Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
2
Stjarnan
Kristján Flóki Finnbogason '63 1-0
1-1 Daníel Laxdal '86
1-2 Guðjón Baldvinsson '89
Arnþór Ingi Kristinsson '90
13.09.2020  -  14:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blautt og smá gola. Topp aðstæður.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('60)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Stefán Árni Geirsson ('87)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f) ('70)
14. Ægir Jarl Jónasson (f) ('87)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('70)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('70)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('60)
16. Pablo Punyed ('70)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('87)
22. Óskar Örn Hauksson ('87)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('12)

Rauð spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('90)
Leik lokið!
STJÖRNUMENN STELA ÞESSU!!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
KRISTJÁN FLÓKI NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA!!!

KR fær hornspyrnu sem að Óskar tekur beint á kollinn á Flóka en boltinn fer í hliðarnetið.
90. mín Rautt spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Arnþór Ingi fær rautt!!! Á groddaralega tæklingu og fær beint rautt.

Sá þetta ekki. Það er verið að vinna í því að reka stuðningsmann Stjörnunnar af vellinum fyrir að hlaupa inná. Alvöru dramatík.
89. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
STJÖRNUMENN AÐ STELA ÞESSU!!!!!!!

Óli Valur með frábæra fyrirgjöf sem að Guðjón Baldvinsson skallar glæsilega í markið.
87. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
87. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
86. mín MARK!
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
GJÖRSAMLEGA UPPÚR ENGU!!!!!

Það kemur fyrirgjöf frá hægri sem að Guðjón skallar fyrir markið. Þar er Daníel Laxdal mættur eins og sannur framherji og potar boltanum framhjá Beiti.
85. mín
STEFÁN ÁRNI!!!!!

Fær boltann inná teignum frá Kidda og fer illa með Brynjar en skotið lélegt.
79. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
79. mín
Inn:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
78. mín
Ísak Andri fer hér framhjá þremur KR-ingum þegar að Kristinn Jóns tæklar hann rétt utan teigs. Fínn staður fyrir Hilmar Árna, sem að skýtur hins vegar framhjá.
74. mín
Ægir Jarl skorar eftir hornspyrnu Pablo en búið var að flagga á Finn Tómas.
70. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Hægri vængurinn fer útaf.
70. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Hægri vængurinn fer útaf.
69. mín
Guðjón Pétur reynir skot eftir hornspyrnu Hilmars en það fer hátt yfir.
66. mín
Stefán Árni fer hér skemmtilega með boltann í vítateignum og á skot en það er beint á Halla í markinu.
63. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
KR ER KOMIÐ YFIR!!!!!

Stefán Árni fær frábæra sendingu upp á kantinn sem að hann setur snyrtilega inná teiginn. Þar er Kristján Flóki eins og gammur og setur boltann auðveldlega framhjá Halla í markinu. Gott mark.
61. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Tekur Stefán Árna niður sem að fór illa með hann.
60. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
59. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni.
59. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni.
59. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni.
59. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Stöðvar skyndisókn.
56. mín
Hilmar Árni tekur spyrnuna en Kennie skallar hana frá.
56. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á fínum stað.
53. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Hleypur uppí skyndisókn og missir boltann alltof langt frá sér og brýtur á Kennie. Laukrétt.
50. mín
Alex Þór fellur hérna við eftir samstuð við Stefán Árna. Smá sprungin vör en hann harkar þetta af sér.
47. mín
Atli tekur hornspyrnuna en ekkert verður úr henni.
46. mín
KR-ingar byrja af krafti og fá hornspyrnu.
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju. KR byrjar með boltann.
Algjörlega ótengt leiknum sjálfum þá er Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars Kristinssonar, sagður á leið til Arsenal. Það er huge!
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar til hálfleiks. Staðan markalaus.
45. mín
Daníel Laxdal dæmdur brotlegur fyrir hörkutæklingu við hliðarlínu teigsins. KR-ingar kalla eftir spjaldi en Pétur lætur tiltal duga. Kennie rennir boltanum á Atla sem að skýtur beint á kollinn á Emil Atla.
44. mín
Kennie reynir hér skot með vinstri fæti við vítateigshornið en það er laflaust og Halli á ekki í neinum vandræðum með það.
40. mín
Finnur Tómas missir hann klaufalega við eigin vítateig til Þorsteins Más sem að rennir honum á Hilmar Árna, en boltinn aðeins fyrir aftan hann og skotið slakt og beint í Kennie.
39. mín
KR-ingar taka hornið stutt og endar það með skoti Atla við vítateigshornið sem að Halldór Orri kemst fyrir. Komið smá líf í þetta hérna.
38. mín
Hilmar Árni kemur hér með óvænt skot utan teigs og það er enginn jafn hissa og Beitir sem að á í tómum vandræðum með skotið en sleppur fyrir horn. Hinum meginn á Kristinn hörkuskot fyrir utan teig sem að Halli ver vel yfir markið.
36. mín
KRISTJÁN FLÓKI Í DAUÐAFÆRI!!!!!!

Glæsilegt spil hjá Kennie og Atla endar með frábærri fyrirgjöf Kennie sem að Kristján Flóki nær að skalla einn og óvaldaður en boltinn fer rétt framhjá markinu.
29. mín
Kristinn með frábæran sprett fram völlinn og á fasta fyrirgjöf en Kristján Flóki nær ekki að reka hausinn í boltann sem að siglir rétt framhjá.
27. mín
Halldór Orri Björnsson með skot langt utan teigs en það fer hátt yfir.
19. mín
Hvað er að gerast hérna!?

KR-ingar geysast upp í sókn sem að endar með hörkuskoti frá Ægi sem að Halli ver gríðarlega vel. Stjörnumenn vildu meina að boltinn væri löngu farinn útaf og eftir sóknina virðist Pétur vera sammála en dæmir brot á Stjörnuna. KR-ingar fá því aukaspyrnu á miðjulínunni í stað hornspyrnu sem að endar með skyndisókn Stjörnunnar. Sölvi Snær kemst í skotfæri en Beitir ver. Þetta var rosa mikið skrítið á stuttum tíma.
18. mín
Alveg rosalega rólegt yfir þessu öllu saman. Stjarnan meira með boltann en hafa ekki ennþá náð að skapa sér neitt af viti.
12. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kennie Chophart með góða fyrirgjöf inní teiginn sem að Halli slær út. Stjörnumenn geysast uppí skyndisókn í kjölfarið og Finnur Tómas brýtur og fær gult.
8. mín
KR-ingar halda áfram að sækja. Stefán Árni sendir á Atla sem að reynir snögga skemmtilega sendingu inná Finn Orra í teignum en hann var aðeins of lengi að átta sig og boltinn fer aftur fyrir endamörk.
7. mín
Ægir Jarl með skemmtilega fyrirgjöf en Kristján Flóki nær ekki til boltans.
6. mín
Fyrsta færi leiksins. Atli snýr hérna fjóra varnarmenn Stjörnunnar af sér og rennir boltanum út á Kristinn Jónsson sem að rennir honum fyrir. Brynjar Gauti setur tánna í boltann sem að virðist vera á leiðinni inn en Heiðar Ægis nær að koma boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Pétur flautar leikinn á og Stjarnan byrjar með boltann. Þeir sækja í átt að KR-heimilinu, betur þekkt sem Frístundamiðstöðin Tjörnin.
Fyrir leik
KR-ingar hlaupa hérna út á völlinn og koma sér fyrir og fylgja Stjörnumenn þeim eftir. Þá fer þessi stórleikur alveg að hefjast. Ég er spenntur og vona að þið séuð það líka lesendur góðir.
Fyrir leik
Þessi lið eru að hittast í fyrsta skiptið á þessu tímabili, sem að er skrítið að segja 13. september. Báðir leikir þessara liða enduðu með jafntefli síðasta sumar, 1-1 á Samsung-vellinum og 2-2 á Meistaravöllum.
Fyrir leik
Það er örlítil rigning hér í Vesaturbænum og því hægt að gera ráð fyrir hörkuskemmtilegum leik þar sem að ekkert verður gefið eftir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. KR-ingar gera eina breytingu á liði sínu frá leiknum þeirra gegn Breiðablik fyrir þremur dögum. Fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson sest á bekkinn og Stefán Árni Geirsson kemur inn í hans stað.

Stjörnumenn gera þrjár breytingar á liði sínu frá 3-0 tapi þeirra gegn FH í Mjólkurbikarnum. Þeir Jóhann Laxdal, Guðjón Pétur Lýðsson og Guðjón Baldvinsson fá sér sæti á bekknum og inn koma þeir Halldór Orri Björnsson, Elís Rafn Björnsson og Sölvi Snær Guðbjargarson. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Fyrrum markamaskínan Atli Viðar Björnsson fékk það verðuga verkefni að spá fyrir um þessa umferð í Pepsi Max-deild karla. Þetta hafði hann um þennan leik að segja:

KR 2 - 0 Stjarnan
Ég held að fyrsta tap sumarsins hjá Stjörnunni komi þarna. Þeir hafa verið að ströggla smá síðustu vikur og heilluðu mig ekki þegar þeir duttu út úr bikarnum í vikunni. KR liðið á móti Blikum fannst mér aftur á móti minna á KR liðið frá því í fyrra og ég ætla því að tippa á nokkuð sannfærandi heimasigur.
Fyrir leik
KR-ingar sitja í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Stjörnumenn sitja í því fjórða með 21 stig. Það þarf því vart að ræða það hversu mikilvægur leikur þetta er fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Bæði lið áttu leiki í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrir þremur dögum. KR-ingar unnu góðan 4-2 sigur á Breiðablik á meðan að Stjarnan tapaði 3-0 gegn FH.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
8. Halldór Orri Björnsson ('59)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('59)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('59)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('79)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('79)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
4. Óli Valur Ómarsson ('59)
5. Guðjón Pétur Lýðsson ('59)
7. Guðjón Baldvinsson ('79)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('59)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
24. Björn Berg Bryde ('79)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Sævarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('53)
Alex Þór Hauksson ('59)
Emil Atlason ('61)

Rauð spjöld: