Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Selfoss
1
2
Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir '12
Tiffany Janea MC Carty '73 , víti 1-1
1-2 Hlín Eiríksdóttir '91
09.09.2020  -  17:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir ('46)
4. Tiffany Janea MC Carty ('88)
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('52)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('52)
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('88)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('46)
21. Þóra Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Arnar Ingi Ingvarsson leikinn af og Íslandsmeistararnir fara með góð þrjú stig heim á Hlíðarenda og hefna sín á tapinu í bikarnum.
93. mín
Inn:Arna Eiríksdóttir (Valur) Út:Elín Metta Jensen (Valur)
Eðlileg skipting í þessari stöðu.
91. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Fanney kemur Elinu Mettu fram og þar gerir Elín Metta allt rétt. Dregur að sér varnarmenn og sendir á Hlín sem tekur Barbáru að mér sýndist á og setur boltann með hægri í fjærhornið niðri. 1-2 Valur!
89. mín
Gunnhildur keyrir upp vinstri kantinn og nær fyrirgjöf. Boltinn af Magdalenu og í horn. Kaylan stór og sterk og kýlir boltann frá.
88. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
Tiffany búin að vera frábær í leiknum. Selfoss að treysta á þreytta varnarmenn Vals.
87. mín
Selfoss komast þrjár á eina í skyndisókn sem klúðrast og strax í næstu sókn kemst Elín Metta ein í gegn og klúðrar og JIIIIEEEESSUUUUSS TÆPT!!! Hlín Eiríks með gull sendingu inn á Elínu sem skallar í stöngina!
85. mín
Hallbera með góða aukaspyrnu inn á teiginn og boltinn fer í horn. Hallbera tekur það líka en boltinn berst á Selfyssinga sem hreinsa og boltinn er núna í innkasti hjá Val. Rétt við vítateig Selfoss. Pressa.
79. mín
Hallbera með frábæra fyrirgjöf sem Kaylan slær frá og boltinn berst til Gunnhildar Yrsu sem átti sendingu inn á teiginn þar sem Fanney stökk hæst en skallinn beint á Kaylan.
78. mín
Undirritaður gerði skiptinguna öfugt hér að neðan. Fanney er á kantinum fyrir Ásdísi sem átti hörkuleik og Mist kemur inn á miðjuna fyrir Málfríði.
74. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
74. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
73. mín Mark úr víti!
Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
Tiffany fer sjálf á punktinn og skorar af miklu öryggi og alveg gegn gangi leiksins jafnar Selfoss!
72. mín
VÍTI! Guðný brýtur á Tiffany!
71. mín
Elísa Viðars með skot á mark Selfoss eftir gott samspil Vals. Skotið ekki nógu fast og Kaylan fleygir sér á boltann.
64. mín
Lítið að frétta síðustu mínúturnar en þá fær Selfoss hornspyrnu sem er góð en Selfoss ná ekki skoti á markið.
57. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Elísa Viðars hoppar með hendurnar fyrir innkast sem Selfoss á og fær réttilega áminningu.
56. mín
Elín Metta í hörkufæri! Barátta milli Elínar og Önnu Bjarkar endar með því að Elín Metta kemst í gegn en skot hennar fer í innkast.
53. mín
Undirritaður ætlaði að koma inn á það á sama tíma og Hólmfríður lá að augljós vöntun væri á Dagnýju það sem af væri seinni hálfleiks. Verður fróðlegt að sjá næstu mínútur hjá Selfossi og hvað gerist hjá þeim eftir þennan mótbyr síðustu mínúturnar.
52. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður búin að liggja eftir tæklingu frá Málfríði Önnu í þrjár mínútur og verður að fara af velli. Þvílík blóðtaka fyrir Selfoss að missa bestu leikmennina sína af velli með 7 mínútna millibili.
47. mín
Selfoss með hotnspyrnu og úr verður darraðardans í teignum sem endar með skoti fyrirliðans Önnu Maríu en Sandra á ekki í vandræðum með að handsama þetta.
46. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Áhyggjuefni fyrir Selfoss og íslenska landsliðið að ökklinn hennar Dagnýjar hafi líklega ekki borið hana lengur og þess vegna kemur Helena inn á í hennar stað.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Valur yfir í hálfleik en leikurinn ennþá beggja liða að vinna.
45. mín Gult spjald: Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Togar í treyju Ásdísar Karenar þegar Valur var á leið í skyndisókn. 100% gult spjald.
43. mín
Selfoss konur hafa aðeins sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar og fengið hálffæri og hornspyrnu. Núna klobbar Hólmfríður Málfríði og nær sendingunni á Tiffany en góð vörn og Tiffany nær ekki til boltans.
37. mín
Hallbera með aukaspyrnu hægra megin á vallarhelmingi Selfoss en Kaylan í öllu sínu veldi kemur út í teiginn og grípur boltann.
33. mín
Guðný í góðu samspili við Hlín og virðist vera að sleppa í gegn þegar rangstæð Elín Metta reynir við boltann og rangstaða dæmd.
29. mín
Dagný er sem sagt komin aftur inn á. Fær fyrirgjöf frá Magdalenu en nær ekki að stýra skallanum á markið.
26. mín
Dagný Brynjars virðist vera að fara af velli. Legið á vellinum og fengið aðhlynningu síðustu mínúturnar og komin úr skónum. Ökklinn, sýnist mér það vera.
24. mín
Hólmfríður kemst upp hægri kantinn með boltann og tekur stöðu gegn Lillý Rut rétt við hornfánann. Hólmfríður á glæsilega sendingu fyrir þar sem boltinn svífur yfir varnarmenn Vals til Karitasar sem hittir hreinlega ekki boltann.
19. mín
Elín Metta Jensen er markahæsti leikmaður Vals í sumar, með 11 mörk. Hjá Selfossi hafa Tiffany Janea McCarthy og Dagný Brynjars skorað fjögur mörk hvor.

Elín Metta er í hörkuséns á að vinna gullskóinn, sérstaklega núna þegar aðal keppinautur hennar, Berglind Björg, er farin til Frakklands.
17. mín
Lítið að frétta eftir markið. Valur sterkari aðilinn úti á velli.
12. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
0-1 og Valskonur komnar í forystu. Sofandaháttur í vörn Selfoss og Hlín gerir frábærlega þegar hún er komin í færið. Anna Björk virðist gleyma að stíga Hlín út en Hlín kemst bara ein í gegn, leikur á Kaylan og leggur boltann í markið.
8. mín
Hólmfríður með háan bolta í gegn á Tiffany en Sandra grípur sendinguna. Rétt áður þá reyndi Hallbera að skora sjálfsmark þegar að hún sendi boltann til baka á Söndru, eiginlega framhjá henni og virtist sendingin vera á leið í mark Vals.
5. mín
Valskonur senda boltann fram og Elín Metta kemst í færi en dæmd rangstæð. Þá brunar Selfoss fram og Hólmfríður gerir vel í að halda boltanum og koma honum inn á teiginn til Tiffany en skot hennar framhjá markinu.
4. mín
Hvorugt lið búið að skapa sér alvöru færi það sem af er. Smá miðjumoð og þá brýtur Dagný Brynjars á Gunnhildi Yrsu en þær halda báðar leik áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Arnar Ingi dómari leikinn í gang á Selfossi. Ekki margir mættir í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst einu sinni í sumar, það var í síðastliðinn fimmtudag í Mjólkurbikarnum. Selfoss fór með sigur af hólmi og vann 1-0 með marki Hólmfríðar Magnúsdóttur.
Fyrir leik
Selfoss tapaði síðasta leik sínum 2-3 þegar þær mættu Stjörnunni í Garðabæ á meðan að Valur vann auðveldan 4-0 sigur á ÍBV.
Fyrir leik
Valur er á toppi deildarinnar með 31 stig eftir 12 leiki, með eins stigs forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu en Blikar eiga leik til góða.

Selfoss er búið með 11 leiki og er í 4. sætinu með 16 stig, þremur stigum á eftir Fylki.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Vals í Pepsi Max-deild kvenna. Athugið að enginn fréttamaður er á Selfossi á vegum Fótbolti.net en undirritaður mun textalýsa leiknum í gegnum beina útsendingu Stöð 2 Sport.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('74)
10. Elín Metta Jensen ('93)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('74)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('93)
6. Mist Edvardsdóttir ('74)
9. Ída Marín Hermannsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('74)
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
77. Diljá Ýr Zomers

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('57)

Rauð spjöld: