Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
1
2
ÍBV
0-1 Delaney Baie Pridham '18 , víti
0-2 Viktorija Zaicikova '75
Alma Mathiesen '79 1-2
31.05.2021  -  18:00
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Smá vindur, rigningarlegt en glittir í sól
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Olga Sevcova - ÍBV
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('77)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('77)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('67)
19. Elín Helga Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('67)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Hanna Sól Einarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('77)
15. Alma Mathiesen ('67)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('77)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Gunnar Guðni Leifsson

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Litlu bætt við.

ÍBV eru komnar áfram í 8 liða úrslitin!

Viðtöl og skýrsla innan skamms.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn. Fáum ekki að sjá hversu miklu er bætt við en sennilega ekki meira en 3-4 mínútum.
89. mín
Olga með góðan sprett upp hægri kantinn, reynir skot sem fer yfir markið.

Hefði getað lagt hann út til vinstri þar sem Þóra Björg var á auðum sjó.
88. mín
Delaney í baráttu inn í teig og reynir að koma boltanum fyrir markið en hann fer í Málfríði og aftur fyrir.

Eyjafólk sáu hendi þarna og vilja fá víti en Málfríður virðist hafa fengið boltann í andlitið og meitt sig. Hún fer út fyrir og fær aðhlynningu.
86. mín
DAAAUÐAFÆRI!!

Alma aftur með fyrirgjöf og boltinn berst til Maríu Sólar sem er aaalein fyrir framan markið en nær á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann ekki inn.

ÍBV stálheppnar þarna.
85. mín
ÍBV fær aukaspyrnu úti á hægri kanti.
83. mín
Annað færi!!

Alma aftur með boltann úti hægra meginn og kemur með fyrirgjöf sem Katrín Ásbjörns reynir að klippa inn en boltinn aðeins of aftarlega fyrir hana.

Mikill kraftur í Ölmu eftir að hún kom inn á.
81. mín
Færi hjá Stjörnunni!!

Alma fær boltann á hægri kantinum, er í baráttunni við Antoinette en nær að koma með góða fyrirgjöf sem Katrín Ásbjörns skallar rétt framhjá markinu.

Þarna mátti litlu muna!
79. mín MARK!
Alma Mathiesen (Stjarnan)
Stoðsending: María Sól Jakobsdóttir
Stjarnan minnkar muninn!!

María Sól með skot sem Auður ver en Alma er mætt á réttum tíma á réttum stað og kemur boltanum yfir línuna!

1-2!
78. mín
Viktorija með góða sendingu upp hægri kantinn á Viktoriju sem er í góðri stöðu en nær ekki að koma boltanum fyrir markið og Stjarnan á markspyrnu.
77. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
77. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
75. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
MAAARK!!

Clara tekur aukaspyrnuna, Antoinette með skallann og Viktorija kemur boltanum yfir línuna.

Skráði markið fyrst á DB en okkur í blaðamannastúkunni sýndist hún hafa potað honum inn en hann fór víst af Viktoriju. Afsakið þetta!

0-2!!
74. mín
Elín Helga brýtur á Þóru Björg upp við endalínu. ÍBV fær aukaspyrnu.
72. mín
Alma með fyrirgjöf en Auður grípur þetta örugglega.
69. mín
Viktorija með skot af löngu færi, rétt yfir markið!
67. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
67. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
67. mín
Inn:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Út:Berta Sigursteinsdóttir (ÍBV)
66. mín
Ingibjörg liggur eftir, virðist hafa lent í samstuði.

Virðist vera í lagi með hana, hún heldur allavega áfram leik.
62. mín
Færi!!

Viktorija með frábært hlaup og fær boltann inn fyrir og kemst ein gegn Chante en er of lengi að afgreiða þetta og nær ekki skoti á markið. Hornspyrna!
61. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti á hægri kanti.
59. mín
Dauðafæri hjá ÍBV!!

Antoinette kemur boltanum inn fyrir á Delaney sem stingur alla af og kemst ein gegn Chante en skotið ekki nógu gott og Chante ver hann yfir markið. Hornspyrna!
56. mín
María Sól!!

María Sól enn og aftur stórhættuleg og leikur sér að varnarmönnum ÍBV sem verjast þó vel og henda sér fyrir hvert skotið á fætur öðru. María reyndi skoti á markið í þrígang en ÍBV stelpur múruðu fyrir markið.
54. mín
Úffff!

Kristina með þrumuskot eftir gott spil við Olgu. Chante þarf að hafa sig alla við en ver frábærlega í horn.
54. mín
María Sól með stutta sendingu á Sædísi sem kemur með góða fyrirgjöf á fjær þar sem þrjár Stjörnustelpur standa en Heiða Ragney fær hann í sig og boltinn fer beint í hendurnar á Auði.
53. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
52. mín
ÍBV búnar að vera öflugri fram á við í upphafi síðari hálfleiks.
49. mín
Delaney með fyrirgjöf sem Málfríður setur í horn.

Clara með góðan bolta sem Delaney skallar en Chante í litlum vandræðum.
48. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti á vinstri kanti.

Beint í fangið á Auði.
46. mín
Inn:Viktorija Zaicikova (ÍBV) Út:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Skipting í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur Páll flautar til hálfleiks.

ÍBV nokkuð heppnar að fara með forskotið inn í hálfleikinn. Ég verð ekki hissa ef við fáum fleiri mörk í seinni hálfleikinn.
45. mín
Clara reynir skot fyrir utan teig en boltinn hátt yfir markið.
44. mín
Stjarnan heldur áfram í mikilli pressu og ætla sér að setja jöfnunarmark fyrir hálfleik.
42. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
Tekur Hönnu full harkalega niður.
42. mín
Stjörnukonur búnar að liggja í sókn síðustu mínútur og það er eins og það liggi mark í loftinu, búnar að vera óheppnar að koma ekki boltanum inn.
40. mín
FÆRI!!

Antoinette Williams bjargar á línu!
Betsy kemst ein gegn Auði sem ver boltann og það myndast klafs beint fyrir framan markið og boltinn er á leiðinni inn en Williams nær að bjarga á ögurstundu!
40. mín
María Sól með geggjuð tilþrif, prjónar sig í gegnum hvern varnarmanninn á fætur öðrum en boltinn flækist fyrir henni þegar hún er komin ein fyrir framan Auði.
37. mín
Stjarnan skorar en rangstaða dæmd!!

María Sól með góða fyrirgjöf sem Birna að mér sýndist, kemur í netið en aðstoðardómarinn flaggar! Þetta var mjög tæp rangstaða.
35. mín
STÖNGIN!!

Ingibjörg Lucia með fast skot í stöngina. Þarna var Stjarnan nálægt því að jafna!!
33. mín
Hættuleg sókn hjá ÍBV!

Berta með fyrirgjöf á nær sem Delaney flikkar aftur fyrir sig með hælnum en Málfríður kemur þessu burt.
29. mín
Delaney liggur eftir tæklingu frá Ingibjörgu Lúícu.

Hún er komin á fætur og töltir upp á topp.
26. mín
Betsy með sendingu út til vinstri á Hildigunni sem er að komast ein gegn Auði en Auður er fljót út og rennitæklar boltann í burtu. Vel gert hjá Auði þarna!
25. mín
Hildigunnur aftur á ferðinni, fer í skot rétt fyrir utan teig vinstra meginn og setur boltann hátt yfir.
23. mín
Hildigunnur með sprett upp vinstri kantinn en kemst ekki framhjá Liönu Hinds sem kemur þessu í innkast.
18. mín Mark úr víti!
Delaney Baie Pridham (ÍBV)
Delaney setur hann örugglega niðri í vinstri hornið.

ÍBV komið yfir!
17. mín
ÍBV fær víti!!

Berta með fyrirgjöf og Olga er ein og hoppar upp í skallann en Chante brýtur á henni.
14. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Boltinn endar aftur fyrir og markspyrna.
11. mín
Hart tekist á fyrstu mínútur leiksins, bæði lið að koma sér í ágætar stöður en engin svakaleg færi komin.
10. mín
Stjarnan fær sína fyrstu hornspyrnu.

Eru búnar að vera hættulegar síðustu mínútur.
9. mín
María Sól fellur í teignum eftir smá ýtingu frá Hönnu og vill fá víti en Guðmundur Páll heldur nú ekki.
7. mín
Birna Jóhanns sleppur ein í gegn og hún og Auður lenda saman en dæmd rangstaða.
5. mín
ÍBV fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Kristjana fær boltann úti á kanti og reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
2. mín
Hanna á fyrsta skot leiksins. Er í góðri stöðu beint fyrir utan teig en setur boltann yfir mark Stjörnunnar.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik. Spila í sínum hvítu treyjum og Stjarnan að sjálfsögðu í bláu!
Fyrir leik
Áhorfendur eru að koma sér fyrir í stúkunni en það er nóg af lausum sætum.

Allir að drífa sig á völlinn, þetta verður veisla!
Fyrir leik
Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum

Þróttur Reykjavík fór austur í gær og sigraði sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. 7-1 og tryggði sér þar með sæti í 8. liða úrslitum.

Í kvöld fara tveir aðrir leikir fram í kvöld. Breiðablik fær Tindastól í heimsókn og Fylkir tekur á móti Keflavík. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðanna!

Bæði lið gera þrjár breytingar frá síðustu leikjum í deildinni.

Stjarnan
Birna, Málfríður Erna og Hildigunnur Ýr koma inn fyrir Gyðu Kristínu, Úlfu Dís og Hönnu Sól.

ÍBV
Thelma Sól, Berta og Liana Hinds inn fyrir Rögnu Söru, Viktoriju og Helenu.
Fyrir leik
Hverjar hafa verið að skora?

Hildigunnur Ýr hefur skorað þrjú mörk fyrir Stjörnuna og Betsy eitt.

Hjá ÍBV er Delaney(DB) markahæst með fimm mörk, Viktorija hefur skorað þrjú og Clara Sig og Antoinette Willams eitt hvor.


Delaney Bai Pridham kom til ÍBV fyrir tímabilið og hefur verið sterk fyrir liðið.


Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir er markahæst hjá Stjörnunni
Fyrir leik
Tímabilið til þessa

Skoðum aðeins hvernig tímabilið hefur farið af stað hjá liðunum, en leiknir hafa verið 5 umferðir í Pepsi-Max deildinni.

Stjarnan
Sitja í 8. sæti deildarinnar með 4 stig.
1 sigur, 1 jafntefli og 3 töp.
4 mörk skoruð.

ÍBV
Eru í 5. sætinu.
2 sigrar og 3 töp.
10 mörk skoruð.
Fyrir leik
Síðast þegar liðin mættust í bikar var sumarið 2017 í úrslitaleiknum sjálfum á Laugardalsvelli.

ÍBV sigruðu 3-2 eftir framlengdan leik og tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn.

Cloé Lacasse, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoruðu mörk ÍBV í leiknum en mörk Stjörnunnar skoruðu þær Agla María Albertsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Enginn þessara leikmanna leikur með þessum liðum í dag!

Fyrir leik
Bikarkeppnin í fyrra

Skoðum aðeins hvernig liðunum gekk í bikarnum síðasta sumar. Ekki náðist að klára bikarkeppnina vegna Covid.

Stjarnan
Duttu út í 16-liða úrslitum eftir 3-0 tap gegn Selfoss.

ÍBV
Duttu út í 16-liða úrslitum eftir 3-1 tap gegn Val.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan og ÍBV eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Leikurinn hefst klukkan 18:00
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Antoinette Jewel Williams
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('46)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
8. Delaney Baie Pridham
10. Clara Sigurðardóttir
11. Berta Sigursteinsdóttir ('67)
14. Olga Sevcova
20. Liana Hinds
23. Hanna Kallmaier
37. Kristina Erman

Varamenn:
40. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('67)
17. Viktorija Zaicikova ('46)
24. Helena Jónsdóttir
26. Eliza Spruntule
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Sonja Ruiz Martinez
Birkir Hlynsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: