Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Magni
0
1
Leiknir R.
0-1 Sævar Atli Magnússon '40 , víti
20.09.2020  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá gola, rigning og grátt yfirlitum. Gleði!
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: Örfáir
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson
Gauti Gautason
5. Freyþór Hrafn Harðarson
7. Kairo Edwards-John
10. Alexander Ívan Bjarnason (f)
11. Tómas Veigar Eiríksson
14. Alejandro Manuel Munoz Caballe ('62)
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('77)
80. Helgi Snær Agnarsson
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
8. Rúnar Þór Brynjarsson ('77)
9. Costelus Lautaru ('62)
27. Þorsteinn Ágúst Jónsson
30. Ágúst Þór Brynjarsson
68. Ingólfur Birnir Þórarinsson
80. Ottó Björn Óðinsson

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Jón Helgi Pétursson

Gul spjöld:
Freyþór Hrafn Harðarson ('65)
Gauti Gautason ('74)
Louis Aaron Wardle ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknismenn hrósa sigri í dag! Heilt yfir sanngjörn úrslit og Leiknir tyllir sér á toppinn, allavega tímabundið.
96. mín
Það hefur tekið áratug að taka þessa spyrnu...
95. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
95. mín
Magnamenn fá aukaspyrnu úti á kanti og Steinþór Már kemur sér fyrir inní vítateig Leiknis.
95. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Sparkar boltanum í burtu eftir flaut.
93. mín
Brynjar Hlö ískaldur og skallar boltann aftur á Guy Smit með Rúnar í grillinu á sér.
92. mín Gult spjald: Louis Aaron Wardle (Magni)
Var full ákafur í baráttu sinni við Árna Elvar.
91. mín
MAGNAMENN VILJA VÍTI!! Ekkert dæmt!
90. mín
Costelus gerir vel og nær í aukaspyrnu á vinstri kantinum. Alexander Ívan tekur spyrnuna.
89. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
88. mín
Dylan á flotta fyrirgjöf á Árna Elvar sem ætlar að stýra boltanum á markið en Magnamenn bjarga á síðustu stundu og Leiknir fá horn.
87. mín
Ernir Bjarnason liggur nú eftir með sinadrátt. Mikil yfirferð verið á miðjumanninum klóka.
87. mín
Rúnar Þór á fínan sprett af hægri kantinum og kemst alla leið inní vítateiginn miðjan. Lætur þá vaða en skotið er laflaust og vandræðalítið fyrir Smit.
84. mín
Lítið sem bendir til þess að Magnamenn hafi gæðin til að jafna leikinn. Leiknisliðið heldur boltanum vel og vilja annað mark til að drepa leikinn.
80. mín
LEIKNISMENN HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ KLÁRA ÞETTA!!! Dylan sleppur í gegn og setur boltann í stöngina. Louis Wardle mætir og ætlar að koma boltanum í burtu en fær pressu frá Vuk og Vuk potar boltanum í átt að markinu. Steinþór handsamar boltann á elleftu stundu en Leiknismenn vilja meina að boltinn hafi verið allur inni!
79. mín
Þá fá Magni aukaspyrnu úti á hægri kanti og Alexander Ívan stendur yfir boltanum.
77. mín
Inn:Rúnar Þór Brynjarsson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
76. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
76. mín
Inn:Dylan Chiazor (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
75. mín
SÆVAR ATLI Í DAUÐAFÆRI!! Freyþóri mistekst að hreinsa frá og boltinn dettur fyrir fætur Sævars, hann er fljótur að átta sig en neglir boltanum yfir markið af stuttu færi. Þetta hefði klárað leikinn fyrir gestina!
74. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Braut á Mána og reyndi að stoppa skyndisókn.
71. mín
Nú nælir Tómas Veigar í aukaspyrnu úti á hægri kantinum. Leiknismenn ósáttir!

Ekkert kemur þó úr spyrnunni, en heimamenn halda boltanum.
71. mín
Baldvin vinnur horn af harðfylgi. Síðustu 20 mínúturnar, ná Magnamenn að jafna?
68. mín
Inn:Dagur Austmann (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
67. mín
Sólon í góðu færi! Fær boltann á flottum stað inní teig og nær föstu skoti sem er of nálægt Steinþóri og hann slær hann í burtu.
65. mín Gult spjald: Freyþór Hrafn Harðarson (Magni)
Rekst í Sólon sem var kominn framhjá honum. Algjört óviljaverk en réttur dómur.
64. mín
Kairo sólar Arnór uppúr skónum og reynir að negla á Leiknismarkið úr þröngu færi en Guy Smit ver boltann í innkast.
64. mín
Þau örfáu Leiknisljón sem mega vera á leiknum láta vel í sér heyra. Þetta viljum við!
62. mín
Inn:Costelus Lautaru (Magni) Út:Alejandro Manuel Munoz Caballe (Magni)
60. mín
Kairo fór auðveldlega framhjá tveimur varnarmönnum Leiknis en lendir í smá kraðaki inní teig Leiknis og boltanum er hreinsað í horn.
59. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Tæklar Tómas Veigar og nær ekki til boltans.
56. mín
Arnór geysist upp hægra megin og fær boltann frá Sólon. Arnór kemur með flotta fyrirgjöf á Vuk sem reynir að skjóta í fyrsta með vinstri en hann hittir boltann illa og Steinþór hirðir hann.
55. mín
Vuk er sennilega búinn að eiga hátt í 200 marktilraunir í dag en Freyþór hefur blokkað megnið af þeim.
51. mín
Alejandro fer fyrir útspark Smit og markmaðurinn er vægast sagt ósáttur.
49. mín
Alejandro gerir vel rétt fyrir utan vítateig Leiknis og setur boltann á Baldvin í utan á hlaupinu vinstra megin. Baldvin á flottan lágan bolta þvert fyrir markið en þar er enginn Magnamaður til að reka boltann yfir marklínuna.
47. mín
Sævar Atli kemst auðveldlega framhjá Jakobi inní vítateignum og rennir boltanum út á Vuk. Vuk neglir í varnarmann.
46. mín
Við erum komin aftur af stað og veðrið hefur batnað talsvert frá því að leikurinn hófst kl. 16. Glæsilegt!
45. mín
Hálfleikur
Leiknismenn 0-1 yfir þegar Arnar Ingi flautar til hálfleiks. Þeir hafa pressað stíft og haft boltann 85% af leiknum en ekki náð að opna vörn Magna oft. Magnamenn að sama skapi hafa ekki náð að búa til mörg færi en Kairo slapp þó einu sinni inn fyrir, en þar sá Guy Smit við honum.

Seinni hálfleikurinn verður fróðlegur og þar verða heimamenn að taka sénsa.
42. mín
Vuk nálægt því að koma Leikni í 0-2! Hleypur auðveldlega af sér Magnavörnina og nær föstu skoti niðri á Steinþór en markmaðurinn stóri er vandanum vaxinn og ver.
40. mín Mark úr víti!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
LEIKNIR TEKUR FORYSTUNA!! Fyrirliðinn Sævar Atli er þrælöruggur á punktinum og sendir Steinþór í vitlaust horn. 0-1!
39. mín
LEIKNISMENN FÁ VÍTI!!! Vuk tekinn niður og Arnar Ingi viss í sinni sök.
38. mín
Magnavörnin stóð af sér storminn og nú er leikurinn í ágætis jafnvægi.
36. mín
Kairo vill fá víti og Magnamenn eru brjálaðir!! Hann klippir inn í vítateiginn og ætlar framhjá Brynjari. Brynjar virðist hreinlega taka hann niður.
32. mín
Vuk setur boltann yfir.
31. mín
Nú fá Leiknismenn aukaspyrnu á flottum stað, ekki langt fyrir utan teig Magnamanna. Hendi dæmd á Gauta, sýndist boltinn fara í bringuna á honum. Vuk ætlar að taka spyrnuna.
30. mín
Kairo í góðu færi! Alejandro setur Kairo í gegn og hann hleypur af sér Brynjar Inga, en Brynjar gefst ekki upp og nær að trufla Kairo í skotinu sem Guy Smit ver vel í markinu.
29. mín
Freyþór liggur eftir að hafa hreinsað boltann í burtu. Mér sýnist hann þó ætla að halda áfram.
27. mín
Þung pressa frá Leiknismönnum þessa stundina. Ná þeir að brjóta ísinn?
26. mín
Máni vill fá hendi innan teigs á varnarmann Magna en það hefði verið afar strangur dómur.
24. mín
Heimamenn eiga í vandræðum með að halda í boltann og gefa hann stanslaust aftur á Breiðhyltinga.
19. mín
Vuk nálægt því að koma boltanum fyrir á Sólon, sem hefði verið einn gegn Steinþóri. En Gauti kemst í veg fyrir sendinguna.
17. mín
Sævar Atli gerir vel í að halda boltanum inná og kemur honum á Mána sem leggur hann svo á Vuk. Vuk fer inná teiginn og nær skoti en skotið er laflaust og Steinþór grípur boltann.
16. mín
Glampandi sól og mígandi rigning. Það eru afleitar aðstæður til að sjá hvað fram fer inná vellinum!
14. mín
Sólon er hársbreidd frá því að blokka hreinsun Steinþórs Más.
13. mín
Nú vilja Leiknismenn hendi og víti! Veit ekki hvort þeir höfðu eitthvað til síns máls þar.
12. mín
BJARKI SKALLAR Í SLÁ!! Góð hornspyrna frá Vuk fer beint á pönnuna á Bjarka Aðalsteinssyni og hann skallar boltann í slá og yfir. Magnamenn heppnir!
12. mín
Vuk, Sólon og Máni spila vel sín á milli á þröngu plássi og vinna hornspyrnu. Vuk býr sig undir að taka hornið.
9. mín
Leiknismenn mikið meira með boltann og leita leiða til þess að opna vörn Magna. Lið Magna liggur neðarlega og freistar þess að sækja hratt.
5. mín
VUK VILL FÁ VÍTI!! Fær boltann frá Sævari Atla og lendir á Gauta Gautasyni. Það var sterk vítalykt af þessu en Arnar Ingi lætur leikinn halda áfram!
3. mín
Daði Bærings í fínu skotfæri! Fær boltann rétt fyrir utan teig en neglir í Magnamann og aftur fyrir í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn koma þessu af stað.
Fyrir leik
Gauti Gautason og Alejandro Manuel Munoz Caballe koma inn í byrjunarlið Magna í stað Tómasar Arnar Arnarsonar og Costelus Lautaru. Tómas er í banni en Costelus fær sér sæti á bekknum.

Leiknismenn gera fáeinar breytingar á sínu liði. Birgir Baldvinsson, Daði Bærings Halldórsson, Ernir Bjarnason og Arnór Ingi Kristinsson byrjuðu ekki leikinn gegn Grindavík en byrja hér í dag. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Árni Elvar Árnason, Dagur Austmann Hilmarsson byrjuðu síðasta leik en eru á bekknum. Daníel Finns Matthíasson er í banni.
Fyrir leik
Eins og áður segir eru Breiðhyltingar á góðu skriði og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R. leit á glasið sem hálf fullt eftir jafnteflið gegn Grindavík.

,,Þetta er bara einn af þessum leikjum, að koma til Grindavíkur og sækja stig er ekki hræðilegt. Þetta er fínt. Það eru sex leikir eftir og við erum á blússandi "swing" hérna.''
Fyrir leik
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna sagði eftir leikinn gegn Vestra þá hafa Magnamenn séð það jafn svart, ef ekki svartara á undanförnum tímabilum. Sú reynsla gæti verið dýrmæt þegar hver leikur er í raun sex stiga úrslitaleikur.

,,Ef þú horfir á töfluna þá er þetta klárlega erfitt, en ekki eins og við höfum ekki séð þetta áður. Við erum félag sem gefst aldrei upp - ef við spilum eins og í dag (15. september), þá er ég mjög bjartsýnn.''
Fyrir leik
Magnamenn máttu sætta sig við 2-1 tap í síðustu umferð þegar þeir kíktu á Ísafjörð og spiluðu við Vestra. Marka Magna í leiknum skoraði Tómas Örn Arnarson.

Þeir gætu með hagstæðum úrslitum stokkið allavega upp fyrir Leikni F. og lyft sér þar með upp í 11. sætið. Þróttur R., Leiknir F. og Magni eru í 3 hesta kapphlaupi um síðasta örugga sætið í deildinni.

Leiknismenn gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik sínum þegar þeir mættu Grindvíkingum á útivelli. Mark Leiknis í leiknum skoraði Sævar Atli Magnússon.

Mjög gott skrið hefur verið á Leiknisliðinu í sumar og hafa þeir skorað næstflest mörk í deildinni, auk þess sem vörnin hefur fengið næstfæst mörk á sig. Þegar hægt er að samtvinna þessa tvo hluti, þá geta góðir hlutir gerst.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik Magna og Leiknis R.

Það verður lagt allt í sölurnar í dag þar sem að bæði lið þurfa sárlega á stigunum þremur að halda, af gjörólíkum ástæðum. Magnamenn eygja enn von um að halda sæti sínu í deildinni á meðan Breiðholtsdrengir láta sig dreyma um að spila í efstu deild á næstu leiktíð.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Sólon Breki Leifsson ('76)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('89)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('68)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
8. Árni Elvar Árnason ('76)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('89)
19. Ernir Freyr Guðnason
23. Dagur Austmann ('68)
27. Dylan Chiazor ('76)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('59)
Brynjar Hlöðversson ('95)
Birgir Baldvinsson ('95)

Rauð spjöld: