Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Selfoss
1
0
Valur
Hólmfríður Magnúsdóttir '75 1-0
1-0 Elín Metta Jensen '87 , misnotað víti
03.09.2020  -  17:00
JÁVERK-völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Kalt og rok. Haustið er að skella á.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 111 manns
Maður leiksins: Kaylan Jenna Marckese
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ!

BIKARMEISTARARNIR ERU KOMNIR Í UNDANÚRSLIT! ÞVÍLÍK DRAMATÍK Á LOKAMÍNÚTUNUM!

Skýrsla og viðtöl síðar í kvöld. Takk fyrir mig!
93. mín
Önnur hornspyrna og aftur kemur Sandra!!!
92. mín
Síðasta tækifæri Vals. Hornspyrna!

Sandra kemur inn í teig!

Hræðileg spyrna og hún svífur yfir allt saman.
90. mín
Þá fær Fríða aðhlynningur. Uppbótin verður 2-3 mín.
90. mín
Við erum að detta í uppbótartíma. Það er komin ein skipting í leiknum og eitt gult spjald.

Við fáum alveg max tvær mínútur í uppbót. Eina ef allt væri eðlilegt
89. mín
Selfoss fær hornspyrnu og það er kominn VERULEGUR pirringur í Valsara.
87. mín Misnotað víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
KAAAYLAN VER!!!!!

Þvílík varsla, VÁ! Vítaspyrnan alveg út við stöng og Kaylan tekur þetta!
86. mín
VALUR FÆR VÍTI!

Clara fær boltann í höndina og það er lítið við þessu að segja. Hárréttur dómur að því er virðist.
86. mín
Valur fær horn. Það fer heldur betur að styttast í þessu.
84. mín
Valur virðist ekkert vera á leiðinni í fleiri skiptingar. Það sama má segja um Selfoss.
82. mín
Valur fær hornspyrnu. Hallbera tekur.

Aftur og aftur og aftur og aftur gengur ekkert hjá Val í þessum hornspyrnum.
81. mín
Þá er það Fríða sem reynir skotið og þetta var bara alls ekkert galið. Margir markmenn í deildinni sennilega verið í vandræðum með þennan bolta en hæðin vann með Söndru þarna.
80. mín
Ásdís Karen með skot af löngu færi en Kaylan ver þetta í jörðina, bíður með það að taka boltann upp en hirðir hann svo þegar pressan er komin.
76. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Brýtur á Tiffany sem er á ferðinni upp hægri kantinn!

Það er heldur betur líf í Selfyssingum þessa stundina og stuðningsmennirnir eru vaknaðir!
75. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
MAAAAAAARK!!!

Selfoss er komið yfir og það er ekkert smá mark!

Tvær af skærustu stjörnum Selfyssinga sjá til þess að Selfoss nær forystunni. Dagný Brynjarsdóttir stingur boltanum inn fyrir á Fríðu sem er í hlaupinu, Fríða hefði getað farið nær en ákveður að láta vaða af vítateigslínunni (cirka) og boltinn SYNGUR í netinu!
74. mín
VÁÁÁ KAYLAN!

Hlín Eiríksdóttir kemst í góða skotstöðu innan teigs og lætur vaða, Kaylan ver. Elín Metta tekur frákastið og eina sem hún þarf að gera er að rúlla boltanum í netið en Kaylan er fljót á fætur og kemst fyrir það skot einnig!

Sagan er þó ónýt af því að AD2 lyfti flagginu á Elínu.
71. mín
Enn og aftur ná Valsstúlkur ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni.
70. mín
Gunnhildur með lúmskt skot!

Fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða í fyrsta, Kaylan þarf að hafa sig alla við og hún nær að blaka boltanum yfir markið.
67. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Valur) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Valur gerir hér sína fyrstu breytingu.
66. mín
Fyrsta skipti í langan tíma sem að Selfyssingar ná að halda svolítið í boltann og reyna að byggja upp góðar sóknir.
62. mín
ÞARNA!

Nú var það Ásdís Karen sem tók spyrnuna og það er eitthvað klafs þarna inni í teig en Kaylan grípur inn í og handsamar boltann. Ákveðin hætta þarna!
61. mín
Here we go again. Valur, horn.
60. mín
Valur fær horn. Hornspyrnurnar í þessum leik ekki verið neitt sérstaklega hættulegar.

Og þessi er það ekki..
58. mín
Þetta er algjör baráttuleikur. Leikmenn eru að gefa sig alla fram í verkefnið. Það ætlar enginn að gera mistök.
54. mín
Flott hornspyrna frá Hallberu. Boltinn svífur yfir allan teiginn og á fjærstöngina þar sem Hlín lúrir. Hlín fær boltann þó í erfiðri hæð og nær ekki stýra honum á markið.
53. mín
Valur fær horn. Skot Elínar Mettu fer af varnarmanni og aftur fyrir.
52. mín
Clara tekur spyrnuna, Valur hreinsar og Clara fær boltann aftur. Hún kemur með fasta fyrirgjöf á kollinn á Barbáru sem nær ekki að stýra boltanum nægilega vel og Sandra grípur boltann.
51. mín
Selfyssingar fá fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks.
47. mín
SLÁIN!!

Fyrirgjöf??? Ó nei. Hallbera skýtur úr spyrnunni og hún endar í þverlslánni!

Selfyssingar koma boltanum síðan burt.
47. mín
Hér fá Valsstúlkur aukaspyrnu á hættulegum stað. Góð fyrirgjafarstaða fyrir Hallberu.
46. mín
Þá er þetta komið af stað. Ég sé að leikmenn eru mjög gíraðir í miklu, miklu meira fjör.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Jóhann þennan tíðindalitla fyrri hálfleik af.

Ég kalla eftir meira fjöri í síðari hálfleik. Greyið þessir 200 áhorfendur sem eru mættir.
43. mín
Úfff hvað það er rólegt yfir þessu. Nákvæmlega ekkert í gangi!
37. mín
Fyrigjöf frá Önnu Maríu. Sandra keyrir út og nær að kýla boltann frá og fær síðan aukaspyrnuna. Ekki skil ég hvað Jóhann sá í þessu.
35. mín
Það er ekki mikið í gangi þessa stundina. Bæði lið skiptast á að halda boltanum, og missa boltann.
31. mín
VÁ!

Sandra fær sendingu til baka og Hólmfríður setur mikla pressu á hana, Sandra nær ekki að lyfta boltanum og hann fer af Fríðu nokkra metra til hliðar en Sandra nær þá að handsama hann.
30. mín
Frábær spyrna frá Hallberu og Selfyssingar eiga í einhverjum vandræðum með að koma boltanum burt en það hefst að lokum.
30. mín
Þá eru það gestirnir sem fá hornspyrnu.
28. mín
Boltinn berst út á Barbáru eftir hornspyrnuna sem á laflaust skot í átt að marki. Sandra tekur þennan upp og kemur boltanum í leik.
27. mín
Hér fá Selfyssingar sína fyrstu hornspyrnu. Tiffany sækir hana.
26. mín
Löng og góð sókn hjá Selfyssingum tekur hér enda.

Fríða keyrir upp völlinn og snýr inn, kemur með góða sendingu inn á teig en Valur nær að hreinsa burt, þar er Fríða mætt og hirðir boltann, reynir skot en Sandra ver.
23. mín
Dagný brýtur á Elínu Mettu svona tíu metrnum fyrir utan vítateig Selfoss.
21. mín
DAGNÝÝÝ!

Tiffany með flotta fyrirgjöf, beint á kollinn Dagnýju sem rís hæst í teignum en skallar boltann rétt framhjá.
18. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Ná ekki að gera sér mat úr henni.
15. mín
Valur að gera sig líklegri þessar mínúturnar.

Tók smá tíma að vinna sig inn í leikinn en þær virðast vera á réttri leið.
13. mín
VALUR VILL VÍTI!

Elín Metta er sloppin ein í gegn og Anna Björk virðist gera mjög vel og ná til boltans en Elín Metta fellur og er EKKI ánægð með Jóhann.

Ég held að það hafi ekki verið neitt í þessu.
9. mín
Flott sókn Selfyssinga.

Tiffany stingur boltanum inn á Barbáru, beint í hlaupaleiðina, Barbára keyrir inn og reynir skot/fyrirgjöf sem að Sandra grípur.
6. mín
Löng spyrna og Ásdís nær að skalla boltann í átt að marki. Kaylan ekki í vandræðum og grípur boltann.
5. mín
Hólmfríður fer hér ansi harkalega í Gunnhildi Yrsu sem liggur á vellinum en stendur þó fljótt upp aftur.

Valur fær aukaspyrnu nálægt miðju. Hallbera ætlar að setja þetta inn.
4. mín
Fyrstu skottilraun leiksins á Hólmfríður.

Dagný á langan sprett upp völlinn, kemur boltanum á Fríðu sem skýtur boltanum rétt framhjá.
2. mín
Elín Metta nálægt því að sleppa ein í gegn en Áslaug Dóra er með þetta allt í teskeið. Nær til boltans og Elín er síðan dæmd brotleg.
1. mín
Leikur hafinn
FLAUT!

Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Selfoss sem að hefja leik og sækja í átt að Stóra hól.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn.

Fremstur í flokki er Jóhann Ingi, dómari leiksins, ásamt sínum aðstoðarmönnum. Selfyssingar í sínum hefðbundnu vínrauðu búningum á meðan Valsstúlkur eru grænar.
Fyrir leik
Þá ganga liðin til búningsklefa til þess að rífa af sér upphitunardressið áður en alvaran hefst.

Ég er ekki frá því að það sé búið að lægja dálítið.
Fyrir leik
Spá úr blaðamannastúkunni:

Hjörtur Leó, vísir.is: 3-2 í venjulegum leiktíma. Sigurmarkið kemur á 87. mínútu

Guðmundur Karl, mbl.is: 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Selfoss vinnur í vítaspyrnukeppni. Mikil dramatík undir lok leiks

Arnar Helgi, fótbolti.net: 2-1 Selfoss í venjulegum leiktíma. Magdalena og Anna Björk með mörk Selfoss.
Fyrir leik
Það er gaman að sjá að fólk er farið að flykkjast á völlinn. Fólk er vel klætt og tilbúið í slaginn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús. Þau má sjá hér til hliðanna.

Selfyssingar stilla upp sama byrjunarliði og vann FH í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Valur gerir þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Þór/KA. Út fara þær Arna Eiríks, Bergdís Fanney og Málfríður Anna. Inn koma Ásgerður, Ásdís Karen og Ída Marín.
Fyrir leik
Selfyssingar ná að hleypa tæplega 200 manns á völlinn í dag þegar búið er að draga frá starfsmenn vallarins.

Tæplega hundrað í stúkuna og aðrir hundrað í brekkuna. Vellinum skipt í tvö hólf og hér er allt upp á tíu þegar kemur að sóttvörnum. Óli Hallgríms, sóttvarnarfulltrúi félagsins, er ekkert í þessu til að eignast vini.
Fyrir leik
Þetta er ekki besti dagur sumarsins hvað varðar veðurfar hér á Selfossi. Ég skal alveg viðrukenna það.

Það er eiginlega bara drullukalt og það bætir í vindinn með hverri klukkustundinni. Skulum vona að þetta hafi ekki mikil áhrif á leikinn.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á árinu 2020.

Fyrra skiptið var í mars í Lengjubikarnum og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.

Selfoss vann síðari leikinn sem var spilaður á Hlíðarenda en leikurinn var í Mesistarakeppni KSÍ. Selfoss hefur því unnið eina bikar sumarsins í kvennaboltanum.
Fyrir leik
Valur fór einnig nokkuð örugglega inn í 8-liða úrslitin eftir að hafa sigrað ÍBV á heimavelli, 3-1.

Elín Metta með tvö mörk í leiknum og Ída Marín bætti við þriðja markinu. Staðan var 3-0 á 10. mínútu leiksins. ÍBV klóraði í bakkann í uppbótartíma síðari hálfleiks.
Fyrir leik
Selfyssingar ætla sér að bjarga tímabilinu með því að verja Mjólkurbikars titilinn.

Selfyssingar unnu Stjörnuna örugglega í 16-liða úrslitunum, 0-3. Hólmfríður Magnúsdóttir gerði tvö mörk og Dagný Brynjars bætti við öðru.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í sveitina!

Klukkan 17:00 hefst stórleikur Selfoss og Vals í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('67)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('67)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('76)

Rauð spjöld: