Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Valur
1
0
Leiknir R.
Patrick Pedersen '86 1-0
21.05.2021  -  20:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Patrick Pedersen - Valur
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('66)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('88)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('88)
11. Sigurður Egill Lárusson ('66)
13. Rasmus Christiansen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('66)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('88)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('66)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('88)
17. Andri Adolphsson ('66)
20. Orri Sigurður Ómarsson
33. Almarr Ormarsson ('66)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Eiríkur K Þorvarðsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('16)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erfið fæðing hjá Íslandsmeisturunum en eins og oft áður þá kunna þeir þá list að koma stigunum þremur yfir endalínuna. Markaskoraragen Patrick Pedersen gerði gæfumun.
93. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
91. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
90. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Emil Berger (Leiknir R.)
88. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
88. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
86. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Johannes Vall
VALSMENN NÁ AÐ SKORA!

Þarna kom það hjá Valsmönnum. Pedersen skorar fyrir Val. Vall með fyrirgjöf frá vinstri og Pedersen hefur betur í baráttu við Bjarka Aðalsteinsson við markteiginn og skorar af stuttu færi!
84. mín
Inn:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
Dagur fer meiddur af velli.
83. mín
Dagur Austmann þarf aðhlynningu.
80. mín
Valsmenn eru ekki alveg tengdir sóknarlega, feilsendingar og gengur erfiðlega að skapa.
76. mín
Leiknir fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Gyrðir með skot en rennur í spyrnunni og Hannes nær að verja. Líf í Gyrði í kvöld.
74. mín
Virðist svona aðeins vera að lifna yfir sóknarleik Vals, en betur má ef duga skal.
73. mín
Birkir Már með hættulega sendingu fyrir.... Valur fær horn.
69. mín
Almarr næstum því búinn að skora!!! Boltinn fór í hné hans og skaust rétt framjá.
69. mín
Róbert Quental kemur inn í sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni, verður 16 ára gamall á sunnudaginn. Virkilega spennandi og efnilegur sóknarmaður... og vandaður drengur.
67. mín
Inn:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.) Út:Manga Escobar (Leiknir R.)
67. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
66. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
66. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
66. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
65. mín
Manga Escobar með skot yfir.
62. mín
Valsmenn að fara að henda í þrefalda skiptingu. Heimir ekki ánægður með það sem er í gangi hjá hans mönnum... eða kannski frekar það sem er ekki í gangi hjá hans mönnum.
61. mín
Misskilningur í vörn Leiknis býr til smá hættu en Valsmenn ná ekki að nýta sér það tækifæri.
60. mín
Valsmenn mun meira með boltann núna en eru lítið að ógna. Hægt spil. Vörn Leiknis hefur verið afskaplega traust til þessa.
57. mín
"Hvernig væri að fara að fá færi í þetta?" sagði ónefndur maður hér í fréttamannastúkunni. Engin flugeldasýning á vellinum.
56. mín
Gyrðir með skot eftir fína sókn Leiknis en varnarmaður komst fyrir.
50. mín
Sigurður Egill í fínu skotfæri en hitti boltann ekkert sérstaklega. Kraftlítið og Guy Smit nær að verja.
47. mín
Daníel Finns með skot en engin hætta á ferðum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Sævar Atli, fyrirliði Leiknis, skráður í liðsstjórn í kvöld. Hefur verið að glíma við meiðsli í læri og ekki leikfær fyrir þennan leik.
45. mín
Jæja leikmenn mættir út úr klefum sínum. Leikurinn ekki verið mikil skemmtun hingað til. Vörn Leiknis og markvörðurinn Guy Smit sýnt mikið öryggi.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Leiknisljónin eru alveg augljóslega að elska þennan leiktíma og eru vel gíruð í stúkunni. Stanslausir söngvar í 45 mínútur.
45. mín
Máni Austmann með flotta tilraun rétt framhjá Valsmarkinu.
40. mín
Hendi á Emil Berger við vítateigshornið. Valsmenn fá aukaspyrnu á flottum stað. Sending inn í teiginn sem lítið verður úr.
39. mín
Sigurður Egill með skot fyrir utan teig. Guy ver.
35. mín
Johannes Vall kemst í hörkufæri!!! Virkilega vel gert hjá Guy sem kemur út á móti og ver.
31. mín
Valsmenn lengi í gang... ekki nýjar fréttir.
26. mín
"Guy Smit er betri en þú" syngja Leiknisljónin þegar Hannes er með boltann.
22. mín
Danni Finns með skot fyrir Leikni en kraftlítið og Hannes ver auðveldlega.
19. mín
Haukur Páll með skot fyrir utan teig en Guy ver. Svo er Rasmus skyndilega kominn í færi, frekar þröngt færi þó, og nær ekki að hitta rammann.
16. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brýtur á Danna Finns. Skólabókardæmi um gult.
13. mín
Patrick nær aftur að koma sér í færi í teignum en nær ekki að gera sér mat úr því.
10. mín
Flott spil Leiknis og Máni Austmann vinnur hornspyrnu.

Fín spyrna en Valur kemur boltanum frá.
9. mín
DAUÐAFÆRI!!! Kaj Leo með fyrirgjöf, Guy Smit fer ekki út í boltann en nær hinsvegar að verja frá Patrick Pedersen af svakalega stuttu færi. Þetta var dauðafæri.
8. mín
Gyrðir bakvörður Leiknis að gera sig líklegan en Hannes mætti út úr markinu á hárréttum tíma.
6. mín
Sigurður Egill með fasta fyrirgjöf fyrir markið en enginn Valsmaður nær að komast í boltann.
3. mín
Leiknir spilar með miðjumanninn Daníel Finns sem 'falska níu'. Sóknarmennirnir Sævar Atli, Sólon og Ágúst Leó allir á meiðslalistanum. Magna Escobar og Máni Austmann á köntunum.
2. mín
Aftur er Patrick að koma sér í gott færi í teig Valsmanna en nær ekki að gera sér mat úr því.
2. mín
Einar Gunnarsson vallarþulur spáir 5-1 sigri Vals. Andri Adolphsson kemur af bekknum og skorar tvö. Þess má geta að heiðursgestur á leiknum er Kolbeinn Kárason.
1. mín
Leikur hafinn
Valur byrjaði með knöttinn.
Fyrir leik
Sviðsmyndir eru vinsælar í dag.

Fyrir leik
Birkir Már Sævarsson við samfélagsmiðla Vals:

"Menn eru í góðu standi eftir KR leikinn. Það er eðlileg þreyta í mönnum eftir síðasta leik. Það hjálpar rosalega að vinna leikina, hvað þá KR og eins og sigurinn vannst. Fyrsta mark KR var náttúrulega galið og ég veit ekki alveg hvað gerðist."



Birkir er ánægður með 20:15 leiktímann

"Skemmtilegur leiktími. Kannski ekki ákjósanlegt fyrir okkur leikmenn að bíða allan daginn eftir leiknum, en mér finnst eitthvað flott við þennan leiktíma. Kvöldleikur og vel hægt að mynda stemmingu í stúkunni og fyrir leik."
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Valsmenn tefla fram sama byrjunarliði og gegn KR enda vannst þar góður sigur á Meistaravöllum, og Heimir er íhaldssamur.

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kólumbíumaðurinn Manga Escobar kemur inn í byrjunarliðið en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Þá kemur Ernir Bjarnason inn á miðsvæðið í stað Árna Elvars.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að fara að detta inn. Það er körfuboltaleikur að klárast í húsinu og mikið stuð. Ég er búinn að koma mér fyrir í fréttamannastúkunni eftir viðbúna hindrun frá öryggisvörðum Vals sem finnst ekkert skemmtilegra en að gera úlfalda úr mýflugu. Það er eitthvað sem breytist ekki.
Fyrir leik
Áður samherjar - Nú mótherjar

Markverðirnir tveir sem mætast í kvöld eru mjög góðir félagar. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og Hollendingurinn Guy Smit voru saman hjá NEC Nijmegan á sínum tíma. Hannes er einmitt uppalinn hjá Leikni eins og flestir lesendur vita.

Fyrir leik
Þar sem textalýsandi leiksins er alls ekki hlutlaus, heldur á bandi Breiðhyltinga, verður Valsarinn og vallarþulurinn Einar Gunnarsson aðstoðarlýsandi leiksins. Rétt til að jafna út leika. Einar kallar þessa viðureign "Kolbeinn Kárason Derby".

Fyrir leik
Breiðhyltingar muna afskaplega vel eftir því þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar 2015, síðast þegar Leiknir var í efstu deild. Leiknismenn komu á óvart og unnu ótrúlegan sigur 3-0. Kolbeinn Kárason, Sindri Björnsson og Hilmar Árni Halldórsson skoruðu.



Brynjar Hlöðversson er eini leikmaður Leiknis í dag sem spilaði þann leik. Daði Bærings Halldórsson var ónotaður varamaður.

Fyrir leik
Valsmenn hafa náð í tíu stig í upphafi móts. Í síðustu umferð vann liðið 3-2 útisigur gegn KR í frábærum fótboltaleik. Hannes Þór Halldórsson kom í veg fyrir að KR næði að jafna í blálokin en þá átti hann magnaða vörslu.

Leiknismenn hafa komið ýmsum á óvart í upphafi móts en þeir hafa hlotið fimm stig. Í síðustu umferð vannst glæsilegur 3-0 sigur gegn Fylki á Domusnova-vellinum.

Samtals áttu þessi tvö lið fjóra leikmenn í úrvalsliði síðustu umferðar:


Brynjar Hlöðversson er algjör lykilmaður í hjarta varnar Leiknisliðsins og setur tóninn þegar kemur að framlagi og baráttu. Brynjar þekkir Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, afskaplega vel en hann lék undir hans stjórn hjá HB í Færeyjum þar sem þeir unnu deild og bikar.


Sebastian Hedlund skoraði með skalla gegn KR-ingum. Þessi Svíi er vafalítið einn besti miðvörður deildarinnar en hann hefur verið tvívegis í liði umferðarinnar í byrjun Íslandsmótsins.


Sævar Atli Magnússon er fyrirliði Leiknis og þeirra skærasta stjarna. Sævar skoraði tvö mörk gegn Fylki og er alls kominn með þrjú mörk í upphafi mótsins.


Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður sem íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja vel. Býr yfir miklum gæðum og sköpunarmætti. Var valinn besti leikmaður deildarinnar 2016.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld. Klukkan 20:15 hefst leikur Íslandsmeistara Vals og nýliða Leiknis í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar, undir flóðljósum Origo vallarins. Við fylgjumst grannt með í þráðbeinni textalýsingu.

Helgi Mikael Jónasson dæmir þennan leik. Aðstoðardómarar eru Þórður Arnar Árnason og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari: Gunnþór Steinar Jónsson.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('67)
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('90)
18. Emil Berger ('90)
19. Manga Escobar ('67)
23. Dagur Austmann ('84)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
7. Róbert Quental Árnason ('67) ('90)
8. Árni Elvar Árnason ('67)
10. Sævar Atli Magnússon
10. Shkelzen Veseli
15. Birgir Baldvinsson ('84)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('90)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sævar Ólafsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Leifur Auðunsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: