Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Vestri
1
3
Keflavík
Nacho Gil '16 1-0
1-1 Tristan Freyr Ingólfsson '53
1-2 Joey Gibbs '66
1-3 Helgi Þór Jónsson '95
25.09.2020  -  16:15
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Tristan Freyr Ingólfsson
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Friðrik Þórir Hjaltason
2. Milos Ivankovic
4. Rafael Navarro ('75)
7. Zoran Plazonic
7. Vladimir Tufegdzic ('49)
10. Nacho Gil
14. Ricardo Duran Barba
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Viktor Júlíusson ('86)
23. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('75)

Varamenn:
9. Pétur Bjarnason ('49)
19. Viðar Þór Sigurðsson ('86)
20. Sigurður Grétar Benónýsson ('75)
22. Elmar Atli Garðarsson
77. Sergine Fall ('75)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Brenton Muhammad
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Rafael Navarro ('36)
Viðar Þór Sigurðsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík vinnur sanngjarnan sigur. Lögðu meira í þetta í dag en Vestri og uppskáru eftir því. Gæði fram á við sem gerði gæfumuninn. Ætli þeir eigi ekki bara skilið að fara upp ef þeir vinna mjög skipulagt lið Vestra tvisvar?

Set mann leiksins á Tristan Freyr. Átti ótal fyrirgjafir í leiknum, mjög ógnandi, skoraði fyrsta mark keflvíkinga og lagði upp markið sem kom Keflavík yfir. Joey að sjálfsögðu mjög góður eins og alltaf. Vestra liðið mjög jafnt og engin sem stóð upp úr.
95. mín MARK!
Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
Helgi Þór sleppur í gegn eftir að Vestramenn setja allt í sölurnar. Robert kemur út á móti en grípur í tómt. Helgi rennur boltanum í autt markið.
91. mín
Vestramenn eru að reyna og reyna, þeir eru samt ekki að skapa sér afgerandi færi.
91. mín
Joey að sleppa í gegn, ákveður að reyna vippa yfir Robert sem les þetta og grípur boltan.
90. mín
Komnir í uppbót
89. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
86. mín Gult spjald: Viðar Þór Sigurðsson (Vestri)
Fær strax gult spjald fyrir brot á Magnúsi. Einhvers konar met gæti verið.
86. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Út:Viktor Júlíusson (Vestri)
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum. Sé ekki Vestra mark í kortunum.
81. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Sýndist Adam koma útaf.
80. mín
Sigurður Grétar kemst framhjá Tristan og á fyrirgjöf sem Pétur Bjarna rétt missir af. Á sama tíma flýgur Arnar Ingi dómari á hausinn. Smá fyndið en samt ekki.
79. mín
Vestramenn með álitlegar sóknir sem keflvíkingar gera vel að standa það af sér. Gengur erfiðlega að finna færið hjá Vestra.
75. mín
Tvöfölf breyting hjá Bjarna. Nú á að sækja.
75. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Rafael Navarro (Vestri)
Skipting
75. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (Vestri) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Vestri)
Skipting
74. mín
SKEYTIN

Viktor Júlíusson með "snuddu" sem hafnar í samskeytunum og aftur fyrir. Þarna hefði mátt boltinn liggja inni, bara upp á fegurðina.
73. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Snyrtilegt brot á Nacho Gil sem hafði unnið boltan á hættulegum stað.
72. mín
Keflvíkingar aðeins rólegri eftir að hafa náð foyrstu.
70. mín
Vestramenn vilja fá hendi á keflvíkinga. Arnar ekki á því.
66. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Tristan Freyr Ingólfsson
Hef séð þessa uppskrift nokkrum sinnum í sumar. Tristan einn á kantinum með flottan boltan á fjær þar sem Joey er einn á markteig og skallar boltan inn. Flott mark.
64. mín
Þarna munaði litlu. Nacho Gil með eitraða sendingu inn á miðjuna á Viktor. Hann kemur sér yfir á vinstri og skýtur á markið. Boltinn sleikir stöngina nær niðri.
63. mín
Liðin skiptast hérna á sóknum. Vantar smá upp á að menn komist í almennilega dauðafæri.
60. mín
Upp úr aukaspyrnunni þá slær Robert fyrirgjöfina í horn. Robert kýlir hornið einnig í burtu. Keflvíkingar halda uppi góðri pressu.
60. mín
Ricardo með góða tæklingu, vinnur boltan en Arnar dæmir aukaspyrnu. Menn mjög ósáttir með þetta.
57. mín
Geggjuð uppbygging hjá Vestra. Boltinn gekk vel milli manna, frá hægri til vinstri og yfir aftur. Endar á yfirtölu á kantinum þar sem Ricardo á fyrirgjöf sem eru hreinsuð í horn.

Eftir hornið þá endar boltinn ofan á þverslánni.
54. mín
DAUÐAFÆRI!

Nacho Gil sleppur í gegn upp kantinn og sendir fyrir á Gunnar Jónas sem er einn og á þéttingsfast skot í hornið sem Sindri ver frábærlega. Þarna gerði Sindri hrikalega vel.
53. mín MARK!
Tristan Freyr Ingólfsson (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
Hornspyrna hjá Keflavík, tvær í röð. Endar með því að það er alskonar "klafs". Sýnist það vera Joey sem "tíar" hann upp á Tristan utarlega í teignum og skotið fer af örugglega tveimur mönnum og í netið.
51. mín
Keflvíkingar meira með boltan í byrjun en Vestri voru nálægt því að sleppa í gegn með góðri skyndisókn. Vantar alltaf herslumun þar að gera betur hjá heimamönnum
49. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Bolvíkingurinn Pétur Bjarnason kemur inn á fyrir Tufa.
46. mín
Tufa keyrir á vörn keflvíkinga en síðan er eins og hann sé skotinn af færi. Tognar sýnist mér og fellur niður. Vestramenn síðan brjálaðir að keflvíkingar setji boltan ekki útaf. Þeim bar svosem engin skylda til þess.
45. mín
Leikur hafinn
Lets play ball!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Olísvellinum - þar sem lognið á lögheimili (stundum en ekki alltaf).

Keflvíkingar eru baneitraðir fram á við, ef Vestri nær að halda hreinu þá verður það einhver "once in lifetime - kamikaze" varnarleikur hjá þeim. Með smá ró á boltan þá eru næg tækifæri til að koma keflvíkingum í vandræði.
44. mín
Heimamenn verða að róa sig yfir dómum hjá Arnari. Saka keflvíkinga um að fara auðveldlega niður og að Arnar sé ekki að lesa það rétt.
43. mín
Einn-Tveir milli Rafa og Tufa þar sem Rafael er við það að ná að komast í skotfæri. Keflavík hreinsar í horn.

Smá hætta eftir hornið en keflvíkingar hreinsa.
42. mín
Aðeins róast yfir sóknunum frá Keflavík hérna í nokkrar mínútur.
41. mín
Rafael vinnur hornspyrnu af harðfylgi. Gabríel tekur spyrnuna sem er góð en Sindri gerir vel og grípur inn í.
38. mín
Liggja nokkrir í teignum eftir spyrnuna. Robert keyrði inn í þvöguna til að kýla boltan frá. Arnar Ingi stöðvar leikinn.
37. mín
Vestramenn aftur ósáttir við dómgæsluna. Arnar Ingi dæmir aukaspyrnu á hættulegum stað.
36. mín Gult spjald: Rafael Navarro (Vestri)
Rafael fær gult fyrir brot út á velli sýndist mér. Lagfæri þegar ég fæ það staðfest.
36. mín
Tufa að sleppa í gegn, er eltur uppi þar sem hann þá reynir að "checka" inn í teiginn. Keflvíkingar ná að komast fyrir skotið. Mjög álitleg sókn.
35. mín
Robert náði að éta Adam þarna í teignum eftir að keflvíkingar "klöfsuðu" sig í gegn. Eru mjög seigir þarna við teiginn.
33. mín
Keflvíkingar eru fljótir að koma öllu spili af stað. Náðu að komast upp kantinn og senda fyrir sem Milos hreinsar.

Sé ekki Vestra halda hreinu hérna í dag.
31. mín
Sóknir Vestra ekki jafn "rútínaðar" á síðasta þriðjung og hjá Keflavík. Það er ekki nema Nacho Gil nái að losa sig sem eitthvað gerist hjá heimamönnum.
30. mín
Rafael vinnur boltan af Kian en Arnar Ingi dæmir aukaspyrnu á hættulegum stað. Vestramenn ósáttir með dóminn.

Davíð tekur spyrnuna sem er skölluð frá.
28. mín
Hornin hjá Tristan eru stórhættuleg. Þetta skipti fór það í gegnum allan teiginn, framhjá öllum. Tristan á síðan skot í hliðarnetið stuttu seinna.
28. mín
ROBERT AFTUR.

Keflvíkingar taka horn og það er skalli á markteig sem Robert er ver niðri.
27. mín
Adam að sleppa í gegn, með varnarmann í sér. Kemst í opið færi en Robert með geggjaða vörslu.
24. mín
Góð skyndisókn hjá Vestra, Viktor og Tufa spila saman sem endar með skoti frá Tufa beint á Sindra.

Þetta er að galopnast.
23. mín
Það er tempó í öllum aðgerðum hjá Keflavík. Þegar þeir ná að þrýsta Vestramönnum alveg aftur, þá líður mér stundum eins og það sé uppbótartími í lok leiks. Fyrirgjöfum dælt inn í teig og skottilraunir.
19. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Tufa að sleppa í gegn rétt innan við miðju. Er tekin niður af Magnúsi en dómarinn setur gult á þetta. Vestramenn ósáttir, en dómarinn telur að keflvíkingar séu komnir bakvið brotið.
18. mín
Stórhætta í sóknum Keflavík.
16. mín MARK!
Nacho Gil (Vestri)
MARK! VÁÁÁ!

Nacho Gil kemst loksins eitthvað í boltan. Fær smá flugbraut og á skot af ca. 30 metrum sem syngur í horninu niðri. Set spurningarmerki á Sindra, hafði nægan tíma til að bregðast betur við en flugið var erfitt á boltanum.
14. mín
Hafsentarnir tveir og Frans sem sjá um uppspilið hjá Keflavík. Aðrir þrýsta vel upp á varnarlínu Vestra.
13. mín
Hröð sókn hjá Vestra sem endar með lélegu skoti frá Tufa fyrir utan teig.
12. mín
Gabríel með skot úr hornspyrnu fyrir Vestra sem er skallað frá á línu, ekki mikil hætta svosem. Keflvíkingar snöggir fram og við það að sleppa í gegn.
11. mín
Enn ein fyrirgjöfin sem er að hitta á keflvíking. Skallinn yfir. Joey að finna sér pláss í uppspilinu.
10. mín
Keflvíkingar finna pláss á milli lína hjá Vestra hér í byrjun og eru að ná fyrirgjöfum á eitraða sóknarmenn sína.
8. mín
Keflavík pressa á uppspilið hjá Vestra hér í byrjun. Varnarmenn Vestra líður ekkert alltof vel með boltan við þessar vallaraðstæður.
6. mín
Rjómablíða fyrir vestan, snjór nær vel niður í fjöllin. Völlurinn hinsvegar mjög þungur.
5. mín
Vestri fá tvö horn í röð. Smá hætta í teignum sem endar með því að Gunnar Jónas á fyrirgjöf sem fer aftur fyrir.
4. mín
STÓRHÆTTA!

Vestramenn rétt ná að hreinsa á markteig eftir vörslu frá Roberti. Kelfavík sóttu hratt upp og fengu horn. Hætta í horninu en Vestri nær að koma boltanum í burtu.
3. mín
Þetta byrjar mjög rólega hérna fyrir vestan. Liðin að þreifa fyrir sér hér í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farin af stað á Olísvellinum.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vestra og Keflavíkur.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('81)
10. Kian Williams ('89)
15. Tristan Freyr Ingólfsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('81)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kristófer Páll Viðarsson
11. Helgi Þór Jónsson ('89)
38. Jóhann Þór Arnarsson
40. Kasonga Jonathan Ngandu

Liðsstjórn:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon (f) ('19)
Ingimundur Aron Guðnason ('73)

Rauð spjöld: