Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 10. september 2020  kl. 16:30
Mjólkurbikar karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 323
Maður leiksins: Þórir Jóhann Helgason
FH 3 - 0 Stjarnan
1-0 Steven Lennon ('24)
2-0 Ólafur Karl Finsen ('45)
3-0 Þórir Jóhann Helgason ('57)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon ('77)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('72)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('82)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen ('72)
18. Eggert Gunnþór Jónsson
21. Guðmann Þórisson
29. Þórir Jóhann Helgason ('82)

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('72)
8. Baldur Sigurðsson ('82)
11. Atli Guðnason ('82)
13. Kristján Gauti Emilsson
14. Morten Beck Guldsmed ('72)
24. Daði Freyr Arnarsson
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('77)

Liðstjórn:
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Steven Lennon ('51)
Hörður Ingi Gunnarsson ('73)
Þórir Jóhann Helgason ('82)
Morten Beck Guldsmed ('85)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Helgi Mikael flautar til leiksloka. FH eru komnir áfram í undanúrslit.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín
Ísak Andri með skalla eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs en hann fer yfir markið.
Eyða Breyta
90. mín
BALDUR LOGI SVO NÁLÆGT AÐ GANGA FRÁ ÞESSU!!

Atli Guðnason með fallega sendingu á Baldur sem að er kominn einn gegn Halla en Halli lokar vel og ver laust skot Baldurs.
Eyða Breyta
90. mín
Sjö mínútum bætt við.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Fellur inní teignum eftir tæklingu Péturs. Helgi Mikael segir honum að hætta þessu rugli og standa upp. Ég var sannfærður að þetta væri víti.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan)
Stoppar hraða sókn.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Morten Beck Guldsmed (FH)
Ýtir á eftir Brynjari Gauta þegar að boltinn er kominn útaf.
Eyða Breyta
82. mín Atli Guðnason (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH)

Eyða Breyta
82. mín Baldur Sigurðsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Þórir Jóhann Helgason (FH)
Neglir boltanum eftir að Helgi flautaði. Það síðasta sem að hann gerði í dag.
Eyða Breyta
79. mín
Heiðar Ægisson með fína fyrirgjöf sem að Guðmann ætlar að hreinsa en missir boltann einhvernveginn í gegnum sig. Hann er hins vegar fljótur að átta sig og setur boltann aftur fyrir endamörk. Ekkert verður úr hornspyrnu Stjörnumanna.
Eyða Breyta
77. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Steven Lennon (FH)

Eyða Breyta
73. mín
Guðjón Pétur með fína aukaspyrnu inná teig sem að Brynjar Gauti skallar hátt yfir markið.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)

Eyða Breyta
72. mín Morten Beck Guldsmed (FH) Ólafur Karl Finsen (FH)
Óli Kalli búinn að skila fínu dagsverki.
Eyða Breyta
72. mín Logi Tómasson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Vonandi er þetta ekki of alvarlegt.
Eyða Breyta
70. mín
Jónatan Ingi búinn að liggja hér út á velli eftir samstuð. Börurnar mættar og ég held að það sé enginn möguleiki að hann haldi leik hér áfram.
Eyða Breyta
68. mín Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Þá hafa Rúnar og Óli séð nóg. Fjórföld skipting.
Eyða Breyta
68. mín Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Emil Atlason (Stjarnan)
Þá hafa Rúnar og Óli séð nóg. Fjórföld skipting.
Eyða Breyta
68. mín Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þá hafa Rúnar og Óli séð nóg. Fjórföld skipting.
Eyða Breyta
68. mín Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Þá hafa Rúnar og Óli séð nóg. Fjórföld skipting.
Eyða Breyta
67. mín
Þórir Jóhann með góðan sprett og fínt skot við vítateigslínuna en Halli er vel á verði og ver skotið hans.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
ÚFFFFF ALEX STÁLHEPPINN!!

Fer í eina fullorðins tveggja fóta tæklingu á Lennon og FH-ingar kalla eftir öðrum lit. Daníel Laxdal ýtir síðan í Björn Daníel. Hefði getað fokið út fyrir það. Stjörnumenn mjög pirraðir.
Eyða Breyta
60. mín
Hilmar Árni með aukaspyrnu inní teig þar sem að Guðjón Baldvins er nálægt því að reka tánna í boltann en boltinn endar að lokum hjá Gunnari í markinu.
Eyða Breyta
57. mín MARK! Þórir Jóhann Helgason (FH)
ÞÓRIR JÓHANN SKORAR ÚR AUKASPYRNUNNI!!!!!!

Þórir Jóhann tekur spyrnuna sjálfur og neglir honum lágt í hornið. Brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnumenn.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Brýtur á Þóri við vítateigshornið og gjörsamlega tryllist. Náði vissulega boltanum en togaði í Þóri í leiðinni sýndist mér.
Eyða Breyta
54. mín
GUÐMANN MEÐ SKOT Í STÖNGINA!!!!

Hörður Ingi með aukaspyrnu utan af kanti sem að Halli missir af. Guðmann fær hann í lappirnar óvænt og nær skoti en það fer í utanverða stöngina. FH-ingar líklegri til að bæta við en Stjarnan að minnka muninn.
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Stöðvar hraða sókn Stjörnunnar.
Eyða Breyta
49. mín
Hilmar Árni með góða hornspyrnu og úr verður allskonar klafs sem að endar með skoti Alex Þórs en það fer í varnarmúr FH og útaf.
Eyða Breyta
46. mín
Jónatan Ingi ekki lengi að koma sér í færi. Kemur sér í fína stöðu og hleður í skot en Daníel Laxdal kemst fyrir hann. Einhverjir FH-ingar vildu vítaspyrnu en það hefði verið rangur dómur.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn aftur.
Eyða Breyta
45. mín
Ég er búinn að hafa samband við mitt persónulega VAR-herbergi og þeir segja að fyrra markið hafi staðið á því allra tæpasta. Stóra táin hans Lennon víst fyrir innan og fékk sóknarmaðurinn því að njóta vafans. Hægt að fyrirgefa aðstoðardómaranum það að mínu mati.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Helgi Mikael til loka fyrri hálfleiks. FH-ingar leiða með tveimur mörkum gegn engu.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Ólafur Karl Finsen (FH), Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
ÓLI KALLI SKORAR GEGN SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM!!!!!!!

Hörður Ingi með gott hlaup og geggjaða lága fyrirgjöf þar sem að Óli Kalli lúrir og setur boltann í autt markið.
Eyða Breyta
44. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu. Hilmar Árni snýr honum að marki en Gunnar Nielsen kýlir boltann frá.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Þarna kemur smá hiti. Jóhann alltof seinn og sýnir sóla við Pétur Viðars. FH-ingar kalla eftir rauðu en Helgi lætur gula spjaldið nægja.
Eyða Breyta
36. mín
HILMAR SKÝTUR Í STÖNGINA!!!!

Spyrnan er góð og virkaði á leiðinni inn en fer í utanverða stöngina. Spurning um semtímetra þarna.
Eyða Breyta
36. mín
Eggert Gunnþór brýtur á Hilmari Árna á stórhættulegum stað. Hilmar og GPL standa yfir boltanum.
Eyða Breyta
34. mín
Jóhann Laxdal með fína fyrirgjöf með vinstri fæti en Emil Atlason er aðeins of seinn og nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
30. mín
Jónatan fer hérna illa með Jóhann Laxdal út á kanti og reynir fyrirgjöf en þar kemst Daníel Laxdal fyrir. Ekkert verður úr hornspyrnu FH-inga í kjölfarið.
Eyða Breyta
26. mín
Hilmar Árni í góðu færi til að jafna leikinn en skot hans fer yfir markið.
Eyða Breyta
24. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
FH-INGAR KOMNIR YFIR!!!!!!

Þórir Jóhann kemur hér boltanum í gegnum þröngt svæði inní teiginn þar sem að Lennon er einn og óvaldaður og setur boltann framhjá Halla í markinu. Stjörnumenn brjálaðir og heimta rangstöðu. Daníel Laxdal virtist hinsvegar spila hann réttstæðan.
Eyða Breyta
22. mín
Egger Gunnþór gerir sig sekann um klaufaleg mistök og missir boltann í öftustu línu tim Emils. Hann er hins vegar fljótur að kvitta fyrir mistökin og kemst fyrir skot hans.
Eyða Breyta
20. mín
Emil Atla með skallatilraun eftir fína fyrirgjöf Þorsteins Más en boltinn nokkuð vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
17. mín
Ólafur Karl Finsen með löppina ansi hátt og of seinn í Brynjar Gauta. Aukaspyrna og tiltal nægir í bili.
Eyða Breyta
15. mín
Eggert Gunnþór skallar yfir Stjörnumarkið eftir hornspyrnu Jónatans Inga.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
10. mín
Stjarnan sækir meira það sem af er leiknum en hafa þó ekki enn náð skoti á markið.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
6. mín
Stjörnumenn að skapa usla fyrir framan mark FH. Efitr undirbúning Emils átti Heiðar skot í varnarmann og í kjölfarið bjargaði FH í horn.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
5. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér á vellinum og vinna í að finna leiðir í gegnum andstæðinganna. Það hefur þo ekki gerst ennþá.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
1. mín Leikur hafinn
Leikurin er hafinn. FH byrjar með boltann og spilar í átt að Garðabænum.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hjá FH byrjar fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Ólafur Karl Finsen, frammi. Daníel Hafsteinsson er í leikbanni og er því ekki í leikmannahóp FH í dag.

Hjá Stjörnunni koma þeir Guðjón Baldvinsson, Jóhann Laxdal og Þorsteinn Már Ragnarsson inní liðið frá síðasta leik í stað þeirra Sölva Snæs Guðbjargarsonar, Jósefs Kristins Jósefssonar og Kristófers Konráðssonar. Liðin má sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rafn Markús Vilbergsson fékk það verðuga verkefni að spá fyrir um leiki dagsins. Þetta hafði hann um þennan leik að segja:

,,Vonandi verður þetta vel spilaður leikur þar sem gæði liðanna mun fá að njóta sín. Bæði lið geta spilað flottan fótbolta, bolta þar sem hlaupaleiðir, hreyfingar með og án bolta eru mjög góðar og vel æfðar. Eftir stutt landsleikjahlé er Stjarnan að fara inn i hörku prógram, FH í bikar, KR, Valur og Breiðablik í deild. Ég hef mikla trú að Stjarnan komi vel undirbúin inn í þessa leiki, vinni FH og fari svo að breyta jafnteflum í sigurleiki í deildinni. Stjarnan vinnur 1-2 þar sem kraftmikill og beinskeyttur leikstíll Rúnars mun skína í gegn."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í Pepsi Max-deildinni 17. ágúst síðastliðinn en þar sigraði Stjarnan 2-1. Sigurmark Stjörnunnar kom á lokamínútu leiksins og var það Halldór Orri Björnsson, fyrrverandi leikmaður FH, sem að skoraði það með hælnum. Propper senur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH vann sér sæti í 8-liða úrslitum með 3-1 sigri á Lengjudeildariliði Þórs. Daníel Hafsteinsson, Þórir Jóhann Helgason og Steven Lennon sáu um markaskorunina.

Stjörnumenn heimsóttu Víking R. og unnu þar 2-1 sigur. Emil Atlason og Hilmar Árni Halldórsson skoruðu þar mörk Garðbæinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik FH og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
5. Guðjón Pétur Lýðsson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('68)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('68)
12. Heiðar Ægisson
22. Emil Atlason ('68)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('68)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
8. Halldór Orri Björnsson ('68)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('68)
21. Elís Rafn Björnsson
24. Björn Berg Bryde
27. Ísak Andri Sigurgeirsson ('68)
28. Óli Valur Ómarsson ('68)

Liðstjórn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('38)
Daníel Laxdal ('56)
Alex Þór Hauksson ('63)
Guðjón Pétur Lýðsson ('86)
Ísak Andri Sigurgeirsson ('88)

Rauð spjöld: