Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
KR
4
5
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '9
Atli Sigurjónsson '26 1-1
Óskar Örn Hauksson '31 2-1
2-2 Valgeir Lunddal Friðriksson '32
2-3 Patrick Pedersen '35
Kennie Chopart '43 3-3
3-4 Patrick Pedersen '51
3-5 Aron Bjarnason '68
Atli Sigurjónsson '78 4-5
26.08.2020  -  17:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað, logn og 12 gráður. Milt og gott
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: Áhorfendabann, því miður
Maður leiksins: Patrick Pedersen - Valur
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('55)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed ('64)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
8. Finnur Orri Margeirsson ('55)
9. Stefán Árni Geirsson ('64)
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Alex Freyr Hilmarsson
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ná ekki að koma boltanum á markið. Flautað af!

VALSMENN VINNA Í ROSALEGUM LEIK!!!

KR er í sjötta sæti, átta stigum á eftir Val sem er á toppnum! KR á reyndar leik til góða.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
95. mín
Síðasti séns fyrir KR. Fá horn. Beitir inn í teiginn.
93. mín
KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Atli Sigurjóns með spyrnuna en hún er ekki góð.
92. mín
Hannes grípur hornspyrnuna frá Kennie.
92. mín
MIKIL hætta eftir hornið! Valur bjargar í aðra hornspyrnu.
91. mín
Óskar Örn með tilraun, boltinn af varnarmanni og framhjá. Horn.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti: 4 mínútur.
89. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
89. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
87. mín
Heimir að búa sig undir að gera tvöfalda skiptingu.
85. mín
KR-ingar láta boltann ganga á sín á milli og leita að jöfnunarmarki. Fá hornspyrnu...
82. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Nú á að þétta!
81. mín
Hannes í vandræðum með fyrirgjöf en hirðir boltann í annarri tilraun! "Hamren er að horfa!" er kallað úr stúkunni.
79. mín
Rosalega furðulegur en skemmtilegur fótboltaleikur!
78. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
KR MINNKAR MUNINN Í 4-5!!!

Atli með marktilraun í stöngina, fylgir svo sjálfur eftir og potar boltanum inn. Kennie Chopart átti fyrirgjöfina.
77. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
"Haukur, á ekki að vinka?" kalla KR-ingar úr stúkunni.
74. mín
Kristján Flóki í hörkufæri! Skot yfir. Þarna átti hann að gera betur, flott tækifæri fyrir KR að minnka muninn í 4-5.
68. mín MARK!
Aron Bjarnason (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
EINN Í GEGN OG KLÁRAR!

Haukur Páll skallaði boltann innfyrir vörn KR, Aron Bjarnason sleppur einn í gegn og skorar.

Ég er hreinlega orðlaus yfir varnarleik Íslandsmeistarana.

Eitt mark í viðbót frá Val og liðið jafnar markaskorun Celtic frá Evrópuleiknum.
65. mín
Atli Sigurjóns með skot en hittir boltann heeerfilega.
64. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
Stefán Árni getur svo sannarlega komið með aukið krydd í sóknarleik KR.
62. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf frá vinstri. Kristján Flóki í fínu færi en skallar yfir.
58. mín
Óskar Örn Hauksson með skottilraun yfir.
56. mín
VALSMENN! Nálægt því að bæta við! Patrick í dauðafæri en Beitir varði í tvígang! Miðverðir KR-liðins eru algjörlega úti á túni.
55. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
54. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
54. mín
Patrick Pedersen nálægt því að komast í boltann í dauðafæri eftir aukaspyrnu! Þarna skall hurðin nærri hælunum.
53. mín
KR vinnur hornspyrnu. Atli Sigurjóns tekur spyrnuna frá vinstri. Spilað stutt og Valur nær svo að vinna boltann...
51. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
HVERNIG GETA ÞEIR SKILIÐ PATRICK EFTIR SVONA EINAN?

Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri og Patrick Pedersen skallar boltann inn. Er aleinn í teignum!

Varnarleikurinn hjá KR í leiknum hefur verið hreinasta hörmung. 2 metra reglan.
50. mín
Hættuleg aukaspyrna frá KR-ingum inn í teiginn. Boltinn endar í hornspyrnu.

Fámennur hópur stuðningsmanna KR sem fékk aðgang að leiknum er duglegur að hvetja sína menn áfram. Syngja og tralla.

Annars náði KR ekkert að gera mjög merkilegt úr þessari hornspyrnu.
48. mín
Arnþór Ingi með skot fyrir utan teig eftir ágætis sókn KR-inga en yfir fór boltinn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Þá er maður búinn að fá sér nauðsynlegan hálfleiks-kaffibolla og liðin eru mætt aftur út á völl. Engin breyting í hálfleik.
45. mín
Fólk búið að vera duglegt á Twitter! Hvetjum alla til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðuna um þennan rosalega fótboltaleik.
45. mín
Hálfleikur
Sex marka fyrri hálfleikur með glæsilegum mörkum! Þetta var alvöru skemmtun maður lifandi. Stórleikurinn að fara yfir allar væntingar.

Er ekki típískt að það komi svo ekkert mark í seinni hálfleikinn?
43. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
ROSALEGT MARK! Þvílík forréttindi að vera á þessum leik!

Há sending inn í teiginn, Valgeir Lunddal skallar boltann frá og Kennie tekur hann á lofti og setur í hornið!
41. mín
Rætt um það í fréttamannastúkunni að varnarmenn KR séu að fara of vel eftir 2 metra reglunni.

Aron Bjarnason með sendingu á Patrick Pedersen sem tekur snúning og á marktilraun. Frekar máttlítið skot sem Beitir á ekki í vandræðum með.
38. mín
Atli Sigurjónsson með skot á markið en Hannes ver örugglega.
37. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
35. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Lasse Petry
ÞVÍLÍKUR RÚSSÍBANI! ÞVÍLÍKAR SVEIFLUR!

Þvílík synd að hér séu ekki áhorfendur! Þetta mark var algjört konfekt. Frábært hlaup hjá Pedersen og frábær sending frá landa hans.

Patrick sýnir þau geggjuðu gæði sem hann býr yfir, snilldar móttaka og klárar snilldarlega yfir Beiti!
32. mín MARK!
Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
HVAÐ ER Í GANGI Í ÞESSUM LEIK!

Valgeir skorar frá D-boganum, hnitmiðað og laglegt skot. Kristinn Freyr renndi boltanum á hann.
31. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Pablo Punyed
ÚR ÞRÖNGU FÆRI! HANNES VAR Í BOLTANUM EN INN FÓR HANN!

Pablo með flotta skiptinu á Óskar sem kom sér inn í teiginn. Birkir Már renndi sér í tæklinguna en Óskar náði að koma boltanum í gegnum klofið á Hannesi úr þröngu færi.
28. mín
Lasse Petry með skot fyrir utan teig. Vel yfir markið.
26. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
ATLI JAFNAR MEÐ FALLEGU SKOTI!

Kristján Flóki með öfluga sendingu á Atla sem er í teignum, setur boltann yfir á vinstri og leikur á Sigurð Egil áður en hann skorar með fallegu skoti.
25. mín
Pálmi Rafn með fína skottilraun! Hannes ver vel.
22. mín
Valgeir Lunddal öflugur. Vinnur hornspyrnu. Aron með hættulegt horn... KR bjargar í aðra hornspyrnu hinumegin.
21. mín
Já Erik Hamren og Freyr Alexandersson eru í stúkunni. Hamren er að gæða sér á epli. Kom með nesti. Landsliðshópurinn sem mætir Englandi verður opinberaður á föstudaginn. Landsliðsmarkvörðurinn í rammanum hjá Val og svo er Birkir Már Sævarsson að banka.
19. mín
Einn stuðningsmaður KR í stúkunni duglegur að öskra inná völlinn svo vel heyrist. Beinir spjótum sínum mikið að Hauki Páli fyrirliða Vals. "Þegiðu Haukur!" er vinsælt hróp.

Kennie Chopart með hættulega fyrirgjöf sem Valsmenn ná að koma í burtu.
18. mín
Atli Sigurjónsson með fyrirgjöf sem Hannes nær að handsama af öryggi. Hannes búinn að vera besti markvörður deildarinnar í sumar að mati spekinga. EKki ljúga þeir.
15. mín
Beitir missir af fyrirgjöf! Sigurður Egill á skottilraun en Kennie Chopart stekkur fyrir skotið og lokar!

"KR fókus hérna!" heyrist öskrað úr stúkunni. Ekki alveg rétt stilltir heimamenn í upphafi leiks.
12. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur keyrir Pablo Punyed niður á miðjum vellinum.
11. mín
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, þurfti aðhlynningu. Hann hristir þetta af sér og er mættur aftur út á völlinn.
9. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
GEGGJAÐ SPIL HJÁ VAL! Þetta virkaði hrikalega auðveld. KR-ingar horfðu bara á!

Patrick Pedersen kom sér inn í teiginn vinstra megin og renndi boltanum á Kristin Frey Sigurðsson sem setti boltann innanfótar af yfirvegun meðfram jörðinni framhjá Beiti.
5. mín
Kristján Flóki með sendingu fyrir markið en Eiður Aron kemur boltanum frá. KR fær svo aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateiginn. Atli Sigurjónsson með fína sendingu úr aukaspyrnunni en aftur nær Valur að koma hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
VEISLAN ER BYRJUÐ! Kristinn Freyr með fyrstu spyrnuna fyrir Valsmenn. Þeir sækja í átt að íþróttahúsi KR, sem heitir enn DHL-höllin er það ekki?
Fyrir leik
Jæja liðin ganga inn á völlinn undir fögrum tónum Carnaval De Paris. DJ Hilmar Þór sér um þeyta skífum í dag og Hlynur Valsson er vallarþulur, fyrir þá 20 áhorfendur sem eru á vellinum.
Fyrir leik
Enginn annar en Siggi Helga sem er fjölmiðlafulltrúi KR í dag og mætir inn í fréttamannaboxið með útprentaðar skýrslur. Siggi er að skipuleggja að kaupa Manchester City treyjur merktar Messi fyrir sig og sína nánustu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það kemur ekkert á óvart í byrjunarliðunum. Hjalti Sigurðsson er kominn til baka úr láni hjá Leikni og byrjar á bekknum hjá KR. Eiður og Rasmus eru í miðverðinum hjá Val.
Fyrir leik
Fyrir leik
Liðin sem spörkuðu mótinu af stað
Fyrri viðureign liðanna var opnunarleikur mótsins og fór hann fram þann 13. júní. Óskar Örn Hauksson skoraði eina mark leiksins og KR-ingar fögnuðu sigri.

Þjálfarar liðanna, Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson, þekkjast vel og búast má við alvöru baráttuleik tveggja liða sem búa yfir fullt af gæðum.
Fyrir leik
Valsarar eru án Hedlund
Sebastian Hedlund hefur leikið mjög vel í vörn Valsmanna að undanförnu. Valur er besta varnarlið deildarinnar til þessa, hefur aðeins fengið á sig átta mörk. En Hedlund er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen verða væntanlega í miðverðinum.

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal snýr aftur eftir leikbann sem hann tók út í 1-0 sigrinum gegn KA.
Fyrir leik
KR-ingar komnir úr vinnusóttkví
KR fékk 6-0 skell gegn Celtic í Evrópukeppninni í síðustu viku og þurfti svo að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeirri sóttkví var breytt í vinnusóttkví svo liðið gæti æft fyrir þennan stórleik gegn Val.

Íslandsmeistararnir eru sem stendur í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 17 stig. Þeir verða tveimur stigum frá Val ef þeir vinna í kvöld.

KR er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum. Liðið tapaði gegn FH og gerði jafntefli gegn KA og Fjölni.
Fyrir leik
Áframhaldandi áhorfendabann
Sólin er farin að stytta vakt sína hér á landi og því er flautað til leiks klukkan 17:00. Ekki eru flóðljós á Meistaravöllum.

Því miður er enn áhorfendabann í gangi í íslenska boltanum vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis breytist það ekki alveg á næstunni, útlit er fyrir að leikið verði til áhorfenda til 10. september að minnsta kosti.
Fyrir leik
RISASLAGUR framundan!
Góðan og gleðilegan daginn. Það er alvöru slagur í Pepsi Max-deildinni framundan, stórleikur KR og Vals hér á Meistararvöllum.

Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn en aðstoðardómarar eru Bryngeir Valdimarsson og Gunnar Helgason. Jóhann Ingi Jónsson er fjórði dómari.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
2. Birkir Már Sævarsson
9. Patrick Pedersen ('82)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('89)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason ('89)
18. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('77)
5. Birkir Heimisson ('82)
18. Kristófer André Kjeld Cardoso
20. Orri Sigurður Ómarsson ('89)
26. Sigurður Dagsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('89)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('12)
Patrick Pedersen ('37)

Rauð spjöld: