Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
1
KA
Mikkel Qvist '34
Jón Gísli Ström '35 , víti 1-0
Gunnar Sigurðsson '42
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson '76
19.09.2020  -  14:00
Extra völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skítaaðstæður. Bilað rok og rigning.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Grétar Snær Gunnarsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('88) ('88)
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström ('78)
16. Orri Þórhallsson ('78)
20. Peter Zachan
21. Jeffrey Monakana ('58)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
80. Nicklas Halse

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('88)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
10. Viktor Andri Hafþórsson ('78)
17. Lúkas Logi Heimisson
23. Örvar Eggertsson ('58)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('78)
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('88)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Kári Arnórsson
Sigurður Jón Sveinsson

Gul spjöld:
Ásmundur Arnarsson ('41)
Sigurpáll Melberg Pálsson ('63)

Rauð spjöld:
Gunnar Sigurðsson ('42)
Leik lokið!
Jafntefli staðreynd hérna í Grafarvoginum. Þakka fyrir samfylgdina í dag. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Klukkan slær nítíu hér á Extra vellinum. Fáum við dramatík?
88. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
88. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
88. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
86. mín
VÁÁ DAUÐAFÆRI.

Steinþór fær hér boltann fyrir utan teig og leggur hann inn á Almarr en Almarr nær ekki að koma skoti á markið. Frábær varnarleikur hjá Sigurpáli.
83. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
78. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) Út:Jón Gísli Ström (Fjölnir)
78. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
78. mín
Tvöföld skipting hjá Fjölni.
77. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
76. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
KAMENN ERU AÐ JAFNA HÉR LEIKINN. FJÖLNIR GETUR EKKI HALDIÐ HREINU!!

Boltinn berst út til Hrannars og Hrannar kemur með fyrirgjöf á nær í hlaup sem Ásgeir tók og Ásgeir setur boltinn í fyrsta úr mjög þröngu færi og boltinn lekur inn!!!

Frá mínu sjónarhorni set ég STÓRT spurningamerki á Atla Gunnar í marki Fjölnis þarna.
71. mín
Strömvél fær boltann fyrir utan teig og reynir skot en það beint á Jajalo.
66. mín
KA menn í leit að jöfnunarmarkinu!!

Vinna hér hornspyrnu. Grímsi tekur spyrnuna frá hægri og boltinn inn á teig á Rodrigo sem nær ekki að stýra skallanum á markið.

NÆR FJÖLNIR AÐ HALDA ÞETTA ÚT?
64. mín
Sigurpáll Melberg með fínan sprett upp hægra meginn og vinnur hornspyrnu fyrir Fjölni.

Arnór Breki tekur spyrnuna og KA menn hreinsa keyra upp í skyndisókn Nökkvi keyrir í átt að marki Fjölnis og ætlar á milli tveggja og fellur og vill aukspyrnu en Pétur Guðmunds segir áfram með leikinn.
63. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
62. mín
Lítið sem ekkert að frétta þessa stundina.
58. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Fjölnir) Út:Jeffrey Monakana (Fjölnir)
57. mín
Grímsi tekur aukaspyrnu við miðjuhring vallarsins og lyftir boltanum inn á teig og þar er Brynjar í baráttunni um boltann en nær ekki til hans og boltinn í hendurnar á Atla.
55. mín
VÁAA GEGGJAÐUR VARNARLEIKUR HJÁ ÍVARI ERNI!!

Jeffrey sleppur skyndilega einn í gegn á móti Jajalo en Ívar Örn eltir hann uppi og á geggjaða tæklingu í boltann og kemur boltanum burt.

Varnarleikur 303 þarna!
52. mín
Nökkvi fær boltann úti til hægri og leikur inn á völl og reynir skot en boltinn framhjá markinu.
50. mín
Hér liggur Ásgeir Sigurgeirs eftir.

Ásgeir stendur upp og Almarr setur boltann til baka og áfram með leikinn.
48. mín
KA menn fá hornspyrnu.

Boltinn kemur fyrir en Fjölnismenn ná að koma boltanum í burtu, einhverjir KA mann kalla eftir hendi inn á teig Fjölnis en Pétur segir áfram með leikinn.
47. mín
Ívar Örn færir boltann út til hægri á Hrannar sem kemur með fyrirgjöf og þar er Nökkvi en nær ekki að koma boltanum á markið.
46. mín
Pétur Guðmundsson flautar og síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
45. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
45. mín
Það eru dómaraskipti. Þorvaldur Árnason getur ekki klárað leikinn ognig tvö Pétur Guðmundsson tekur síðari hálfleikinn.

Einnig tvöföld skipting hjá KA
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur Árnason flautar hér til hálfleiks. Fjölnismenn leiða inn í hálfleik 1-0.
44. mín
Almarr fær boltann hér inn á teig Fjölnis en setur boltann yfir markið.
42. mín Rautt spjald: Gunnar Sigurðsson (Fjölnir)
GUNNAR SIGURÐSSON ER HÉR SENDUR UPP Í STÚKU SÝNDIST MÉR Á ÖLLU.

Virðist hafa sagt eitthvað slæmt við Þorvald Árnason og hans menn.

Gunni Sig virðist hafa spurt ,,Í hvaða átt fór boltinn" þá svarar Pétur honum einhverju og þá svarar Gunni Sig tilbaka ,,Erum við komnir þangað?"

Hvað er í gangi hérna!?!?!?!?
41. mín Gult spjald: Ásmundur Arnarsson (Fjölnir)
ALLT AÐ VERÐA VITLAUST HÉRNA.

Brotið augljóslega á Grétari Snæ og Þorvaldur dæmir ekkert og Ásmundur tryllist á hliðarlínunni og Þorvaldur gefur Ása spjald á bekknum.
39. mín
STRÖMVÉL MÍN HVERNIG SKORARU EKKI ÞARNA?

Grétar Snær rennir Jón Gísla Ström í gegn og Ström einn á móti Jajalo og ætlar að setja hann í fjær en boltinn yfir markið.

Þetta var dauðafæriii
35. mín Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Ström öruggur á vítapunktinum þarna!!

Fjölnismenn komnir yfir.
34. mín Rautt spjald: Mikkel Qvist (KA)
ÉG ER EKKI ALVEG MEÐ ÞETTA Á HREINU HVAÐ GERÐIST ÞARNA.

Boltinn kemur inn á teig og Qvist hamrar í kinnina á Sigurpáli Melberg þegar boltinn er ekki nálægt Qvist.

Þetta tók langan tíma. Þorvaldur virtist ekki hafa séð þetta en aðstoðardómarinn virðist hafa séð þetta og kallaði þetta.

Við endursýningar er þetta mjög heimskulegt hjá Qvist og þetta var hárrétt hjá dómaratríóinu.
31. mín
Fjölnismenn vinna aðra hornspyrnu.

Arnór Breki spyrnir henni fyrir en Qvist skallar boltann í burtu en ekki LANGT.

Boltinn hrekkur inn á Orra Þórhallsson sem lætur vaða en boltinn af varnarmanni KA og í horn.

Jeffrey með spyrnuna en Qvist eins og klettur þarna í vörn KA skallar í burtu.
30. mín Gult spjald: Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
ÚFFF.

Alltof seinn í Peter og verðskuldar hér gult spjald.
29. mín
Fjölnisenn vinna hornspyrnu.

Boltinn kemur fyrir en Bjarni skallar boltann í burtu.
26. mín
Fjölnismenn vinna aukspyrnu á fínum stað, brotið á Grétari Snæ

Gumma Kalli tekur spyrnuna og einhver darraðadans inn á teig KA manna en KA menn þruma boltanum í burtu.
23. mín
Ásgeir Sigugeirsson með góða vinnslu og vinnur hornspyrnu fyrir KA menn.

Hornspyrnan tekinn stutt og KA menn halda boltanum fyrir utan teig Fjölnis og boltinn berst út á Grímsa sem kemur með fyrirgjöf en boltinn yfir allan pakkann og afturfyrir.
21. mín
KA menn eru að reyna alltof erfiða hluti hér í vindinum í staðin fyrir að reyna halda boltanum niðri. En veðrið hérna bíður ekki upp á mikið af háloftaboltum.
18. mín
Gummi Kalli fær boltann og keyrir með boltann upp vinstra meginn og reynir fyrirgjöf en boltinn beint afturfyrir.
16. mín
ÁSGEIR SIGURGEIRS!!
Andri Fannar með hættulega fyrirgjöf og Ásgeir nær skalla á markið en Atli Gunnar ver vel í horn!!

KA menn að hóta marki hér.

Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
15. mín
KA menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig.

Grímsi og Bjarni standa yfir boltanum.

VÁÁ ATLI GUNNAR HEPPINN!! Grímsi tekur spyrnuna meðfram grasinu og Atli Gunnar nær ekki að grípa boltann og boltinn hrekkur á Guðmund Stein sem setur boltann í hliðarnetið.
13. mín
Fjölnismenn vinna hornspyrnu, sína fyrstu í leiknum. Boltinn kemur fyrir en KA menn skalla í burtu.
12. mín
Útsýnið mitt á völlinn er ekkert rosalega gott en það rignir beint á rúðuna á fjölmiðlastúkunni hér og rosalega erfitt að greina númer leikmanna en ég mun gera mitt besta. Biðst fyrirfram afsökunar á því.
10. mín
Ekki mikið um gæði í þessu fyrstu tíu. Veðrið er að setja stórt strik í reikninginn hérna en það hefur bætt í vind ef eitthvað er.
5. mín
Grímsi kemur með boltann út á Andra Fannar sem kemur með boltann fyrir. Almarr í baráttunni inn á teignum en Fjölnismenn kom boltanum í burtu.
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Þorvaldur Árnason flautar og Guðmundur Steinn tekur upphafspyrnu leiksins og leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlinn. Fjölnismenn eru í sínum hefbundnu gulu og bláu búningum. KA menn eru í sínum albláu varabúningum í dag.
Fyrir leik
Liðin ganga til búnngsklefa og gera sig klár í upphafsflautið. Það er skítaveður hérna í Grafarvoginum. Hávaða rok og rigning. Vonandi hefur það ekki mikil áhrif á leikinn hér í dag.
Fyrir leik
KSÍ var að gefa frá sér tilkynningu nú rétt í þessu.

Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KSÍ ákveðið að að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ fari fram án áhorfenda þar til annað verður ákveðið og nær þessi ákvörðun til leikja sem hefjast eftir kl.14:00 í dag, laugardaginn 19. september. Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður.
Fyrir leik
Korter í leik og liðið eru að halda bolta út á velli.
Schöttarar eru mættir í stúkuna og eru farnir að láta vel í sér heyra. Ég greip tvo shöttara í viðtal hér á vellinum nú rétt í þessu og er það viðtal væntanlegt á Fótbolti.net.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Guðmundur Karl Guðmundsson og Jeffrey Monakana byrja í stað Jóhanns Árna Gunnarssonar og Örvars Eggertssonar.

Sveinn Margeir Hauksson fékk að líta tvö gul spjöld og tekur út leikbann. Inn í byrjunarliðið kemur Bjarni Aðalsteinsson og er það eina breyting KA manna frá síðasta leik.
Fyrir leik
Þrátt fyrir fréttir dagsins varðandi Kórónuveirufaraldurinn verður leikurinn spilaður hér í dag þangað til annað kemur í ljós og vonum við að hægt verði að halda áfram með mótið og klára það.
Fyrir leik
Liðin mættust fyrr í sumar á Greifavellinum á Akureyri nánar tiltekið 13.júlí síðastliðin og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli. Brynjar Ingi Bjarnason kom KA yfir en Orri Þórhallsson jafnaði leikinn fyrir Fjölnismenn og þannig stóðu leikar.

Hvað fáum við að sjá hér í dag?
Fyrir leik
Fjölnismenn mættu Gróttu í síðasta leik og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Orri Þórhallsson og Jóhann Árni Gunnarsson skoruðu mörk Fjölnis í leiknum.

KA menn fengu Fylkismenn í heimsókn norður í síðasta leik og lauk þeim leik með 2-0 sigri KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ásgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk KA í leiknum.
Fyrir leik
Fjölnismenn sitja á botni deildarinnar með aðeins fimm stig. Liðið hefur ekki enþá unnið fótboltaleik í sumar, gert fimm jafntefli og tapað níu

KA menn sitja fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar með fjórtán stig. Lið hefur unnið tvo, gert átta jafntefli og tapað aðeins þremur.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Extravellinum. Hér í dag mætast Fjölnir og KA í Pepsí Max-deild karla
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Almarr Ormarsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('88)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('77)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('45)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('45)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Ívar Örn Árnason ('45)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('45)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('77)
27. Þorri Mar Þórisson ('88)
29. Adam Örn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Branislav Radakovic
Jón Elimar Gunnarsson
Árni Björnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Sigurgeirsson ('30)
Hrannar Björn Steingrímsson ('83)

Rauð spjöld:
Mikkel Qvist ('34)