Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
1
1
Svíþjóð
0-1 Anna Anvegård '33
Elín Metta Jensen '61 1-1
22.09.2020  -  18:00
Laugardalsvöllur
A-landslið kvenna - EM 2021
Aðstæður: 5°C, logn og léttskýjað
Dómari: Ivana Martincic (Króatía)
Áhorfendur: Áhorfendabann, því miður
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('82)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen ('86)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Sandra María Jessen
3. Elísa Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('86)
14. Hlín Eiríksdóttir ('82)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Barbára Sól Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Jófríður Halldórsdóttir
Ian David Jeffs
Hjalti Rúnar Oddsson
Ari Már Fritzson
Þórður Þórðarson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Viðar Halldórsson
Þorvaldur Ingimundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið með 1-1 jafntefli hér í kvöld. Virkilega góður seinni hálfleikur hjá okkar konum og hefðum við hreinlega átt að vinna þennan leik miðað við þá frammistöðu (og tala nú ekki um markið sem við skoruðum í fyrri).
En jafntefli gegn bronsliðinu á HM er bara frábær úrslit!
Minni á einkunnir og viðtöl eftir leik
91. mín
Svíar fá horn. Við sköllum í burtu, Svíar vinna hann aftur en Sandra handsamar knöttinn.
91. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
Koma svo Ísland
89. mín
Sveindís keyrir upp vinstri og fer framhjá tveimur en togað í hana, á svo skotið sem er varið, boltinn berst út til Alexöndru sem reynir skotið en það er rétt framhjá.
Ef Sveindís hefði dottið hefðum við hugsanlega getað fengið víti, líklega ekki samt miðað við dómgæsluna so far.
89. mín
Inn:Olivia Schough (Svíþjóð) Út:Sofia Jakobsson (Svíþjóð)
87. mín
Svíarnir alltaf hættulegar þegar þær komast inn í teig. Larsson reynir að koma boltanum inn í teig en Sara nær að hreinsa
86. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Berglind að koma inn fyrir Elínu sem hefur verið frábær í dag og skorað eina löglega mark Íslendinga í dag.
85. mín
Ágætis sókn hjá Svíum endar með bolta frá Sofiu inn í teig en Sandra grípur örugglega
82. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Fyrsta breyting Íslendinga. Karó flott í dag en var orðin þreytt, Hlín kemur vonandi inná með kraft
81. mín
Magdalena sendir til baka á Musovic og Sveindís sem er fljót eins og elding lendir nánast í tæklingu við Musovic. Þetta var bara millimetraspursmál að Sveindís hefði náð þessum
80. mín
Færi hjá Svíum en Glódís vel á verði og hreinsar. Kemst á undan í boltann
78. mín
Almáttugur minn Elín með skot í stöng hérna eftir smá bras í teignum!! Vá hvað munaði litlu þarna
78. mín
Inn:Mimmi Larsson (Svíþjóð) Út:Anna Anvegård (Svíþjóð)
Tvöföld hjá Svíum
78. mín
Inn:Julia Zigiotti Olme (Svíþjóð) Út:Nathalie Björn (Svíþjóð)
77. mín
Sveindís vinnur hér innkast eftir frábæra pressu. Svíar skalla svo útaf og við fáum horn sem Hallbera tekur
73. mín
Þarna hefði boltinn mátt detta með okkur. Musovic tekur útspark á Magdalenu og SVeindís keyrir á hana og stelur boltanum en boltinn skoppar frá okkur og Svíar ná að hreinsa
72. mín
Komið að öðru innkasti frá Sveindísi á næstum sama stað og áðan þegar við skoruðum markið. Svíar skalla í burtu og við fáum annað innkast. Það er ekki gott og Svíar fá markspyrnu.
67. mín
SVÍAR Í DAUÐAFÆRI EN SANDRA BJARGAR FRÁBÆRLEGA. Anna fær boltann inn í teig, skýtur í Ingibjörgu, fær hann aftur og ætlar að klára í hornið en Sandra búin að lesa þetta.
Svíar fá horn. Glódís skallar frá
65. mín
ÚFF Svíar í færi og Ingibjörg liggur eftir. Anderson kemur með sendinguna fyrir frá vinstri og Sandra stekkur hæst og kýlir hann í burtu og lendir á Ingibjörgu.
64. mín
Sofia Jakobsson reynir sendingu fyrir, Glódís hreinsar, boltinn aftur á Sofiu sem reynir aftur að koma með sendingu fyrir en boltinn fer aftur fyrir endamörk.
61. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
JÁJÁJÁJÁ!!! VIÐ EIGUM ÞETTA SVO SKILIÐ.
Sveindís með enn eitt langt innkast og boltinn skoppar til Elínar sem skallar framhjá Musovic í markinu. Ivönu dómara tókst ekki að finna neitt þarna sem hún gat dæmt á.
Algjörlega frábært, höfum verið grimmar í seinni
57. mín
Svíar vinna horn. Sofia á hér skalla rétt framhjá eftir hornið. Markspyrna
54. mín
Íslendingar vilja fá víti hérna eftir enn eitt langa innkastið frá SVeindísi. Elín fellur við í teignum og vill víti. Það hefði verið ansi soft en mér finnst við alveg eiga það inni hjá Ivönu.
53. mín
Erum að halda ágætis pressu á Svíunum núna, reynum að nýta það
53. mín
Fáum innkast upp við endalínu sem Sveindís tekur. Gestirnir hreinsa
52. mín
Fín sókn hjá okkar konum. Sveindís reynir fyrst skot en Anderson kemst fyrir, boltinn berst á Hallberu sem lyftir honum inn á teig á Sveindísi sem hittir hann illa. Sara er svo í baráttunni en Svíar ná að hreinsa
51. mín
Þetta byrjar rólega, bæði lið að finna taktinn
46. mín
Leikur hafinn
Jæja seinni er farinn af stað. Ég er ennþá pirruð og langt í að ég jafni mig á þessu óréttlæti. En vonum bara það besta en ég hef fulla trú á okkar konum!
ÁFRAM ÍSLAND
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Staðan 0-1 fyrir gestunum í hálfleik. Svíar hafa verið sterkari en málið er bara að við skoruðum FULLKOMLEGA LÖGLEGT MARK. Svo staðan ætti að vera 1-1. Við verðum þá bara að jafna í seinni.
Sjáumst eftir 15
45. mín
Flott sókn hjá Íslendingum, Dagný sólar nokkrar inn í teig og kemur boltanum út á Sveindísi sem kemur með neglu fyrir en skallinn hjá Dagnýju yfir markið
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
42. mín
HVAÐA RUGL ER Í GANGI HÉRNA! Sara nær að koma boltanum í netið og allir halda að við jöfnum hér og íslenska liðið fagnar. Þá dæmir Ivana á eitthvað brot sem enginn sá nema hún.
Þá ætla Svíarnir bara að byrja og taka aukaspyrnuna þegar allt íslenska liðið er að fagna. En sem betur fer bannar Ivana þeim það. Fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur og ljótt af Svíum að reyna að taka þetta þegar Íslendingar áttuðu sig ekki á því að hún væri búin að dæma markið af.
41. mín
Nú fáum við horn! Hallbera tekur eins og áður
41. mín
Elín er að ná að halda boltanum vel hérna frammi. Hún reynir nú sendingu inn í teig, sparkar í Lindu og boltinn stefnir út af en Elín fær hann aftur í sig svo Svíar fá markspyrnu
38. mín
Elín gerir vel og keyrir hérna upp eftir bolta frá Alexöndru, fer framhjá tveimur varnarmönnum Svía og sendir fyrir á Dagnýju sem er í harðri baráttu við Musovic. Ivana dómari dæmir markspyrnu þar sem hún telur að boltinn hafi farið allur útaf (sem ég held ekki) og Musovic liggur hér eftir eftir baráttu við Dagnýju.
37. mín
KOMA SVO stelpur svörum þessu strax!!
33. mín MARK!
Anna Anvegård (Svíþjóð)
Svíar að komast hér yfir 0-1.
Sofia Jakobsson nær með herkjum að koma boltanum inn í teig eftir baráttu við Hallberu, boltinn fer beint á Önnu Anvegard sem nær að taka við og klárar snyrtilega í hornið framhjá Söndru
29. mín
Jæja fáum eitt langt innkast hérna frá Sveindísi. Kastið er gott, Sara flikkar honum áfram á Dagnýju en varnarmenn Svía komast á undan í boltann og hreinsa
27. mín
Aftur kemur sending fyrir frá vinstri frá Svíum en Glódís hreinsar. Þær vinna boltann aftur, koma boltanum út til vinstri á Jonnu Andersson sem reynir boltann fyrir en Hallbera kemur þessu í burtu.
24. mín
Liggur aðeins á okkur þessa stundina eftir flotta byrjun
23. mín
Svíar vinna hér hornspyrnu. Joanna Anderson tekur. ÚFF eftir hornið tekur við mikill darraðardans í teignum, Íslendingar ná svo að hreinsa en boltinn berst út á Nathalie sem á skot rétt framhjá markinu
21. mín
Aftur eru Svíar að koma sér í færi en Sandra vel á verði. Boltinn kemur inn í teig frá hægri og Lina tekur lúmskt skot en beint á Söru sem er vel staðsett
20. mín
Svíar fá aukaspyrnu á flottum stað, út til vinstri mitt á milli miðju og vítateigs eftir brot Söru á Kosovare. Kosovare tekur sjálf spyrnuna og Sandra kýlir vel í burtu og bægir hættunni frá!
18. mín
Elín Metta vinnur aukaspyrnu á miðjum velli. Hallbera tekur. Spyrnan er fín, fer yfir allan hópinn en Dagný tekur hlaupið inn fyrir og rétt missir af honum. Ivana dæmir svo á eitthvað, ekki hugmynd hvað
16. mín
Rétt á eftir voru Íslendingar að gera sig líklega en Dagný rétt missir af boltanum. Sara gerist svo brotleg og Caroline Seger liggur eftir
16. mín
VEL GERT SANDRA. Svíar spila vel upp og Joanna fær flottan bolta út til vinstri og kemur með bolta inn í teig sem dettur fyrir Nathalie en Sandra er vel á verði
15. mín
Alexandra fékk högg á andlitið og þarf að fá aðhlynningu. Vonandi er allt í lagi með hana
13. mín
Eftir baráttu í teignum nær Kosovare skoti en það er sem betur fer framhjá markinu. Átti reyndar að dæma hendi á hana rétt áður.
12. mín
Rétt áður var Sveindís að koma með frábæran bolta inn í teig á Dagnýju sem ætlar að snúa og skjóta en missir boltann áður en hún nær skotinu.
12. mín
Svíar fá horn eftir frábæra sókn! Anna kemur með góðan bolta fyrir frá vinstri en Kosovar nær ekki til knattarins og Hallbera hreinsar í horn
11. mín
Karó kemur með flottan bolta inn í teig á Dagnýju en Svíar hreinsa. Dagnýdatt við þetta allt saman, spurning hvort hún hafi verið tekin niður. Sá það ekki
10. mín
Svíar aðeins að þreifa fyrir sér á vallarhelmingi Íslendinga og fær Joanna fína sendingu inn í teig vinstra megin en Gunnhildur kemur tánni í boltann og hreinsar
7. mín
Ísland fá hér aukaspyrnu á miðjum velli vinstra megin. Spyrnan er vond.
5. mín
Við fáum horn! Eftir langt innkast Sveindísar sem Svíar skalla út af. Hallbera tekur. Svíar hreinsa
4. mín
Gunnhildur og Karó að ná vel saman á hægri kantinum eins og í leiknum gegn Lettum. Voru um það bil að spila sig í færi en lokaboltinn frá Gunnhildi ekki nægilega góður og þær gulu hreinsa
2. mín
Karólína vinnur boltann vel, sendir á Söru sem kemur honum út til hægri á Dagnýju. Dagný ætlar að senda fyrir en þetta var auðvelt fyrir Zeciru í markinu.
Það var allt galopið vinstra megin þarna
1. mín
Svíar fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins. Hallbera skallar í burtu
1. mín
Leikur hafinn
Þá er stórleikurinn farinn af stað. Við byrjum með boltann.
Guð hvað ég vona að okkar konur séu tilbúnar í þetta verkefni.
Áfram Ísland.
Fyrir leik
Sara Björk leiðir hér liðið sitt út á völl í sínum 133. landsleik og jafnar þar með met Katrínar Jónsdóttur. Frábær áfangi hjá fyrirliðanum og vel verðskuldað. Til hamingju með þetta Sara!

Nú hlustum við á þjóðsöngva landanna.
Fyrir leik
Svava Rós meiddist á æfingu í vikunni en vonir voru bundnar við það að hún næði að vera klár í þennan stórleik. Svo virðist ekki vera þar sem hún þarf að ganga við hækjur eins og þið lesendur getið sér í myndaseríunni hér fyrir ofan
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslendinga er dottið í hús og þíð getið séð það hér til vinstri á síðunni. Jón Þór, þjálfari íslenska landsliðsins, er ekkert að flækja þetta. Sama lið og gegn Lettum.
Fyrir leik


Jón Þór Hauksson stillir upp sama byrjunarliði og gegn Lettum.
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
En eins og komið hefur fram er þetta algjör lykilleikur í þessari undankeppni.
Íslendingar og Svíar berjast um toppsæti riðilsins sem fer beint í lokakeppni EM. Svo komast þær þrjár þjóðir sem ná besta árangrinum í öðru sæti einnig beint í lokakeppnina. Þess vegna skiptir afar miklu máli að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland ef leikirnir við Svía fara illa. Ef Íslendingar lenda í 2. sæti en ná ekki nægilega góðum árangri til að komast beint á EM tekur umspil við. En best væri þó bara að vinna allt saman og gulltryggja farseðilinn til Englands.
Fyrir leik
Ísland hefur unnið Svíþjóð tvisvar í alls fimmtán viðureignum. Ísland vann síðasta leikinn gegn Svíum 2-1 í leik um 3. sætið í Algarvebikarnum árið 2014. Í þeim leik skoruðu Sara Björk og Harpa Þorsteins mörk okkar Íslendinga.
Fyrir leik
Sara Björk, Evrópumeistari og fyrirliði landsliðsins, spilar að öllum líkindum sinn 133. landsleik í kvöld og getur með því jafnað leikjamet Katrínar Jónsdóttur. Þetta er að sjálfsögðu stórkostlegur árangur hjá Söru.
Fyrir leik
Síðasti leikur Íslendinga í riðlinum fór fram síðasta fimmtudag (17. september) og þar unnu stelpurnar okkar stórsigur, 9-0. Mörkin skoruðu Elín Metta, Sveindís Jane (2x), Dagný Brynjarsdóttir (3x), Alexandra Jóhanns og Karólína Lea. Karolina Miksone, leikmaður ÍBV, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Sama dag unnu Svíar 8-0 sigur gegn Ungverjalandi.
Fyrir leik
Ísland hefur unnið alla sína leiki í undankeppninni til þessa og eru með 12 stig í 2. sæti riðilsins, jafn mörg stig og Svíþjóð en lakari markatölu.

Riðill okkar Íslendinga lítur svona út:

1. Svíþjóð (12 stig)
2. Ísland (12 stig)
3. Ungverjaland (4 stig)
4. Slóvakía (4 stig)
5. Lettland (0 stig)
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Íslands og Svíþjóð í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM kvenna.
Leikurinn fer fram án áhorfenda á Laugardalsvelli og hefst á slaginu 18:00
Byrjunarlið:
21. Zecira Musovic (m)
2. Jonna Andersson
3. Linda Sembrant
6. Madgalena Eriksson
8. Lina Hurtig
9. Kosovare Asllani
10. Sofia Jakobsson ('89)
13. Amanda Ilestedt
14. Nathalie Björn ('78)
17. Caroline Seger
19. Anna Anvegård ('78)

Varamenn:
1. Emma Holmgren (m)
12. Jennifer Falk (m)
4. Emma Kullberg
5. Nilla Fischer
7. Pauline Hammarlund
8. Rebecka Blomqvist
15. Jessica Samuelsson
16. Julia Zigiotti Olme ('78)
20. Mimmi Larsson ('78)
22. Olivia Schough ('89)
23. Loreta Kullashi

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: