Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ungverjaland
0
1
Ísland
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '64
01.12.2020  -  14:30
Szusza Ferenc Stadion
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Þriggja gráðu hiti og skýjað
Dómari: Iuliana Demetrescu (Rúm)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Reka Szöcs (m)
2. Hanna Németh
5. Anna Csiki
8. Barbara Tóth ('87)
10. Fanny Vago
14. Evelyn Mosdoczi
16. Diana Csanyi
17. Petra Kocsan
19. Zoé Magyarica ('89)
21. Bernadett Zagor
23. Boglárka Horti

Varamenn:
12. Evelin Erös (m)
22. Fruzsina Schildkraut (m)
3. Ninetta Jánosi
4. Sara Pusztai
6. Blanka Bokor
7. Loretta Nemeth ('89)
9. Csilla Savanya
11. Virag Nagy ('87)
13. Emoke Pápai
15. Fanni Nagy
18. Henrietta Balogh
20. Fanni Vachter

Liðsstjórn:
Edina Marko (Þ)

Gul spjöld:
Diana Csanyi ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SIGUR VAR ÞAÐ! Ísland miklu betra liðið og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.
93. mín
Glódís stöðvar Fanny Vago rétt fyrir utan teiginn.
91. mín
Inn:Barbára Sól Gísladóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Annar landsleikur Barbáru.
91. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.

Gunnar Birgisson fullyrðir á RÚV að ef við klárum þetta með sigri þá séu 98% líkur á því að við förum beint á EM. (Staðfest) sviginn gæti komið seinna í dag.
89. mín
Inn:Loretta Nemeth (Ungverjaland) Út:Zoé Magyarica (Ungverjaland)
88. mín
Leikurinn er mjög rólegur þessa stundina. Ekki hægt að segja að annað mark liggi í loftinu.
87. mín
Inn:Virag Nagy (Ungverjaland) Út:Barbara Tóth (Ungverjaland)
Sautján ára stelpa að mæta inná.
84. mín
Anna Csiki með fyrirgjöf frá vinstri en Sandra handsamar boltann. Ungverska liðið skapað sér afskaplega fá færi í þessum leik.
82. mín
Ísland fær hornspyrnu. Hallbera stillir boltanum upp.
80. mín
Tíu mínútur eftir.
78. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)
Svava þarf að fara aftur af velli vegna meiðsla.
77. mín
Anna Csiki í hættulegri stöðu en sem betur fer var sendingin hjá henni herfilega slöpp.
74. mín
Gunnhildur Yrsa tæklar boltann í horn. Ekkert kemur úr horninu.
70. mín
Zoé Magyarica með skot fyrir utan teig en Sandra ver af miklu öryggi.
68. mín
Rakel Hönnudóttir með skot fyrir utan teig. Framhjá.
66. mín
Ísland er komið skrefinu nær EM í Rotherham.
64. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
ÞARNAAAAA!!!! BERGLIND SKORAR MEÐ SKOTI FRÁ VÍTATEIGSLÍNUNNI! GEGGJAÐ SKOT!

Tvö mörk í tveimur leikjum hjá Berglindi!

Svava með sendingu sem breytir um stefnu af leikmanni Ungverja og dettur á Berglindi sem kláraði frábærlega.
63. mín
Alexandra með skot framhjá. Boltinn breytti um stefnu og Ísland átti að fá hornspyrnu en Iuliana með flautuna að klikka. Dæmir markspyrnu.
61. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Tvöföld skipting.
61. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Tvöföld skipting.
60. mín Gult spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Glæfraleg tækling.
58. mín Gult spjald: Diana Csanyi (Ungverjaland)
Fyrsta áminning leiksins.
58. mín
Sigur í þessum leik gefur Íslandi líklega beint sæti á EM. Ef jafntefli verður niðurstaðan þá þarf Ísland að fara í umspil.
57. mín
Hallbera með fyrirgjöf sem flýgur afturfyrir.
55. mín
Agla María með fyrirgjöf en heimakonur ná að verjast þessu. Ungverska liðið hefur varist vel í þessum leik, verður ekki tekið af þeim.

Við nennum ekki að láta Ungverja skemma fleiri fótboltadrauma fyrir okkur!
52. mín
Agla María sendir á Berglindi sem kemst í FLOTT SKOTFÆRI! Berglind lætur vaða en Reka Szöcs ver vel. Sú hefur átt flottan leik í ungverska markinu.
49. mín
Ungverjaland fékk hornspyrnu. Glódís skallar frá og boltinn dettur á Bernadett Zagor sem á skot himinhátt yfir markið.
48. mín
Engar skiptingar í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Íslenska liðið mun betra liðið í fyrri hálfleiknum, en betur má ef duga skal. Liðið getur betur og þarf að gera betur í seinni hálfleik.
44. mín
Ísland fékk aukaspyrnu vel fyrir utan teig en Hallbera reyndi skot. Beint á Szöcs sem hefur átt flottan leik í fyrri hálfleik.
43. mín
Hallbera með lága sendingu inn í teiginn en okkar lið náði ekki að gera sér mat úr þessu. Hugmyndin góð.
42. mín
Ísland fær aukaspyrnu hægra megin, fyrirgjafarmöguleiki. Jæja, nýta þetta!
39. mín
Leikurinn hefur róast eftir atlögu íslenska liðsins áðan. Lítið í gangi þessar mínútur.
35. mín
Hallbera með hornspyrnu. Alexandra reynir skalla en búið að flauta aukaspyrnu. Er dugleg að flauta sú rúmenska. Full dugleg.
34. mín
Ágætis spil hjá ungverska liðinu en okkar stelpur ná að verjast þessu og snúa vörn í sókn.

Svo kemur hættuleg sending fyrir, Agla María hikar í hlaupinu og nær ekki boltanum. Vantaði meira hungur í Öglu Maríu þarna.
32. mín
Agla María með skottilraun langt framhjá.
31. mín
Barbara Tóth með flotta vörn! Berglind reynir að senda á Öglu Maríu í teignum en Tóth bjargar. Íslenskt mark liggur í loftinu.
30. mín
ÞARNA KOM HÆTTULEG SÓKN!

Alexandra með stungusendingu á Berglindi en Szöcz nær að koma út úr markinu og loka! Elín Metta fær svo boltann en skýtur í Berglindi. Þarna var íslenska liðið afskaplega nálægt því að komast yfir.
29. mín
Fanny Vago reynir skot en boltinn í Glódísi.
28. mín
Já hlutirnir ekki alveg að ganga upp hjá okkar liði hingað til og gengur ekkert sérstaklega vel að skapa sér opin færi. Ungverska liðið með þétta fimm manna varnarlínu.
26. mín
Langt innkast. Ingibjörg kemur boltanum á markið en Iuliana dómari var búin að flauta brot á Alexöndru.
24. mín
Ísland fékk hornspyrnu. Sveindís með skot framhjá úr erfiðri stöðu.
23. mín
UNGVERJAR MEÐ HÆTTULEGA TILRAUN! Anna Csiki með skot úr aukaspyrnunni, Sandra ver í hornspyrnu alveg við stöngina!
22. mín
Ungverjaland fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið. Þetta var hreinlega rangur dómur. Alexandra dæmd brotleg.
21. mín
Íslenska liðið vill fá vítaspyrnu, hendi. En varnarmaður Ungverjalands var með hendina í eðlilegri stöðu og ekkert dæmt.
20. mín
Sveindís með fyrirgjöf sem verður í raun að skottilraun!!! Szöcs nær með naumindum að verja. Þarna munaði litlu.
19. mín
Berglind reynir skalla í teignum en Hanna Németh verst vel. Ungverska liðið átt svör við öllum sóknartilraunum Íslands hingað til.
16. mín
Gunnhildur Yrsa með fyrirgjöf en Boglárka Horti skallar boltann frá.
15. mín
"Það vantar örlítið meiri hraða í aðgerðir íslenska liðsins," segir Gunnar Birgisson í lýsingunni á RÚV.
13. mín
Hallbera með hornið en Reka Szöcs í marki Ungverja nær að kýla boltann frá.
12. mín
Hanna Németh tæklar boltann í horn.
9. mín
Sending fyrir markið en Agla María nær ekki til boltans. Íslenska liðið er talsvert betri aðilinn hér í upphafi. Enda einfaldlega talsvert betra lið.
7. mín
Sveindís með langt innkast inn í teiginn en ungverska liðið nær að hreinsa frá.
6. mín
Hátt yfir - Alexandra Jóhannsdóttir með marktilraun en hittir boltann ekki vel. Fer vel yfir markið.
4. mín
Boltinn þeytist tilviljanakennt um völlinn. Anna Julia Csiki með boltann en Sara Björk mætir og sópar boltann frá henni. Ísland snýr vörn í sókn.

Sveindís Jane geysist fram og vinnur hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland átti upphafsspyrnuna.

Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn á Twitter!
Fyrir leik
Okkar lið er í alhvítum búningum í dag. Einstaklega smekklegar treyjur. Þjóðsöngur Íslands að baki og þá er komið að þeim ungverska. Ekki ólíklegt að Mate Dalmay, markaðsstjóri Fótbolta.net, bresti í söng hérna á skrifstofunni.
Fyrir leik
Eins og áður sagði er leikurinn sýndur beint á RÚV. Það er enginn annar en Gunnar Birgisson úr Innkastinu sívinsæla sem sér um að lýsa. Getur ekki klikkað. Liðin eru komin út á völlinn og nú er komið að þjóðsöngvum. Syngið'i með!
Fyrir leik
Ísland vann 3-1 útisigur gegn Slóvakíu í síðustu viku. Íslenska liðið átti ekki góðan fyrri hálfleik og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sýndi eldmóð í hálfleik sem varð þess valdandi að hann handleggsbrotnaði.
Fyrir leik
Hvert mark skiptir máli!

Þegar þessi tvö lið mættust á Laugardalsvelli á síðasta ári vann Ísland 4-1 sigur. Elín Metta Jensen skoraði tvívegis í þeim leik. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komust einnig á blað.

Ísland ætti að ná í þrjú stig í dag en það gæti skipt miklu máli hversu stór sigurinn verður. Hvert mark skiptir máli og leikmenn eru alveg meðvitaðir um það.
Fyrir leik
Leikurinn í dag fer fram á Szusza Ferenc Stadion sem er heimavöllur ungverska úrvalsdeildarliðsins Újpest. Aron Bjarnason er leikmaður Újpest en hann varð Íslandsmeistari með Val í sumar þar sem hann spilaði á lánssamningi.

Það er napurt í Búdapest, þriggja gráðu hiti og skýjað. Dómarateymi leiksins kemur frá Rúmeníu en Iuliana Demetrescu er með flautuna.
Fyrir leik
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, velur sama byrjunarlið og í 3-1 sigrinum á Slóvakíu í síðustu viku.

Ljóst er að Ísland endar í öðru sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlakeppninnar komast beint áfram í lokakeppnina. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti á EM.

Ungverjaland er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig. Ísland vann fyrri viðureign liðanna 4-1.

Ísland gæti farið langt með að tryggja sér beint sæti á EM með sigri í dag en það skýrist þó ekki fyrr en fleiri úrslit liggja fyrir í kvöld eða jafnvel í febrúar þar sem einn riðill klárast þá.
Fyrir leik
Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni undankeppni EM 2022. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.

Ljóst er að Ísland endar í öðru sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlakeppninnar komast beint áfram í lokakeppnina. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti á EM. Ungverjaland er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig. Ísland vann fyrri viðureign liðanna 4-1.

Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska, en með sigri á það fínan möguleika á að tryggja sér sæti beint inn á EM 2022, sem haldið verður á Englandi.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen ('61)
17. Agla María Albertsdóttir ('61)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('91)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('61) ('78)
3. Elísa Viðarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('78)
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Barbára Sól Gísladóttir ('91)
22. Rakel Hönnudóttir ('61)
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('60)

Rauð spjöld: