Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
FH
5
1
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '6
Hákon Ingi Jónsson '28
1-1 Óttar Bjarni Guðmundsson '30 , sjálfsmark
Matthías Vilhjálmsson '82 2-1
Ágúst Eðvald Hlynsson '88 3-1
Steven Lennon '102 4-1
Vuk Oskar Dimitrijevic '104 5-1
13.05.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað, hægur vindur og hiti um 5 gráður
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Matthías Villhjálmsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('36)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('95)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('95)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson ('102)
23. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('36)
10. Björn Daníel Sverrisson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('95)
23. Vuk Oskar Dimitrijevic ('95)
28. Teitur Magnússon
34. Logi Hrafn Róbertsson ('102)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('19)
Eggert Gunnþór Jónsson ('45)
Matthías Vilhjálmsson ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórsigur FH á ÍA staðreynd. Erfitt fyrir Skagamenn að ætla halda út manni færri í 70 mín og hvað þá þegar þeir voru orðnir 9 með útileikmann í markinu.

Viðtöl og skýrsla innan skamms.
104. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Reynir bara aftur og með þessum líka glimrandi niðurstöðum.

Leikur inn á völlinn frá vinstri kemst inn á teiginn og heldur áfram inn í átt að vítapunkti og lætur vaða. Skotið svo að segja beint á Þórð sem ræður þó ekki við það og boltinn í netinu.
103. mín
Serbneska blómið leikur inn á teiginn frá vinstri en skot hans rétt fram hjá markinu.
102. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Setur hann fast í markmannshornið eftir aukaspyrnuna. Þórður átti aldrei möguleika í þennan en markvörður hefði nú líklega tekið þetta.

Stórglæsilegt mark engu að síður,
102. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
101. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)
Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
99. mín
Árni þufti að yfirgefa völlinn áðan og eru skagamenn því 2 færri og með útileikmann í markinu.
98. mín
Gestirnir fá horn.
97. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (FH)
Peysutog
96. mín
Það er enn verið að huga að Árna. Skagamenn búnir með skiptingarnar.
Sýnist hann hafa lokið leik.
95. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
95. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
95. mín
Darraðadans í teig gestanna en Sigurður flautar.

Árni liggur eftir í teignum.
92. mín
Jóntan með enn einn góðan sprett. Kemst inn á teiginn en skot hans framhjá markinu.
90. mín
15 mínútur í uppbótartíma hið minnsta
88. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
88. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Skyndisókn 101,

Geysast upp eftir fast leikatriði hinu meginn.
Jóntan ber boltann upp hægra meginn og leikurinn inn á völlinn er hann nálgast teiginn.
Ágúst aleinn úti vinstra meginn sem Jónatan sér og leggur boltann í hlaupaleið Ágústar sem klárar af varnarmanni og í netið.
86. mín
Jónatan fer illa með Aron Kristófer hér og labbar fram hjá honum inn á teiginn. Leggur boltann út á Lennon sem á skotið en yfir fer boltinn.
82. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Stoðsending: Hjörtur Logi Valgarðsson
Eitthvað varð undan að láta!

Gott spil upp hægri kantinn endar með fyrirgjöf frá Herði Inga inn á fjærsvæðið. Þar mætir Hjörtur Logi og hefur betur í skallabaráttunni og skallar boltanum í átt að marki sem Matthías stýrir svo í netið.
79. mín
Fyrirgjöf frá hægri skölluð aftur fyrir markið þar sem Lennon rétt missir af boltanum við stöngina.
78. mín
Hörður Ingi með skot en Ísak hendir sér fyrir boltann sem fer í horn.
77. mín
Leikurinn fer nánast alfarið fram á vallarhelmingi gestanna. Það er ennþá tæpur hálftími eftir og eitthvað þarf undan að láta.
75. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
75. mín
Þórir teiknar fyrirgjöf beint á kollinn á Matta en skalli hans beint á Árna úr fínni stöðu í markteignum.
74. mín
Steven Lennon

Lennon og Matti taka léttan þríhyrning í teig ÍA, Lennon tíaður upp en skot hans frá vítapunkti hárfínt framhjá.
72. mín
Skal engan undra að pressann sé öll frá heimamönnum þessa stundina. Gestirnir verjast þó fimlega enn sem komið er.
70. mín
Matti Vill dæmdur brotlegur á Árna í marki Skagamanna eftir fyrirgjöf. Árni er lítið að flýta sér að taka aukaspyrnuna.
69. mín
Gestirnir fá horn.
67. mín
Öllu betra skot frá Þóri þarna. Fær boltann um 3 metra fyrir utan D-bogann. Setur hann lágt en fast á markið en Árni vel staðsettur og hirðir upp boltann.
66. mín
Það er einmitt það. Stillir sér upp eins og Ronaldo en boltinn hálfa leið yfir á Samsungvöllinn.
65. mín
FH fær aukaspyrnu á ágætum stað. Þórir býr sig undir að spyrna.
62. mín
Jónatan Ingi með skot í varnarmann. Horn
61. mín
Enn ferkari tafir. Vökvunarstútar opnast hér en menn fljótir að kippa því í liðin.
60. mín
Ég get ekki staðfest að Sindri hafi fengið spjald fyrir brotið áðan þar sem ég sá Sigurð aldrei lyfta spjaldinu en reikna frekar með að svo hafi verið,
60. mín
Þetta er farið af stað á ný. Alls um 14 mínútna töf á leiknum vegna meiðsla Sindra og verður uppbótartími því í lengra lagi á eftir.
59. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍA)
58. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
58. mín
Sindri er kominn á sjúkrabörurnar og áhorfendur beggja liða klappa honum lof í lófa. Við vonum öll að við munum sjá þig á vellinum sem fyrst.
54. mín
Sjúkrabíllnn er mættur og þeir farnir að huga að Sindra. Ég sendi honum allar mínar bestu kveðjur og vona svo sannarlega að þetta sé ekki eitthvað sem muni halda honum frá til lengri lengri tíma.
52. mín
Úff það er ekki gott að horfa upp á þetta. Hér í stúkunni er dauðaþögn og fólk meðm hugan við velferð Sindra.

Hann virðist hafa lent mjög illa á bakinu eftir að hafa brotið á Herði Inga
49. mín
Sindri liggur inn og menn stumra yfir honum. Get ekki betur séð en að það sé verið að hringja á sjúkrabíl og menn vilji lítið hreyfa hann.

Honum hefur verið komið í læsta hliðarlegu og er verið að huga að honum.
46. mín
Sindri Snær hefur leik á því að fara með fótinn rosalega hátt í Hörð Inga. Fær réttilega gult fyrir það.

Þarf þar að auki að yfirgefa völlinn á börum. Alls ekki gott það.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í þeim síðari í jafnri stöðu en manni færri. Tekst FH það sem þeim tókst ekki gegn Val að klára leikinn með sigri eftir að hafa verið manni fleiri í 70 mínútur?
45. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
45. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Sigurður flautar hér til hálfleiks. Ýmislegt hægt að ræða eftir þennan fyrri hálfleik en hæst stendur rauða spjaldið á Hákon.

Komum til baka eftir 15 með seinni hálfleikinn.
45. mín
+2

Hörður Ingi með fyrirgjöf sem Árni hirðir af kollinum á Lennon.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
45. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Jarðar Viktor Jóns í loftinu. Sigurður metur hann brotlegan og spjaldar.
41. mín
Matti Vill með skalla afturfyrir sig eftir fyrirgjöf Eggert en boltinn siglir vel yfir markið.

Elias Tamburini liggur eftir og virðist vera ströggla.
40. mín
Gott samspil FH inn í teig vinstra meginn en Óttar setur boltann í horn.
38. mín
Steinar Þorsteins að komast í álitlega stöðu í teig FH en Gummi Kri kemur boltanum frá.
36. mín
Inn:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
Hljóta að vera meiðsli hér á bakvið. En kominn með mark í dag.

Hörður færir sig yfir í hægri bakk og Hjörtur kemur inn í þann vinstri.
33. mín
ÞÞÞ liggur eftir og Skagamenn langt í frá sáttir. Verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en Sigurður dæmir ekki neitt.
30. mín SJÁLFSMARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Stoðsending: Pétur Viðarsson
Vont verður verra fyrir ÍA

Matti fær boltann í teignum og er sterkur að halda varnarmönnum frá boltanum. Pétur mætir í hlaupið og fær boltann og hamrar honum í varnarmann og inn.

Markanefnd fantasy þarf samt að fara yfir þetta hvort þetta skráist mögulega sem sjálfsmark á Óttar Bjarna.

Uppfært Markanefndin hefur talað. Markið skráist sem sjálfsmark á Óttar Bjarna.
28. mín Rautt spjald: Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Eins heimskulegt og það gerist!!!!

Á gulu spjaldi ákveður hann að keyra á Gunnar Nielsen sem er mættur út úr markinu að hreina. Gunnar vel á undan í boltann og Hákon í hann. Ekkert hægt að kvarta yfir seinna gula fyrir þetta. Fyrra gula var þó mögulega soft.
25. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Gengur full fast á eftir Guðmanni eftir að Gunnar handsamar boltann.
25. mín
FH að ná fínum kafla og heldur pressunni lengi við teig gestanna en lokasendingin frá Ágústi slök og afturfyrir.
23. mín
Ágúst Eðvald með skalla að marki en framhjá fer boltinn.
22. mín
Viktor með skalla eftir hornið en Gunnar vel á verði og hirðir boltann.
21. mín
Gestirnir fá horn.
19. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Kemur svo inn á án þess að fá leyfi og uppsker fyrir það gult spjald.
19. mín
Pétur Viðars hefur fengið högg á andlitið og leikurinn er stopp. Þarf ansi mikið til að halda Pétri niðri enda stendur hann fljótlega upp og er í lagi.
17. mín
Ágúst Eðvald

Gerir vel eftir frábæran sprett Jóntans og kemur sér í frábært færi í teignum en Árni eins og köttur og ver glæsilega.
15. mín
Matti Vill með skalla að marki eftir snarpa sókn og fyrirgjöf frá hægri en nær engum krafti í skallann sem ratar í hendur Árna.
13. mín
FH fær horn.
11. mín
Hörður Ingi á einfaldlega í gríðarlegu basli með Gísla á væng Skagamanna. Stálheppinn hér að Gísli fær stungusendingu í hælinn í stað þess að taka boltann með sér. Var annars einn í gegn.
10. mín
Ja hérna. Þetta mark sýnir bara að fótbolti þarf ekkert að vera flókinn. Ein sending og mark og heimamenn hálf slegnir í stúkunni.
6. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Elias Tamburini
Gestirnir eru komnir yfir!

Uppúr engu!

Langur bolti úr vinstri bakverðinum yfir á hægri vænginn þar sem Gísli er einn á einn. Hann hikar ekkert við að keyra inn á teiginn og láta vaða á markið og boltinn syngur í netinu. Lélegur varnarleikur og afleit staðsetning hjá Gunnari í markinu.
5. mín
Skagamenn með horn sem skapar usla. Skoppar manna milli í teignum og ná skagamenn tveimur skotum að marki sem varnarmenn henda sér fyrir.

Eftir smá pressu endar boltinn þó í markspyrnu.
2. mín
Reflex varsla hjá Árna

Jóntan með hornið sem er virkilega gott.
Eggert einn á auðum sjó á markteig og nær góðum skalla sem Árni nær að slá frá. Tiltölulega beint á hann en af mjög stuttu færi og virkilega vel gert hjá Árna.
2. mín
FH fær horn
1. mín
Lennon tekur boltann vel niður eftir langa sendingu frá hægri. Leggur boltann á Ágúst Eðvald sem á fast skot í varnarmann og þaðan í hendur Árna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Hafnarfirði. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.

Vonumst að sjálfsögðu eftir hröðum og skemmtilegum leik hér í kvöld.
Fyrir leik
Tveimur leikjum er þegar lokið í þessari þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar en þeir fóru fram í gær. KA lagði þar nýliða Leiknis að velli 3-0 en skýrslu Fótbolta.net um leikinn má lesa hér. Þá mættust Fylkir og KR í Árbænum en lokatölur þar urðu 1 -1 nánar um það hér
Fyrir leik
Liðin að hita upp af miklum móð og styttist óðfluga í leik.
Fólk farið að týnast í stúkuna, vel dúðað að sjálfsögðu enda napurt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt hér í hús. Óbreytt lið hjá FH frá leiknum gegn Val en ÍA gerir þrjár breytingar. Þar víkja þeir Aron Kristófer Lárusson, Hallur Flosason og Arnar Már Guðjónsson fyrir Þórði Þorsteini Þórðarsyni, Ísak Snæ Þorvaldssyni og Hákoni Inga Jónssyni
Fyrir leik
Spámaðurinn

FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp, er spámaður .net fyrir 3. umferð deildarinnar. Böddi er í dag leikmaður Helsingborg í Svíþjóð. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að hann spái FH sigri hér í kvöld.

FH - ÍA 5 - 0
ÍA fær loksins að mæta alvöru víkingum sem endar ekki betur en svona.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir frá aldamótum

Þrjátíu leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum. Það er óhætt að segja að gestirnir hafi ekki tölfræðina á sínu bandi í kvöld en aðeins þrisvar sinnum hefur sigurinn fallið þeim í skaut á síðastliðnum 20 árum. Átta leikjum hefur lokið með jafntefli en nítján sinnum hefur Fimleikafélagið hirt öll stigin þrjú.

Markatalan er svo 67-32 FH í vil.
Fyrir leik
FH

Heimamenn í FH eru með 4 stig eftir fyrstu 2 leikina. Þeir hófu leik í Árbænum þar sem þeir lögðu Fylki 0-2 með mörkum frá Steven Lennon og Matthíasi Vilhjálmssyni. Þeir fengu svo Valsmenn í heimsókn í síðustu umferð og naga sig eflaust enn í handarbökin að hafa ekki náð í 3 stig úr þeim leik. Haukur Páll fyrirliði Vals lét reka sig út af á 24.mínútu og gengu FHingar á lagið og komust yfir korteri seinni. Þrátt fyrir fleiri menn á vellinum héldu heimamenn þó ekki út í það skiptið og jafnaði Sigurður Egill Lárusson fyrir Val eftir 70 mínútna leik og þar við sat.


Fyrir leik
ÍA

Skagamenn eru með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki mótsins. Þeir hófu leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á Origo vellinum og þurftu þar að sætta sig við 2-0 tap. Í síðustu umferð mættu þeir Víkingum á Norðurálsvellinum og náðu í sitt fyrsta stig í sumar eftir 1-1 jafntefli þar sem Helgi Guðjónsson kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins en ÞÞÞ jafnaði með marki úr vítaspyrnu undir lokinn.

Ísak Snær Þorvaldsson snýr væntanlega aftur í lið skagamanna í dag eftir að hafa tekið út leikbann. Danin Morten Beck sem kom á láni til ÍA við gluggalok verður næsta örugglega ekki í hóp enda á láni frá FH.

Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik FH og ÍA í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('75)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('45)
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Elias Tamburini ('45)
19. Ísak Snær Þorvaldsson ('88)
22. Hákon Ingi Jónsson
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson ('45)
7. Sindri Snær Magnússon ('45) ('59)
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('88)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('75)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('59)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('25)
Sindri Snær Magnússon ('58)
Guðmundur Tyrfingsson ('101)

Rauð spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('28)