Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
3
1
Fylkir
Phoenetia Maiya Lureen Browne '26 1-0
Helena Ósk Hálfdánardóttir '29 2-0
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir '67
Andrea Mist Pálsdóttir '72 , víti 3-1
09.09.2020  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 143
Maður leiksins: Helena Ósk Hálfdánardóttir.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('73)
17. Madison Santana Gonzalez ('83)
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne ('92)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('73)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('83)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('92)
28. Birta Georgsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH tekur þrjú stig og eru komnar uppúr fallsæti!
92. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Phoenetia Maiya Lureen Browne (FH)
Fær aldeilis lófatakið frá stuðningsmönnum FH, verðskuldað.
90. mín
Fjórar í viðbótartíma.
89. mín
Fylkir með fasta fyrirgjöf en Telma grípur. FH að sigla þessu í höfn.
84. mín
Inn:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Íris virtist meiða sig eitthvað í kringum aukaspyrnuna og er tekin út af.
83. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Út:Madison Santana Gonzalez (FH)
Madison líkur góðum leik hér í dag.
80. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Madison fór auðveldlega fram hjá henni og Stefanía keyrir tossar hana til baka. Alltaf aukaspyrna, kannski strangt að gefa spjald.
78. mín
Guðrún Karítas vinnur boltann á hættulegum stað en þrír FH-ingar umkringja hanna samstundis og vinna boltann aftur.
76. mín
Þórdís með annað langskot hátt yfir. Svo Margrét Björg skömmu síðar vel fram hjá. Komin smá örvæntin í þetta hjá gestunum.
74. mín Gult spjald: Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Ok. Það sem gerðist var að Cecilía sendir stutta sendingu út úr teignum þegar Phoenitia var á vappi í kring. Sendingin til baka var afleidd og FH-ingurinn kemst inn í hana, Cecilía kemur út á móti og fellir sóknarmanninn!
73. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
73. mín
Inn:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
72. mín Mark úr víti!
Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
ÖRUGGT! Cecilía fór í rétt horn en nær ekki í boltann!
71. mín
FH FÁ VÍTI!
70. mín
Telma kemur út úr teig og sendir bolta þvert yfir völlinn og beint á Phoenitu sem er vel rangstæð.
68. mín
Og Fylkir vinnur horn, skallað beint á Telmu.
67. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Það kom að því! Bryndís fær boltann í teignum og snýr á varnarmann og leggur boltann laglega í netið!
66. mín
Guðrún Karítas með snúning í teig FH og skot sem fer af Ingibjörg hátt upp í loft og Telma grípur
65. mín
Annað Fylkishorn. Sama uppskrift, tekið stutt og svo fyrirgjöf. Skot í varnarmann og FH hreinsar út á völl.
64. mín
Fylkir er allavega að ná skotum núna, Bryndís með annað lang skot í varnarmann og horn. Sem FH hreinsar í annað horn. Gestirnir búnir að vera sterkari aðilinn síðustu 10 mínútur
62. mín
Annað langskot hjá Fylki, hátt yfir.
59. mín
Þórdís nær skallanum en vel framhjá.
58. mín
Og Fylkir vinnur horn
56. mín
Inn:Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Út:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir)
Kjartan búin að fá nóg og gerir tvödalda skiptingu,
56. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir)
Kjartan búin að fá nóg og gerir tvödalda skiptingu,
55. mín
Já ók! Þórdís með þrumuskot af svona 30 metra færi sem er á leið inn Telmu tekst að koma lófa á boltann og blaka í horn.
52. mín
Sara Dögg fær erfiða sendingu á kantinum og missir boltann út af.
48. mín
Ingibjörg Rún með sendingu til baka á Telmu sem kýs að hreinsa í innkast. FH nær að komast inn í sendingu og gefa langt á Phoenitu, Berglind gefur henni smá pláss og hirðir svo boltann af henni.
46. mín
FH-liðið byrjar á að ná boltanum og Rannveig á skot í varnarmann, boltinn fellur til Phonetiu sem skýtur fremur mátlitlu skoti.
45. mín
Leikur hafinn
Ná Fylkiskonur að snúa vörn í sókn?
45. mín
Hálfleikur
Fimm mínútna uppbótartíminn klárast. FH með sanngjarna tveggja marka forystu.
45. mín
Phoenetia og Berglind eru búin að eiga nokkur einvígi í leiknum og núna hljóp sóknarmaðurinn fyrirliðann niður. Bæði lið vildu meina að á sínum manni hefði verið brotið, en Fylkir fær boltann.
45. mín
Madison með gott hlaup og nóg pláss í teig Fylkis en tekst ekki að finna samherja.
44. mín
Aftur vilja Fylkir víti! Hár bolti á Bryndísi við vítalínuna, Telma kemur út og grípur hann er fellir Bryndísi harkalega í leiðinni. Aftur ekki viss, fer eftir hvor var á undan.
42. mín
Telma með smá stæla. Hár bolti Fylkis sem Taylor skallar til baka á hana, en markmaðurinn er komin úr teignum. Sara Dögg er alveg ofan í henni en í stða þess að þrykkja boltanum tekur hún smá snertingu, gabbar Söru og sendir stutta sendingu á samherja.
39. mín
Sara Dögg með skot í teig FH en framhjá
38. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
Dómarinn beytir hagnaði en gestunum tekst ekki að nýta sér það.
35. mín
Helena Ósk vinnur boltann á miðjunni og sendir á Phoenetiu sem var svona tvo metra rangstæð.
32. mín
María Eva með háan bolta yfir vörn FH en engin samherji nálægt og Telma grípur hann.
29. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Stoðsending: Madison Santana Gonzalez
FH komnar í 2-0! Madison með samba takta inn í teignum, rekur boltann fram hjá tvemur varnarmönnum og sendir stutta sendingu á Helenu sem tekur eina snertingu til að búa til pláss og skorar svo!
26. mín MARK!
Phoenetia Maiya Lureen Browne (FH)
Hún hættir ekki að skora!

Bolti í gegnum vörn Fylkis sem Helena eltir, varnarmaður gefur til baka á Cecilíu sem Helena nær að sitja pressu á og boltinn endar í löpunum á Phoenitiu sem neglir á markið, í varnarmann en hrekkur í inn!
25. mín
Laglegt spil FH endar með fyrirgjöf frá Rannveig á Sísí sem misreiknar aðeins hæð boltans og skallar hann úr mitishæð framhjá
24. mín
Taylor liggur eftir samstuð við samherja, kemur fljótt aftur inn á.
19. mín
Fylkir vill víti þegar Bryndís Arna er toguð niður í teignum. Hefði verið strangt en alveg hægt að dæma þarna.
17. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir) Út:Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
16. mín
Katla María útaf vellinum, ekki viss um að hún haldi áfram leik, sneri sig eitthvað. Berglind Rós fer niður í hafsentinn En Fylkir að spila einum færri eins og er.
15. mín
Andrea með þrususkot við vítateigs bogann, lágt og fast en rétt framhjá.
13. mín
Rannveig með skot rétt yfir mark Fylkis! Byrjaði á góðri sendingu Andreu til Helenu út á kantinum sem fékk smá tíma til að velja sendingu, Fylki mistókst að hreinsa og boltinn datt fyrir fætur Rannveigar sem var ekki langt frá að koma Fylki yfir.
11. mín
Leikur stopp, Cacilía þarf aðlynningu, sýnist það vera vegna blóðnasa.Þjálfarnir nota tímann til að koma einhverjum upplýsingum til sinna liða
9. mín
Telma heppinn! Er að gefa út á Ingibjörgu en boltinn á Guðrúnu Karítas sem ver að press, Ingibjörg nær boltanum og FH sleppa með skrekkinn.
7. mín
Stefanía Ragnars dæmd rangstæð.
6. mín
Madison snýr á Írisi í teig Fylki og nær skoti úr þröngu færi, beint á Cecilíu.
4. mín
Helena Ósk og Phonetia pressa Cecilíu sem gerir vel að koma boltanum úr teignum og á samherja við miðlínu, rangstað dæmd á Fylki upp úr því
2. mín
Browne með fyrirgjöf af hægri kantinum en langt yfir leikmenn í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrja með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttasvæðinu, með vindinn í bakið.
Fyrir leik
Rétt rúmar tíu í leik, fyrstu vel dúðuðu áhorfendur að setjast í sætin og liðin búin með upphitun. Smá vindur sem blæs beint á annað markið og kalt hérna.
Fyrir leik
Kjartan Stefánsson gerir hins vegar tvær breytingar á liðinu sínu. Inn koma Þórdís Elva og Sara Dögg í staðinn fyrir Vesnu og Huldu Hrund.
Fyrir leik
Samkvæmt leikskýrslunni sem ég var að fá í hendur eru Fylkiskonur aðeins fimm í byrjunarliðinu. Ætla að giska á þetta sé eitthvað tæknilegt klúður og reyna að finna út úr því.
Fyrir leik
Guðni gerir eina breytingu á liðinu sínu, Eva Núra kemur inn í stað Ernu Guðrúnar.
Fyrir leik
FH-stelpurnar unnu 4-2 sigur á KR á síðasta leik. Eftir mjög erfiða fyrri umferð hafa þær unnið tvo af síðustu þrem leikjum og skorað sjö mörk í þeim þrem (í raun bara í tveim þeirra). Á undan leiknum við Stjörnunni voru þær búnar að skora þrjú mörk í allt sumar á undan. Með sigrinum á KR lyftu þær sér af botni deildarinnar í fyrsta sinn í sumar og eru einu og tveim stigum á eftir liðunum fyrir ofan þær, sem eiga innbyrðisleik í dag.
Fyrir leik
Fylkir vann síðasta leik sinn gegn Þór/KA 4-2. Form þeirra er búið að vera svolítið útum allt í síðustu fimm leikjum: Tveir sigrar, tvö töp og jafntefli. Þær sitja í þriðja sæti deildarinnar, þrem stigum á undan Selfossi.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan og velkomin í Kaplakrika þar sem FH-ingar taka á móti Fylki í þrettándu umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Byrjunarlið:
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Íris Una Þórðardóttir ('84)
5. Katla María Þórðardóttir ('17)
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('56)
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('17) ('56) ('56)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('84)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Vesna Elísa Smiljkovic

Gul spjöld:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir ('74)
Stefanía Ragnarsdóttir ('80)

Rauð spjöld: