Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KR
3
1
ÍA
Óskar Örn Hauksson '7 1-0
Kjartan Henry Finnbogason '13 2-0
2-1 Ísak Snær Þorvaldsson '46
Óskar Örn Hauksson '77 3-1
30.05.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá vindur og sólarglæta.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 448
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('70)
11. Kennie Chopart (f) ('51)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('84)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('51)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('70)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
17. Alex Freyr Hilmarsson ('84)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Ægir Jarl Jónasson ('33)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Leik lokið með góðum sigri KR. Viðtöl og umfjöllun koma inn á eftir.
90. mín
+ 2

Leikurinn er að fjara út með góðum sigri KR.
85. mín
Það er flugskalli!

Hjalti sendir góða sendingu inn í teig þar sem Kjartan Henry kastar sér fram og skallar boltann yfir markið. Virðist eitthvað hafa meitt sig við það því hann er farinn af velli til aðhlynningar.
84. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
82. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
82. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
80. mín
Nú eru allar líkur á að KR hafi drepið neistann sem Skagamenn voru búnir að kveikja. Tíu mínútur + eftir og tveggja marka forskot KR. Ólíklegt að Skagamenn nái að jafna úr þessu. En fram að þriðja marki KR voru Skagamenn alveg líklegir í að jafna leikinn.

En þetta er ekki búið. Sjáum hvað gerist næstu mínútur.
77. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
MAAARRRKKKKK

EL CAPITAN ÓSKAR ÖRN HAUKSSON

Óskar Örn fær boltann eftir slæm mistök Dino í marki ÍA og á ekki í vandræðum með að setja mark.
75. mín
Viktor með frábæra sendingu á Brynjar Snæ inn í teig KR, Brynjar lætur vaða á markið en Beitir ver virkilega vel. Þarna hefði jöfnunarmarkið átt að detta.
74. mín
Skagamenn eru búnir að færa varnarlínuna sína ofar á völlinn og ætla sér að pressa KR. Spurning hvort að það springi í andlitið á þeim?
72. mín
Eftir öflugar mínútur í upphafi seinni hálfleiks hefur aðeins róast yfir þessu. Það er samt barátta á báða bóga og bæði lið vilja meira.
71. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (ÍA) Út:Morten Beck Guldsmed (ÍA)
Morten Beck ekki búinn að vera góður í kvöld.
70. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Kristján Flóki búinn að vera flottur í kvöld. Er að koma til baka eftir meiðsli.
65. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Markaskorarinn farinn af velli.
61. mín
Úfff

Þarna hefði Kristján Flóki getað komið KR aftur í tveggja marka forystu en skotið lélegt fram hjá marki ÍA.
59. mín
Ég talaði um í fyrri hálfleik að kannski væri hægt að tala um sérleyfisbílaferðir Knattspyrnufélags Reykjavíkur að marki Skagamanna. Nú er búið af afnema sérleyfið og bæði lið skiptast á sóknum.

Stórskemmtilegt alveg hreint.
58. mín
Morten Beck berst af miklu harðylgi fyrir því að komast inn í teig KR, reynir svo sendingu á Viktor sem varnamenn KR koma í burtu. Pælingin og framfylgnin góð hjá Morten en sendingin arfaslök.
56. mín
Alex Davey liggur eftir og fór svo útaf í aðhlynningu. Held ég muni rétt að hann hafi farið meiddur af velli á móti Blikum. En hann er kominn aftur inná völlinn og heldur áfram.
54. mín
Stórskemmtileg byrjun á seinni hálfleik. Það er mikið líf í Skagamönnum og KR-ingar eru svo sannarlega ekkert á því að hætta. Ég spái fleiri mörkum í þennan leik. Klárt mál og næstum því (staðfest)
51. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Kennie hlýtur að hafa meiðst eitthvað. Búinn að vera mjög öflugur í fyrri hálfleik.
48. mín
Þetta er allavegana leikur núna. Skagamenn koma inn í seinni hálfleikinn af krafti. Jói Kalli hefur væntanlega látið sína menn heyra það. 2 - 1 og enn nóg eftir. Hvernig bregðast KR-ingar við?
46. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Stoðsending: Brynjar Snær Pálsson
MAAARRRKKKK!!!!

Litla markið hjá Ísaki sem fær boltann fyrir utan teig KR og einfaldlega neglir honum upp við vinstri markstöng KR. Óverjandi.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Engar breytingar hjá hvorugu liði. Skagamenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við. Kominn hálfleikur og spurning hvað Jói Kalli mun segja við sína menn í klefanum. Er nokkuð viss um að hann sé ekkert sérlega hress með framlagið í fyrri hálfleik.
45. mín
Vel gert Beitir!

Boltinn berst á Morten sem lá einhvernveginn eða renndi sér í boltann og hitti hann en Beitir vel á verði.
43. mín
Þarna átti Morten Beck að skora!!!!

Boltinn barst til hans inn í teig KR, kjörið tækifæri til þess að minnka muninn en skotið afskaplega lélegt og framhjá. Fyrsta skot skagamanna að marki staðreynd.
38. mín
Frábær sókn KR að marki ÍA. Kristinn Jóns vinnur boltann af harðfylgi. Atli fær boltann og dúndrast upp kantinn, sendir fyrir á Kristján Flóka sem skýtur í slánna.
35. mín
ÞÞÞ með fyrirgjöf út á vinstri kantinn þar sem Viktor sýnist mér stökkva hæst og skallar boltanum yfir mark KR.
33. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
33. mín
Spurning hvort að KR séu aðeins að slaka á klónum eða hvort Skagamenn séu að ná upp einhverri baráttu. Það í það minnsta hefur lifnað aðeins yfir þeim síðustu mínútur.
31. mín
Fyrsta hornspyrna skagamanna í leiknum sem ekkert kemur úr.
28. mín
Kjartan Henry með skot að marki sem fer framhjá.
27. mín
ÚFFFFF! Þarna átti Atli að gera miklu betur. Fékk frábra sendingu inn í teig ÍA en sneiddi boltann fram hjá markinu.
26. mín
Spurning hvort hægt sé að kalla þennan leik það sem af er, sérleyfisferðir Knattspyrnufélags Reykjavíkur að marki ÍA......
24. mín
KR heimtar víti en fá ekki. Sýndist boltinn fara í hendi varnamanns ÍA.
22. mín
Falleg sókn hjá KR þar sem Óskar Örn og Kristinn spila boltanum listivel á milli sín. Endaði í horni sem KR fékk en ekkert kom úr.
14. mín
Eftir mark KR tóku skagamenn fund á miðjum vallarhelmingi sínum. Ekki vanþörf á. Ef ekki á illa að fara hjá þeim í kvöld, þá þurfa þeir aldeilis að hysja upp sig buxurnar. Þeir eru einfaldlega á hælunum og eiga ekki roð í KR.
13. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
MAAARRRRKKKK!!!

KJARTAN HENRY FINNBOGASON er ekki mættur í deildina til þess að leika sér.

Kennie og Kjartan komust inn í teig ÍA þar sem Kennie er með boltann og kemst í gegnum varnarmenn ÍA og kemur boltanum á KHF sem skorar af öryggi fram hjá Dino
13. mín
Óskar Örn með skot að marki ÍA sem fer rétt framhjá.
11. mín
Frábært spil hjá KR. Óskar sendir á Kennie sem kemst inn í teiginn en Dino kemur vel út á móti og ver í horn.
9. mín
Það er fátt sem kemur á óvart þessar fyrstu mínútur að KR er komið yfir. Þeir eru búnir að vera miklu meira með boltann og pressa skagamenn stíft sem virðast eiga fá svör við leik KR.
7. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
MAAAAARRRKKK!

Óskar Örn fær boltann eftir skelfilegan varnarleik ÍA í teig skagamanna og nær góðu skoti sem fer af varnamanni ÍA og í netið. Skrái samt markið á Óskar þangað til annað kemur í ljós.
6. mín
KR fær hornspyrnu sem Atli tekur og boltinn er skallaður úr teignum þar sem Kristinn Jóns tekur við honum og neglir honum hátt yfir markið.
4. mín
KR eru með varnalínuna sína hátt uppi. Þeir ætla greinilega að sækja og reyna að skora mörk í kvöld.
2. mín
Mikil barátta á milli Ísaks og Óskars Arnars þar sem Óskar hefur betur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
KR mun spila í átt að KR heimilinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn og þeir áhorfendur sem eru mættir klappa fyrir þeim.
Fyrir leik
Eins og fram kemur í byrjun lýsingarinnar að þá hafa leikir þessara liða yfirleitt verið stórmeistaraslagir og lítið gefið eftir í baráttunni. Gott dæmi um það er æfingaleikur sem fram fór á milli liðanna í lok apríl. Hann var flautaður af þegar 15 mínútur voru eftir.

Æfingaleikur KR og ÍA flautaður af á 75. mínútu
Fyrir leik
Sólin er að brjótast fram úr skýjunum og lítur út fyrir að við fáum hið prýðilegasta knattspyrnuveður. Völlurinn væntanlega vel blautur eftir rigningardagana og það bíður alltaf upp á skemmtun.
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hingað inn.

KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR, gerir eina breytingu frá leiknum gegn HK. Stefán Árni Geirsson er ekki í hóp en í staðinn kemur Kristján Flóki inn í byrjunarliðið.

ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerir fimm breytingar frá leiknum gegn Breiðabliki. Jón Gísli Eyland, Arnar Már Guðjónsson, Elías Tamborini, Hákon Ingi Jónsson og Ólafur Valur Valdimarsson fara úr byrjunarliðinu. Inn koma þeir Hallur Flosason, Brynjar Snær Pálsson, Gísli Laxdal Unnarsson, Morten Beck og Steinar Þorsteinsson.
Fyrir leik
Siðan vil ég að sjálfsögðu minna Twitter notendur á að nota myllumerkið #Fotboltinet á Twitter og þá er aldrei að vita hvort valdar færslur rati í lýsinguna.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvort að Skagamenn nái að koma í veg fyrir það að fá rautt spjald í kvöld. Af þeim sex umferðum sem lokið er, hafa þeir fengið rautt spjald í þremur leikjum. Það er yfirleitt ekki vænlegt til árangurs.
Fyrir leik
Dómari og aðstoðadómarar

Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins

Honum til aðstoðar eru þeir

Þórður Arnar Árnason & Ragnar Þór Bender. Sigurður Hannesson er svo eftirlitsdómari kvöldins.
Fyrir leik
Nafni minn hann Matthías Orri Sigurðarsson leikmaður KR í körfubolta er spámaður sjöundu umferðar á Fótbolti.net.

KR 3 - 0 ÍA
Þægilegur sigur minna manna í KR. Kjartan Henry setur tvö og fiskar víti sem Pálmi leggur þægilega í vinstra hornið.
Fyrir leik
Skagamenn eru með einn sigur, tvö jafntefli og þrjú töp.
Fyrir leik
KR eru með 2 sigra, tvö jafntefli og tvö töp úr þessum 6 umferðum sem eru búnar.
Fyrir leik
KR vill væntanlega svara fyrir sig eftir að hafa gert jafntefli á heimavelli við HK í síðustu umferð. Skagamenn töpuðu 2 - 3 fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Skoðum aðeins söguna. Liðin hafa leikið 114 leiki innbyrðis í efstu deild. Þar er KR með 41 sigur. Skagamenn 45. Jafntefli hafa verið 28.

Skagamenn hafa skorað 172 mörk í þessum leikjum og KR 160. Síðasti sigurleikur ÍA á móti KR kom hinsvegar 2016. Sigra þeir í kvöld eða saxar KR enn á sigurhlutfallið þeirra á milli?
Fyrir leik
Skagamenn hafa mátt muna fífil sinn fegurri. Í ár eru komin 20 ár frá síðasta íslandsmeistaratitli þeirra og hafa síðustu ár ekki verið þeim gjöful. Skagamenn hafa flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Þeir komu upp í efstu deild 2019 og hafa haldið sér upp síðustu tvö ár. Margir hafa spáð þeim falli í sumar en þeir eru staðráðnir í að afsanna þá spá.
Fyrir leik
Áður fyrr voru leikir á milli þessara liða, svokallaðir stórmeistaraleikir, El Classico Íslands. En það er af sem áður var. KR hefur haldið stöðu sinni sem stórveldi síðustu árin þótt komin séu tvö ár fra síðasta íslandsmeistaratitli.
Fyrir leik
Velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem leikur KR & ÍA í sjöundu umferð Pepsí Max deildar karla í knattspyrnu fer fram. Leikurinn hefst kl. 19:15
Byrjunarlið:
Dino Hodzic
Gísli Laxdal Unnarsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('82)
16. Brynjar Snær Pálsson ('82)
19. Ísak Snær Þorvaldsson ('65)
21. Morten Beck Guldsmed ('71)
44. Alex Davey

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson
7. Sindri Snær Magnússon
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('82)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('82)
22. Hákon Ingi Jónsson ('71)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('65)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: