FH
1
1
Valur
Haukur Páll Sigurðsson '22
Ágúst Eðvald Hlynsson '38 1-0
1-1 Sigurður Egill Lárusson '70
09.05.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Grasið geggjað, sólin skín en það er hvasst
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('75)
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('71)
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
23. Ágúst Eðvald Hlynsson ('82)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('71)
10. Björn Daníel Sverrisson ('82)
14. Morten Beck Guldsmed
17. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('75)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('16)
Jónatan Ingi Jónsson ('23)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli í dramatíkinni í Kaplakrika, Valsmenn seigir að ná í jafntefli eftir að hafa verið manni færri frá 22. mínútu.

Þakka fyrir samfylgdina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
91. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
90. mín
Valsarar fá aukaspyrnu á vallarhelmingi FH-inga, Birkir Heimis reynir fyrirgjöf á fjær og þar fer Sverrir Páll í skallaeinvígi en ekkert verður úr þessu
89. mín
Þarna er hætta á ferðum!!

Jónatan reynir fyrirgjöf frá hægri, Matti Villa flikkar boltanum í átt að marki en Hedlund skallar yfir markið og þaðan í hornspyrnu!!
84. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
84. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
84. mín
Andri Adolphs með frábæran sprett upp hægri kantinn og reynir fyrirgjöf fyrir markið og Gunnar ætlar að handsama boltann en Guðmann sendir boltann í horn og Gunnar í markinu allt annað en sáttur við Guðmann
82. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
81. mín
Þórir Jóhann prjónar framhjá þrem leikmönnum Valsara við teiginn, rennir honum til hliðar á Vuk sem er í fínu færi inn í teig en skotið er laust og beint í herndurnar á Hannesi
78. mín
FH fá hornspyrnu frá hægri en spyrnan hjá Jónatani er bara rosalega slök og drífur ekki yfir fyrsta varnarmann...
75. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Lennon alls ekki góður í dag, kemur út fyrir serbneska blómið
74. mín
Hannes heppinn þarna!!

Ágúst Hlyns reynir skot fyrir utan teig sem er beint á Hannes en hann missir hann út í teiginn og þar reynir Jónatan að fylgja á eftir en hann missir hann aðeins of langt frá sér og ekkert verður úr þessu
73. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
71. mín
Inn:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
70. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Johannes Vall
SIGGI LÁR!!!!!!!!!!!!!

Patrick Pedersen kemur með sturlaða sendingu inn fyrir á Andra Adolphs sem rennir boltanum fyrir markið þar sem Pétur Viðarsson tæklar boltann í Johannes Vall og þaðan dettur boltinn til Sigga Lár í teignum sem klárar þetta gríðarlega vel!!

GAME ON!
67. mín Gult spjald: Johannes Vall (Valur)
Þetta var rosalegt, Jónatan kemst einn inn fyrir og Johannes Val fer aftan í Jónatan og FH-ingar vilja rautt spjald en það var komið cover þannig gult spjald var það
63. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Christian Köhler (Valur)
63. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
60. mín
Þórir Jóhann keyrir upp miðjan völlinn með boltann, reynir skot af löngu færi en Hannes er í litlum vandræðum með þetta skot
58. mín
Hörður Ingi reynir fyrirgjöf á fjær þar sem Matti Vill er inn á teignum en fyrirgjöfin nær bara ekki til hans og endar í markspyrnu..

Valsarar hafa samt verið mun skárri í seinni hálfleik
57. mín Gult spjald: Christian Köhler (Valur)
53. mín
Þarna þurfti Færeyingurinn að gera betur...

Kaj Leó kemst í flott færi, fær hann hægra meginn við teig FH, fer á uppáhalds vinstri fótinn sinn og á fast skot en það er bara lélegt og fer hátt yfir markið
52. mín
49. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
46. mín
Seinni farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
FH fara með 1-0 forystu inn í hálfleik, FH líta virkilega vel út. Þetta rauða spjald var að ég held bara hárrétt ákvörðun hjá Helga Mikael dómara.
44. mín
Þórir Jóhann virðist vera einhvað þjáður, spurning hvort að Björn Daníel komi inn á í hálfleik
44. mín
Þetta er orðið helvíti erfitt fyrir Valsara núna, eru búnir að leggjast rosalega mikið niður og FH eru stanslaust í sókn og Valsarar komast nánast ekki yfir miðju..
38. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
FIMLEIKAFÉLAGIÐ KOMIÐ YFIR!!!!

Hörður Ingi fær boltann fyrir utan teig vinstra megin, fer einn á einn gegn Birki Má, fer á hægri löppina og á fast skot að marki og boltinn fer í rassinn á Ágústi Eðvald, breytir um stefnu og endar í netinu!!!

Sprellimark!!
32. mín
Pétur Viðars helvíti bjartsýnn!

Fær boltann skoppandi til sín fyrir utan teig og ætlaði svoleiðis að hamra honum í skeitin fjær en langt yfir fór boltinn..

En um að gera að reyna!
30. mín
Það hefur aðeins róast yfir leiknum eftir rauða spjaldið, eins og búast mátti við eru FH miklu meira með boltann, eru að koma sér í ágætar stöður en ná ekki að skapa neitt almennilegt út frá því!
23. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)
22. mín Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR!!!!

Aukaspyrna við varamannabekkina, Jónatan Ingi fer fyrir boltann, Haukur Páll ætlar að fara lúðra boltanum fram en á sama tíma potar Jónatan boltanum í burtu og Haukur Páll dúndrar í sköflunginn á Jónatani og allt gjörsamlega tryllist við varamannabekkina!!!! Haukur fær réttilega rautt spjald.

Helgi Mikael eeeelskar sviðsljósið!!!
19. mín
STÖNGIN!!!

Matti Villa gerir frábærlega að halda í boltann rétt fyrir utan teig og kemur með skemmtilega þræðingu inn á Jónatan. Jónatan fer einn á einn gegn Johannes, fer á vinstri fótinn sinn og á lúmskt skot í nærhornið en boltinn fer í stöngina!!
16. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
FH allt annað en sáttir með Helga Mikael dómara þarna..
13. mín
FH fá aukaspyrnu á fínasta stað!

Þórir Jóhann reynir bara skotið en boltinn fer vel yfir markið!

Um að gera að reyna...
11. mín
Christian Köhler tekur hornspyrnu frá vinstri en spyrnan er afar léleg en Matti Villa dúndrar boltanum burt..
7. mín
Valsarar heppnir!!!

Jónatan Ingi fær boltann inn í teig Valsara, Johannes Val ætlar að vinna boltann en setur boltann nánast í eigið mark en boltinn sleikti stöngina!!

Þarna skall hurð nærri hælum
4. mín
Valsarar fá aukaspyrnu út á hægri kanti, Kaj Leó sendir fyrir en spyrnan er slök og endar í markspyrnu....
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin, megi betra liðið vinna
Fyrir leik
Púplikurinn var spurður á heimasíðu Fótbolti.net hvernig leikurinn færi, hér eru niðurstöður.

Hvernig fer FH - Valur á sunnudag?
Sigur FH
1134 - 34.72%

Jafntefli
732 - 22.41%

Sigur Vals
1400 - 42.87%

Samtals: 3266 svör
Fyrir leik
Fyrir leik
Bæði lið byrjuðu tímabilið á öflugum sigrum er Valur unnu ÍA 2-0 og FH fóru í Árbæinn og sigruðu Fylki 2-0.

Reynsluboltinn Pétur Viðars kemur inn í lið FH fyrir Hjört Loga sem þýðir þá að Hörður Ingi færir sig í vinstri bakvörð.

Heimir Guðjónsson þjálfari Valsara gerir engar breytingar frá sigurliðinu gegn ÍA.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Breytingar hjá FH?

Björn Daníel Sverrisson byrjaði á bekknum gegn Fylki, spurning hvort Logi Ólafs taki Ágúst Hlynsson út úr liðinu og fái meiri reynslu inn á miðjunna?
Fyrir leik


Kaplakriki lítur frábærlega út í byrjun maí.
Fyrir leik
Seinast þegar þessi lið mættust í Kaplakrika þá rúlluðu Valur yfir FH-inga en þar enduðu leikar 1-4 fyrir Val þar sem vindurinn Birkir Már Sævarsson var á eldi.

Mark FH: Steven Lennon

Mörk Valsara: Birkir Már 2x / Patrick Pedersen / Kristinn Freyr
Fyrir leik
Valsarar byrjuðu einnig á sigri í fyrsta leik Pepsi-Max þegar þeir sigruðu ÍA 2-0, Valsarar voru ekkert frábærir í fyrri hálfleik en skiptu svo um gír í seinni hálfleik.

Mörk Valsara: Patrick Pedersen & Kristinn Freyr
Fyrir leik
FH byrjuðu tímabilið á góðum útisigri þegar þeir fóru í Árbæinn og sigruðu Fylkismenn 0-2.

Mörk FH: Steven Lennon & Matthías Vilhjálmsson
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar, verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH og Valur eigast við.

Það er stórleikur framundan!
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler ('63)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('84)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('73)
11. Sigurður Egill Lárusson ('84)
13. Rasmus Christiansen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('63)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('84)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('84)
17. Andri Adolphsson ('63)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('73)
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('63)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('49)
Christian Köhler ('57)
Johannes Vall ('67)
Birkir Heimisson ('91)

Rauð spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('22)