Samsungvöllurinn
fimmtudagur 01. október 2020  kl. 20:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kalt og gola.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Haraldur Björnsson
Stjarnan 1 - 1 FH
0-1 Pétur Viðarsson ('54)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
0. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Guðjón Pétur Lýðsson
9. Daníel Laxdal (f) ('69)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('86)
12. Heiðar Ægisson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('82)
24. Björn Berg Bryde
29. Alex Þór Hauksson (f) ('82)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
4. Óli Valur Ómarsson ('82)
5. Kári Pétursson ('86)
8. Halldór Orri Björnsson ('82)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
27. Ísak Andri Sigurgeirsson
77. Kristófer Konráðsson ('69)

Liðstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('52)
Elís Rafn Björnsson ('83)
Guðjón Pétur Lýðsson ('90)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Þórir tekur spyrnuna sjálfur og neglir yfir. Í sömu andrá flautar Erlendur til leiksloka. Dramatískt jafntefli á Samsungvellinum.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan)
Brýtur á Þóri á hættulegum stað.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Heiðar Ægisson
ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!!!!!

Heiðar Ægis með draumabolta fyrir þar sem að Hilmar mætir á fjær og potar honum inn. Gunnar mjög nálægt því að verja.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
Fimm manns reyna að hoppa uppí hornspyrnu Hilmars Árna og Erlendur flautar sóknarbrot.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Gunnar Nielsen (FH)
Fyrir að tefja.
Eyða Breyta
87. mín
MORTEN BECK HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞESSU!?!?!?!

Skot Eggerts hrekkur fyrir Morten sem að er einn fyrir opnu marki en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
86. mín Kári Pétursson (Stjarnan) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
84. mín Morten Beck Guldsmed (FH) Ólafur Karl Finsen (FH)

Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
Brýtur á Þóri sem að er á leið í hraða skyndisókn.
Eyða Breyta
82. mín Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Emil Atlason (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)

Eyða Breyta
78. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)

Eyða Breyta
77. mín
Geggjuð sending frá Guðjóni Pétri ratar á Þorstein Má sem að leggur hann á Heiðar. Hann á skot úr þröngu færi sem að Gunnar Nielsen ver vel.
Eyða Breyta
72. mín
Guðjón Pétur með gott skot í kjölfar hornspyrnu sem að Gunnar ver vel. Boltinn hrekkur á Hilmar Árna sem að setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
69. mín Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Daníel Laxdal (Stjarnan)
Daníel búinn að vera fínn á miðjunni.
Eyða Breyta
69. mín
Hilmar Árni með aukaspyrnu inná teiginn sem að Hörður skallar beint í Eggert Gunnþór. Stjörnumenn vildu fá hendi þarna en Erlendur segir nei.
Eyða Breyta
66. mín
Vá ískaldur Gunnar Nielsen! Bíður eftir pressunni frá Emil og rennur til. Nær að negla í Emil og afturfyrir.
Eyða Breyta
63. mín
Björn Daníel liggur eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Alex. Fær aðhlynningu og virðist ætla að halda áfram.
Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Missir boltann og straujar Alex.
Eyða Breyta
60. mín
Þórir Jóhann með fínt skot eftir undirbúning Jónatans Inga en Halli er vel staðsettur og ver.
Eyða Breyta
57. mín
HARALDUR BJÖRNSSON!!!! ÞVÍLÍKUR MAÐUR!!!!!!

Steven Lennon er skyndilega sloppinn aleinn í gegn eftir frábæra sendingu Þóris en Halli ver frá honum í þrígang. Hvernig í ósköpunum skoruðu FH-ingar ekki þarna.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Aðeins að sjóða uppúr hérna. Virðist gefa Emil olnbogaskot og einhverjir kalla eftir rauðu spjaldi. Stjarnan fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Pétur Viðarsson (FH), Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
FH-INGAR ERU KOMNIR YFIR!!!!!

Þórir Jóhann með góða aukaspyrnu inná teig þar sem að Pétur lúrir einn og óvaldaður og skallar í netið.
Eyða Breyta
54. mín
Alex Þór fær dæmt á sig brot fyrir hættuspark.
Eyða Breyta
53. mín
Lennon tekur aukaspyrnuna í markmannshornið en Halli ver vel.
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Brýtur klaufalega á Þóri á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
51. mín
EMIL ATLASON Í ENNÞÁ BETRA FÆRI!!!!

Emil á geggjaðan bolta innfyrir á Alex Þór sem að nær að koma boltanum á Þorstein inní teig sem að hælar boltann á einn og óvaldaðan Emil en skot hans er vonlaust og beint á Gunnar.
Eyða Breyta
49. mín
HEIÐAR ÆGISSON Í DAUÐAFÆRI!!!!!

Alex Þór pikkar upp glatað innkast Harðar og er fljótur að negla boltanum fram á Þorstein Má sem að rennir honum á Heiðar sem að er aleinn í teignum. Skot hans er hins vegar framhjá. Besta færi leiksins hingað til.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju og bæði lið óbreytt. Stjarnan byrjar með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks. Markalaust á Samsungvellinum.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við þennan fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
42. mín
Emil Atla við það að koma sér í mjög góða stöðu þegar að hann fær boltann í hendina og aukaspyrna réttilega dæmd. Óheppinn þarna.
Eyða Breyta
40. mín
Hilmar Árni tekur spyrnuna sem að Björn Berg nær að skalla laust og beint á Gunnar í markinu.
Eyða Breyta
40. mín
Þorsteinn Már pressar vel á Hjört og nær af honum boltanum út á kanti. Þar kemur Gummi Kristjáns og brýtur á honum.
Eyða Breyta
38. mín
Elís Rafn með fína fyrirgjöf sem að Þorsteinn Már hittir illa með höfðinu og skallar framhjá. Stjörnumenn miklu betri í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
35. mín
Emil Atla fellur í teignum og Stjörnumenn vilja vítaspyrnu. Erlendur segir "The show must go on" og flautar ekki neitt.
Eyða Breyta
34. mín
Hilmar Árni tekur hornspyrnu sem að Gunnar missir af. Úr verður eitthvað klafs sem að endar með því að FH geysist upp í skyndisókn. Því miður fyrir þá var það Gummi Kristjáns sem að missir boltann frá sér.
Eyða Breyta
32. mín
Ekkert verður úr þessum hornspyrnum.
Eyða Breyta
31. mín
Hjörtur Logi með fasta fyrirgjöf sem að Björn Berg kemst fyrir. Þórir Jóhann býr sig undir að taka hornspyrnu.
Eyða Breyta
29. mín
Stjörnumenn í skyndisókn. Guðjón Pétur rennir boltanum á Þorstein Má sem að brunar inní teig en skot hans fer í varnarmann og framhjá. Ekkert verður úr hornspyrnunni í kjölfarið.
Eyða Breyta
27. mín
Þórir Jóhann í fínni stöðu og á fast skot á markið sem að Halli ver vel.
Eyða Breyta
26. mín
Vá þarna munaði litlu. Hornspyrnan er góð og beint á pönnuna á Brynjari sem að á fastann skalla sem að Gunnar þarf að hafa sig allan við að verja.
Eyða Breyta
25. mín
Hilmar Árni skýtur í vegginn og afturfyrir. Hornspyrna.
Eyða Breyta
24. mín
Alex Þór Hauksson með skot langt utan af velli eftir hornspyrnu sem að Gunnar ver. Stjarnan fær í kjölfarið aukaspyrnu. Veit ekki afhverju.
Eyða Breyta
23. mín
Boltinn dettur hérna fyrir Daníel Laxdal í vítateig FH en skot hans er vel yfir markið. FH-ingar voru aðeins búnir að vinna sig inní leikinn fyrir þetta færi.
Eyða Breyta
14. mín
Hilmar Árni með hornspyrnu sem að Brynjar Gauti skallar vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
13. mín
Elís Rafn með skot lengst utan af velli sem að Gunnar á ekki í neinum vandræðum með.
Eyða Breyta
10. mín
Þorsteinn Már með fína fyrirgjöf sem að Emil Atla nær ekki til.
Eyða Breyta
9. mín
Stjörnumenn sprækari fyrstu mínúturnar og halda boltanum vel innan liðsins. FH-ingar í vandræðum með að skapa sér eitthvað.
Eyða Breyta
4. mín
Skemmtileg útfærsla. Hilmar rennir boltanum út á Guðjón Pétur sem að skýtur í fyrsta við vítateigsbogann en varnarmenn FH komast fyrir skotið.
Eyða Breyta
3. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu sem að Hilmar ætlar að taka.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. FH byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá trítla liðin út á völl og allt fer að verða reiðubúið fyrir þennan sex stiga leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. tjörnumenn gera tvær breytingar á liði sínu frá 3-2 sigrinum gegn HK. Þeir Jósef Kristinn og Sölvi Snær eru ekki í leikmannahópi í dag og inn koma þeir Emil Atlason og Alex Þór Hauksson.

FH-ingar gera sömuleiðis tvær breytingar á liði sínu. Þeir Baldur Sigurðsson og Logi Hrafn Róbertsson koma út og inn koma þeir Hjörtur Logi og Eggert Gunnþór.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjörnumenn eru aðeins einu stigi frá Fylki sem að sitja í þriðja sæti deildarinnar en þeir bláklæddu frá Garðabæ eiga tvo leiki til góða á þá. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir lærisveina Rúnars Páls og Óla Jó að sækja stig í dag til að halda sér inní Evrópubaráttunni, sem að er gríðarlega þétt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig og FH er í öðru sæti með 32 stig. Vinni FH hér í dag minnka þeir forskot Valsmanna niður í sex stig og því ennþá raunhæfur möguleiki fyrir þá að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er einn af þessum leikjum sem að hefur fengið að sitja á hakanum vegna sóttkvís og allskonar öðru skemmtilegu en mikilvægur er hann þó fyrir bæði lið sem að eru í bullandi Evrópubaráttu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði hjartanlega sæl og blessuð kæru lesendur og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og FH á Samsungvellinum í Pepsi Max-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson ('78)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen ('84)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Baldur Sigurðsson
14. Morten Beck Guldsmed ('84)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('78)
25. Einar Örn Harðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('55)
Pétur Viðarsson ('62)
Gunnar Nielsen ('88)

Rauð spjöld: