Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
0
0
Leiknir F.
15.09.2020  -  16:30
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 277
Maður leiksins: Danny El-Hage (Leiknir F.)
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('81)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason (f)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
17. Róbert Aron Eysteinsson ('70) ('70)
19. Breki Ómarsson ('60)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('60)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason ('60)
9. Sito ('70)
11. Víðir Þorvarðarson ('81)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('60)
18. Ásgeir Elíasson
18. Eyþór Daði Kjartansson ('70)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með markalausu jafntefli. Hreint út sagt ótrúlegt að ÍBV hafi ekki skorað í þessum leik en engu að síður vel gert hjá Leikni að halda þetta út.
97. mín
Sito með spyrnu framhjá markinu
96. mín
Seinasti séns sennilega. ÍBV fær aukaspyrnu á hættulegum stað
95. mín
Leiknir í færi sem Halldór ver vel. ÍBV keyra upp og Eyþór Orri á skot framhjá markinu
93. mín
Sito skorar en er dæmdur rangstæður. Algjör þvaga inn á teignum og ómögulegt fyrir mig að sjá þetta héðan.
91. mín
Leiknismenn brjálaðir... Eyjamenn vildu fyrst víti þar sem virtist El-Hage virtist keyra Eyþór Orra niður í teignum. Hann helur um höfuðið og Elías stoppar leikinn þegar LEiknismenn eru í álitlegri stöðu. Eyþór stendur svo beint upp
86. mín
Aukaspyrnan send með jörðinni beint inn á teiginn þar sem Jón Jökull og Gary keyra saman þegar Gary skýtur yfir markið
85. mín
Sérstakur dómur hér. ÍBV hægra meginn, ná sendingu fyrir sem Víðir setur yfir. Fengu klárlega hagnað og sérstakt að dæma þarna að mínu mati
84. mín
Sito með hornspyrnu og ÍBV fá 2-3 sénsa á skot áður en Jón Ingason setur boltann yfir markið
82. mín
Sito keyrir að vítateignum á skot rétt fyrir utan teig og boltinn rétt framhjá
81. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
79. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu frá vinstri fer ekki yfir fremsta varnarmann og ÍBV hreinsa frá
77. mín
Felix með hlaup upp vinstri kantinn, sendir fyrir sem endar hjá Jón Jökli sem á skot framhjá markinu
76. mín
Sito með hornspyrnu inn á teiginn. Gary tekur við honum snýr sér í hring og tekur boltann á lofti sem fer í slánna og yfir markið
70. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
70. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
66. mín
Grzelak liggur eftir samstuð við Gary Martin og fær aðhlynningu
61. mín
El-Hage liggur eftir. Eyþór Orri stimplaði hann aðeins eftir að hann handsamaði fyrirgjöf
60. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
60. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
56. mín
Flott sókn hjá heimamönnum. Bjarni Ólafur með stungusendingu af vítateigshorninu á Telmo sem átti fínt skot en El Hange við fína vörslu á nærstönginni
55. mín
Leiknismenn taka sér langan tíma í öll föst leikatriði sem þeir fá. Elías byrjaður að reka á eftir þeim
50. mín
Gary Martin með hornspyrnu beint á Óskar sem var aleinn fyrir utan teiginn með skot sem fór af varnarmanni og í horn. Svipuð útfærsla í seinna horninu, þar sem boltinn barst aftur á Gary sem átti fyrirgjöf en aukaspyrna dæmd inni á teignum
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað og það eru Leiknismenn sem byrja með boltann
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Það gæti reynst ÍBV ansi dýrt að hafa ekki nýtt sér öll þau færi sem þeir hafa fengið. Það er aðeins að bæta í vindinn og eru Leiknismenn með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Verður áhugavert að sjá hvort þeir nýti sér það.
45. mín Gult spjald: Danny El-Hage (Leiknir F.)
Gult spjald fyrir leiktöf. Þóttist sparka út en hætti við.
45. mín
Smá klafs í teignum. Leiknismenn í sókn, fyrirgjöf frá hægri sem endar með lélegu skoti framhjá markinu
43. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI HJÁ GARY MARTIN

Halldór Páll með frábært útspark, yfir alla vörn Leikins. Gary sleppur í gegn en setur boltann í stöngina og framhjá markinu.
41. mín
ÍBV fær aukaspyrnu úti við endalínu hægra meginn. Gary tekur spyrnuna. Snýr boltann inn á teiginn en skallað frá
34. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina
22. mín
Að það sé ekki komið mark i þennan leik er óskiljanlegt!!. Gary með frábært hlaup út á Breka sem skot af varnarmanni og aftur fyrir.
18. mín
DAUÐAFÆRI!!

ÍBV með einn eina sóknina... Guðjón með góða fyrirgjöf meðfram jörðinni. Breki Ómarsson reynir að kasta sér á boltann, hann nær rétt svo að pota í hann en framhhjá markinu
12. mín
Ekkert varð úr hornspyrnunni
11. mín
ÍBV fær hornspyrnu frá hægri eftir að Leiknis komust fyrir fyrirgjöf Guðjóns. Hornspyrnan tekin stutt á Óskar Elías sem á hörkuskot en Danny El-Hage með fína vörslu. Annað horn hjá Eyjamönnum
8. mín
ÍBV aftur í dauðafæri!!

Frábær fyrirgjöf frá Felix, beint á kollinn á Breka sem skallar boltann framhjá markinu
6. mín
ÍBV í færi!!

Feli með flotta sendingu á Gary sem nær að keyra inn á teiginn vinstra meginn með sendingu út á Breka sem kiksar boltann. Illa farið með gott tækifæri
1. mín
Leikurinn er hafinn hér á Hásteinsvelli. ÍBV byrjar með boltann og sækir í austur. Fyrir áttavillta í Vestmannaeyjum sækja Leiknir í átt að Herjólfsdal
Fyrir leik
Liðin gengin til búningsherbergja og styttist þar með í leik
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Elías Ingi Árnason, honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Bergur Daði Ágústsson
Fyrir leik
Aðstæður eru mjög góðar til fótboltaiðikunar í dag. Sól og smá vestan gola. Vonandi fáum við góðan fótboltaleik hér í dag.
Fyrir leik
Leiknir gerir einnig nokkrar breytingar á sínu liði.
Úr byrjunarliði Leiknis fara Bergsteinn Magnússon, Jesus Sabater og Marteinn Már. Inn koma Mykolas Krasnovskis, Ólafur Bernharð, Danny El-Hage,
Fyrir leik
ÍBV gerir fjórar breytingar á sínu liði. Gary Martin kemur inn í liðið ásamt Breka Ómarssyni. Síðan koma Jón Ingason og Óskar Elías einnig inn, en þeir tóku út leikbann í seinasta leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Gary Martin snýr aftur í byrjunarlið ÍBV. Gestirnir að austan eru aðeins með þrjá varamenn í verkefninu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þessi leikur átti upphaflega að fara fram á morgun kl 16:30 en var færður vegna slæmrar veðurspár. Það virðist allavega góð ákvörðun núna þar sem mjög gott veður er í Vestmannaeyjum í dag.

Einn annar leikur var færður til dagsins í dag og er það leikur milli Vestra og Magna
Fyrir leik
Síðustu leikir liðanna

Bæði lið töpuðu sínum leikjum í seinustu umferð. ÍBV fékk Keflavík í heimsókn endaði sá leikur 1-3.

Leiknir heimsótti Leikni Reykjavík og tapaði þeim leik 2-1.

Ef litið er á 5 seinustu deildarleiki þessara liða hafa þau hvort um sig þurft að bíða hvað lengst eftir sigri, en hvorugt lið hefur unnið í síðustu 5 leikjum. Öll önnur lið deildarinnar hafa náð a.m.k. einum sigri í seinustu 5 leikjum
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni

ÍBV eru 4.sæti Lengjudeildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki á meðan Leiknir Fáskrúðsfjörður eru í 11.sæti deildarinnar með 11 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur fótbolti.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Leiknis Fáskrúðsfirði á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum

Aftur er um frestaða umferð að ræða eins og á laugardaginn, en þetta er 10.umferð Lengjudeildarinnar
Byrjunarlið:
Danny El-Hage
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
8. Jesus Suarez Guerrero
11. Sæþór Ívan Viðarsson
14. Kifah Moussa Mourad
16. Unnar Ari Hansson
18. David Fernandez Hidalgo
20. Mykolas Krasnovskis
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Ólafur Bernharð Hallgrímsson

Varamenn:
6. Jón Bragi Magnússon
13. Viktor Ívan Vilbergsson
15. Izaro Abella Sanchez

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Amir Mehica
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Danny El-Hage ('45)

Rauð spjöld: