Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Mexíkó
2
1
Ísland
0-1 Birkir Már Sævarsson '14
Hirving Lozano '72 1-1
Hirving Lozano '78 2-1
30.05.2021  -  01:00
AT&T Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 27 gráðu hiti og völlurinn frábær
Dómari: Ted Unkel (BNA)
Byrjunarlið:
1. Alfredo Talavera (m)
3. Carlos Salcedo ('63)
8. Jorge Sanchez ('63)
9. Henry Martin
15. Hector Moreno
18. Andrés Guardado
22. Edson Alvarez ('63)
23. Jesus Gallardo
27. Uriel Antuna
28. Carlos Rodriguez
29. Diego Lainez

Varamenn:
13. Guillermo Ochoa (m)
2. Nestor Araujo
8. Hirving Lozano ('63)
14. Erick Gutierrez
16. Hector Herrera ('63)
17. Jesus Manuel Corona
19. Cesar Montes
20. Sebastian Cordova
21. Luis Rodriguez
24. Gerardo Arteaga ('63)
31. Osvaldo Rodriguez

Liðsstjórn:
Gerardo Martino (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mexíkó með mikla yfirburði í seinni hálfleiknum og vinnur verðskuldaðan sigur.
91. mín
Uppbótartími.

Lozano með skot sem Rúnar Alex nær að verja.
89. mín
Þórir Jóhann með skot, í varnarmann.
88. mín
Tveir aðrir vináttulandsleikir eru framundan hjá Íslandi. Færeyjar næsta föstudag og svo Pólland 8. júní. Báðir á útivöllum.
84. mín
Mexíkó haft algjöra yfirburði í seinni hálfleik og er líklegra til að bæta við en Ísland að jafna.
80. mín
Inn:Ísak Óli Ólafsson (Ísland) Út:Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
80. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
78. mín MARK!
Hirving Lozano (Mexíkó)
Stoðsending: Hector Herrera
Sú innkoma hjá Chucky!

Hector Herrera fer illa með vörn Íslands og sendir fyrir þar sem Lozano slítur sig frá Hirti Hermannssyni og skorar.
77. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
76. mín
Inn:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
73. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
73. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
72. mín MARK!
Hirving Lozano (Mexíkó)
Brynjar Ingi, sem hefur átt virkilega góðan leik til þessa, gerir slæm mistök og tapar boltanum á miðsvæðinu. Mexíkó tveir á móti einum og skyndilega fær Chucky boltann í dauðafæri. Klárar þetta vel.
70. mín
ANDRI FANNAR!!!! Með skottilraun en Talavera nær að verja. Svo skýtur Kolbeinn framhjá í kjölfarið. Í fyrsta sinn í seinni hálfleik sem íslenska liðið ógnar marki Mexíkó.

67. mín
Varamaðurinn Hector Herrera með máttlitla tilraun sem Rúnar Alex á ekki í vandræðum með.
66. mín
Brynjar Ingi skallar boltann í horn. Það liggur jöfnunarmark frá Mexíkó í loftinu.
63. mín
Inn:Gerardo Arteaga (Mexíkó) Út:Jorge Sanchez (Mexíkó)
63. mín
Inn:Hirving Lozano (Mexíkó) Út:Edson Alvarez (Mexíkó)
63. mín
Inn:Hector Herrera (Mexíkó) Út:Carlos Salcedo (Mexíkó)
62. mín
Andrés Guardado með skottilraun, himinhátt yfir.
60. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron bað um skiptingu. Lenti illa í fyrri hálfleik og það er enn að hrjá hann. Afskaplega góð frammistaða fyrirliðans í þessum leik. Andri Fannar, ungur leikmaður Bologna, kemur inn.

57. mín
Mexíkó nálægt því að jafna eftir vandræðagang í vörn Íslands. Hörður Ingi fær boltann í sig og Mexíkó í dauðafæri, á endanum bjargar Brynjar Ingi á marklínu nánast.
56. mín
Jorge Sanchez með fyrirgjöf. Boltinn af Brynjari Inga og afturfyrir í hornspyrnu.
55. mín
Hættuleg sókn hjá Mexíkó en á endanum er það Hjörtur Hermannsson, Danmerkurmeistarinn, sem kemur boltanum frá.
51. mín
Mexíkó reynir fyrirgjöf. Boltinn af Þóri Jóhanni og í hornspyrnu. Ekkert merkilegt kemur úr horninu.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað - Ísland byrjaði með boltann eftir hlé. Engar breytingar á liðunum.

45. mín
Flottur fyrri hálfleikur hjá Íslandi. Okkar menn hafa haldið mexíkóska liðinu í skefjum.
45. mín
Hálfleikur

44. mín
Sókn Mexíkó rennur út í sandinn. Stutt í hálfleik.
41. mín
Andrés Guardado fékk boltann frá Carlos Rodriguez og átti skottilraun yfir markið.
39. mín
Uriel Antuna, leikmaður Guadalajara í mexíkósku deildinni, hefur verið hættulegasti leikmaður Mexíkó. Á núna skottilraun framhjá markinu. Ógnandi.
37. mín
Mexíkó stígur á bensíngjöfina og eru orðnir aðeins hættulegri. Brynjar Ingi Bjarnason með eina hreinsun af gamla skólanum úr teignum.
34. mín
Aron Einar verið gjörsamlega geggjaður í þessum leik. Alvöru leiðtogi sem stýrir öllu sem fram fer.

Henry Martin með marktilraun en skallar beint á Rúnar Alex.

30. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Fær réttilega gult spjald fyrir brot.
30. mín
Henry Martin kemur boltanum á Uriel Antuna sem á skot. Beint á Rúnar Alex.
26. mín
Aron Einar lendir illa eftir baráttu við Jorge Sanchez og þarf aðhlynningu.
25. mín
Sending inn í teig Íslands en Rúnar Alex handsamar boltann. Rúnar Alex fer vel af stað og virkar öruggur.
23. mín
Já gaman að sjá þessa byrjun íslenska liðsins í leiknum. Okkar menn hafa einfaldlega verið betri og ekkert að ganga upp hjá Mexíkó, megi það halda þannig áfram. Ísak Bergmann búinn að vera sérstaklega öflugur hjá okkar mönnum.
20. mín
Þórir Jóhann með hættulega fyrirgjöf, leikmaður Mexíkó kemur boltanum í horn. Íslenska liðið hefur verið að gera þetta fantavel!

14. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Ísland)
VINDURINN!!!! Þessi markakorari!

Aron Einar kemur boltanum á Birki sem lætur vaða, boltinn hefur viðkomu af Edson Alvarez, leikmanni Mexíkó, og endar í netinu.

Hressandi að ná inn fyrsta markinu!

12. mín
Það er flottur gír í íslenska liðinu í upphafi þessa leiks. Hugur í mönnum.
11. mín
Bíddu bíddu!!! Ísak Bergmann fellur rétt fyrir utan teig Mexíkó. Virtist vera aukaspyrna en Unkel frændi með flautuna ekki sammála því! Ísak ekki sáttur.
8. mín
Stemningin á vellinum er afskaplega góð. Mexíkóarnir kunna að skemmta sér. Lokað þak og mikil læti.
4. mín
Mexíkó fær hornspyrnu eftir gott spil. Aron Einar setur boltann afturfyrir. Rúnar Alex handsamar knöttinn auðveldlega eftir hornspyrnuna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Hægt er að horfa á hann á RÚV eða með því að smella hérna.

Leikurinn flautaður á 1:06, aðallega því það var ákveðið að spila fimmfalda útgáfu af þjóðsöng Mexíkó.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Ísland í hvítu treyjunum í dag, hvítar stuttbuxur einnig.
Fyrir leik


Fyrirliði þjóðarinnar leiðir okkar menn út í upphitun í Dallas.
Fyrir leik


Persónulega er ég hvað spenntastur að sjá hvernig Brynjari Inga Bjarnasyni, miðverði KA, mun vegna í landsliðstreyjunni í nótt. Ég veit að Akureyri eins og hún leggur sig er með mér í því. Þessi 21 árs miðvörður er afskaplega spennandi.
Fyrir leik


Leikurinn er sýndur beint á RÚV þar sem Gunnar Birgisson okkar allra mun lýsa leiknum. Upphitun er hafin á RÚV en það er Högni í Hjaltalín sem sér um hana og tekur vel valin lög í myndveri.
Fyrir leik
Fylgist með...


Ungstirnin mæla með að þið fylgist með Diego Lainez í liði Mexíkó. 20 ára gamall vængmaður Real Betis á Spáni. Er að leika sinn tíunda A-landsleik fyrir Mexíkó en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar.
Fyrir leik

Fyrir leik


Hér til hliðar er hægt að sjá byrjunarlið Mexíkó. Sóknarmaðurinn Hirving Lozano (Chucky), leikmaður Napoli á Ítalíu, byrjar á bekknum.
Fyrir leik


Ísak Bergmann er að byrja sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Hann hefur tvívegis komið af bekknum. Spennandi að sjá þennan 18 ára leikmann í kvöld.
Fyrir leik
Ákaflega áhugaverð blanda í byrjunarliði Íslands.

Leikmenn úr gullkynslóðinni; Aron Einar, Jón Daði, Kolli og Birkir Már; í bland við óreynda leikmenn. Einn okkar efnilegasti leikmaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, meðal byrjunarliðsmanna.


Fyrir leik


Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni byrja leikinn í nótt. Birkir Már Sævarsson (Val), Brynjar Ingi Bjarnason (KA), Hörður Ingi Gunnarsson (FH) og Þórir Jóhann Helgason (FH).

Fyrir utan Birki Má þá eru þeir allir að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Fyrir leik
Fyrir leik


Leiknum í nótt textalýsi ég beint úr Breiðholtinu en þegar þessi tvö landslið léku vináttuleik 2018 í Santa Clara þá var ég á vellinum. Afskaplega skemmtileg upplifun en stuðningsmenn Mexíkó fara alla leið þegar kemur að landsliðinu! Fyrir leikinn var Tailgate stemning fyrir utan leikvanginn þar sem grill-lyktin var lokkandi og fljótandi veigar á hverju strái.

Mexíkó vann leikinn sjálfan 3-0 en Ísland var að hita upp fyrir HM í Rússlandi.

Fyrir leik
Fyrir leik


Leikurinn í nótt fer fram á AT&T vellinum í Arlington í Texas. Um er að ræða heimavöll Dallas Cowboys í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Það komast fyrir 80 þúsund manns á vellinum en reiknað er með um 40 þúsund áhorfendum á leikinn.
Fyrir leik


Það vantar marga lykilmenn í íslenska liðið en Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson eru ekki í hópnum.

Hörður Björgvin Magnússon er þá meiddur og þá ákváðu þeir Viðar Örn Kjartansson, Arnór Ingvi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson að draga sig út úr hópnum.

Ragnar þurfti þá að gera slíkt hið sama í gær af persónulegum ástæðum.

"Rétt eftir að við töluðum saman seinni partinn í gær þá kom Raggi til mín og tilkynnti okkur að hann þyrfti að yfirgefa hópinn, þetta var eitthvað tilfallandi í fjölskyldunni. Þetta voru persónulegar ástæður og ég held að menn hoppi ekkert frá Dallas nema það sé eitthvað sem þarf virkilega að taka á heima hjá sér," sagði Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi.

"Þetta er leiðinlegt og við vildum gjarnan hafa Ragga með okkur og eins og ég sagði við ykkur í gær. Það var ætlunin að hafa hann hjá okkur og sjá hversu langt við kæmumst með hann og láta hann spila eitthvað í leik tvö og þrjú en því miður kom eitthvað upp og vonum að það verði í lagi fyrir Ragga."
Fyrir leik
Heil og sæl! Næturvaktin heilsar. Klukkan 1 í nótt hefst vináttulandsleikur í Bandaríkjunum þar sem Mexíkó og Ísland eigast við.

"Við fyrst og fremst horfum á okkur sjálfa. Við erum mest að vinna í okkar hlutverkum, gildum og leikstíl. Það er það mikilvægasta. Við viljum bæta leik okkar og þjálfa strákana í okkar leikstíl, bæði varnarlega og sóknarlega. Svo viljum við gefa leikmönnum hlutverk í þessu liði því við erum að reyna að þróa leikmannahópinn," segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands.

"Mexíkó er mjög gott lið með tekníska en vinnusama leikmenn. Þeir eru með mikla hlaupagetu og eru í ellefta sæti á heimslistanum. Þetta er öðruvísi leikstíll, þessi ameríski. Það er ákveðin reynsla að spila þennan leik. Það er búist við um 40 þúsund manns á vellinum, eitthvað sem ekki er hægt í Evrópu núna og þetta verður bara spennandi."

Ansi marga leikmenn vantar í íslenska liðið eins og hefur verið rætt og ritað um. Er hætta á að liðið fái skell sem myndi leggjast illa í unga leikmenn liðsins?

"Sem íþróttamaður má maður aldrei fara inn í verkefni með hræðslu um að fá skell. Það getur alltaf gerst. Þú getur unnið stórt og þú getur tapað stórt. Það er hluti af íþróttinni. Við reynum að prenta inn í okkar leikmenn að þeir þori að gera mistök. Þá þora þeir að reyna þá hluti sem við erum að vinna eftir. Áherslan liggur ekki í úrslitunum núna heldur að sjá hverjir af þessum yngri geta og þora að taka skrefið. Við viljum þétta liðið og bæta leik liðsins um nokkur prósent," segir Arnar.

Ætlunin að eldri markverðirnir spili
Eftir leikinn gegn Mexíkó verður svo haldið í aðra vináttulandsleiki, útileiki gegn Færeyjum og Póllandi.

Fjórir markverðir eru í hópnum en Arnar segir að ekki sé ætlunin að skipta hálfleikjum á milli manna, stefnan sé sú að eldri markverðirnir spili leikina. Það eru þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson. Elías Rafn Ólafsson er einnig í hópnum í Bandaríkjunum og Patrik Sigurður Gunnarsson bætist svo við fyrir hina leikina.

"Það er ekki ætlunin núna að okkar yngstu markmenn séu að fara að spila. Við teljum að fyrstu skrefin hjá markvörðunum sé að koma inn í hópinn, æfa með eldri og reyndari leikmönnum og sjá hvernig umhverfið er. Maður vill helst sjá markvörð spila heilan leik til að geta metið frammistöðuna," segir Arnar.

Áætlað að leikmennirnir í íslensku deildinni fari heim eftir Mexíkóleikinn
Sjö leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í hópnum. Það eru: Birkir Már Sævarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson, Ísak Óli Ólafsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Þórir Jóhann Helgason og Gísli Eyjólfsson.

Stefnt er að því að þeir verði með gegn Mexíkó en haldi svo heim til Íslands þegar hópurinn fer til Færeyja og Póllands.

"Hugsunin er að allir Pepsi Max leikmennirnir hverfa á braut eftir þann leik. Ef það gerist eitthvað þá þyrfti ég að koma til baka og segja eitthvað annað. Planið er að þeir fari heim eftir Ameríkuferðina. Þá var ætlunin, þar til fyrir nokkrum dögum, að nokkrir aðrir myndu líka stíga út eftir Mexíkó leikinn. En þetta breytist það hratt að maður þorir varla að tjá sig um það," segir Arnar Þór Viðarsson.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('76)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Hjörtur Hermannsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason ('80)
8. Birkir Bjarnason ('80)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('73)
10. Ísak Bergmann Jóhannesson
17. Aron Einar Gunnarsson ('60)
20. Þórir Jóhann Helgason
22. Jón Daði Böðvarsson ('73)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
5. Aron Elís Þrándarson ('80)
6. Ísak Óli Ólafsson ('80)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('73)
11. Gísli Eyjólfsson ('73)
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Kolbeinn Þórðarson
20. Andri Fannar Baldursson ('60)
20. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('76)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('30)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('77)

Rauð spjöld: