Samsungvöllurinn
laugardagur 03. október 2020  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Frábært veður, samt smá kalt.
Dómari: Steinar Gauti Þórarinsson
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Stjarnan 1 - 1 Fylkir
1-0 Shameeka Nikoda Fishley ('5)
1-1 Berglind Rós Ágústsdóttir ('69)
Byrjunarlið:
12. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('77) ('77)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('64) ('64)
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Angela Pia Caloia
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('64)
17. María Sól Jakobsdóttir ('77)
22. Elín Helga Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('77)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('64)

Liðstjórn:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
94. mín Leik lokið!
Frekar leiðinlegum leik líkur með 1-1 jafntefli. Berglind Rós á hérna lokaorðið með föstu skoti yfir mark Stjörnunnar.
Eyða Breyta
91. mín
Betsy með skot að marki sem Cecilía á ekki í neinum vandræðum með að grípa. Fylkir kemst svo upp hinu megin og Bryndís Arna fær skotfæri sem hún neglir yfir.
Eyða Breyta
89. mín Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir) Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir)

Eyða Breyta
87. mín
Leikurinn stopp vegna þess að Íris Una þarf á aðhlynningu að halda.
Eyða Breyta
78. mín
Betsy tekur boltann á ferðinni vinstra megin í teignum og keyrir inn á teig. Tekur svo þéttingsfast skot, sem að Cecilía slær niður og varnarmenn hreinsa.
Eyða Breyta
77. mín Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
77. mín María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín
Arna Dís með sláarskot!

Hleypur framhjá tveimur leikmönnum Fylkis og hamrar boltanum með vinstri í slánna og yfir.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Vesna með geggjaða sendingu á milli varnarmanna Stjörnunnar í hlaupaleið fyrir Berglindi sem setur boltann í fyrsta framhjá Erin Mcleod.
Eyða Breyta
67. mín
Þetta hefði átt að vera víti. Anna María vafði handleggnum utan um Margréti Björgu og togaði hana niður þegar að það kom stungusending yfir vörn Stjörnunnar.
Eyða Breyta
66. mín
Fríða með frábæran skalla að marki Fylkis en Katla María ver boltann með einhverjum löglegum líkamspart sýndist mér, vel gert.
Eyða Breyta
65. mín
Bæði lið gera breytingar.
Eyða Breyta
64. mín Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
64. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
64. mín Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
58. mín
Þórdís Elva og Bryndís Arna í algjöru rugli. Guðrún Karítas með góða fyrirgjöf frá vinstri og Þórdís hleypur hreinlega framhjá boltanum á nærstönginni og Bryndís fær boltann bara í sig, fyrir opnu marki og setur hann einhvern veginn framhjá.
Eyða Breyta
55. mín
Fyrsta færið síðan í byrjun síðari hálfleiks. Aníta Ýr keyrir upp vinstra kantinn og skýtur með vinstri en boltinn fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
46. mín
Shameeka komst í gegnum vörnina en Cecilía gerir vel í að koma út og loka á hana og verja.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er seinni hálfleikur farinn af stað og það eru gestirnir sem gef Stjörnunni dauðafæri strax á fyrstu sekúndunum!
Eyða Breyta
45. mín
Frekar bragðdaufur fyrri hálfleikur verður að segjast. Vonandi verður boðið upp á fleiri færi í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
44. mín
Hálffæri

Angela Pia og Shameeka Nikoda spila sig vel upp völlinn og Shameeka leggur boltann fyrir sig í skot en þá fleygir varnarmaður Fylkis sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
43. mín
Aníta með 84. sprettinn sinn í leiknum en missir boltann rétt fyrir utan vítateig Fylkis og áfram ekkert færi í langan tíma.
Eyða Breyta
41. mín
Lítið að gerast í leiknum en Fylkir fær þá hornspyrnu.
Eyða Breyta
35. mín
Boltinn búinn að vera inn í teig Stjörnukvenna síðustu mínútuna eða svo en inn vill boltinn ekki. Endar í rangstöðu á Fylki.
Eyða Breyta
33. mín
Sædís Rún með þrumuskot en rétt yfir markið. Cecilía slær boltann yfir. Þrjú horn í heildina og Cecilía grípur það síðasta.
Eyða Breyta
30. mín
Aníta með enn einn sprettinn og í þetta skiptið kemst Íris Una í veg fyrir hana og tæklar boltann í horn.
Eyða Breyta
26. mín
Aníta Ýr með hornspyrnu frá vinstri inn á teiginn þar sem Málfríður Erna nær boltanum en nær ekki skoti á markið.
Eyða Breyta
19. mín
Eitthvað flipp í gangi í vörn Fylkis, Eva Rut og Íris Una að leika sér að eldinum og Íris setur boltann í gegn fyrir Pia Caloia sem fer illa með gott færi og Cecilía handsamar boltann.
Eyða Breyta
15. mín
Aníta Ýr með flottan sprett inn af vinstri kantinum, framhjá nokkrum leikmönnum Fylkis en missir boltann frá sér áður en hún nær góðu skoti á markið og endar með því að brjóta af sér þar sem hún hleypur varnarmann Fylkis niður.
Eyða Breyta
9. mín
Angela Pia með góða sendingu inn í gegn og Aníta Ýr fyrst á boltann en skotið hennar yfir markið.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan), Stoðsending: Angela Pia Caloia
Frábær vippa frá Angela yfir vörn Fylkis og boltinn dettur dauður inn í teignum og Nikoda Fishley fyrst að átta sig á hlutunum og setur boltann framhjá Cecilíu í markið.
Eyða Breyta
2. mín
Aníta Ýr kemst í færi inn í teig en skot hennar yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá hefst leikurinn og það eru heimakonur í Stjörnunni sem byrja leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Undirritaður þurfti að hlaupa í hlutverk vallarþular Stjörnunnar þar sem að vallarþulur Stjörnunnar er föst í umferðarteppu hérna rétt hjá. Liðin gengin inn á völlinn og allt til reiðu til að hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það munar þremur stigum á liðunum í Pepsi Max-deildinni en Fylkir er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki. Stjarnan er svo í 5. sæti, jafnar ÍBV að stigum, með 17 stig eftir 15 leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið Stjörnunnar gerði sér góða ferð í Vesturbæinn síðasta föstudag þar sem liðið vann KR 0-2 en það var svo á laugardag sem að Fylkir, sem hefur verið spútniklið sumarsins, skíttapaði 0-7 gegn Íslandsmeisturum Vals.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Fylkis á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir
0. Stefanía Ragnarsdóttir
0. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('64)
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('89)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('64)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
27. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('89)
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir
30. Erna Sólveig Sverrisdóttir

Liðstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Kjartan Stefánsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Margrét Magnúsdóttir (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: