Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
83' 1
0
Valur
Þróttur V.
1
0
Kórdrengir
Andri Jónasson '57 1-0
Arnleifur Hjörleifsson '94
27.09.2020  -  14:00
Vogaídýfuvöllur
2. deild karla
Aðstæður: Austan gola, smá rigning og blautur völlur. Hiti um 7 gráður
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Andy Pew
Byrjunarlið:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Andri Már Hermannsson
4. Hubert Rafal Kotus
7. Andri Jónasson ('84)
7. Sigurður Gísli Snorrason ('72)
9. Viktor Smári Segatta ('93)
20. Eysteinn Þorri Björgvinsson
24. Ethan James Alexander Patterson
27. Dagur Guðjónsson
33. Örn Rúnar Magnússon
44. Andy Pew

Varamenn:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Andri Hrafn Sigurðsson
6. Ragnar Þór Gunnarsson ('93)
9. Brynjar Jónasson ('72)
13. Leó Kristinn Þórisson
15. Júlíus Óli Stefánsson ('84)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnar Júlíus Helgason
Margrét Ársælsdóttir
Tómas Helgi Ágústsson Hafberg

Gul spjöld:
Örn Rúnar Magnússon ('11)
Hubert Rafal Kotus ('15)
Andri Jónasson ('45)
Ethan James Alexander Patterson ('74)
Andy Pew ('82)
Hermann Hreiðarsson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar hafa sigur og þeir tryllast af gleði. Rosalegur leikur frá þeim og stigin verðuskulduð líklega. Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
95. mín Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Kórdrengir)
Báðir þjálfarar fá spjöld eftir smá hárreysti.
95. mín Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (Þróttur V. )
94. mín Rautt spjald: Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
Það verður allt vitlaust á vellinum!!!!!!

Arnleifur með rosalega tæklingu alltof seinn með takkana á undan.
93. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Þróttur V. ) Út:Viktor Smári Segatta (Þróttur V. )
93. mín
Pressa frá Kórdrengjum en Þróttarar rosalega fastir fyrir og skipulagðir.
92. mín
Kórdrengir reyna en tekst ekki að finna opnanir.
90. mín
Komnar 90 á klukkuna og 5 bætt við.
89. mín
Þróttur fær horn.
88. mín
Kórdrengir að reyna að sækja en Þróttarar skiplagðir til baka og eru að ógna með snöggum sóknum.
85. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Notar höndina til að halda boltanum í leik. Fær fyrir það gult.
84. mín
Inn:Júlíus Óli Stefánsson (Þróttur V. ) Út:Andri Jónasson (Þróttur V. )
Markaskorarinn víkur
82. mín
Andri Þór með glæsilega markvörslu eftir frábæra takta Brynjars í teig Kórdrengja.
82. mín Gult spjald: Andy Pew (Þróttur V. )
Fyrir tafir.
81. mín
Hilmar Þór með skalla að marki úr teig Þróttar en framhjá.
78. mín
Andri Jónasar í dauðafæri en Kórdrengir bjarga á línu!

Andrí Þór í skógarhlaupi og markið tómt en Arnleifur að mér sýnist mætir á síðustu stundu og kemur boltanum af marklínunni.
76. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Kórdrengir) Út:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kórdrengir)
Kórdrengir að setja mikið púður í sóknina. Og henda nánast öllum fram
74. mín Gult spjald: Ethan James Alexander Patterson (Þróttur V. )
Keyrir Albert niður í skyndisókn.
72. mín
Inn:Brynjar Jónasson (Þróttur V. ) Út:Sigurður Gísli Snorrason (Þróttur V. )
Siggi Bond víkur fyrir Brynjari.
70. mín
Inn:Aaron Robert Spear (Kórdrengir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
69. mín
Hætta eftir hornið en Ethan hreinsar.
68. mín
Og annað eftir að Ondo skallar í varnarmann og afturfyrir.
68. mín
Kórdrengir fá horn.
67. mín
Albert einn á auðum sjó í teig Þróttar en nær ekki til boltans og hættan líður hjá.
66. mín
Albert Brynjar í fínu færi en Rafa gerir vel í að bjarga.
62. mín
Siggi Bond gerir vel og sækir aukaspyrnu úti hægra meginn
61. mín
Siggi með spyrnuna sem er góð en Andri slær boltann yfir í horn.
60. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Kórdrengir)
Fer í rosalega tæklingu á Sigga Bond og er brjálaður yfir því að brotið sé dæmt. Stórhættulegur staður undan vindi.
58. mín
Inn:Daníel Gylfason (Kórdrengir) Út:Jordan Damachoua (Kórdrengir)
57. mín MARK!
Andri Jónasson (Þróttur V. )
Stoðsending: Hubert Rafal Kotus
Frábær hornspyrna Huberts finnur kollinn á Andra sem skallar boltann í slánna og inn.

Fagna gríðarlega Þróttarar á vellinum sem og í stúkunni.
56. mín
Pew með hörkuskot í varnarmann og afturfyrir. Horn,
54. mín
Andri Þór missir fyrirgjöf frá Sigga Bond en Ondo hreinsar.
52. mín
Andri með lúmskt skot utan af vinstri væng sem lekur framhjá með viðkomu í varnarmanni.

Andri Þór mætir út í hornið og Þróttarar dæmdir brotlegir.
50. mín
Andri Þór kýlir hornið frá.
49. mín
Jordan með skot að marki en vindurinn grípur boltann og yfir fer hann.

Andri Jónasar með skot hinu meginn en Andri Þór slær yfir í horn.
46. mín
Andy Pew reynir bara skotið upp úr miðjunni. Hittir ekki markið en ágæt hugmynd.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik og leika undan vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Kórdrengir koma boltanum frá að endingu og Arnar flautar til hálfleiks.
45. mín
+2 Þróttur fær horn eftir skyndisókn.
45. mín
+2 Davíð Þór með skot úr aukaspyrnunni í vegginn og í horn.

Rafael blakar boltanum frá
45. mín Gult spjald: Andri Jónasson (Þróttur V. )
+1 Groddaraleg tækling.
45. mín
+3 hér í fyrri hálfleik,
41. mín
Þróttur vill fá víti!

Virtist farið aftan í Viktor í teignum en snertingin ákaflega lítil. Þróttarar á endanum dæmdir brotlegir.
40. mín
Jordan í færi eftir snyrtilegan snúning í teignum en setur boltann framhjá úr frábæru færi. Hefði átt að gera mikið betur þarna.
35. mín
Siggi Bond keyrir inn á teiginn og sækir horn.
32. mín
Leikurinn mjög lokaður og liðin gríðarlega þétt bæði tvö. Færin láta því á sér standa.
27. mín
Siggi Bond með laglega takta úti vinstra meginn og finnur Andy Pew í teignum en fyrsta snertingin svíkur Andy og Andri Þór mætir í boltann.
25. mín
Andy Pew með skallann eftir hornið en framhjá markinu.
24. mín
Andri Þór situr í grasinu og kveinkar sér. Fór í út í boltann í aðdraganda hornspyrnunar. Virðist samt alveg vera í lagi og heldur leik áfram.

Mikil harka í þessum leik svo ekki sé meira sagt.
23. mín
Þróttur fær horn.
22. mín
Ethan með geggjaða tæklingu úti við varamannaskýlin. Rennir sér af krafti í blautu grasinu og lætur finna vel fyrir sér en löglega þó.
19. mín
Andri kemst upp að endamörkum hægra megin af harðfylgi en fyrirgjöf hans of föst.
18. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Kórdrengir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Kórdrengir)
Magnús Þórir hefur lokið leik.
17. mín Gult spjald: Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir)
Fleiri spjöld. Hákon alltof seinn í Hubert.
15. mín Gult spjald: Hubert Rafal Kotus (Þróttur V. )
Nóg að gera hjá Arnari í spjöldunum. Hubert of seinn í tæklingu á Magnús Þóri.
14. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
Klafs í teig Þróttara leiðir til þess að Davíð fær spjald sá ekki fyrir hvað nákvæmlega. Það er hiti í þessu.
13. mín
Andy Pew setur stungu Jordans í horn. Andri Hermanns skallar hornið frá.
11. mín Gult spjald: Örn Rúnar Magnússon (Þróttur V. )
Örn Rúnar keyrir Arnleif út af vellinum og Kórdrengir alls ekki sáttir. Arnar Þór dæmir þó ekki brot þar sem boltinn var ekki í leik. Skrýtið atvik og Þróttarar eiga innkast.
10. mín
Húbert með stórhættulega fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá hægri en Ondo bægir hættunni frá á síðustu stundu. Einhverjir segja hendi en það var erfitt að sjá.
8. mín
Rafael með rosalega vörslu eftir skot frá Einari Orra. Mættur vel út í teiginn og lokar á skotið.
6. mín
Albert Brynjar flaggaður rangstæður. Var aleinn úti vinstra meginn. Svo mjög að það var ólöglegt.
4. mín
Gunnlaugur Hlynur fær tiltal fyrir að toga Andra Jónasson niður í skyndisókn.
2. mín
Boltanum stungið innfyrir í hlaupaleik Viktors Smára en flaggið á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Vogaídýfuvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Aðstæður

Aðstæður hér í Vogum er bara allar hinar ágætustu. Völlurinn er reyndar vel blautur og eflaust þungur yfirferðar. En hægur vinur úr norðaustri blaktir fánum og það rignir.
Fyrir leik
Þróttur V.

Hermann Hreiðarsson hefur aldeilis komið með ferska vinda inn í bæjarfélagið Voga. Liðið hefur verið vaxandi undir hans stjórn og situr fyrir leik dagsins í 2.sæti deildarinnar með 37 stig líkt og Selfoss en með mun betri markatölu.
Fyrir leik
Kórdrengir

Gestirnir eru sannarlega í góðum málum þegar 4 umferðir eru eftir af deildinni. Sitja í toppsætinu með 43 stig sex stigum frá næstu liðum og talsvert betri markatölu. Sigur hér í dag mun því svo gott sem gulltryggja sæti í Lengjudeildinni að ári.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Þróttar.V og Kórdrengja í 2.deild karla.
Byrjunarlið:
Andri Þór Grétarsson (m)
Albert Brynjar Ingason
4. Ásgeir Frank Ásgeirsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Einar Orri Einarsson (f)
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Davíð Þór Ásbjörnsson ('70)
10. Magnús Þórir Matthíasson ('18)
15. Arnleifur Hjörleifsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('76)
23. Jordan Damachoua ('58)

Varamenn:
12. Ingvar Þór Kale (m)
3. Unnar Már Unnarsson
9. Daníel Gylfason ('58)
11. Gunnar Orri Guðmundsson
33. Aaron Robert Spear ('70)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Hilmar Þór Hilmarsson
Andri Steinn Birgisson
Leonard Sigurðsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Kolbrún Pálsdóttir
Gunnar Wigelund

Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('14)
Hákon Ingi Einarsson ('17)
Einar Orri Einarsson ('60)
Loic Mbang Ondo ('85)
Davíð Smári Lamude ('95)

Rauð spjöld:
Arnleifur Hjörleifsson ('94)