AT&T Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 27 gráðu hiti og völlurinn frábær
Dómari: Ted Unkel (BNA)
Stoðsending: Hector Herrera
Hector Herrera fer illa með vörn Íslands og sendir fyrir þar sem Lozano slítur sig frá Hirti Hermannssyni og skorar.
Það sem Brynjar Ingi er búinn að vera rosalega góður undanfarnar vikur 👠Ekki hans sÃðasti A-landsleikur #fotboltinet
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) May 30, 2021
Hörður Ingi virðist hafa mikinn áhuga á þvà að MexÃkó jafni þennan leik. Reynt það Ãtrekað à kvöld en sem betur fer so far án árangurs.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 30, 2021
Frábær vinnsla á strákunum à fyrri hálfleik og 0-1 forysta. #fotboltinet @footballiceland #vindurinn pic.twitter.com/qvm0Pkborg
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 30, 2021
Þetta var virkilega fagmannlegur fyrri hálfleikur. Dagskrárgerð RÚV döpur. Hvar er panellinn? Spjallið? Àhuginn? Metnaðurinn? FÃnasta lýsing og allt það en allt of lÃtil dagskrárgerð.
— DanÃel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) May 30, 2021
Henry Martin með marktilraun en skallar beint á Rúnar Alex.
Ringring ðŸðŸ¤™ðŸ¾ pic.twitter.com/9WFAUUGr69
— Sverrir Páll Hjalte. (@SverrirHjalt) May 30, 2021
Þetta var ekkert eðlilega vel gert hjá hinum "gamla" Birki! #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) May 30, 2021
Aron Einar kemur boltanum á Birki sem lætur vaða, boltinn hefur viðkomu af Edson Alvarez, leikmanni Mexíkó, og endar í netinu.
Hressandi að ná inn fyrsta markinu!
Leikurinn flautaður á 1:06, aðallega því það var ákveðið að spila fimmfalda útgáfu af þjóðsöng Mexíkó.
💚 ¡SIEMPRE! 💚#MEXTOUR | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/tMcJ6Xi8gh
— Selección Nacional (@miseleccionmx) May 30, 2021
Persónulega er ég hvað spenntastur að sjá hvernig Brynjari Inga Bjarnasyni, miðverði KA, mun vegna í landsliðstreyjunni í nótt. Ég veit að Akureyri eins og hún leggur sig er með mér í því. Þessi 21 árs miðvörður er afskaplega spennandi.
Leikurinn er sýndur beint á RÚV þar sem Gunnar Birgisson okkar allra mun lýsa leiknum. Upphitun er hafin á RÚV en það er Högni í Hjaltalín sem sér um hana og tekur vel valin lög í myndveri.
Ungstirnin mæla með að þið fylgist með Diego Lainez í liði Mexíkó. 20 ára gamall vængmaður Real Betis á Spáni. Er að leika sinn tíunda A-landsleik fyrir Mexíkó en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar.
Hér til hliðar er hægt að sjá byrjunarlið Mexíkó. Sóknarmaðurinn Hirving Lozano (Chucky), leikmaður Napoli á Ítalíu, byrjar á bekknum.
Ísak Bergmann er að byrja sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Hann hefur tvívegis komið af bekknum. Spennandi að sjá þennan 18 ára leikmann í kvöld.
@miseleccionmx Ya en el estadio!!! pic.twitter.com/voVNS9bTZF
— Axl Hernandez 🦢 (@AxlCisne) May 29, 2021
Leikmenn úr gullkynslóðinni; Aron Einar, Jón Daði, Kolli og Birkir Már; í bland við óreynda leikmenn. Einn okkar efnilegasti leikmaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, meðal byrjunarliðsmanna.
Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni byrja leikinn í nótt. Birkir Már Sævarsson (Val), Brynjar Ingi Bjarnason (KA), Hörður Ingi Gunnarsson (FH) og Þórir Jóhann Helgason (FH).
Fyrir utan Birki Má þá eru þeir allir að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Byrjunarlið Ãslands gegn MexÃkó!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 29, 2021
Leikurinn er à beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 01:00.
Our starting lineup for the friendly against @miseleccionmxEN #fyririsland pic.twitter.com/f9RWKRhGLq
The pitch is ready for tonight's game!!!ðŸŸðŸ”¥ðŸ˜¬
— Mexican National Team (@miseleccionmxEN) May 29, 2021
DALLAS, are you ready???!!🤠🇲🇽😎#PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/IYuywo4dNe
Leiknum í nótt textalýsi ég beint úr Breiðholtinu en þegar þessi tvö landslið léku vináttuleik 2018 í Santa Clara þá var ég á vellinum. Afskaplega skemmtileg upplifun en stuðningsmenn Mexíkó fara alla leið þegar kemur að landsliðinu! Fyrir leikinn var Tailgate stemning fyrir utan leikvanginn þar sem grill-lyktin var lokkandi og fljótandi veigar á hverju strái.
Mexíkó vann leikinn sjálfan 3-0 en Ísland var að hita upp fyrir HM í Rússlandi.
Viðtal við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara A landsliðs karla fyrir vináttuleikinn við MexÃkó à Dallas, Texas. Liðin mætast á AT&T leikvangi Dallas Cowboys. Leikurinn er à beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 01:00 aðfaranótt sunnudags. pic.twitter.com/obzNR2iTPF
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 29, 2021
Leikurinn í nótt fer fram á AT&T vellinum í Arlington í Texas. Um er að ræða heimavöll Dallas Cowboys í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Það komast fyrir 80 þúsund manns á vellinum en reiknað er með um 40 þúsund áhorfendum á leikinn.
Það vantar marga lykilmenn í íslenska liðið en Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson eru ekki í hópnum.
Hörður Björgvin Magnússon er þá meiddur og þá ákváðu þeir Viðar Örn Kjartansson, Arnór Ingvi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson að draga sig út úr hópnum.
Ragnar þurfti þá að gera slíkt hið sama í gær af persónulegum ástæðum.
"Rétt eftir að við töluðum saman seinni partinn í gær þá kom Raggi til mín og tilkynnti okkur að hann þyrfti að yfirgefa hópinn, þetta var eitthvað tilfallandi í fjölskyldunni. Þetta voru persónulegar ástæður og ég held að menn hoppi ekkert frá Dallas nema það sé eitthvað sem þarf virkilega að taka á heima hjá sér," sagði Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi.
"Þetta er leiðinlegt og við vildum gjarnan hafa Ragga með okkur og eins og ég sagði við ykkur í gær. Það var ætlunin að hafa hann hjá okkur og sjá hversu langt við kæmumst með hann og láta hann spila eitthvað í leik tvö og þrjú en því miður kom eitthvað upp og vonum að það verði í lagi fyrir Ragga."
"Við fyrst og fremst horfum á okkur sjálfa. Við erum mest að vinna í okkar hlutverkum, gildum og leikstíl. Það er það mikilvægasta. Við viljum bæta leik okkar og þjálfa strákana í okkar leikstíl, bæði varnarlega og sóknarlega. Svo viljum við gefa leikmönnum hlutverk í þessu liði því við erum að reyna að þróa leikmannahópinn," segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands.
"Mexíkó er mjög gott lið með tekníska en vinnusama leikmenn. Þeir eru með mikla hlaupagetu og eru í ellefta sæti á heimslistanum. Þetta er öðruvísi leikstíll, þessi ameríski. Það er ákveðin reynsla að spila þennan leik. Það er búist við um 40 þúsund manns á vellinum, eitthvað sem ekki er hægt í Evrópu núna og þetta verður bara spennandi."
Ansi marga leikmenn vantar í íslenska liðið eins og hefur verið rætt og ritað um. Er hætta á að liðið fái skell sem myndi leggjast illa í unga leikmenn liðsins?
"Sem íþróttamaður má maður aldrei fara inn í verkefni með hræðslu um að fá skell. Það getur alltaf gerst. Þú getur unnið stórt og þú getur tapað stórt. Það er hluti af íþróttinni. Við reynum að prenta inn í okkar leikmenn að þeir þori að gera mistök. Þá þora þeir að reyna þá hluti sem við erum að vinna eftir. Áherslan liggur ekki í úrslitunum núna heldur að sjá hverjir af þessum yngri geta og þora að taka skrefið. Við viljum þétta liðið og bæta leik liðsins um nokkur prósent," segir Arnar.
Ætlunin að eldri markverðirnir spili
Eftir leikinn gegn Mexíkó verður svo haldið í aðra vináttulandsleiki, útileiki gegn Færeyjum og Póllandi.
Fjórir markverðir eru í hópnum en Arnar segir að ekki sé ætlunin að skipta hálfleikjum á milli manna, stefnan sé sú að eldri markverðirnir spili leikina. Það eru þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson. Elías Rafn Ólafsson er einnig í hópnum í Bandaríkjunum og Patrik Sigurður Gunnarsson bætist svo við fyrir hina leikina.
"Það er ekki ætlunin núna að okkar yngstu markmenn séu að fara að spila. Við teljum að fyrstu skrefin hjá markvörðunum sé að koma inn í hópinn, æfa með eldri og reyndari leikmönnum og sjá hvernig umhverfið er. Maður vill helst sjá markvörð spila heilan leik til að geta metið frammistöðuna," segir Arnar.
Áætlað að leikmennirnir í íslensku deildinni fari heim eftir Mexíkóleikinn
Sjö leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í hópnum. Það eru: Birkir Már Sævarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson, Ísak Óli Ólafsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Þórir Jóhann Helgason og Gísli Eyjólfsson.
Stefnt er að því að þeir verði með gegn Mexíkó en haldi svo heim til Íslands þegar hópurinn fer til Færeyja og Póllands.
"Hugsunin er að allir Pepsi Max leikmennirnir hverfa á braut eftir þann leik. Ef það gerist eitthvað þá þyrfti ég að koma til baka og segja eitthvað annað. Planið er að þeir fari heim eftir Ameríkuferðina. Þá var ætlunin, þar til fyrir nokkrum dögum, að nokkrir aðrir myndu líka stíga út eftir Mexíkó leikinn. En þetta breytist það hratt að maður þorir varla að tjá sig um það," segir Arnar Þór Viðarsson.