Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þróttur R.
2
1
Vestri
Dion Acoff '7 1-0
Esau Rojo Martinez '20 , víti 2-0
2-1 Nacho Gil '64
Friðrik Þórir Hjaltason '90
06.09.2020  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grenjandi rigning og smá gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Atli Geir Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
9. Esau Rojo Martinez
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('77)
11. Dion Acoff ('38)
14. Lárus Björnsson ('46)
20. Djordje Panic ('75)
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
Magnús Pétur Bjarnason ('38)
3. Árni Þór Jakobsson
3. Stefán Þórður Stefánsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('77)
8. Sölvi Björnsson ('75)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('46)

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Guðmundur Friðriksson ('32)
Birkir Þór Guðmundsson ('63)
Sölvi Björnsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með virkilega sterkum sigri Þróttara. Viðtöl og skýrsla koma innan skamms
90. mín Rautt spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
+3

Hvað ertu að gera elsku Sigurður minn....
Seinna gula á Friðrik.. tæpt að vera brot meira að segja
90. mín
+2

Grátlega nálægt því að skora núna heimamenn. Magnús Pétur í hörkusprett og Blakala út. Magnús kom boltanum fyrir en skallinn frá Rojo lélegur
90. mín
+1

Þróttarar negla bara fram núna og vona það besta
90. mín
Sigurður Hjörtur kominn í smá gryfju núna. Ýmist að dæma á ekkert eða ekki að dæma á pjúra brot. Ivo ríghélt utan um Rojo eftir útspark og þeir fóru saman í jörðina. Kvarta samt báðir í dómarann og heimta aukaspyrnu
88. mín
ÚFFF! Vestri bjarga á línu!
Rojo hafði betur í loftinu við Blakala og boltinn datt niður bakvið allan pakkann. Sölvi ákvað einhvernveginn að henda sér í flugskalla fyrir opna markið en hann náði engum krafti og auðvelt að hreinsa af línu. Átti alltaf að setja hann með fætinum
87. mín
Gunnlaugur Hlynur klókur og nælir í aukaspyrnu við miðlínuna
86. mín
Vestramenn ætla sér stig úr þessu ferðalagi en þeir eru klaufskir á síðasta þriðjungi
85. mín
Komin smá riflildi í stúkuna venga dómgæslunnar. Það er ekkert nýtt í Íslenskum fótbolta.
84. mín
Koma boltanum frá. Fyrirgjafirnar ekkert spes hjá Nacho
83. mín
Gestirnir í þungri sókn núna tvö horn í röð
82. mín
Magnaður varnarleikur hjá Atla Geir. Zoran í góðu skotfæri en Atli fleygði sér fyrir hann og náði einhvernveginn að koma sér fyrir skotið
79. mín
Var að enda við að hrósa Sigga dómara fyrir línuna sem hann var búinn að vera fylgja allan leikinn. Leyfði mönnum að ýta og toga í hvorn annan uppað vissu marki og var ekkert endilega að flauta þennan leik í rot. Núna er hann samt búinn að dæma tvisvar á stuttum tíma á ekki neitt
77. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Þriðji maðurinn útaf í meiðsli hjá Þrótti. Hrikalega vont
76. mín Gult spjald: Sölvi Björnsson (Þróttur R.)
Strax kominn í bókina. Guðmundur Axel liggur eftir og Vestramenn ætluðu sér ekkert að koma boltanum útaf þannig hann tók bara á sig að negla einn niður
75. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Þróttur R.) Út:Djordje Panic (Þróttur R.)
Djordje smá týndur í dag
75. mín Gult spjald: Ivo Öjhage (Vestri)
Ljótt brot. Ætla ekki að alhæfa neitt en það sem ég hef séð af Ivo í sumar þá er hann mjög grófur leikmaður
72. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Vestri)
Gabríel búinn að vera líflegur í dag. Fékk eitthvað hnjask
70. mín
Stuðningsmenn Þróttar óska eftir hreyfingu frá sínum mönnum. Rojo virkilega rólegur eitthvað með boltann en enginn að bjóða sig fyrir hann.

Þróttarar keyra svo fram og eru í fyrirgjafastöðu en Rojo hvergi nálægt teignum. Pollrólegur bara í vinstri bakverði
68. mín
Vestra menn virka mjög líklegir núna eftir þetta mark hjá Nacho
66. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tvöföld skipting hjá Vestra
66. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Pétur Bjarnason (Vestri)
Tvöföld skipting hjá Vestra
64. mín MARK!
Nacho Gil (Vestri)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
ÚFF Dýr gjöf!!

Birkir gaf aukaspyrnu á hættulegum stað.. Í þetta skipti fer Nacho í teiginn sjálfur og Gabríel kemur með fyrirgjöfina. Rojo er brjálaður út í sína varnarmenn
63. mín Gult spjald: Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
Virkilega klaufalegt hjá Birki. Gefins aukaspyrna á góðum stað
60. mín Gult spjald: Bjarni Jóhannsson (Vestri)
Lét heyra vel í sér í kjölfarið á þessu öllu saman með Atla
59. mín
Atli Geir liggur niðri á vellinum í dágóða stund. Þróttarar hins vegar í góðri sókn og héldu henni bara áfram en samt sem áður verður allt vitlaust í stúkunni þegar Vestra menn ná boltanum. Á endanum sparkar Ricardo boltanum útfyrir hliðarlínu svo Atli geti fengið aðhlynningu
58. mín Gult spjald: Zoran Plazonic (Vestri)
Fær réttilega spjald fyrir að sparka Rojo niður
57. mín
Atli Geir tók bara sprett og litla sprettinn sem hann tók! Var bara alltíeinu kominn framhjá þrem varnarmönnum Vestra og það þurfti bara að komast framhjá Ivo til að komast í teiginn en það tókst ekki
55. mín
Magnaður sprettur hjá Gabríel sem flaug framhjá einum og á milli varnarmanna. Var að munda skotfótinn þegar Túfa tók það af honum. Skotið í Hafþór sem gerði frábærlega til að koma sér fyrir.
53. mín
Síðustu mínútur hafa verið svona fram og til baka fótbolti hjá báðum liðum. Hvorugt liðið að halda boltanum neitt sérlega vel
51. mín
Smá pirringur í Túfa. Vestri vildi fá aukaspyrnu við hliðarlínuna eftir baráttu Rojo og Ricardo. Innkast fyrir Þrótt var niðurstaðan og Túfa grýtti boltanum í Atla
50. mín
Heimamenn byrja þennan seinni hálfleik mun aftar á vellinum heldur en þeir voru að spila þann fyrri
47. mín
Vestramenn fá hornspyrnu strax í byrjun Seinni hálfleiks. Ekkert verður úr henni eftir smáveigis darraðadans
46. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Lárus af velli. Hljóta að vera einhverskonar meiðsli.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný og heimamenn henda í aðra breytingu
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur kominn í Laugardalinn. Þróttarar yfir 2-0 í hléinu
45. mín
Það verður að viðurkennast að Daði Bergsson hefur ekki verið góður í þessum fyrri hálfleik þrátt fyrir að hans menn séu yfir. Búinn að gefa boltann frá sér alltof oft
44. mín
Túfa hársbreidd frá því að komast í hættulegt færi en boltinn bara vildi ekki detta vel fyrir hann
43. mín
Rojo mættur til baka í hjálparvörnina til þess að gefa frá sér aukaspyrnu við miðjan vallarhelming sinna manna. Ekta Costa
41. mín
Franko með magnaða markvörslu þarna! Gabríel Hrannar með fast skot niðri á nærstöngina rétt fyrir utan boxið. Dómarinn dæmir samt útspark þannig Franko greyið fær ekkert credit fyrir vörsluna
39. mín
Rojo er virkilega skemmtilegur leikmaður. Diego Costa taktar í honum en bara dass af Costa.. Sendi Zoran í flugferð með öxlinni og Sigga fannst ekkert að því
38. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Magnús kemur bara beint inná vinstri kantinn
37. mín
Smá hiti og harka núna. Lárus gerði frábærlega með sprett upp vinstri kantinn. Gabríel Hrannar togaði í treyjuna en Lárus lét sig ekki detta og ekkert dæmt. Rojo fór svo í eina suðræna og góða tæklingu og vann boltann en brot dæmt
35. mín
Martröð fyrir Þróttara!!!
Dion Acoff sem er búinn að vera fáránlega góður hérna í byrjun er lagstur niður og heldur um lærið. Hann er að fara af velli
33. mín
Dion Acoff fékk boltann út við hliðarlínu og Rafael gaf honum 2 metra.. 2 metrum of mikiðð og stuttu seinna var Dion horfinn. Friðrik henti sér í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og getur þakkað fyrir það að Dion hafi verið of snöggur hreinlega
32. mín Gult spjald: Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Gummi fær spjald eftir brotið. Hagnaðarreglunni beitt
30. mín
Virkilega þung sókn gestanna. Zoran að mér sýndist með fyrra skotið sem Franko varði en út í teiginn. Enginn Vestramaður náði að komast í frákastið. Dion með misheppnaða hreinsun sem rataði til Zoran aftur sem átti lélegt skot
28. mín
Vestri meira með boltann um þessar mundir. En heimamenn eru duglegir að beita skyndisóknum. Possession síðustu mínútur Þ:30-70:V Færi Þ:4-1:V
Það er ekki alltaf nóg að vera meira með boltann
25. mín
Gestirnir fengu hér aukaspyrnu rétt fyrir aftan miðlínuna og ætluðu sér að taka hana strax og negla fram. Sigga fannst boltinn vera áa ferð og Vestramenn endurtaka spyrnuna. Rafael er samt brjálaður yfir því að samherjar hans hafi tekið þessa ákvörðun að negla fram og segir þeim að halda boltanum niðri
23. mín
Uppúr þessari aukaspyrnu kemur bara hættuleg sókn hjá heimamönnum.. Dion Acoff tók bara á skarið og var mættur við vítateig Vestra 4 sekúndum ca eftir að Vestramenn tóku aukaspyrnuna. Fann Rojo en skotið hans rétt yfir markið
22. mín
Ég og lýsendur Þróttara ekki alveg á sama máli. Þróttarar að gefa frá sér aukaaspyrnu á fínum stað. Mér fannst tæklingin góð en þeim fannst tæklingin groddaraleg
20. mín Mark úr víti!
Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
Stoðsending: Lárus Björnsson
Feykilega öruggt hjá Rojo
19. mín Gult spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
VÍTI
Friðrik Þór togar Lárus niður. Hárréttur dómur verð ég að segja
18. mín
Boltinn hafði viðkomu í Sigga dómara... eða réttara sagt sendi Ricardo boltann bara beint í dómarann sem stóð á milli hans og Nacho. Dómarakast og Vestramenn halda boltanum
15. mín
Franko Lalic bjargar sínum mönnum virkilega vel þarna. Frábær sending hjá Túfa en Franko var snöggur niður til að grípa sendinguna
13. mín
Sigurður Hjörtur að sleppa Birki hrikalega vel þarna. Fór í hressilega tæklingu á Zoran rétt fyrir utan teiginn en einhvernveginn slapp hann
12. mín
Vestramenn halda áfram að sækja stíft
11. mín
ÚFF Sigurður Grétar með magnaða sendingu fyrir mark Þróttar. Franko, Hafþór pg Guðmundur snérust í hringi en það munaði bara hársbreidd að Túfa næði tánni íi boltann
9. mín
Dion aftur að valda usla!

Fékk pláss úti vinstra megin eftir aukaspyrnu við miðjan vallarhelming Vestra. Robert kom til bjargar
7. mín MARK!
Dion Acoff (Þróttur R.)
VÁÁÁ!

Það má ekki gefa honum þetta pláss! Langur bolti fram sem Nacho virtist vera fara taka en Ivo kallaði og Nacho lét hann fara. Ivo hins vegar kixaði boltann og boltinn barst á endanum til Dions. Sá ekki hver átti sendinguna en hann komst á skrið.. köttaði inn og setti hann niðri á nær
5. mín
Virkilega góð pressa hjá Pétri. Þróttarar aaaaðeins of rólegir með boltann og enda á því að þurfa negla boltanum út fyrir hliðarlínu
3. mín
2 mínútur og 20 sekúndur liðnar og það er búið að rífa Dion Acoff niður. Hann á svo sannarlega ekki að komast á skrið
2. mín
Leikurinn byrjar svona eins og flest allir fótboltaleikir gera með því að bæði lið fá að finna aðeins fyrir boltanum og rúlla honum á milli sín
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og eru það Vestramenn sem byrja með boltann. Þeir sækja í átt að Dalnum sjálfum
Fyrir leik
Liðin mættust líka í Mjólkurbikarnum í byrjun sumars og þá voru það Þróttarar sem höfðu betur 3-1.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama þá er leikurinn sýndur beint með hreint út sagt magnaðri lýsingu. https://www.netheimur.is/throttara-streymi/ leikinn má finna hérna
Fyrir leik
Vestri situr í 7 sæti deildarinnar með 19 stig eftir 13 leiki og markatöluna 18-18. Þeir hafa verið að spila fantagóðan fótbolta uppá síðkastið og unnu þeir í síðustu umferð Þórsara örugglega 4-1.
Þróttarar hafa hins vegar ekki spilað vel svona heilt yfir sumarið en hafa þó spilað mun betur eftir Covid pásuna en þeir gerðu fyrir. Þeir hafa til að mynda unnið 2 af síðustu 5 leikjum sínum og þar á meðal gegn Leikni Reykjavík
Fyrir leik
Leikurinn er settur fram sem partur af 16 umferð Lengjudeildarinnar en leikurinn er númer 14 sem liðin spila sökum Covidsins margumtalaða.
Vestra menn unnu fyrri leik liðanna 1-0 með marki í blálokinn frá Viðari Þór
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur Fótbolta.net og veriið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á leik Þróttar og Vestra í Lengjudeild Karla
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
4. Rafael Navarro
5. Ivo Öjhage
7. Zoran Plazonic
7. Vladimir Tufegdzic ('66)
10. Nacho Gil
14. Ricardo Duran Barba
19. Pétur Bjarnason ('66)
20. Sigurður Grétar Benónýsson
23. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('72)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Varamenn:
2. Milos Ivankovic
17. Gunnar Jónas Hauksson ('66)
19. Viðar Þór Sigurðsson ('72)
22. Elmar Atli Garðarsson
77. Sergine Fall ('66)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Friðrik Þórir Hjaltason ('19)
Zoran Plazonic ('58)
Bjarni Jóhannsson ('60)
Ivo Öjhage ('75)

Rauð spjöld:
Friðrik Þórir Hjaltason ('90)