Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍBV
2
2
Þór
1-0 Nikola Kristinn Stojanovic '6 , sjálfsmark
1-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason '8
Sito '45 2-1
2-2 Alvaro Montejo '61 , víti
Halldór Páll Geirsson '84
21.09.2020  -  16:30
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Mikið rok, vestanátt. Sem þýðir rok á annað markið
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 143
Maður leiksins: Alvaro Montejo (Þór)
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('46)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('82)
10. Gary Martin ('85)
11. Víðir Þorvarðarson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('76)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m) ('85)
6. Jón Jökull Hjaltason ('76)
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Róbert Aron Eysteinsson ('46)
18. Ásgeir Elíasson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson ('82)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('18)
Jón Ingason ('30)
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('60)

Rauð spjöld:
Halldór Páll Geirsson ('84)
Leik lokið!
Leik lokið og 2-2 jafntefli niðurstaðan í betri leik en ég átti von á í erfiðum aðstæðum
93. mín Gult spjald: Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór )
Tæklar aftan í Róbert og ÍBV kallar eftir öðrum lit. Réttur dómur samt
92. mín
Jón Kristinn með flotta vörslu. Stungusending inn fyrir sem Alvaro reynir að setja undir Jón en hann stendur þetta vel og heldur boltanum
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn
87. mín
Inn:Aðalgeir Axelsson (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
86. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
Stoppar Víði þegar ÍBV er að fara upp völlinn
86. mín
Alvaro með spyrnuna en Jón Kristinn sem er kominn í markið slær boltann yfir
85. mín
Inn:Jón Kristinn Elíasson (ÍBV) Út:Gary Martin (ÍBV)
84. mín Rautt spjald: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Veður út úr markinu og tæklar Alvaro rétt fyrir utan teig
82. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
79. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
77. mín
Þarna er Halldór Páll heppinn!. Ekkert sérstök fyrirgjöf sem hann missir og Þórsarar fá horn. Spyrnan góð sem endar hjá Alvaro sem á sot í stöngina! Þórsarar mun líklegri eins og er
76. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
73. mín
Spyrnan léleg hjá Elmari og aftur fyrir endamörk
73. mín
Þórsarar vinna hornspyrnu eftir að hafa unnið boltann af Óskari á miðjum vallarhelming ÍBV
72. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
72. mín
Guðni Sigþórsson kemur boltanum í netið efir að hafa sloppið í gegn og komist framhjá Halldóri, en dæmd rangstæða
61. mín Mark úr víti!
Alvaro Montejo (Þór )
Alvaro fer sjálfur á punktinn og sendir Halldór í vitlaust horn og skorar af miklu öryggi
60. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
60. mín
ÞÓRSARAR FÁ VÍTI!!

Alvaro reynir að komast framhjá Óskari en Óskar brýtur klaufalega af sér og hárréttur dómur hjá Aðalbirni
54. mín
Þórsarar eru hættulegri þessa stundina með vindinn í bakið. Vantar samt upp á að skapa sér færi
48. mín
Þarna munaði ekki miklu... Frábær aukaspyrna af vinstri kanti meðfram jörðinni sem Halldór ver vel
46. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað
46. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Þórsarar taka miðjuna og þá er flautað til hálfeiks
45. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Guðjón Ernir skallar fyrir markið og Sito er mættur fyrstur manna á fjarstöngina og potar boltanum yfir línuna!
45. mín
Sito með enn eitt hornið sem Gary rétt missir af og boltinn fer aftur fyrir
42. mín
Stutt horn sem endar með sendingu frá Jóni á Víði sem á skot rétt framhjá markinu
41. mín
Sito með horn, sem Aron Birkir slær yfir
35. mín Gult spjald: Nikola Kristinn Stojanovic (Þór )
Togar Sito niður á miðjum vellinum
30. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Afmælisbarn dagsins uppsker gult spjald fyrir óþarfa tæklingu.
23. mín
Víðir heldur boltanum frábærlega inn á vellinum og á síðan skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Sito með flott horn sem sveif á fjær og Þórsarar komu boltanum aftur fyrir. Ekkert varð svo úr seinna horninu
18. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Telmo fer frekar hátt með sólann og Þórsarar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Eyjamanna í fínni fyrirgjafarstöðu
16. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á vítateigslínunni... Þetta fannst mér vera inni í teig.. Aukaspyrnan er síðan yfir markið
15. mín
Þórsarar bjarga á línu! Frábær stungusending inn á Sito sem vippar yfir Aron í markinu en Loftur mættur og bjargar þessu
12. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Sito.. Sigurður Arnar flikkar boltanum í stöngina og Jón Ingason á siðan skot í varnarmann og í horn. Ekkert varð úr horninu
11. mín
ÍBV fá aukaspyrna úti hægra horninu í góðri fyrirgjafarstöpu. Ansi ódýr aukaspyrna
8. mín MARK!
Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Þórsarar ekki lengi að jafna! Fannar Daði með flott skot rétt fyrir utan vítateig í nærhornið niðri. Set stórt spurningamerki á Halldór í markinu
6. mín SJÁLFSMARK!
Nikola Kristinn Stojanovic (Þór )
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Víðir með hornspyrnuna sem endaði í einhverju klafsi og boltinn í markið. Sá þetta ekki almennilega en gef Víði stoðsendinguna þar sem hann átti hornspyrnuna
5. mín
Sito í dauðafæri!! Stungusending inn á Gary Martin sem var kominn upp að endalínu en gaf fyrir þar sem Sito átti skot sem Aron Birkir
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Þórsarar byrja með boltann og sækja gegn vindi í átt að Herjólfsdal
Fyrir leik
Liðin gengin út á völl og styttist í leik
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Daníel Ingi Þórisson. Ekki hefur það verið á öllum leikjum í Lengjudeildinni að það sé varadómari en í dag er það Friðleifur Kr Friðleifsson
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni

Bæði lið eru með 26 stig eftir 16 leiki. Þórsurum hefur þó gengið betur í seinustu leikjum, en þeir hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum. ÍBV hafa hinsvegar ekki unnið deildarleik í seinustu 7 leikjum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar

ÍBV gerir tvær breytingar frá jafntefli á heimavelli gegn Leikni F. Breki Ómarsson og Róbert Aron fara á varamannabekkinn og inn koma Sito og Víðir Þorvarðarson

Þórsarar gera eina breytingu frá 1-0 heimasigri gegn Víking Ólafsvík. Ásgeir Marinó kemur inn fyrir Ólaf Aron sem tekur út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Óskar Elías er í byrjunarliði ÍBV en hann á eitt tímabil að baki með Þórsurum. Svo er Alvaro Montejo í liði Þórsara en hann á einnig eitt tímabil að baki með ÍBV
Fyrir leik
Aðstæður í dag eru ekkert spes. Vestan strekkingur á annað markið. Vonandi fáum við samt þokkalegan leik í dag
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur fotbolti.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Þór Akureyri sem fer fram kl 16.30 á Hásteinsvelli
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
2. Elmar Þór Jónsson
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
14. Jakob Snær Árnason ('72)
15. Guðni Sigþórsson ('87)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('79)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
28. Halldór Árni Þorgrímsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('72)
25. Aðalgeir Axelsson ('87)

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Eggert Sæmundsson
Jóhann Jónsson
Elías J Friðriksson
Aron Elvar Finnsson

Gul spjöld:
Nikola Kristinn Stojanovic ('35)
Alvaro Montejo ('86)
Ásgeir Marinó Baldvinsson ('93)

Rauð spjöld: