Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
HK
2
1
Leiknir R.
Jón Arnar Barðdal '32 1-0
Birnir Snær Ingason '38 2-0
Stefan Ljubicic '42 , misnotað víti 2-0
2-1 Sævar Atli Magnússon '69
Viktor Bjarki Arnarsson '93
30.05.2021  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Vel upplýst og svalt.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson ('89)
17. Jón Arnar Barðdal ('79)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic

Varamenn:
3. Ívar Orri Gissurarson
4. Leifur Andri Leifsson
7. Örvar Eggertsson ('89)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
20. Ívan Óli Santos

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson

Gul spjöld:
Jón Arnar Barðdal ('23)
Stefan Ljubicic ('36)
Arnar Freyr Ólafsson ('69)
Valgeir Valgeirsson ('87)

Rauð spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('93)
Leik lokið!
HK landar sínum fyrsta sigri í sumar!

Leiknismenn börðust eins og þeir gátu en vörn HK hélt gríðarlega vel og fyrsti sigur HK í Pepsi Max deildinni staðreynd!
95. mín
HK vinnur dýrmætar mínútur við hornfána.
94. mín
HK eru í nauðvörn þessa mínúturnar.
93. mín Rautt spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
Rautt á bekkinn hjá HK. Viktor Bjarki gengur í burtu svo ég geri ráð fyrir að hann hafi fengið rautt.
92. mín
Frábært spil hjá HK þar sem Bjarni Gunn kemst í fyrirgjafastöðu inn á teig og sýndist það vera Örvar Eggers sem á skot að marki sem varnarmenn Leiknis ná að henda sér fyrir.
90. mín
Fáum 5 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
87. mín
HK farnir að láta allt fara í taugarnar á sér.
87. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
84. mín
Leiknismenn eru farnir að banka hressilega á dyrnar hjá HK. Spurning hvort HK nái að halda þetta út?
82. mín
Leiknismenn farnir að ýta liðinu ofar á völlinn í leit af jöfnunarmarkinu.
79. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (HK) Út:Jón Arnar Barðdal (HK)
79. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
78. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
75. mín
Órar fyrir stressi í liði HK, þeir eru enn að eltast við fyrsta sigurinn.
69. mín Gult spjald: Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Arnar var æfur að hafa ekki fengið aukaspyrnu
69. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
MAARK!!

Daníel Finns með aukaspyrnu fyrir markið þar lendir Binni Hlö í samstuði við Arnar markmann HK sem féll við, boltinn barst til Sævars Atla sem skoraði úr þröngu færi.
66. mín
Birnir Snær og Jón Arnar eru að finna hvorn annan vel fremst hjá HK.
65. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Manga Escobar (Leiknir R.)
64. mín
Frábær aukaspyrna frá Ívari Erni inn á teig sem með ólíkindum endar ekki í netinu hjá Leikni! Leiknismenn bjarga tvisvar áður en Stefan Ljubicic vinnur hornið og nokkrum hornspyrnum seinna endar boltinn loks yfir markið.
61. mín
Arnór Ingi með fyrirgjöf fyrir mark HK en Arnar Freyr gerir vel og nær boltanum.
57. mín
Daniel Finns tekur spyrnuna og Arnar Freyr ver út í teig þar sem boltinn skoppar um áður en HK nær að koma boltanum frá.
56. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
55. mín
Leiknismenn að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Brotið á Mána Austmann frétt fyrir utan teig.
50. mín
HK með virkilega flotta pressu á Leiknismenn. Ekki alveg sami kraftur í Leikni núna og í upphafi leiks.
46. mín
Manga Escobar með skot yfir markið.
46. mín
Við erum farin af stað aftur. Ásgeir Börkur á upphafsspark seinni hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
+1
HK leiðir í hálfleik. Leiknismenn byrjuðu leikinn mun betur en HK tóku öll völd síðasta korterið í seinni hálfleik og leiða með tveim mörkum í hlé.
45. mín
Fáum +1 í uppbótartíma
44. mín
Daniel Finns liggur eftir þegar HK ætlar að keyra hratt upp í skyndisókn en Ívar Orri flautar og stúkan verður allt annað en sátt.
42. mín Misnotað víti!
Stefan Ljubicic (HK)
GUY SMIT VER!!

Alls ekki góð vítaspyrna frá Stefan Ljubicic. Nánast sama víti og við sáum gegn FH sem fór með sömu niðurstöðu.
41. mín
VÍTII!!!

HK FÆR VÍTASPYRNU! Jón Arnar Barðdal felldur í teignum.
Þetta er að breytast í martröð fyrir Leiknir.
38. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAARK!

HK tvöfaldar forystu sína í leiknum!
Escobar ætlaði að æða upp vænginn en missir boltann og Birnir Snær óð inn í vítateiginn og afgreiddi boltann með frábæru skoti í hornið fjær.
37. mín
Birnir Snær og Jón Arnar Barðdal eru að vinna vel saman þarna vinstra meginn en Birnir Snær læðir boltanum inn á Jón Arnar sem er í frábæru færi en Guy Smit gerir hrikalega vel í að koma út á móti og loka á skotið.
36. mín Gult spjald: Stefan Ljubicic (HK)
32. mín MARK!
Jón Arnar Barðdal (HK)
MAAARK!!

Það eru HK sem taka forystuna!!
Stefan Ljubicic með frábæran snúning og sendingu út á Birnir Snær sem keyrir á vörn Leiknis og á skot sem Guy Smit ver út í teig þar sem Jón Arnar mætir með "tap in".
31. mín
Birnir Snær tíar Jón Arnar Barðdal upp í skot en skotið rétt framhjá.
29. mín
,,Þið eruð handboltafélag" Syngja stuðningsmenn Leiknis og HK syngja tilbaka ,,Við heyrum ekki rassgat!"

Skemmtilegur banter á milli stuðningsmanna.
26. mín
Leiknir leysir gríðarlega vel úr pressunni frá HK. Virkilega skemmtilegt að horfa á það.
23. mín Gult spjald: Jón Arnar Barðdal (HK)
Hleypur Birgir Baldvins niður.
18. mín
HK að komast í frábært færi tveir á tvo þar sem Birnir Snær er á boltanum og keyrir inn í teig en frábært tækling kemur í veg fyrir að HK nær skoti á markið.
17. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu. Sá fyrstu í leiknum.

Arnar Freyr slær boltann frá áður en HK nær að lokum að bægja hættunni frá.
14. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Brýtur á Valgeiri.
11. mín
Máni Austmann með tilraun en Arnar Freyr ekki í teljandi vandræðum með þetta skot.
8. mín
Birnir Snær með tilraun en skotið er ekki nógu fast og beint á Guy Smit í marki Leiknis.
7. mín
HK að komast í flott færi en smá samskiptaörðuleikar hjá Jóni Arnari og Birni Snæ koma í veg fyrir flott færi.
Jón Arnar ætlaði að taka þríhirningsspil við Birni Snæ en Birnir hélt ekki áfram hlaupinu.
Þetta er samt betra frá HK.
5. mín
Emil Berger með flotta aukaspyrnu sem Arnar Freyr nær að slá til hliðar þar sem Manga Escobar mætir og þrumar svo hátt yfir.
5. mín
Emil Berger met skot sem Arnar Freyr er í vandræðum með en HK nær að koma boltanum frá.

Leiknismenn miklu grimmari!
3. mín
Það er kraftur í Leiknismönnum á upphafsmínútum.
1. mín
Leiknismenn byrja af krafti! Daníel Finns á fast skot sem Armar Freyr ver út í teig þar sem Sævar Atli nær boltanum og á annað skot sem fer framhjá.
1. mín
Það eru Leiknismenn sem byrja þennan leik. Daði Bærings á upphafssparkið.
Fyrir leik
Stefnir í hörku stemningu en bæði lið hafa tekið stuðningssöngva. Rauður hákarl flaggar fána HK, allt eins og við viljum hafa þetta.
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

HK heimsóttu KR í síðustu umferð og sóttu gott stig af Meistaravöllum. Þeir gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik en Jón Arnar Barðdal og Stefan Alexander Ljubicic koma inn fyrir Bjarna Gunnarsson og Atla Arnarsson.

Leiknismenn hafa farið frábærlega af stað í þessari deild og sigruðu FH á heimavelli í síðustu umferð. Þeir gera þrjár breytingar fyrir þennan leik en Daði Bærings Halldórsson, Máni Austmann Hilmarsson og Arnór Ingi Kristinsson koma inn fyrir Erni Bjarnason, Árna Elvar Árnason og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson .
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson er á flautunni í dag og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari hér í kvöld er Sigurður Óli Þorleifsson og þá er eftirlitsdómarinn í kvöld Viðar Helgason.


Fyrir leik
Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR í körfubolta, spáir í leiki sjöundu umferðar.

HK 1 - 0 Leiknir
Bragðdaufur leikur sem endar í 1-0 sigri HK. MMA sérfræðingurinn Ásgeir Börkur klárar þennan á 55 mínútu.


Fyrir leik
Við skulum kíkja á tölfræðiþætti liðana fyrir þessa umferð.

HK:

Staða í deild: 10. sæti
Sigrar: 0
Jafntefli: 3 (50%)
Tap: 3 (50%)
Mörk skoruð: 7
Mörk fengin: 12
Markatala: -5

Síðustu 5 leikir:
KR 1 - 1 HK
HK 1-3 ÍA
HK 1-3 FH
Valur 3-2 HK
HK 2-2 Fylkir

Markahæstir:
Stefan Alexander Ljubicic - 3 Mörk
Ásgeir Marteinsson - 1 Mark
Jón Arnar Barðdal - 1 Mark
Birnir Snær Ingason - 1 Mark
Arnþór Ari Atlason - 1 Mark



Leiknir Reykjavík:

Staða í deild: 7. sæti
Sigrar: 2 (33.3%)
Jafntefli: 2 (33.3%)
Tap: 2 (33.3%)
Mörk skoruð: 8
Mörk fengin: 8
Markatala: 0

Síðustu leikir:
Leiknir R 2-1 FH
Valur 1-0 Leiknir R
Leiknir R 3-0 Fylkir
KA 3-0 Leiknir R
Leiknir R 3-3 Breiðablik

Markahæstir:
Sævar Atli Magnússon - 5 Mörk
Máni Austmann Hilmarsson - 1 Mark
Henrik Berger - 1 Mark
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson - 1 Mark


Fyrir leik
Leiknismenn hafa farið virkilega vel af stað og eru með 8 stig í 7.sæti deildarinnar og búnir að sækja 2 sigra gegn Fylki og gegn FH í síðustu umferð 2-1 þar sem Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði bæði mörk sinna manna.
Það er því ljóst að Leiknismenn eru alls ekkert fallbyssufóður eins og menn kepptust við að spá þeim fyrir mót.
Fyrir leik
HK er enn í leit af fyrsta sigri sumarsins en þeir heimsóttu KR í síðustu umferð og sóttu gott stig í Vesturbænum þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli. Atli Sigurjónsson skoraði flott mark fyrir KR þar sem hann lyfti boltanum frábærlega úr þröngri stöðu yfir Arnar Freyr í marki HK og kom KR yfir áður en varamaðurinn Stefan Alexander Ljubicic jafnaði metinn þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.
Fyrir leik
Staðan í deildinni lítur svona út eftir 6 umferðir.

1. Valur 16 stig (+6)
2. Víkingur Reykjavík 14 stig (+6)
3. KA 13 stig (+8)
4. FH 10 stig (+5)
5. Breiðablik 10 sitg (+4)
6. KR 8 stig (+1)
7. Leiknir Reykjavík 8 stig (0)
8. Fylkir 6 stig (-3)
9. ÍA 5 stig (-5)
10. HK 3 stig (-5)
11. Keflavík 3 stig (-9)
12. Stjarnan 2 stig (-8)
Fyrir leik
Helmingurinn af umferðinni var frestað vegna landsliðsverkefnis Íslands þar sem 7 leikmenn úr Pepsi Max deild karla voru kallaðir upp í verkefnið en öll þau lið sem áttu fulltrúa í þeim hópi fengu frestun á sína leiki og verða þeir leikir spilaðir 7.júní.

HK og Leiknir eiga því miður ekki fulltrúa að þessu sinni en við skulum aldrei afskrifa neitt!
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik HK og Leiknis Reykjavíkur í 7.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('78)
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson ('56)
18. Emil Berger
19. Manga Escobar ('65)
23. Arnór Ingi Kristinsson

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason ('56)
6. Ernir Bjarnason ('78)
8. Árni Elvar Árnason ('65)
14. Birkir Björnsson
21. Octavio Paez
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Hörður Brynjar Halldórsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('14)
Ósvald Jarl Traustason ('79)

Rauð spjöld: