Stjarnan
1
0
Fjölnir
Hilmar Árni Halldórsson '86 , víti 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '91
04.10.2020  -  17:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('50)
4. Jóhann Laxdal
5. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('79)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Alex Þór Hauksson (f) ('62)
77. Kristófer Konráðsson ('79)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('50)
5. Kári Pétursson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('79)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('79)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('62)
20. Eyjólfur Héðinsson
31. Henrik Máni B. Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Sævarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Emil Atlason ('41)

Rauð spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('91)
Leik lokið!
Guðmundur flautar af!

Stjarnan með mikilvægan iðnaðarsigur..

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín
Hornspyrnur frá Fjölni hérna og Halli grípur að lokum.
94. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hansi fær boltann inná teignum og leggur hann út á Lúkas sem er aleinn á vítapunktinum en setur boltann framhjá!!!

Klaufi að skora ekki strákurinn...
93. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Sendingin fyrir fín og Lúkas nær skalla en Halli ver.
91. mín Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan)
Guð minn góður Guðjón Pétur...

Grétar potar eitthvað í Guðjón sem lemur hann bara í punginn beint fyrir framan Guðmund sem rífur fram rauða spjaldið.
90. mín
Við fáum fjórar mínútur í viðbót af þessum leik.
90. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) Út:Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
86. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Sölvi Snær Guðbjargarson
HILMAR ER AÐ KOMA STJÖRNUNNI YFIR!

Setur boltann í vinstra hornið og Sigurjón skutlaði sér í hitt.
85. mín
STJARNAN ER AÐ FÁ VÍTI!!!

Sýnist það vera Hansi sem brýtur á Sölva.
84. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Jeffrey Monakana (Fjölnir)
84. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
80. mín
Arnór Breki fær boltann við teiginn vinstra megin, tekur boltann með sér í fyrstu snertingunni framhjá Óla og tekur skot með hægri í fjær sem Halli ver vel.
79. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
79. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Kristófer Konráðsson (Stjarnan)
76. mín
Gaui með skotið á nær en Sigurjón mættur og grípur!
75. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Fjölnir)
Brýtur við vítateigshornið vinstra megin.
69. mín
Óli Valur leggur boltann út á Hilmar sem tekur skotið en yfir!

Þetta var vænleg staða fyrir Hilmar.
67. mín
Stjörnumenn að gera sig líklega!

Sölvi Snær brunar upp, leggur boltann út á Emil sem sendir fyrir og Þorsteinn Már skallar yfir!
66. mín
Hilmar með spyrnuna, boltinn dettur niður í teignum og er lagður út á Kristófer sem reynir skotið rétt framhjá samskeytinum!
65. mín
Þorsteinn Már sækir hornspyrnu.

Kristófer með spyrnuna á fjær, Sölvi nær skallanum en Sigurjón ver!!!

Annað horn hinumegin.
62. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
58. mín
FÆRI!

Sending fyrir frá vinstri hjá Stjörnumönnum, Peter skallar boltann í bakið á Emil og þaðan dettur boltinn fyrir Guðjón sem er í fínu færi en neglir boltann í hliðarnetið.
56. mín
Jeffrey keyrir á Elís eftir að Stjarnan tapaði boltanum á miðjunni, fer á hægri og skýtur í Elís og í horn.

Jóhann með fasta spyrnu og Örvar keyrir Emil niður, boltinn upp í loftið og Halli grípur.
54. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stöðvar skyndisókn.
53. mín
Fjölnismenn herja aðeins á Stjörnumenn og senda mikið af fyrirgjöfum en lítil hætta í þessu þó.
50. mín
Hornspyrnan er fín en Stjarnan kemur hættunni frá.
50. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
49. mín
DAUÐAFÆRI!

Jeffrey sleppur óvænt aleinn í gegn, úr frekar þröngri stöðu neglir hann beint í punginn á Halla og í horn.

Halli liggur eftir.
48. mín
Fjölnismenn reyna hér tvær fyrirgjafir frá hægri en hvorug nógu góð og Stjörnumenn hreinsa.
47. mín
Hilmar sendir fyrir og Sigurjón grípur.
46. mín
Stjörnumenn byrja þennan seinni hálfleik.

Skemmtun takk!
45. mín
Hálfleikur
Síðasta sending leiksins er á fjær þar sem Björn Berg er í boltanum en hann afturfyrir.

Fáum vonandi að sjá eitthvað skemmtilegt í seinni hálfleik, þetta er agalega litlaust og leiðinlegt.
45. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Hilmar neglir fyrir en Sigurjón kýlir frá.
44. mín
Jói Lax settur undir pressu og tekur geggjaða skiptingu yfir, beint á kassann á Arnóri Breka sem er bara því miður ekki með honum í liði en hnitmiðuð var þó sendingin.

Breki brunar inn á teig Stjörnunnar og sendir boltann fast fyrir en Halli grípur.
41. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Tapar boltanum til Nicklas og tæklar hann.
40. mín
Stjörnumenn ná að þvinga alla Fjölnismenn inn á teiginn nema Jeffrey sem bíður uppi, ansi þéttur múr og það er bara ekkert að frétta hérna.
35. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu úti hægra megin.

Jóhann sendir fyrir og Orri í boltanum en ekkert verður úr því.
33. mín
SIGURJÓN DAÐI!

Gaui leggur boltann út á Hilmar á vítateigslínunni sem setur boltann þéttingsfast innanfótar upp í hægri samskeytinn en Sigurjón með sturlaða vörslu!

Boltinn í horn sem skilar Stjörnumönnum nákvæmlega engu.
32. mín
Frábært spil hjá Emil Atla og Þorsteini!

Taka geggjaðan þríhyrning sem kemur Þorstein inn á teiginn, leggur boltann út en þar er bara einn Stjörnumaður, Jói Lax hefði mátt fylgja inn í seinni bylgjuna, þá væri hann sennilega að fagna marki núna. Ef og hefði...
29. mín
Örvar vinnur boltann af Gauja við vítateig Stjörnunnar og hleður í skot en það framhjá.
25. mín
Stjörnumenn bruna upp, Þorsteinn kemst í vænlega stöðu svona eiginlega bakvið vörn Fjölnis af kantinum og reynir skotið en Sigurjón ver vel.
24. mín
Jóhann Árni fær boltann við miðjuna og brunar upp, kemur sér í gott skotfæri á vinstri en setur boltann framhjá.
22. mín
USSS!

Grétar sendir fyrir og Orri nær skallanum sem lekur rétt framhjá stönginni!

Orri þarf að fara að hitta á markið, hann gerði ekki mikið af því gegn ÍA um daginn en færin fær hann.
20. mín
Gaui reynir fyrirgjöf og Örvar skallar í horn.

Hilmar og Gaui mep skemmtilega stutta útfærslu sem Emil klúðrar eiginlega með lélegu lay-off í skot fyrir Hilmar.
17. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á ágætis stað úti vinstra megin sem Hilmar Árni sendir fyrir en gestirnir skalla frá.
13. mín
ALEX ÞÓR!

Kemur sér yfir á hægri fótinn fyrir framan vítateig Fjölnis og hamrar boltanum niðri í vinstra hornið en Sigurjón mættur og ver vel, handsamar boltann í annarri tilraun.
12. mín
Emil sækir þokkalega soft aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis og Grétar mótmælir duglega.

Kristófer lætur bara vaða og skotið ágætt en Sigurjón ver vel og heldur boltanum.
10. mín
Föst fyrirgjöf frá vinstri núna sem Þorsteinn Már stangar hátt yfir.
9. mín
Gott spil hjá Stjörnunni sem kemur Hilmari Árna inn á teiginn, Hilmar í ágætis stöðu rennir boltanum til hægri á Heiðar sem er í góðri stöðu en reynir að leggja boltann út í teiginn og gestirnir hreinsa.
4. mín
Stjörnumenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir skemmtilega sendingu frá Kristófer Konráðs á Jóa Lax sem var í baráttu við Grétar og boltinn afturfyrir, átti reyndar aldrei að vera horn en heimamenn fá það.

Spyrnan góð og boltinn af Þorsteini og yfir!
1. mín
Leikur hafinn
Arnór Breki á fyrstu snertingu leiksins og sækja Fjölnismenn í átt að vallarklukkunni.
Fyrir leik
Alex vinnur uppkastið gegn Hansa og velur sér sinn eigin vallarhelming þannig Fjölnismenn byrja þá með boltann.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og fara inn í lokaundirbúning fyrir leikinn.

Jafntefli hjá Víking og KA gerir það að verkum að Stjarnan getur ekki tölfræðilega fellt Fjölnismenn hér í dag
Fyrir leik
Áhorfendur

Leikir dagsins marka sennilega endan á veru áhorfenda á völlum landsins þetta sumarið. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á morgun þar sem samkomubann verður miðað við 20 manns og ekki er gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum. Það er því síðasti séns í dag að fara á völlinn.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Tölfræðin er á bandi Stjörnunar þegar fyrri viðureignir liðanna í efstu deild eru skoðaðar.

Af þrettán leikjum sem liðin hafa spilað hefur Stjarnan unnið átta, þremur hefur lokið með jafntefli og Fjölnir hefur fagnað sigri tvisvar. Markatalan er 29-14 Stjörnuni í vil.

Fyrri leikur liðanna í Grafarvogi þetta sumarið endaði með 1-4 sigri Stjörnunar, Guðjón Baldvinsson, Halldór Orri Björnsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Stjörnunar í leiknum en Jóhann Árni Gunnarsson gerði mark Fjölnis úr vítaspyrnu.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Stjarnan

Stjarnan getur líklega vel við unað eins og staða liðsins er í dag. 4.sæti með 28 stig líkt og Breiðablik en á leik til góða og er þar með í góðri stöðu að tryggja sér evrópusæti á næsta ári.

Menn spenntu þó bogan hátt í Garðabænum fyrir mót og eru eflaust ekki sáttir en þegar horft verður til baka á tímabilið þar sem Stjarnan þurfti meðal annars að fara í sóttkví og hefur þurft að spila talsvert þéttar en önnur lið fram til þessa held ég að uppskeran megi teljast viðunandi.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fjölnir

Að 17 umferðum loknum situr Fjölnir á botni deildarinnar með 6 stig og enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni þetta árið.
Liðið hefur átt þokkalegustu leiki og stundum verið nærri sigrinum en ekki hefur hann dottið fyrir þá ennþá. Staðan er svört í Grafarvoginum og staðreyndin sú að liðið getur fallið í dag vinni þeir ekki og önnur úrslit verði þeim óhagstæð.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Góðan dag lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Stjörnunar og Fjölnis í Pepsi Max deild Karla.
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Arnór Breki Ásþórsson ('90)
16. Orri Þórhallsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Peter Zachan
21. Jeffrey Monakana ('84)
23. Örvar Eggertsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('84)
80. Nicklas Halse

Varamenn:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('84)
17. Lúkas Logi Heimisson ('90)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('84)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Orri Gunnarsson

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('54)
Örvar Eggertsson ('75)

Rauð spjöld: