Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Slóvakía
1
3
Ísland
Mária Mikolajová '25 1-0
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '61
1-2 Sara Björk Gunnarsdóttir '67 , víti
1-3 Sara Björk Gunnarsdóttir '77 , víti
26.11.2020  -  17:00
Senec, Slóvakía.
Undankeppni EM kvenna
Dómari: Lina Lehtovaara
Maður leiksins: Elín Metta Jensen (Ísland)
Byrjunarlið:
12. Maria Korenciova (m)
4. Monika Havranová ('79)
5. Sandra Bíróová
7. Patrícia Fischerová
15. Laura Zemberyová
16. Diana Bartovicova
17. Mária Mikolajová
18. Dominika Skorvánková ('87)
19. Jana Vojteková
20. Andrea Horváthová
21. Martina Surnovská ('87)

Varamenn:
1. Lucia El Dahaibiová (m)
23. Patrícia Chládeková (m)
2. Lucie Harsanyova
3. Stela Semanová
6. Viktória Ceriová
8. Diana Lemesová
9. Dominika Kolenicková
10. Lucia Ondrusová ('87)
11. Kristína Panáková
13. Kristína Kosíková
14. Petra Zdechovanová ('87)
22. Veronika Sluková ('79)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mária Mikolajová ('68)
Patrícia Fischerová ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lina hefur flautað af!

Sterkur sigur hjá okkar stelpum eftir frekar dapran fyrri hálfleik.

Nú er bara að vinna Ungverjana og reyna að komast beint á EM.
91. mín
Góð sókn hjá okkar stelpum!

Sveindís sendir fyrir en Berglind hittir ekki boltann, Svava nær honum hinumegin og sendir á Elín Mettu sem tekur móttöku og svo skot sem Korenciova ver vel.
90. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Svava fær uppbótartímann.
88. mín
Slóvakar reyna fyrirgjöf sem fer af Gunnhildi og í hornspyrnu.

Spyrnan ágæt en Glódís skallar frá!
87. mín
Inn:Petra Zdechovanová (Slóvakía) Út:Martina Surnovská (Slóvakía)
87. mín
Inn:Lucia Ondrusová (Slóvakía) Út:Dominika Skorvánková (Slóvakía)
87. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur, leikurinn er að fjara út.
79. mín
Inn:Veronika Sluková (Slóvakía) Út:Monika Havranová (Slóvakía)
77. mín Mark úr víti!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
SARA SMELLIR ÞESSUM UPP Í SKEYTINN!

Mögulega að klára leikinn hér, Slóvakar ekki sótt mikið í seinni hálfleik...
76. mín Gult spjald: Patrícia Fischerová (Slóvakía)
ÍSLAND ER AÐ FÁ ANNAÐ VÍTI!

Elín Metta sleppur í gegn og brunar inn á teiginn, Fischerova var ekkert að reyna við boltann heldur bara brjóta og því hefði þetta þessvegna mátt vera beint rautt.
74. mín
Við fáum horn sem Agla María tekur.

Spyrnan ekki yfir fyrsta varnarmann...
73. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Sveindís brunar inn á teiginn og leggur boltann út á Alexöndru sem er alein við vítateiginn en hittir varla boltann sem berst á Berglindi við markteiginn sem fer á vinstri í daaauuuðafæri en setur boltann í varnarmann og afturfyrir.

Þarna áttu þær báðar hreinlega að skora...
70. mín
Alexandra gerir vel og sækir brot úti vinstra megin.

Hallbera að sjálfssögðu að fara að taka.

Alexandra dæmd brotleg inná teignum.
69. mín
Enn ein hornspyrnan sem við fáum og Hallbera tekur.

Í þetta skiptið dæmt brot á okkur.
68. mín Gult spjald: Mária Mikolajová (Slóvakía)
67. mín Mark úr víti!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
ÞARNA SKORAR SARA OG VIÐ ERUM KOMNAR YFIR!!!

Setur boltann í vinstra hornið í þetta skiptið en Korenciova fór í sama horn og í fyrra vítinu.

Meira svona stelpur!
66. mín
Sara lætur Korenciovu verja frá sér en aðstoðardómarinn flaggar og við fáum aðra tilraun!

Sem betur fer því vítið frá Söru var ömurlegt.
65. mín
VIÐ ERUM AÐ FÁ VÍTI!!

Sara Björk keyrir inn á teiginn, fer framhjá Slóvaka sem setur löppina út og Sara gerir hrikalega vel.

Hárréttur dómur hjá Linu.
63. mín
Slóvakar fá hornspyrnu en við komum hættunni frá.

Reyna aðra fyrirgjöf og Glódís hreinsar en Sandra Sig mætir í furðulega tæklingu, samskiptaleysi og klaufagangur en þetta reddast.
61. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
BERGLIND ER AÐ JAFNA!!!

Agla María gerir hrikalega vel, leitar inn á völlinn og senfir boltann á fjær þar sem Sveindís mætir og leggur boltann fyrir á Berglindi sem kemur boltanum yfir línuna.

1-1, KOMA SVO STELPUR!
56. mín
Við fáum hornspyrnu eftir langt innkast frá Sveindísi.

Hallbera með spyrnuna en Korenciova gerir hrikalega vel enn eitt skiptið.
55. mín
Sveindís með anna góðan sprett inn á teiginn eftir 1v1 stöðu, sendir boltann út í teiginn á Elín Mettu sem setur boltann yfir.

Við verðum að fara að nýta sénsana okkar betur...
53. mín
Sveindís kemur sér inn á teiginn, fer á vinstri og tekur skotið en boltinn í varnarmann og afturfyrir.

Hallbera tekur hornspyrnuna sem Korenciova grípur vel áður en brotið er á henni.
48. mín
Leikurinn er kominn af stað aftur!

Vonandi höldum við áfram með þennan kraft sem við vorum með í byrjun seinni hálfleiksins.
48. mín
Rafmagnið sló út á vellinum svo leikurinn er stopp eins og er, vonandi förum við af stað aftur sem fyrst.
47. mín
Við tökum langt innkast, boltinn hrekkur út á Öglu Maríu sem tekur skotið í fyrsta en framhjá!

Fínn kraftur í okkar stelpum til að byrja með.
46. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Lina flautar til hálfleiks.

Okkar stúlkur ekki sýnt sitt rétta andlit myndi ég segja en vonandi fáum við talsvert betri leik frá þeim seinni 45.
45. mín
+2

Elín Metta vinnur boltann ofarlega á vellinum, kemur sér í góða stöðu og sendir fyrir en Korenciova grípur.
45. mín
Við fáum aukaspyrnu á fínum stað vinstra megin.

Hallbera með fyrirgjöf og skalli frá okkur framhjá.
43. mín
Hornspyrnan fín en við klaufar fyrir framan markið, boltinn út og þaðan fyrirgjöf sem Korenciova misreiknar og boltinn yfir hana beint á Berglindi sem þarf bara að stýra boltanum inn en reiknar greinilega ekki með boltanum og fær hann í sig og þaðan til Korenciovu!

Berglind kaufi að skora ekki.
42. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!

Sveindís með langt innkast, Elín Metta með flikkið og Ingibjörg með skallann sem stefnir upp í fjærhornið en Korenciova með svakalega vörslu í horn.
39. mín
Slóvakar sem skottilraun sem Sandra slær yfir markið og í horn.

Hornspyrnan slök yfir allann pakkann og Gunnhildur vinnur boltann.
36. mín
Mikolajová!

Fær boltann á svipuðum stað og þegar hún skoraði markið, en í þetta skiptið setur hún hann framhjá!

Okkar stúlkur stálheppnar þarna.
33. mín Gult spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Gunnhildur fer í eina fullorðins tæklingu og tekur boltann en er dæmd brotleg.
29. mín Gult spjald: Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Brýtur á Jönu Vojteková sem var að bruna í skyndisókn.
29. mín
Við fáum aukaspyrnu úti vinstra megin.

Hallbera sendir boltann fyrir en Skorvánková skallar boltann frá.
28. mín
Færi!

Hallbera tekur hornspyrnu sem endar í allskonar brasi inná teignum, Elín Metta fær tvö tækifæri en Korenciova gerir hrikalega vel og tekur boltann frá Elín Mettu.
25. mín MARK!
Mária Mikolajová (Slóvakía)
Ég skal sko segja ykkur það!

Maria Mikolajova fær boltann fyrir utan teiginn, fær nægan tíma til að stilla sér upp í skot og setja boltann með vinstri fæti í vinstra hornið.

Ég set spurningamerki við bæði varnarleikinn og marksvörsluna í þessu marki...
20. mín
Við náum að þjarma þokkalega að Slóvökum um þessar mundir, látlaus sókn endar með skoti úr erfiðri stöðu frá Alexöndru.

Elín Metta kraftmikil hérna í þessari sóknarlotu sem Slóvakar voru í vandræðum með að leysa.
19. mín
Okkar stúlkur með flott spil upp völlinn sem endar með fyrirgjöf frá Gunnhildi en fyrirgjöfin afskaplega slök og beint afturfyrir markið.

Verðum að gera betur í þessum stöðum.
14. mín
Biróova með boltann við miðjan vallarhelming Íslands, lyftir boltanum inn á fjærsvæðið þar sem Havranová var að koma en er flögguð rangstæð.

Sendingin var augnakonfekt!
11. mín
Hallbera setur boltann fyrir en Korenciova kýlir boltann í annað horn.

Hallbera með aðra tilraun en í þetta skiptið grípur Korenciova.
11. mín
Elín Metta tekur góðan sprett upp hægra megin og Fischerová getur ekki annað en sett boltann í horn.
8. mín
DAUÐAFÆRI!

Hallbera setur boltann inn á teiginn, Elín hittir hann ekki en hann berst á Berglindi sem er alein við markteig en hittir boltann varla sem rennur til Korenciova í markinu.

Eftiráhyggja var línuvörðurinn búinn að lyfta flagginu og þá væntanlega á Elín Mettu frekar en Berglindi sem var aldrei rangstæð sýndist mér.
5. mín
Íslenska liðið með ágætis spil upp völlinn sem kemur Hallberu í góða fyrirgjafastöðu úti vinstra megin, fyrirgjöfin frá Hallberu er ágæt en Slóvakar koma hættunni frá.
3. mín
Slóvakar eiga fyrstu tilraun leiksins en Zemberyová fékk boltann til hægri fyrir framan teiginn og reyndi skot en yfir fór það.
1. mín
Leikur hafinn
Lina hefur flautað leikinn á!

Okkar stúlkur byrja með boltann.
Fyrir leik
Allir sérfræðingarnir hafa skilað inn tölum og línum um leikinn, allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa tröllatrú á stelpunum okkar og spá okkur sigri!

Ég vona að sérfræðingarnir hafi rétt fyrir sér með það.
Fyrir leik
Laufey Ólafsdóttir, fyrrum landsliðskona:

Við eigum eftir að sækja grimmt á þær við fáum að sjá mikinn sóknarleik og helling af færum.
Við vinnum þennan leik 3-0.
Fyrir leik
Aníta Lísa, yfirþjálfari KR:

Áhugaverður leikur að fara í gang. Það tókst erfiðlega að brjóta niður varnarmúrinn hjá Slóvökum síðast þegar við mættum þeim. Það tókst þó og Elín Metta bjargaði 3 stigum fyrir okkur þar. Ég trúi því að stelpurnar okkar séu vel undirbúnar og búið að finna út helstu veikleikana hjá Slóvökum. Ef við eigum toppleik og fylgjum skipulagi þá hef ég fulla trú á stelpunum. Við erum með einstaklinga sem geta klárað leiki fyrir okkur því mikilvægt að þær verði í stuði í dag. Ef við brjótum ísinn snemma þá erum við alltaf að fara halda þéttu varnarskipulagi og vinnum leikinn 4-0. Miðað við liðsuppstillinguna í dag þá erum við að fara inn í þennan leik með mjög sterkt sóknarlið og því er það mín spá. Berglind Björg og Elín Metta eru að fara vinna vel saman og skora sitthvort markið ásamt því að koma með stoðsendingu á hvor aðra. Svo verður Sveindís Jane í miklu stuði og skorar 2 mörk fyrir okkur í dag.
Fyrir leik
Eiður Ben, þjálfari Vals:

Leikurinn fer 2-3 fyrir ísland. Slóvakíska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. Slóvakar eru með valin leikmann í hverri stöðu. Þær eru skipulagðar í sinni nálgun á leikinn, sóknarlega er hægt að særa þær í skyndisóknum og fylla boxið í fyrirgjöfum. Þeirra helstu styrkleikar liggja í góðu skipulagi varnarlega sem lið en þeirra veikleikar liggja í einstaklingsmistökum. Þær eru með góða einstaklinga fram á við með Patricia Hmirova sem þeirra sterkasta sóknarmann.

Ef við ætlum að sigra Slóvaka að þá þurfum við að eiga okkar besta leik, vera ófyrirleitnar í okkar nálgun og okkar helstu sóknarmenn þurfa að töfra fram kanínu upp úr pípuhattinum.

Mín spá er 2-3 fyrir ísland, ég spái því að Patricia Hmirova og Laura Zemberyova muni skora mörk Slóvaka. Benjamin Button AKA Hallbera Guðný Gísladóttir skorar mark úr aukaspyrnu, Glódís skorar eftir horn og síðan mun Hlín Eiríksdóttir klára leikinn með marki ársins.
Fyrir leik
Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen:

Þetta verður erfiður leikur, við þurftum að hafa vel fyrir þremur stigum a móti þeim heima á Íslandi og munum þurfa að gera það aftur í dag. Samt sem áður klára stelpurnar leikinn, enda ekkert annað í boði en þrjú stig ef við ætlum okkur á EM. Ég spái að það muni taka smá tíma að brjóta ísinn en um leið og það gerist, koma nokkur. Held að þetta endi 4-1 fyrir okkur og að fyrirliðinn okkar setji tóninn með marki úr föstu leikatriði.
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari teflir fram sókndjörfu liði í leik dagsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Agla María Albertsdóttir koma inn í liðið frá leiknum gegn Svíþjóð. Karolína er meidd og Hlín fer á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping:

Ísland verður betri aðilinn og kemst í 1-0 svo bætum við svo einu við. Slóvakíu minnkar muninn en svo klárum við þetta i lokin. Þetta fer 1-3. Elín Metta, Hlín og Berglind.
Fyrir leik
Hrafnkell Freyr Ágústsson, minn uppáhalds knattspyrnusérfræðingur:

Solid 3-0 sigur, Sveindis setur tvö, Elin Metta eitt og við höldum áfram að labba um í draumalandi Jón Þórs.
Fyrir leik
Dómaratríó dagsins kemur frá Finnlandi, Lina Lehtovaara mun halda um flautuna góðu en Tonja og Lotta sjá um flöggin.
Fyrir leik
Vinni stelpurnar okkar bæði Slóvakíu og Ungverja eiga þær möguleika á að komast beint á EM sem eitt af þremur bestu liðunum í 2. sæti.

Hinsvegar nægir þeim jafntefli í dag til að tryggja sig í umspilið.
Fyrir leik
Það er mikilvægt fyrir okkar stelpur að vinna í dag en það verður alls ekki auðvelt, fyrri leikur liðanna fór 1-0 okkur í vil á Laugardalsvelli með marki frá Elín Mettu Jensen.

Í dag verða Slóvakísku stelpurnar á heimavelli og með sigri ná þær okkur að stigum en þó eru þær með talsvert slakari markatölu.
Fyrir leik
Okkar stelpur eru í 2. sæti riðilsins með 13 stig eftir 6 leiki, Slóvakíustúlkur eru í 3. sæti með 10 stig eftir 6 leiki en Svíar leiða riðilinn með 19 stig eftir 7 leiki.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen
17. Agla María Albertsdóttir ('90)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)
3. Elísa Viðarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Barbára Sól Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Sara Björk Gunnarsdóttir ('29)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('33)

Rauð spjöld: