Origo völlurinn
sunnudagur 13. september 2020  kl. 20:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Flottar aðstæður á Origo. Flóðljósarstemming og rennislétt gervigras
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 398
Maður leiksins: Aron Bjarnason (Valur)
Valur 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Aron Bjarnason ('53)
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('85)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen ('82)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('79)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason ('89)
19. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('79)
15. Kasper Hogh
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson ('89)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('82)

Liðstjórn:
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('17)
Rasmus Christiansen ('33)

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
93. mín Leik lokið!
Já það held ég nú. Erlendur flautar hér til leiksloka. Valsmenn halda áfram að vinna fótboltaleiki. Þakka fyrir mig í kvöld!

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld!
Eyða Breyta
92. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á góðum stað.

Óttar Magnús stendur yfir boltanum.
Eyða Breyta
91. mín
Stöndum upp fyrir Valsmönnum ómar hér í stúkunni á Origo. Valsmenn að vinna sinn sjöunda sigur í röð í deild!
Eyða Breyta
90. mín
Halldór Jón fær boltann úti hægra meginn og kemur með hættulega fyrirgjöf og Nikolaj nær skallanum en nær ekki að stýra boltanum á markið.

Uppbótartíminn eru þrjár mínútur.
Eyða Breyta
89. mín Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Aron Bjarnason (Valur)

Eyða Breyta
85. mín MARK! Sigurður Egill Lárusson (Valur), Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
VALSMENN AÐ KLÁRA LEIKINN HÉR!!!

Kaj Leo stelur boltanum af Sölva Geir og sleppur einn í gegn og rennir boltanum til hliðar á Sigurð Egil sem setur boltann í autt netið.

Þetta var mjög skrítið hvernig Sölvi tapaði boltanum þarna en game over!
Eyða Breyta
84. mín
Víkingar að sækja aðeins núna og eru í dauðaleit að jöfnunarmarkinu.
Eyða Breyta
83. mín
Víkingar vinna hornspyrnu!

Ágúst með spyrnuna á nær en Birkir Már hreinsar boltann út úr teignum.
Eyða Breyta
82. mín Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Patrick Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur R.)
Brýtur hér á Hauki Páli og áhorfendur Víkings í stúkunni ekki sáttir með niðurstöðu Erlings þarna
Eyða Breyta
79. mín Einar Karl Ingvarsson (Valur) Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)

Eyða Breyta
75. mín
Sölvi Geir tapar boltanum klaufalega og Valsmenn keyra af stað í skyndisókn. Haukur Páll kemur honum út á Kidda Frey sem kemur með boltann fyrir en Aron Bjarna nær ekki að koma boltanum á markið.
Eyða Breyta
72. mín
Aron Bjarnason rennir Patta Pedersen í gegn en Pedersen flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
70. mín
HAUKUR PÁLL MAÐUR!!

Aron Bjarna með geggjaðan bolta fyrir á fjær þar sem Haukur Páll var aleinn í heiminum en skóflar boltanum yfir markið.

Þetta var dauðafærii!
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Kári Árnason (Víkingur R.)
Brýtur á Aroni sem var að komast í góða stöðu.
Eyða Breyta
69. mín Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Erlingur virðist ekki geta haldið leik hér áfram í kvöld.
Eyða Breyta
67. mín
Birkir Már sleppir skyndilega í gegn en setti boltann í utanverða stöngina.
Eyða Breyta
67. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
66. mín
Valsmenn með sendingu til baka og Hannes ætlar að spyrna boltanum í burtu en boltinn beint í andlitið á Erlingi.

Sem betur fer er í lagi með Erling og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
65. mín
Sigurður Egill rennir honum innfyrir á Kidda Frey sem leikur með boltann inn á teig Víkings og vinnur hornspyrnu.

Aron Bjarnason með slaka spyrnu beint yfir allan pakkan.
Eyða Breyta
63. mín
Nikolaj með tilraun fyrir utan teig en boltinn beint á Hannes.
Eyða Breyta
56. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Valgeir og Sigurður Egill standa yfir boltanum.

Valgeir tekur spyrnuna en boltinn beint í vegginn
Eyða Breyta
54. mín

Eyða Breyta
53. mín MARK! Aron Bjarnason (Valur), Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
ÞAAAAAÐ ER KOMIÐ MAAAARK!!

Haukur Páll rennir boltanum innfyrir á Aron Bjarnason. Kári rennir sér fyrir hann en Aron heldur boltanum og neglir honum niðri í fjær hornið. Alvöru mark hjá Aroni!

1-0.
Eyða Breyta
51. mín
Gústi Hlyns rennir boltanum á Nikolaj sem vinnur hornspyrnu fyrir Víkinga.

Gústi Hlyns kemur með spyrnuna fyrir og Kári nær skalla og Óttar Magnús nær ekki valdi á boltanum sem fer aftur fyrir.
Eyða Breyta
47. mín
Patti Pedersen fær boltann inn á teig og kemur honum út á Hauk Pál sem leggur hann til hliðar á Sigurð Egil sem reynir skot en boltinn í hornspyrnu.

Valsmenn taka hornið stutt en ekkert kemur upp úr henni.
Eyða Breyta
46. mín
Erlendur flautar og Kiddi Freyr gefur á Lasse og síðari hálfleikurinn er farinn í gang.
Eyða Breyta
46. mín Atli Barkarson (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Hálfleiksskipting hjá Víkingum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+2

Erlendur Eiríksson flautar hér til hálfleiks. Fjörugum fyrri hálfleik lokið og eina sem vantar eru mörk sem við vonandi fáum í þeim síðari. Tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
+1

Kwame með slæma þversendingu sem Sigurður Egill kemst inn í og lætur vaða en boltinn beint á Ingvar.
Eyða Breyta
45. mín
Klukkan slær 45 og 2 mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
42. mín
Það er að færast hiti í þetta.

Erlendur Eiríksson haft nóg að gera á flautunni þessa stundina en mikið af brotum út á velli síðustu mínútur.
Eyða Breyta
38. mín
VÍKINGAR HINUMEGINN.

Keyra upp með boltann og Ágúst Hlyns fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en Hannes ver vel.
Eyða Breyta
38. mín
VALSMENN VILJA VÍTI!!!

Kristinn Freyr fellur inn í teig en Erlendur Eiríksson dæmir ekkert, þetta hefði verið soft og líklega rétt hjá Erlendi.
Eyða Breyta
36. mín
Valsmenn vinna hornspyrnu.

Aron Bjarnason kemur með boltann fyrir en landsliðs Kári skallar boltann burt.
Eyða Breyta
35. mín
Víkingar verið virkilega flottir hér fyrstu 35 mínútur leiksins og eru að gefa Valsmönnum alvöru leik sem hafa verið í örlitum vandræðum með spræka Víkinga.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Óttar Magnús kemur boltanum á Erling sem keyrir í átt að teig Vals en Rasmus brýtur á honum.
Eyða Breyta
28. mín
HANNES ÞÓR HEPPINN ÞARNA!

Davið Örn kemur með fyrirgjöf og Hannes Þór grípur boltann en missir hann síðan og er rétt á undan Kwame í boltann.
Eyða Breyta
25. mín
Sigurður Egill!!

VÁÁ! Birkir Már fær boltann og leikur aðeins inn á völlinn og kemur með fyrirgjöf á fjær og Sigurður Egill klippir hann viðstöðulaust á lofti en boltinn rétt yfir markið. Þetta hefði verið mark af dýrari gerðinni.
Eyða Breyta
22. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Eiður Aron brýtur á Óttari Magnús.

Óttar Magnús býr sig undir að taka spyrnuna.

VÁÁ. Óttar Magnús reynir að setja hann niðri í nær en Hannes vel á verði.
Eyða Breyta
20. mín
Óttar Magnús vinnur hornspyrnu fyrir Val. Fær boltann inn á teig Vals og reynir fyrirgjöf en boltinn af Birki og afturfyrir.

Gústi Hlyns með hornspyrnu sem fer aftur yfir allan pakkan.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hárrétt hjá Erlendi.
Eyða Breyta
16. mín
Og hér verður allt vitlaust í stúkunni.

Kristinn Freyr er feldur en ekkert dæmt og Ágúst Hlyns keyrir af stað í skyndisókn en Haukur Páll klippir hann niður.
Eyða Breyta
13. mín
Kristinn Freyr skiptir honum út á Aron Bjarnason sem keyrir inn á teig og reynir fyrirgjöf en boltinn af Sölva og í hornspyrnu.

Sigurður Egill með stórhættulega spyrnu en Valsmenn ná ekki að setja ennið í boltann.
Eyða Breyta
9. mín
ÓTTAR MAGNÚS!

Fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða á markið og Hannes Þór með magnaða vörslu í horn.

Gústi Hlyns tekur hornið en hún yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
6. mín
Mikill hraði er í þessu fyrstu sex mínúturnar og sótt er á báða boga.
Eyða Breyta
3. mín
Davíð Örn kemur með fyrirgjöf frá hægri og Nikolaj á skalla en hann laus beint í hendurnar á Hannesi.
Eyða Breyta
1. mín
Valsmenn byrja á flottri sókn.

Sigurður Egill skiptir honum yfir á Kristinn Frey sem leikur inn á völlinn og boltinn berst á Patta Pedersen sem kemur honum út á Aron Bjarna sem á fyrirgjöf sem Pedersen nær ekki valdi á.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Origo. Víkingar hefja leik og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.

Góða skemmtun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Power með Kanye West er komið í græjurnar hér og liðin eru að ganga inn á völlinn og allt að verða til reiðu.

Valsmenn ganga inn á völlinn í sínum hefbundnu rauðu treyjum og Víkingar er i svörtum inngöngupeysum og hvítum varatreyjum innanundir hana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til búningsklefa og gera sig klár í upphafsflautið. Áhorfendur eru byrjaðir að týnast í stúkuna.

Vonandi fáum við veislu hér í kvöld!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og eru byrjuð að hita.

Athygli vekur að Valsmenn ná ekki að fylla bekk sinn hér í kvöld, aðeins sex leikmenn eru á bekk Vals en leyfilegir varamenn eru sjö.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Valsmenn gera fjórar breytingar frá bikarleiknum gegn HK. Birkir Már, Sigurður Egill, Aron Bjarnason og Haukur Páll koma allir inn í liðið í kvöld. Sebastian Hedlund er ekki í leikmannahópi Vals í kvöld vegna meiðsla.

Hjá Víkingum byrjar Kwamme Quee en hann gékk til liðsins frá Breiðabliki í félagskiptaglugganum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Búið er að kveikja á flóðljósunum og verið er að vökva völlinn. Styttist í að byrjunarliðin verði klár.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsmenn komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum
Valsmenn voru í sviðsljósinu í bikarnum núna í vikunni en liðið fékk HK í heimsókn og fór sá leikur alla leið í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Valsmenn kláruðu HK í framlengingunni og lokatölur 2-1. Liðin mættust einmitt í deildinni 30.ágúst þar sem Valsmenn höfðu betur 1-0 með marki frá Patta Pedersen.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar ekki leikið deildarleik síðan 20.ágúst
Víkingar fóru á Extra-völlinn í Grafarvogi í síðasta deildarleik sem fór fram 20.águst og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Adam Ægir Pálsson sem kom til Víkinga í glugganum frá Keflavík skoraði mark Víkinga í þeim leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsmenn á toppnum
Valur situr á toppi deildarinnar með 28.stig en liðið hefur leikið 12.leiki í deildinni í sumar. Unnið níu, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Víkingar frá Reykjavík sitja í sjöunda sæti deildarinnar með 14.stig eftir ellefu leiki spilaða. Liðið hefur unnið þrjá, gert fimm jafntefli og tapað þremur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur vann í Víkinni fyrr í sumar
Þessi tvö lið mættust á heimavelli hamingjunnar 8.júlí og Valsmenn slátruðu Víkingum 5-1. Valgeir Lunddal, Patti Pedersen og Aron Bjarnason skoruðu mörk Vals í leiknum. Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Víkinga.

Hvað fáum við að sjá í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
SUPER SUNDAY!
Gott og gleðilegt kvöldið og verið velkomin með okkur á Origo völlinn. Hér í kvöld mætast Valur og Víkingur Reykjavík í Pepsí Max-deild karla.

Málarameistarinn Erlendur Eiríksson flautar til leiks klukkan 20:00 og honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason. Varadómari í kvöld verður Elías Ingi Árnason.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
0. Kári Árnason
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson ('69)
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Óttar Magnús Karlsson
15. Kristall Máni Ingason ('67)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason ('46)
77. Kwame Quee

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason ('67)
17. Atli Barkarson ('46)
19. Adam Ægir Pálsson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('69)

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason (Þ)
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Kári Árnason ('70)
Kwame Quee ('80)

Rauð spjöld: