73)
3-1 Mary Alice Vignola ('77)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('70)
10. Elín Metta Jensen ('93)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('70)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('46)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('46)
22. Dóra María Lárusdóttir ('70)
34. Hildur Björk Búadóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('70)

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson
Katla Tryggvadóttir

Gul spjöld:
Eiður Benedikt Eiríksson ('22)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
94. mín Leik lokið!
Flottur sigur í kvöld og enn stærra er að þær minnka muninn í 2 stig í toppbaráttunni.
Eyða Breyta
93. mín Katla Tryggvadóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)
Snerti ekki boltann
Eyða Breyta
92. mín
SELFYSSINGAR KOMNIR YFIR Á MÓTI BLIKUM. Stórt fyrir Val að landa þessu hér
Eyða Breyta
90. mín
Úfff Elín sólar hér einhverja þrjá varnarmenn vinstra megin upp endalínuna og fer skotið í stöng. Óheppin
Eyða Breyta
85. mín
Mary Alice með stórhættulegt skot en Sandra gerir vel í markinu
Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Edda Garðarsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
78. mín
Elísabet virðist sparka í Hallberu, Steinar ætlar fyrst ekki að dæma en svo verður allt brjálað og hann dæmir aukaspyrnu. Þá brjálast Edda Garðars og fær gult spjald að launum.
Eyða Breyta
78. mín Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
77. mín MARK! Mary Alice Vignola (Þróttur R.)
ÞRÓTTUR AÐ MINNKA MUNINN. Hlín Eiríks með stórfurðulega sendingu til baka og þar stendur Mary Alice alein og klárar snyrtilega framhjá Söndru í markinum. Fáum við leik hér á lokamínútunum?
Eyða Breyta
73. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín tekur vítið sjálf og skorar örugglega í vinstra hornið
Eyða Breyta
72. mín
VALUR FÆR HÉR ANNAÐ VÍTI. Brotið á Hlín í teignum.
Eyða Breyta
71. mín
Valur mikið líklegri til að bæta við mörkum heldur en Þróttur að minnka muninn
Eyða Breyta
70. mín
Dömur mínar og herrar sólin er farin og ég hef öðlast sýn á ný!
Eyða Breyta
70. mín Diljá Ýr Zomers (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
70. mín Dóra María Lárusdóttir (Valur) Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
69. mín
Vá hvað Elín Metta er góð í þessu sporti. Hún sólar rúmlega þrjá varnarmenn þróttar, stígur til hægri og ætlar að leggja boltann í hægra hornið en Agnes kemur á móti og gerir vel.
Eyða Breyta
67. mín
Enn sækja Valsarar. Fín sókn eftir undirbúning Ásdísar. Hlín Eiríks á þó loka skotið sem er varið
Eyða Breyta
65. mín
Hlín að komast í gegn en varnarmenn Þróttar ná að komast í boltann. Mér fannst Hlín alveg svakalega rangstæð þarna
Eyða Breyta
61. mín
Enn og aftur ætlar Steinar ekkert að dæma en svo koma læti úr stúkunni og hann fylgir því. Leiðinlegt. En Valur fær allavega aukaspyrnu hægra megin á vellinum rétt fyrir utan vítateig. Það kemur ekkert úr spyrnunni.
Eyða Breyta
58. mín
Selfyssingar búnar að jafna gegn Blikum og þær fá jafnframt á sig fyrsta mark sumarsins. Mjög áhugavert ef sá leikur endar 1-1. Þá gjöropnast toppbaráttan í deildinni
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Mary Alice Vignola (Þróttur R.)

Eyða Breyta
56. mín
Aftur er Elín í færi. Sú vill greinilega bæta við á markareikning sinn í kvöld
Eyða Breyta
54. mín
Elín sleppur hér ein í gegn en skotið er framhjá markinu. Þetta þarf Elín að nýta
Eyða Breyta
53. mín
Valur fær enn eitt hornið. Sýndist það vera Arna Eiríks sem átti skalla framhjá.
Eyða Breyta
51. mín
Einhver úr Þrótti á hér skot á markið, líklega Andrea Rut, sem Sandra ver, ég er ekki alveg viss hver. Sólin að trufla verulega
Eyða Breyta
49. mín
Valur fær hér horn eftir skot frá Ásdísi fór í varnarmann og út af vellinum. Valur skorar stuttu eftir hornið en Elín er dæmd rangstæð. Held að þetta hafi verið rétt
Eyða Breyta
48. mín
Fín sókn hjá Val. Fyrst á Gunnhildur skot í varnarmann og svo á Bergdís skot sem fer beint á Agnesi í markinu
Eyða Breyta
46. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
Skipting í hálfleik hjá Val
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn. Þróttarar byrja nú með boltann og sækja í átt að Læknagarði
Eyða Breyta
45. mín
Valsarar löngu komnar út á völl og taka léttan liðsfund.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Steinar hefur flautað til hálfleiks hér á Origo-vellinum í kvöld.
Frekar bragðdaufur fyrri hálfleikur að baki en bæði lið satm átt sín færi. Mér finnst 2:0 ekkert endilega gefa rétta mynd af þessum hálfleik, það var eiginlega ekki fyrr en mörkin komu að Valsmenn fóru að ná stjórn á leiknum.
Eyða Breyta
45. mín
Þróttarar að fara illa með þessa sókn. Andrea fær boltann vinstra megin og í staðin fyrir að keyra sjálf ætlar hún að senda fyrir en þar eru bara Valsarar og ekkert kemur úr þessu
Eyða Breyta
40. mín
Annað horn sem heimakonur eiga. Það kom ekkert úr því.
Eyða Breyta
38. mín
Aftur fær Valur horn. Hallbera með spyrnuna út, og einhver Valsari tekur skot sem fór langt framhjá. Ég bara sé voða lítið og get ekki greint hver þetta var
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Fyrir brot.
Ég held allavega að Jelena hafi fengið spjaldið en ég sé um það bil ekki neitt vegna sólarinnar.
Eyða Breyta
30. mín MARK! Arna Eiríksdóttir (Valur)
SVARIÐ ER JÁ!!
Það er enginn önnur en Arna sem er grimmust í teignum eftir hornspyrnuna frá Hallberu og skallar boltann í hægra hornið. Ég er ekki frá því að þetta sé hennar fyrsta mark fyrir Val
Eyða Breyta
30. mín
Valsarar fá horn beint eftir markspyrnu sýndist mér. Mjög furðulegt. Geta þær nýtt þetta?
Eyða Breyta
26. mín
Agnes Þóra í ruglinu hérna þessa stundina. Fær sendingu til baka og er bara að dúlla sér með boltann og Elín Metta tekur boltann bara af henni og tekur skot fyrir framan tómt markið en sem betur fer fyrir Agnesi þá fer boltinn framhjá. Það er nú óþarfi að gefa Völsurum mörk hér á silfurfati, þær eru alveg nógu góðar til að skapa sér færi sjálfar.
Eyða Breyta
23. mín
Þróttarar halda áfram að sækja eftir að hafa lent undir og voru rétt í þessu í fínu færi en Sandra handsamar knöttinn
Eyða Breyta
22. mín Gult spjald: Eiður Benedikt Eiríksson (Valur)

Eyða Breyta
21. mín Mark - víti Elín Metta Jensen (Valur)
AÐ SJÁLFSÖGÐU SKORAR ELÍN METTA! Setur boltann eiginlega bara í mitt markið og Agnes horfir á
Eyða Breyta
21. mín
VALUR FÆR VÍTI!!
Elín kemst ein í gegn og Agnes tekur hana niður. Klárt víti.
Ekkert spjald fer á loft sem er furðulegt
Eyða Breyta
18. mín
Bergdís reynir hér skot frá vinstri kantinum en boltinn fer hátt yfir
Eyða Breyta
17. mín
ÞRÓTTARAR Í DAUÐAFÆRI. Sambaspil milli Mary Alice og Andreu sem endar með skoti frá Andreu rétt framhjá markinu. Þarna munaði litlu
Eyða Breyta
16. mín
Svarið er nei. Þróttarar hreinsa en beint í fætur á Hlín sem á skotið en Agnes er örugg í markinu og tekur þennan
Eyða Breyta
15. mín
Valsarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Rétt fyrir utan vítateig við endalínuna. Geta þær nýtt þetta?
Eyða Breyta
10. mín
Góð sókn Valsara endar með því að þær fá fyrsta horn leiksins. Mjög slök útfærsla á þessu horni
Eyða Breyta
9. mín
Gestirnir líta nokkuð vel út þessar fyrstu mínútur, mjög sprækar
Eyða Breyta
8. mín
Álitleg sókn hjá Val en Elín fær boltann í hönd innan teigs og Þróttarar fá aukaspyrnu. Þetta var hárrétt.
Eyða Breyta
3. mín
Stephanie með fyrsta skot leiksins. Hún er með boltann rétt fyrir utan teig og ætlar að smyrja boltanum uppi hægra megin framhjá Söndru í markinu en boltinn fer yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Vonandi fáum við skemmtilegan leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Korter í leik og byrjunarliðin eru dottin inn.
Pétur Péturs gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik, Arna Eiríksdóttir og Bergdís Fanney koma inn fyrir Ídu Marín og Lillý þar sem þær eru í sóttkví.
Nik Anthony gerir eina breytingu á sínu liði, Margrét Sveins kemur inn fyrir Jelenu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 18. júní og þar áttu Valsarar nokkuð erfitt í leiknum og Þróttarar spiluðu vel. Leikurinn endaði þó með 1-2 sigri Vals þar sem Elín Metta og Diljá Ýr skoruðu mörk gestanna og Linda Líf minnkaði muninn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur er í 8. sæti deildarinnar með 7 stig eftir 9 leiki og hafa komið nokkuð á óvart í deildinni í sumar. Þeim var spáð 10. sæti í öllum spám fyrir mótið. Stigin hafa komið úr sigri á FH og svo jafnteflum við Fylki, Selfoss, KR og Stjörnuna.
Markatalan er 14:22 og eru Breiðablik, Valur og Stjarnan einu liðin sem hafa skorað fleiri mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 9 leiki. Þær töpuðu 4:0 gegn Blikum á Kópavogsvelli 21. júlí og gerðu svo jafntefli gegn Fylki 15. júlí. Þær hafa unnið rest. Sigur í kvöld er því nauðsynlegur ef Valsstelpurnar vilja reyna að halda í við Breiðablik.
Markatalan er 22:8 og hafa þær skorað næst mest og fengið á sig næst færst mörk á eftir Breiðablik (42:0).
Eyða Breyta
Fyrir leik
McDaginn og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Origo vellinum þar sem Valur tekur á móti Þrótti Reykjavík í Pepsi-Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('78)
9. Stephanie Mariana Ribeiro
10. Morgan Elizabeth Goff
14. Margrét Sveinsdóttir
16. Mary Alice Vignola
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sóley María Steinarsdóttir

Varamenn:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
3. Mist Funadóttir
4. Hildur Egilsdóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('78)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
18. Andrea Magnúsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Liðstjórn:
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Jelena Tinna Kujundzic ('36)
Mary Alice Vignola ('57)
Edda Garðarsdóttir ('79)

Rauð spjöld: