JÁVERK-völlurinn
miðvikudagur 30. september 2020  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Geggjað haustveður. Sólin skín og nokkuð napurt. Kósý
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Áhorfendur: 77
Maður leiksins: Karitas Tómasdóttir
Selfoss 2 - 1 KR
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('45)
1-1 Tiffany Janea MC Carty ('60)
2-1 Dagný Brynjarsdóttir ('85)
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
0. Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('59)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
11. Embla Dís Gunnarsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('59)
21. Þóra Jónsdóttir

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('50)
Anna María Friðgeirsdóttir ('83)

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
90. mín Leik lokið!
Leik lokið.

Selfoss fer með sigur á KR 2-1.

Gerðu mjög vel í seinni hálfleik og KR áttu fá svör.
Eyða Breyta
89. mín
KR að seta smá pressu á Selfoss.
Eyða Breyta
85. mín MARK! Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss), Stoðsending: Tiffany Janea MC Carty
MAAAAAAARK!!!

Það held ég nú, Tiff með geeeeggjaða laumu inn á Dagný sem klárar frábærlega.

Eru Selfyssingar að stela stigunum þremur hér á lokamínútunum?
Eyða Breyta
83. mín
Katrín með ágætis skalla en Kaylan ekki í vandræðum og grípur þennan.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Togar Hildi niður, og KR fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
81. mín
Barbára með ágætis skot en yfirmarkið.
Eyða Breyta
75. mín
Eva Lind hárspreidd frá því að komast ein í gegn, Ingibjörg kemur út og tæklar boltann í innkast.
Eyða Breyta
73. mín
Dagný gerir frábærlega komin að endalínu og setur hann fyrir en KR verst vel, Selfyssingar fá horn
Eyða Breyta
72. mín Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Hlíf Hauksdóttir (KR)

Eyða Breyta
72. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á góðum stað.
Eyða Breyta
67. mín
Ingibjörg búin að sparka svona 10x útaf í þessum leik, miðið ekki alveg uppá 10 hjá henni í dag.
Eyða Breyta
66. mín
Dagný í dauðafæri en skýtur yfir.
Eyða Breyta
65. mín
Gumma með skot langt út á velli og Kaylan ekki í vandræðum með þetta.
Eyða Breyta
61. mín
Anna María með aukaspyrnu, sendir á Clöru sem á laust skot en vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Tiffany Janea MC Carty (Selfoss), Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
MAAAAARK!

Tiff komin ein í gegn og klárar auðveldlega framhjá Ingibjörgu í markinu.

Skrítinn varnarleikur hjá KR sem Selfoss nýtir sér.
Eyða Breyta
59. mín Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skiptingin frá Selfoss í dag.
Eyða Breyta
56. mín
Mikill darraðardans inn í teig KR-inga þar sem Ingibjörg varði vel frá Dagný og KR hreinsar, mark frá Selfoss er yfirvofandi.
Eyða Breyta
55. mín
Selfyssingar fá horn eftir skemmtilega takta frá Tiff.
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Kristín Erla Ó Johnson (KR)
Stöðvar hraða sókn
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Peysutog.
Eyða Breyta
47. mín
Skot vel framhjá frá Barbáru.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik nær KR inn marki á síðustu mínútunni.

Afar svekkjandi fyrir Selfyssinga. Sjáumst í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Guðmunda Brynja Óladóttir (KR), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
MAAAAARK!

KR nær forystunni og það á fjórðu mínútu uppbótartíma!

Kristín Erna tekur hornspyrnu frá vinstri, boltinn teiknaður á hausinn á Guðmundu Brynju sem skallar boltann í netið. Frábærlega gert hjá Gummu!
Eyða Breyta
45. mín Kristín Erla Ó Johnson (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Þórdís getur ekki haldið haldið leik áfram og inn kemur Kristín Erla.
Eyða Breyta
45. mín
SLÁIN!

Clara kemur sér í frábært færi inni á vítateig gestanna og en setur boltann í slána. Þarna hefði Clara átt að gera miklu, miklu betur!
Eyða Breyta
45. mín
Gumma fer hér framhjá þremur leikmönnum Selfyssinga áður en hún lætur vaða!

Laflaust skot og Kaylan grípur boltann.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Fyrsta gula spjald leiksins kemur hér. Það fær Þórdís Hrönn fyrir tæklingu á Helenu Heklu. Þórdís liggur í grasinu eftir tæklinguna og fær aðhlynningu. Varamenn KR fara að hita upp.
Eyða Breyta
43. mín
Barabára hér með skot á mark eftir að hafa farið framhjá Þórdísi Hrönn. Beint í hendurnar á Ingibjörgu.
Eyða Breyta
40. mín
VÁ!

Selfyssingar nálægt því að ná forystunni þarna. Frábær aukaspyrna frá Önnu beint á kollinn á Dagnýju sem skallar boltann í STÖNGINA! Frákastið fer út í teig og það verður eitthvað klafs áður en Helena Hekla nær til boltans og reynir skotið sem Ingibjörg ver í horn!
Eyða Breyta
38. mín
Selfyssingar að setja hér aukinn þunga í sóknarleikinn síðustu mínútur. Ekkert um góð marktækifæri þrátt fyrir það.
Eyða Breyta
34. mín
Tiffany með flottan sprett upp hægri kantinn sem endar á skoti úr þröngu færi. Engin alvöru hætta hér á ferð en fín tilraun samt.
Eyða Breyta
31. mín
Þórdís Hrönn liggur hér á grasinu og fær aðlhynningu. Sá ekki hvað gerðist.
Eyða Breyta
27. mín
Eva Lind með afar snyrtilega fyrirgjöf frá hægri kantinum og það virðist vera sem að Dagný sé að fara að ná til boltans en Ingibjörg er með allt á hreinu, kemur út og og hirðir hann.
Eyða Breyta
26. mín
Alfreð sendir varamenn sína út úr skýlinu að hita upp.

Það er lifnað við stuðningsmönnum Selfoss.
Eyða Breyta
21. mín
STÖNGIN!

Frábær sprettur hjá Tiffany upp vinstri kantinn. Hún tekur stefnuna inn á teig og hleypur meðfram endalínunni og reynir skotið úr mjög þröngu færi og boltinn fer í stöngina. Spurning hvort hún hefði átt að setja boltann inn á teig frekar þar sem nokkrir Selfyssingar biðu.
Eyða Breyta
18. mín
Gumma fer hér ansi harkalega í Karitas Tómasdóttur en Guðmundur lætur tiltal duga.
Eyða Breyta
16. mín
Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, er að spila rosalega framarlega hérna í dag. Þó svo að Selfyssingar séu á vallarhelming KR þá stendur hún bara á vítateigslínunni.
Eyða Breyta
12. mín
DAAAUÐAFÆRI!

Guðmunda Brynja hér ansi nálægt því að koma KR yfir. Alma fer illa með Önnu Maríu og sendir boltann inn á teig. Guðmunda lúrir á fjærstönginni, tekur boltann yfir en neglir honum yfir markið.
Eyða Breyta
12. mín
Fín hornspyrna frá Önnu Maríu en það er einhver ruglingur á hlaupum Selfyssinga inní teig. Voru allar langt á undan boltanum.
Eyða Breyta
11. mín
Fyrsta hornspyrna Selfyssinga kemur hér. Anna María tekur hana.
Eyða Breyta
9. mín
Tiffany fær hér boltann á vinstri kantinum og keyrir inn á teiginn og kemur með fyrirgjöf. Ingibjörg er á tánum og hirðir boltann.
Eyða Breyta
7. mín
Það er gífurleg sól hér á annað markið og Ingibjörg í marki KR spilar með derhúfu.

Anna María tekur aukaspyrnu úti á miðjum velli en Selfyssingar inni í teig ná ekki að gera sér mat úr þessu. Hefði viljað sjá Önnu reyna skotið.
Eyða Breyta
6. mín
Kristín Erna tekur hornspyrnuna sem er arfaslök. Selfyssinga hreinsa burt.
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins kemur hér. Það eru gestirnir sem fá hana.
Eyða Breyta
2. mín
Áslaug Dóra virðist hér fá blóðnasir og Guðmundur sendir hana útaf til þess að stöðva blæðinguna.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað og það eru heimamenn sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Tíbrá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér ganga liðin til leiks.

Bæði lið í sínum aðalbúningum í dag. Selfyssingar vínrauðir á meðan gestirnir úr Vesturbænum eru svartir og hvítir.

Dómari leiksins er Guðmundur Páll Friðbertsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru liðin farin til búningsklefa þar sem leikmenn munu rífa af sér upphitunardressið áður en fjörið hefst.

Það verða sennilega ekki margir á vellinum í dag enda nokkuð óheppilegur leiktími.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru heldur betur flottar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar á Selfossi í dag. Alvöru haustveður.

Sólin skín, létt gola með þessu og 6-7 gráður. Völlurinn lítur hrikalega vel út.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Guðmunda Brynja Óladóttir er í byrjunarliði KR í dag en hún er að mæta sínum gömlu félögum. Guðmunda átt við meiðsli að stríða í sumar og er aðeins að spila sinn sjötta leik í deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og þau má sjá hér til hliðanna!

Alfreð gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Þrótti. Dagný Brynjars er klár og kemur inn ásamt Helenu Heklu. Unnur Dóra og Þóra Jóns setjast á bekkinn. Embla Dís Gunnarsdóttir, 2005 módel, er á bekk. Dóttir Gunna Borgþórs.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dagný Brynjarsdóttir spilaði ekki með Selfyssingum gegn Þrótti um helgina eftir að hafa spilað tvo landsleiki á stuttum tíma.

Það verður spennandi að sjá hvort hún sé klár í leikinn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í deildinni fyrir rúmum tveimur vikum og þá höfðu Selfyssingar betur, 0-5.

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í leiknum en KR-liðið þarf ekki að hafa áhyggjur af henni í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið koma með tap á bakinu inn í þennan leik.

Selfoss tapaði fyrir Þrótti um helgina, 1-3, á meðan Stjarnan hafði betur gegn KR á Meistaravöllum.

Selfoss situr sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en með sigri hér í kvöld fer liðið upp í þriðja sæti. KR situr á botninum með tíu stig, á þó þrjá leiki á næstu lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin til leiks í Pepsi Max-deild kvenna.

Klukkan 16:00 hefst leikur Selfoss og KR í frestuðum leik. Um er að ræða leik í fimmtu umferðinni.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Hlíf Hauksdóttir ('72)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
16. Alma Mathiesen
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('45)
28. Angela R. Beard

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
23. Björk Björnsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('45)
5. Emilía Ingvadóttir
14. Kristín Sverrisdóttir
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir ('72)
20. Inga Laufey Ágústsdóttir

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Aníta Lísa Svansdóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('44)
Kristín Erla Ó Johnson ('51)

Rauð spjöld: