JÁVERK-völlurinn
laugardagur 29. ágúst 2020  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Létt gola, en allt til fyrirmyndar
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: Vel á fyrsta hundrað
Selfoss 1 - 0 FH
1-0 Tiffany Janea MC Carty ('35)
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
4. Tiffany Janea MC Carty
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
12. Dagný Brynjarsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('84)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('77)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('84)
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('77)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Stefán Magni Árnason
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Dagný Brynjarsdóttir ('32)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('53)

Rauð spjöld:
@arnimadman Árni Þór Grétarsson
90. mín Leik lokið!
GGWP er oft sagt að leik loknum. Hetjuleg barátta Hafnfirðinga dugði ekki til í dag. Selfyssingar taka stigin þrjú, það er jú það sem þetta snýst allt um.
Eyða Breyta
90. mín
Það eru aðeins meiri læti og harðara hnoð á miðjunni, en ekki mikið sem er að koma út úr því.

FH fá aukapsyrnu við miðjuhringinn, hún endar sem sending á Kaylan.
Eyða Breyta
90. mín
Það fer hver að verða síðastur að skora á Selfossi í dag. Sjáum til hvort einhver vilji grípa gæsina á meðan hún gefst.
Eyða Breyta
88. mín Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
84. mín Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Magdalena Anna Reimus (Selfoss)

Eyða Breyta
82. mín Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Eva búin að spila á gulu frá 10. mín.
Eyða Breyta
81. mín
Anna María gerði vel í að halda boltanum inná eftir langa sendingu upp að hornfána hægra megin og kemur með háa sendingu fyrir sem fer fyrir Telmu sem og aðra nærstadda, Taylor tekur svo strax sendingu inn á teig frá vinstri en beint í hendurnar á Telmu.
Eyða Breyta
77. mín Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Fríða búin að vera kraftmikil í dag eins og oft áður.
Eyða Breyta
77. mín
FH á aukaspyrnu inn á teig þar sem Kaylan fer í ævintýraferð. Sem betur fer fyrir hana koma Selfyssingar boltanum í burtu.
Eyða Breyta
74. mín
Þetta er aðeins dottið niður hjá okkur, hvorugt liðið að hlaða í neina flugelda þessa stundina. Hljóta að vera að apara sig fyrir lokamínúturnar.
Eyða Breyta
67. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir, þarna áttu að gera betur! Hún er send ein í gegn þar sem hún tekur sprettinn frá miðju. Telma kemur út úr teignum og nær að koma tánni í boltann. Þarna átti Fríða bara eftir að setja boltann fram hjá markmanninum.
Eyða Breyta
66. mín Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Birta Georgsdóttir (FH)

Eyða Breyta
64. mín
Vandræðagangur í vörn FH eftir hornspyrnu Selfyssinga, boltinn dettur niður dauður, en engin nálægt til að færa sé það í nyt.
Eyða Breyta
55. mín
Phoenetia komin skuggalega ein í gegn, Selfyssingar elta hana uppi og þrengja að færinu. Nær á endanum ekki að gera neitt meira við það.
Eyða Breyta
54. mín
Selfyssingar í hraðri sókn, Tiffany á sendingu sem ratar svo til beint i fætur Hólmfríðar, hún nær ekki góðu skoti.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Braut þarna á Phoenetia Brown skammt fyrir utan vítateig Selfyssinga, ekkert varð úr þessari aukaspyrnu.
Eyða Breyta
50. mín
FH í sókn, koma boltanum inn á teig, Selfyssingar þættar fyrir og koma boltanum frá án þess að mikil hætta skapist.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur hafinn og nú fá Selfyssingar goluna í bakið, held að hún sé ögn stífari en í upphafi leiks. Hefur kannski ekki mjög mikil áhrif þó.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Komið nóg af fótbolta fyrir einn hálfleik segir Bríet, liðin ganga til klefa og hugsa sinn gang. Selfyssinar með forystuna og Hafnfirðingar staðráðnir í að fá þetta stig sem þær vantar.
Eyða Breyta
43. mín
Þetta er búið að detta niður í smá hnoð annað slagið á Selfossi, bæði lið eru fjölmen á miðjunni og enda oft í löngum boltum til að sleppa þaðan. Þeir fara flestir í markspyrnu eða rangstöðu.
Eyða Breyta
39. mín
Annað mark hjá Selfyssingum, en það telur ekki þar sem Dagný var rangstæð þar sem hún kom boltanum í netið.

Það er farið að hitna aðeins í kolunum og varamannabekkur FH farinn að láta vel í sér heyra.
Eyða Breyta
35. mín MARK! Tiffany Janea MC Carty (Selfoss), Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
Anna María með aukaspyrnu úti á kanti, flottur bolti inn á teig. Karitas skallar boltann aftur inn á teig þar sem Tiffany hamrar boltann í netið!!!
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Fyrir bort á Andreu Mist, nartar í hælana.
Eyða Breyta
25. mín
Víti kallar stúkan, Bríet er ekki sammála því. Selfyssingar fá hins vegar horn Sem Barbára Sól kemur boltanum á markið en Telma handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
20. mín
Fyrir þetta færi FH var leikurinn búinn að einkennast af sígildu hnoði á miðjunni, það virðist vera að lifna yfir þessu.
Eyða Breyta
17. mín
VÁ, Rannveig á skot frá vítateigsboganum, Kaylan er fljót að kasta sér niður á boltan, boltinn skoppar yfir hana og endar ofaná markinu, hefði getað endað með marki. Ingibjörg Rún á svo markskot eftir hornspyrnuna, en lítil hætta skapaðist af því.
Eyða Breyta
11. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Fyrir brot á Karitas við miðlínuna úti á kanti, fullsnemt fyrir svona hita.
Eyða Breyta
9. mín
Madison á fyrsta færi gestanna, Hún lætur vaða í skot sem varnarmenn Selfoss komast fyrir, boltinn skoppar svo laus í vítateignum þar til Selfyssingar ná að koma boltanum burt.
Eyða Breyta
8. mín
Selfyssingar með innkast við hlið vítateigs FH, Hólmfríður sendir boltann fallega í gegnum vítateiginn þar sem Dagný nær ekki góðu skoti.
Eyða Breyta
4. mín
Selfyssingar eru ákveðnir í byrjun og vinnur Dagný aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH. Clara tók spyrnuna sem fór yfir allan pakkann og endaði í fanginu á Telmu. Líf í þessu í upphafi.
Eyða Breyta
1. mín
Fyrsta færi dagsins litið dagsins ljós, en Dagný Brynjarsdóttir fékk boltann við markteigshornið og átti skot á mark. Telma Ívarsdóttir gerði vel í að verja!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Bríet er búin að flauta þetta í gang og hefur FH goluna í bakið í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að skella á! Skímó í græjunum og leikmenn að ganga til leiks!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru engin mjög stór tíðindi í byrjunarliðum liðanna. Hjá FH dettur Hrafnhildur Hauksdóttir út úr byrjunarliðinu, enda í leikbanni eftir að hafa fengið fjórða gula spjaldið í sumar. Inn kemur Ingibjörg Rún Óladóttir. Annars er þetta sama lið og náði góðum sigri gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Alfreð Elías stillir upp sama liði og náði hinum frækna sigri gegn Breiðablik í síðustu umferð, hakan er ekkert í gólfinu yfir þeirri ákvörðun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar eru sem stendur neðstar, en það eru bara 2 stig á milli neðstu fjögurra liðanna. Stefnir í hrikalega spennandi fallbaráttu og stúlkurnar úr Hafnarfirði munu selja sig dýrt í dag. Hvert einasta stig er þeim afar dýrmætt í baráttunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin tvö eru ekki á alveg sama stað í töflunni. Selfyssingar eru í baráttunni um þriðja sætið. Liðið ætlaði sér stærri hluti í vor, en úr því sem komið er hljóta þær að ætla sér að klára þetta þriðja sæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það sem heyrir helst til tíðinda fyrir þennan leik að í morgun var það gefið að heimilt er að opna hliðin fyrir áhorfendum, með verulegum skorðum auðvitað. Verður áhugavert að sjá hvernig Selfyssingar hafa náð að bregðast við þessum tíðindum með svo skömmum fyrirvara.

En þessu ber að fagna og við hrósum vinum okkar í Innkastinu sem og FÁSK-urum fyrir þeirra baráttu fyrir áhorfendum á völlinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin með okkur á Jáverk-völlinn á Selfossi. Framundan er alvöru veisla. Slagur í deild þeirra bestu!

Enn er sumar á Selfossi, hvað annað. Sólarlaust og sunnan gjóla en algert drauma fótboltaveður.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('88)
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
17. Madison Santana Gonzalez
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('82)
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('66)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
13. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('88)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('82)
15. Birta Stefánsdóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('66)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Liðstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Eva Núra Abrahamsdóttir ('11)

Rauð spjöld: