ÍBV
1
3
Keflavík
0-1 Joey Gibbs '13
0-2 Joey Gibbs '84
0-3 Kian Williams '85
Jón Jökull Hjaltason '91 1-3
12.09.2020  -  14:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Ágætis veður í dag, smá vindur á annað markið
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 302
Maður leiksins: Joey Gibbs - Keflavík
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Jonathan Glenn ('85)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito
11. Víðir Þorvarðarson ('61)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('69)
18. Eyþór Daði Kjartansson ('85)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason ('85)
10. Gary Martin ('61)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('85)
18. Ásgeir Elíasson
19. Breki Ómarsson ('69)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('29)
Jonathan Glenn ('44)
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('64)
Eyþór Daði Kjartansson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið, Keflavík með frábæran sigur á ÍBV!
92. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Aukaspyrna á hættulegum stað í fyrirgjafarstöðu hjá ÍBV
91. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
91. mín MARK!
Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Stoðsending: Breki Ómarsson
Flott mark hjá ÍBV. Breki með sendingu út í teiginn og Jón Jökull skorar með góðu skoti
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn
89. mín
Inn:Tristan Freyr Ingólfsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
89. mín
Breki Ómarsson í DAUÐAFÆRI. Gerir virkilega vel og er kominn að markteig en stendur boltann yfir markið
85. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV)
85. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
85. mín MARK!
Kian Williams (Keflavík)
KEFLAVÍK AÐ GANGA FRÁ LEIKNUM

Boltinn kemur frá vinstri og sending inn á teiginn þar sem Kian gerir vel og setur hann í fjærhornið
84. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
ÉG SEM VAR AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI LÍTIÐ Í GANGI

Keflavík komast inn á teig ÍBV og eiga skot sem Halldór ver vel. Boltinn berst síðan á Gibbs sem á skot í stöngina en fylgir vel á eftir og skorar i autt markið
83. mín
Lítið í gangi þessa stundina
82. mín Gult spjald: Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV)
Tæklar Ngandu upp við hliðarlínu. Hárrétt
72. mín
Keflavík með flotta sókn. Bjarni Ólafur rennir sér í teginum þar sem Gibbs hefði getað farið niður en gerði vel og kom sér fína stöðu en ekkert verður úr sókninni.
69. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
64. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Stöðvar skyndisókn og Keflavík fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu
63. mín
Felix með frábæra sendingu inn á teiginn og Sito á skot í hliðarnetið. ÍBV mikið líklegri sem stendur
62. mín
Eyþór Daði tekur hornspyrnu frá vinstri, boltinn alltof langur. Gary skallar upp í loftið og Sindi handsamar boltann
61. mín
Inn:Gary Martin (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
54. mín
Sito heldur boltanum vel inn á vellinum fer inn á teiginn og á fínt skot sem Sindri heldur virkilega vel í markinu
50. mín
Sindri með hræðilegt útspark og rennur. Boltinn beint á Eyþór Daða á miðjunni sem á sendingu út á Sito sem á skot yfir markið.
49. mín
Eyþór Daði með frábæra sendingu fyrir markið en Jonahtan Glenn nær ekki að reka tánna í boltann og endar í markspyrnu
48. mín
Eyþór Daði með skot fyrir utan teig sem rennur beint í hendurnar á Sindra í marki Keflavíkur
46. mín
Þetta er farið aftur af stað
45. mín
Inn:Kasonga Jonathan Ngandu (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Ein breyting í hálfleik. Kasonga Nagandu að spila sinn fyrsta leik Keflavík
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Hásteinsvelli þar sem Keflavík leiðir 0-1 eftir mark frá Joey Gibbs, hans sjötanda mark í deildinni
45. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
45. mín
Leikurinn farinn aftur af stað. Keflavík 10 á vellinum eins og er. Nacho Heras borinn hér af velli
45. mín
Verið að hlúa að Nacho Heras inni á vellinum. Höfuðhögg og verið að koma með börur inn á völlinn
44. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (ÍBV)
Í einhverri baráttu inn á teignum og Heras liggur eftir. Virðist vera búinn í dag.
44. mín
Góð aukaspyrna frá Joey Gibbs í markmannshornið en Halldór gerir vel og ver í markinu
43. mín
Keflvíkingar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateigsbogann
40. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu frá vinstri. Víðir með spyrnuna sem er skölluð í burtu. Víðir fær svo boltann aftur úti á kantinum en nær ekki að koma boltanum fyrir markið
34. mín
Aftur kalla Eyjamenn eftir víti. Sito með fyrirgjöf frá vinstri og Glenn fer niður við að farið sé í bakið á honum. Fannst hann fara fullt auðveldlega niður.
33. mín
Keflvíkingar með fína sókn. Unnu boltann í vörninni og Dagur Ingi fór illa með vörn ÍBV og endaði með skoti sem Halldór varði auðveldlega
29. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Brýtur af sér á miðjunni og stoppar sókn Keflvíkinga. Það er að færast smá hiti í þetta hérna
28. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Brýtur á Víði á kantinum. ÍBV ósáttir með að fá ekki að halda áfram með sóknina þar sem þeir voru með boltann
27. mín
Keflavík voru hér í ágætis tækifæri. Boltinn kom inn á teiginn eftir aukaspyrnu sem þeir fengu á miðjum vellinum og endaði í klafsi sem Eyjamenn hreinsuðu
19. mín
Telmo tapar boltanum á miðjunni hjá ÍBV og boltinn berst á Ara Stein sem keyrir að teignum og skot rétt fyrir utan sem fer framhjá markinu
13. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Aukaspyrna frá hægri sem fer inn á miðjan teiginn. Gibbs stekkur manna hæst og skallar boltann í netið
11. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Ari Steinn með góða fyrirgjöf á fjær þar sem Keflavík vinnur skallaboltann og kalla eftir hendi en fá ekkert
8. mín
Frábær sending út á vinstri kantinn, þar sem Sito hefur nóg pláss, keyrir inn á teyginn og á skot yfir markið.
3. mín
Eyjamenn kalla eftir vítaspyrnu.. Boltinn berst út á hægri kantinn og Víðir kemur með góða fyrirgjöfn og Sito fellur í markteignum. Vill meina að ýtt hafi verið á bakið á sér. Hefði verið harður dómur
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. ÍBV hefja leik og sækja gegn vindi
Fyrir leik
Liðin eru gengin til búningsherbergja og fer þar með að styttast í að leikurinn hefjist
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Kristinn Friðrik Hrafnsson. Aðstoðardómarar eru Eysteinn Hrafnkelsson og Magnús Garðarson. Varadómari er Þórður Már Gylfason. Eftirlitisdómari Einar Örn Daníelsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar

Jón Ingason og Óskar Elías taka út leikbann hjá ÍBV í dag vegna uppsafnaðra gulra spjalda. ÍBV gera þar með tvær breytignar á liði sínu og eru það Víðir Þorvarðarson og Eyþór Daði Kjartansson sem koma inn í liðið. Gary Martin er komin aftur í leikmannahóp ÍBV og byrjar á bekknum.

Keflavík stilla upp sama liði og á Akureyri þegar þeir sigruðu Þórsara 1-3.
Fyrir leik
ÍBV sitja í 4.sæti deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki.

Keflavík eru hinsvegar í 2.sæti 27 stig eftir 13 leiki. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið og vonandi eigum við von á hörkuleik hér á Hásteinsvelli í dag.
Fyrir leik
ÍBV heimsótti Grindavík í seinustu umferð þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Jonathan Glenn skoraði mark ÍBV í leiknum. Eyajamenn hafa unnið í fjórum leikjum í röð í deildinni.

Keflvíkingar gerðu sér góða ferð í Þorpið í seinustu umferð og unnu Þórsara 1-3. Ignasio Heras gerði eitt mark og markahæsti leikmaður deildarinnar Josep Gibbs gerði tvö mörk í leiknum, en hann er kominn með 16 mörk í Lengjudeildinni í sumar.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur fótbolti.net

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍBV og Keflavíkur í Lengjudeild karla sem átti upphaflega átti að fara fram í 9.umferð deildarinnar en var frestað þegar mótið fór í hlé vegna Covid-19 faraldursins
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras ('45)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('91)
10. Dagur Ingi Valsson ('45)
10. Kian Williams ('89)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('91)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
10. Kristófer Páll Viðarsson
11. Helgi Þór Jónsson
15. Tristan Freyr Ingólfsson ('89)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('45)
40. Kasonga Jonathan Ngandu ('45)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('28)
Ingimundur Aron Guðnason ('92)

Rauð spjöld: