Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
2
Víkingur R.
Tryggvi Hrafn Haraldsson '51 1-0
1-1 Ágúst Eðvald Hlynsson '53
1-2 Halldór Jón Sigurður Þórðarson '56
Tryggvi Hrafn Haraldsson '65 , víti 2-2
27.09.2020  -  14:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ca 10, stiga hiti, nánast logn og rennandi blautur völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Ca 100 manns
Maður leiksins: Halldór Jón Sigurður Þórðarson(Víkingur R.)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('80)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
10. Steinar Þorsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('58)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('58)
8. Ingi Þór Sigurðsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
15. Marteinn Theodórsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('80)
27. Árni Salvar Heimisson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Daníel Þór Heimisson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Marcus Johansson ('86)
Ísak Snær Þorvaldsson ('89)
Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3 Leiknum er lokið með jafntefli. Viðtöl og skýrlsa koma á eftir.
90. mín Gult spjald: Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA)
+2
90. mín
Það er þrem mínútum bætt við leikinn
89. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
88. mín
VÁ! Halldór Jón svo nálægt því að skora en Árni með geggjaða vörslu.
86. mín Gult spjald: Marcus Johansson (ÍA)
81. mín
INGVAR JÓNSSON!!Steinar Þorsteins með sendingu fyrir og Sigurður Hrannar rennir sér og nær skotinu en Ingvar með sturlaða markvörlsu.
80. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
76. mín
Gísli Laxdxdal með hökruskot en í varnarmann og í horn sem ekkert verður úr.
72. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
71. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
65. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Svakalega öruggt víti hjá Tryggvi. Neglir honum niðri í hornið. Ingvar fer í rétt horn en á ekki breik!
64. mín
Skagamenn að fá víti!!! Halldór nýbúinn að skjóta í stöninga hinu megin og Árni bjargar á línu þá fá Skagamenn víti.
61. mín
Adam með hörkuskot en rétt yfir.
58. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
56. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
ÞAÐ ER ALLT Í RUGLINU!!!! Enn eitt hornið sem Sölvi nær að skalla og Halldór Jón með frábæra afgreiðslu í hornið fjær. Varnarleikur ÍA arfaslakur í þessum hornspyrnum.
55. mín
ÁRNI SNÆR!!! Halldór Jón kominn í færi, tekur skotið og hann stefnir í vinkilinn en Árni með rosalega vörslu.
53. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
HVAÐ ER AÐ GERAST? Víkingar fara í sókn og sýndist það vera Erlingur sem sendir boltann fyrir. Skagamenn ná ekki að hreinsa almennilega og Ágúst með frábæra afgreiðslu í hornið.
51. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
KÖLD,BLAUT OG SKÍTUG TUSKA!!!! Skagamenn hafa ekki komist yfir miðju hérna en komast yfir. Sending inn fyrir vörn Víkinga sem er mjög hátt á vellinum og Tryggvi sleppur í gegn. Sölvi reynir að hlaupa hann uppi en nær honum ekki og Tryggvi chippar yfir Ingvar.
50. mín
Víkingar að spila sig í gegnum vörn ÍA en ná ekki skoti á markið.
47. mín
Halldór Jón labbar hérna í gegnum þrjá Skagamenn og með skot en í varnarmann og aftur fyrir. Horn og enn og aftur fær Sölvi frían skalla en Skagamenn bjarga á línu.
46. mín
Þá er þetta farið af stað hjá okkur aftur og núna eruð það Skagamenn sem sækja í átt frá höllini.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Akranesi. Víkingar verið betra liðið.
45. mín
Adam Ægir með stórhættulega sendingu inn fyrir og Árni nær boltanum en missir hann frá sér aftur og Erlingur við það að ná honum en Árni gerir vel.
42. mín
Enn eins sóknin hjá Víking og Ágúst með sendingu fyrir með jörðinni en hún lekur í gegnum allt.
41. mín
Þá fara Skagamenn í sókn og Aron Kristófer við að sleppa í gegn en frábær tækling hjjá varnarmanni Víkings.
40. mín
ÚFFFFFFFF!! Adam með skot utan teigs og það siglir rétt yfir samskeytin.
39. mín
Erlingur labbar hérna í gegnum vörn ÍA og með skot en í varnarmann og boltinn á Adam sem reynir skot en líka í varnarmann. Víkingar liggja þungt á Skagamönnum þessa stundina.
36. mín Gult spjald: Atli Barkarson (Víkingur R.)
32. mín
Þá fara Skagamenn í skyndisókn og Stefán Teitur með sendingu inn fyrir en Steinar nær ekki til boltans.
30. mín
Halldór Jón með skot en varnarmenn ÍA henda sér fyrir þetta. Víkingar strax aftur í sókn og Erlingur með hörkuskot sem Árni Snær ver vel.
29. mín
Viktor Örlygur með skot utan teigs en framhjá.
28. mín
Víkingar fá horn og Atli Barkar nær skallanum en framhjá markinu.
23. mín
Skagamenn með horn og Ingvar kýlir frá en Stefán Teitur nær skallanum en rétt yfir markið.
17. mín
Skagamenn tapa boltanum illa á miðjunni og Víkingar við það komast í dauðafæri en Ísak Snær vinnur vel til baka og bjargar. Skagamenn í sókn og Stefán Teitur með skot en afskaplega hátt yfir markið.
15. mín
Flott sókn hjá Víkingum og Adam Ægir með skall en Árni Snær ver vel og Óttar bjargar svo í horn.
13. mín
Adam Ægir reynir skot fyrir utan teig en vel yfir markið.
11. mín
Víkingar fá horn og Söli fær frían skalla en hann er ömurlegur og framhjá. Þarna verður Sölvi bara að gera betur.
10. mín
Skagamenn fá tvö horn í röð og endar með því að Stefán Teitur nær skallanum en Ingvar ver frábærlega. Víkingur í skyndisókn og Ágúst með rosalegan sprett en sendingin klikkar og Skagamenn hreinsa.
9. mín
Fyrsta horn leiksins er ÍA.
8. mín
Víkingar hafa verið örlítið meira með boltann án þess þó að skapa sér neitt.
2. mín
Stefán Teitur við það að komast í skotfæri en vörn Víkinga vel á verða og blokka skotið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og það eru Víkingar sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni.
Fyrir leik
Það fer að styttast í þetta hjá okkur. Liðin eru að ganga út á völlinn og það er allt eins og það á að vera. Skagamenn gulir og svartir að vanda og gestirnir úr Víking R. svartir og rauðir
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að aðstæður hérna á Akranesi í dag séu með allra besta móti miðað við árstíma. Það er ca 10 stiga hiti, nánast logn og rigning. Völlurinn rennandi blautur sem býður bara upp á frábæra skemmtun fyrir áhorfendur.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Helgi Mikael Jónsson og honum til aðstoðar eru þeir Þórður Arnar Árnason, Eðvarð Eðvarðsson. Varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson. Efirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar. Bæði lið gera nokkrar breytingar frá síðasta leik, lang flestar vegna leikbanna og meiðsla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin detta inn hérna um kl 13:00 en það er ljóst að bæði lið verða að gera breytingar frá síðasta leik. Hjá Skagamönnum taka þeir Hallur Flosason og Sindri Snær Magnússon út leikbann. Hjá Víkingum er verður mikið púsl að stilla upp liði miðað við umræðuna sem er í gangi. Það er ljóst að Kári Árnason og Kwame Quee verða ekki með vegna meiðsla og þá er Davíð Örn Atlason í banni. Auk þess eru Dofri, Helgi Guðjóns, Sölvi, Nikolaj og Tómas Guðmunds tæpir.
Fyrir leik
Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki eini leikur dagsins því það fer fram heil umferð í Pepsimax deildinni. Þrír þeirra hefjast núna kl 14:00, einn leikur hefst kl 16:00 og svo lýkur umferðinni með tveimur leikjum kl 19:15

Leikir dagsins
14:00 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
14:00 KR-Fylkir (Meistaravellir)
14:00 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)
16:15 Grótta-KA (Vivaldivöllurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
19:15 HK-Stjarnan (Kórinn)
Fyrir leik
Og hann verður ekki síðu áhugaverður fyrir þær sakir að síðustu tveir leikir hafa verið markaveislur! Víkingar hafa unnið þá báða, annars vegar 1-5 hérna á Akranesi í lokaumferðinni í fyrra og svo 6-2 í Víkinni fyrr í sumar. Vonandi fáum við bara fullt af mörkum í dag.
Fyrir leik
Þetta verður fróðlegur leikiur hjá okkur í dag. Skagamenn hafa unnið síðustu tvo leiki og eru búnir að lyfta sér upp í sjöunda sæti deildarinnar á meðan Víkingar hafa tapað þrem af síðustu fimm og bara eiginlega ekkert gengið hjá þeim. Og staðan er bara þannig að ef Vílkingar tapa þessum leik og Grótta vinnur sinn þá eru bikarmeistararnir bara komnir í alvöru fallbaráttu!
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Pespi Max dag kæru lesendur. Í dag fer fram heil umferð í Pepsimas-deild karla og hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Víkings R.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('72)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Adam Ægir Pálsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Dofri Snorrason ('72)
14. Arnar Ingason
26. Jóhannes Karl Bárðarson
27. Tómas Guðmundsson
30. Tómas Þórisson
31. Hilmir Vilberg Arnarsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Kári Árnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Atli Barkarson ('36)
Sölvi Ottesen ('71)

Rauð spjöld: