Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
1
Grótta
Sigurvin Reynisson '38
Guðmundur Steinarsson '39
0-1 Karl Friðleifur Gunnarsson '54
Pablo Punyed '70 1-1
24.09.2020  -  16:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Haustið svo sannarlega komið, við leggjum af stað í 4ra gráðu hita og sterkur vindur á hlið en þó í átt að KR-heimilisins, sólin skín. Völlurinn geggjaður hjá Bö-vélinni.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Arnar Þór Helgason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Pablo Punyed ('73)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('54)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
4. Arnþór Ingi Kristinsson
17. Alex Freyr Hilmarsson ('73)
19. Hrafn Tómasson
22. Óskar Örn Hauksson ('54)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('45)
Ægir Jarl Jónasson ('45)
Pálmi Rafn Pálmason ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli í fyrsta deildarleik KR og Gróttu!!!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
FÆRIÐ!!!

Óskar Örn fær boltann á vítapunkti einn en nær ekki almennilegu skoti sem Hákon bara grípur.
90. mín
+2

KR er tjaldað inni á lokaþriðjungi....
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
88. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!!

Kennie fer upp hægra megin og sendir inní, Hákon út í teig og Kristján Flóki vinnur það návígi, boltinn er á leiðinn inn en Arnar Þór hreinsar frá eins og loftfimleikamaður!
87. mín
Óskar velur að senda og þessi er skallaður frá.
87. mín
Aukaspyrna KR úti á væng.

Skotfæri fyrir Óskar.
86. mín
Það er ofboðslegur pirringur í heimastúkunni.

KR eru í sókn en það er ansi mikið upp miðjan völlinn og skilar litlu.
84. mín
Arnór sendir inn í teig og Ægir Jarl hendir sér í bakfallsspyrnu sem fer framhjá á fjær.
83. mín
Kennie æðir upp vænginn og á fasta sendingu inn í teig sem Hákon slær út og Grótta bjargar í horn.

Ekkert verður úr því.
82. mín
Arnþór veður upp hægra megin og leggur út í teig á Kennie sem setur boltann himinhátt yfir úr fínu skotfæri.
79. mín
Mikil pressa KR eftir horn og nokkur skot en Gróttan kemur boltanum að lokum frá.
79. mín
Inn:Kieran Mcgrath (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
77. mín
Stefán með sendingu inn í teig en Kristján Flóki þarf að teygja hausinn í þennan og skallinn er yfir markið.
76. mín
Óskar Örn!!!

Fer framhjá þremur Gróttumönnum og inn í teiginn, kominn í færi og neglir með hægri rétt framhjá.
74. mín
Leikurinn fer nú alfarið fram á vallarhelmingi gestanna.
73. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
Markaskorarinn lýkur leik.
70. mín MARK!
Pablo Punyed (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Þessi 5 mínútna pressukafli skilar jöfnunarmarki.

Enn á ný er það Stefán sem vinnur sig í gegnum teiginn og leggur inn að markteig, Pablo tekur snertingu og skorar.
69. mín
Aftur færi og enn farið upp hægra megin.

Kennie leggur inn í teiginn þar sem Ægir á skot framhjá.
65. mín
Þar kom færið, pressan skilar því að KR vinna liðið að mestu inn í teig þar sem boltinn dettur fyrir Stefán sem skýtur að marki en Arnar hendir sér fyrir og setur í horn.
63. mín
Horn hjá KR sem rennur út í sand.

Það eru engin merki um það að pressa KR sé að fara að skila færum...
58. mín
Sjáum strax að KR koma ofar á völlinn.
54. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Melsted
Og bíddu við!

Gestirnir eru komnir yfir. Aukaspyrna frá vinstri, vindurinn stoppar þennan og boltinn dettur dauður í teignum, Karl er fyrstur á staðinn. Tekur snertingu og neglir inn á fjær!

AD2 lyfti flaggi til marks um rangstöðu en eftir samtal þeirra á milli stendur markið.

Hér eru HELDUR BETUR óvæntir hlutir í gangi. Litli bróðir svo sannarlega að sparka frá sér.
54. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Leikur númer 323 í efstu deild.
53. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
51. mín
KR komnir ofar á völlinn.

Ekkert enn komið af færum...
48. mín
Stúkurnar að vakna og hvetja sitt fólk hér í upphafi síðari.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað í Vesturbænum.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Stóra atriðið rauða spjaldið á Sigurvin, Gróttan verða 10 á móti vindinum í síðari hálfleik. Alvöru verkefni.
45. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Brýtur á Karli úti á væng.
45. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
45. mín
Kristófer Orri tekur skot en töluvert framhjá.
45. mín
Karl gerir vel að vinna aukaspyrnu úti á kanti.

Í þessum aðstæðum er þetta skotfæri.
45. mín
Uppbótin er 3 mínútur.
43. mín
Leikurinn er enn að ná sér eftir lætin áðan. Pétur kemur miklu neðar og Gróttan spilar 4-5-0.
39. mín Rautt spjald: Guðmundur Steinarsson (Grótta)
Kröftug mótmæli...
39. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Grótta)
Mótmæli
38. mín Rautt spjald: Sigurvin Reynisson (Grótta)
Eftir þriggja mínútna samtal milli dómarateymisins á meðan leikmennirnir liggja er tekin ákvörðun um að sýna Sigurvin rautt spjald.

Tíminn var langur og þetta þarfnast skoðunar en tæklingin var rosaleg...
38. mín
Hvað verður...
35. mín
Jæja!

Svakaleg tækling Sigurvins á Pablo og báðir liggja hérna!!!

Hvað verður litur kortsins.
32. mín
KR er klárlega það lið sem gerir meira fram á við.

Það er þó eiginlega engin alvöru atlaga í gangi ennþá.
26. mín
Enn er Stefán Árni að stríða Gróttumönnum og nær góðri sendingu inn í teig en Flóki hittir ekki boltann.
25. mín
Gróttan hefur komið aðeins ofar á völlinn en eru enn ekki búnir að ná að nýta sér vindinn eða aðstæðurnar.
22. mín
Atli ákveður að prófa að skjóta úr horninu þarna móti vindinum. Hákon greip. Sjáum þetta nú líklega meira á eftir undan rokinu.
18. mín
Stefán enn að stríða gestunum, kemst í teiginn en velur enn á ný að senda. Skjóta strákur!!!
16. mín
Ægir lætur vaða utan teigs.

Ísbúð Vesturbæjar mögulega í hættu.
15. mín
Grótta fær færi eftir sókn upp hægri, Kristófer Orri fær sendinguna út í teig og Finnur hendir sér fyrir og boltinn fer í innkast. Upp úr innkastinu fær Sigurvin fínt skotfæri utan teigs en Beitir er með þetta allt klárt.
13. mín
SJITTTTTTT!!!

Pablo minn...Stefán kemst í gegn hægra megin og ákveður að leggja til vinstri í stað þess að skjóta sjálfur. Pablo er með opið mark en tekst á einhvern ótrúlegan hátt að setja þennan framhjá.

Hér voru gestirnir svo sannarlega stálheppnir!
12. mín
Það er óskaplega hægt og rólegt í leiknum ennþá.

Gróttan er aftarlega.
10. mín
Grótta setur 451

Hákon

Ólafur - Arnar - Tobias - Kristófer

Karl - Óskar - Sigurvin - Kristófer Orri - Axel Freyr

Pétur

8. mín
KR spilar 4231

Beitir

Kennie - Arnór - Finnur - Kristinn

Pálmi - Pablo

Stefán - Ægir - Atli

Kristján Flóki
6. mín
Kristófer Melsted á fyrsta skot Gróttunnar en beint í fang Beitis.

5. mín
Stefán í góðu færi eftir undirbúning frá vinstri. Atli sendir í gegnum teiginn og Stefán velur að taka snertingu áður en hann á skot. Varnarmenn komast fyrir.
4. mín
KR fá hér fyrsta hornið, Stefán vann sig í gegnum vörnina en valdi að senda í fínu skotfæri. Gróttan bjargaði í horn.
2. mín
Strax ljóst að aðstæður spila inní.

Menn renna á rassinn og boltinn að fjúka töluvert í átt að KR markinu. Gróttumenn eru þó enn frekar aftarlega.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað...
Fyrir leik
Grótta vinna uppkastið og velja að byrja undan vindinum.

KR byrja með boltann.
Fyrir leik
Eins og vanalega núna mætir dómarinn fyrstur út á völlinn og bíður eftir hvoru liði fyrir sig.

Skrýtið að venjast ólíkum hlutum þessa ástands...
Fyrir leik
Liðin halda til klefann í lokaundirbúninginn. Veðrið spilar líklega inní og það verður hluti spjallsins.
Fyrir leik
Ég minni á að þeir sem hafa áhuga á að segja eitthvað uppbyggilegt og/eða skemmtilegt að segja um leikinn þá er að henda sér á twitter, skrifa og henda #fotboltinet inn í umræðuna.

Þá er það vel gerlegt að skutla ummælunum inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Bóas er hreinlega einn mættur í stúkuna í dag, nú treystum við á það að menn hópist af stað og nýti plássið. Það er vissulega óvanaleg tímasetning hér á ferð en það er engin afsökun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir eina breytingu á liði sínu frá 0 - 2 útisigrinum á Breiðabliki á mánudaginn. Frá þeim leik kemur Kristján Flóki Finbogason inn fyrir fyrirliðann Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason fær þá fyrirliðabandið.

Síðasti leikur Gróttu var 3 - 0 tap gegn ÍA á Akranesi á mánudagskvöldið. Ágúst Gylfason þjálfari liðsins gerir þrjár breyingar á liði sínu frá þeim leik. Arnar Þór Helgason, Sigurvin Reynisson og Karl Friðleifur Gunnarsson koma inn í liðið.

Bjarki Leósson, Halldór Kristján Baldursson og Óliver Dagur Thorlacius setjast á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómaraliðið er svona skipað í kvöld.

Egill Arnar Sigurþórsson flautar leikinn, honum til aðstoðar með flögg og míkrófón eru Gylfi Már Sigurðsson og Ragnar Þór Bender. Fjórði dómarinn er Arnar Þór Stefánsson.

Eftirliti dagsins er sinnt af Þórði Inga Guðjónssyni.
Fyrir leik
Gróttumenn sitja í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir 15 leiki, 9 stigum frá öruggu sæti næsta tímabil.

Það fer hver að verða síðastur hjá þeim að bjarga sætinu, sigur í dag gæti vissulega orðið lykill að góðu framhaldi.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins sitja KR-ingar í 4.sæti deildarinnar með 23 stig eftir 13 leiki. Eiga því í raun 2 leiki á flest lið deildarinnar.

Með sigri í dag og hagstæðum úrslitum annars staðar gæti heimasigur lyft KR í 3.sætið í deildinni. Þeir unnu sterkan 0-2 útisigur í Kópavoginum gegn Breiðablik í síðustu umferð.
Fyrir leik
Samkvæmt upphaflegri uppsetningu mótsins hefði þessi leikur átt að fara fram á Vivaldivellinum en eftir allar Covid hræringarnar samþykktu liðin að skipta á heimaleikjum enda viðbúið að erfitt verði að spila leik á Meistaravöllum 31.október þrátt fyrir vallarvörðinn magnaða, Bö-vélina.

Því fáum við grasleik á miðjum degi í dag.
Fyrir leik
Á sama hátt eru endalausar tengingar á milli þessara félaga, leikmenn í báðum liðum sem hafa leikið leiki með yngri flokkum hins og því of langt mál að fara í það allt.

Nýjustu félagaskiptin eru úr KR í Gróttu. Í vetur skiptu Axel Sigurðsson og Bjarki Leósson varanlega og Ástbjörn Þórðarson fór á milli í tímabundnum félagaskiptum. Hann er því ekki gjaldgengur í dag.
Fyrir leik
Það er vel viðbúið að margir gallharðir KR-ingar eigi erfitt með leik dagsins því gríðarstór áhangendahópur þeirra kemur af Seltjarnarnesinu og liðsbarinn þar sem öllum titlum Vesturbæjarrisans er staðsettur á Nesinu.

Svo líklega gæti alltaf einhver fagnað þar í dag...óháð úrslitum.
Fyrir leik
Leikurinn er fyrsti opinberi leikur KR og Gróttu í deildarkeppni á Íslandi. Vissulega hefur það komið upp reglulega hjá Gróttunni í sumar, en það hefur ekki verið stóri bróðir fyrr en nú.

Heimasvæði liðanna eru allt að því samofin, Vesturbærinn og Seltjarnarnesið útverðir höfuðborgarinnar og gríðarlegur samgangur á milli á allan hátt.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af Meistaravöllum.

Hér fer fram söguleg viðureign í dag!!!
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('79)
2. Arnar Þór Helgason
4. Tobias Sommer
6. Sigurvin Reynisson (f)
6. Ólafur Karel Eiríksson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
21. Óskar Jónsson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
7. Kjartan Kári Halldórsson
17. Kieran Mcgrath ('79)
29. Óliver Dagur Thorlacius
29. Grímur Ingi Jakobsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Ágúst Þór Gylfason ('39)

Rauð spjöld:
Sigurvin Reynisson ('38)
Guðmundur Steinarsson ('39)