Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
KR
0
3
Selfoss
0-1 Brenna Lovera '13
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir '62
0-3 Brynja Líf Jónsdóttir '90
01.06.2021  -  19:15
Meistaravellir
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Brenna Lovera
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir
2. Kristín Erla Ó Johnson
4. Laufey Björnsdóttir ('78)
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
8. Katrín Ómarsdóttir ('65)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
10. Inga Laufey Ágústsdóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
23. Arden O´Hare Holden
26. Kathleen Rebecca Pingel

Varamenn:
3. Ingunn Haraldsdóttir
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
9. Tinna María Tryggvadóttir
13. María Soffía Júlíusdóttir
14. Kristín Sverrisdóttir ('78)
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
22. Emilía Ingvadóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('65)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Ásta Kristinsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Þóra Kristín Bergsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta komið hjá okkur í kvöld. Selfyssingar vinna hér sanngjarnt 0-3 og eru á leið í 8-liða úrslit!
Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín MARK!
Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss)
Þriðja markið og þá er þetta öruggt - Selfyssingar eru á leið í 8-liða úrslit.
Brynja fær stungusendingu inn fyrir vörn KR og klárar snyrtilega í markið
88. mín
Hörkufæri hjá gestunum þegar Katrín Ágústs kemst ein í gegn en Ingibjörg ver vel
84. mín
Lítið að gerast þessa stundina í leiknum
78. mín
Inn:Kristín Sverrisdóttir (KR) Út:Laufey Björnsdóttir (KR)
77. mín
Frábær tilþrif hjá Caity á hægri kantinn og flottur bolti inn á Barbáru sem hittir ekki á rammann
72. mín
Smá tæknilegir örðugleikar hérna á Meistaravöllum en ég er komin aftur í gang.
Fyrir nokkrum mínútum fékk Selfoss dauðafæri þegar
Brenna keyrði upp hægri kantinn og kom með sendingu fyrir. Bárbara var í góðri stöðu í teignum en hitti hann illa og boltinn fór vel framhjá
65. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Út:Katrín Ómarsdóttir (KR)
Fyrsta skipting leiksins
64. mín
Dauðafæri hjá Selfyssingum. Barbára keyrir upp hægri kantinn og gefur fyrir en skot Brennu fer rétt framhjá.
62. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Selfyssingar tvöfalda hér forystu sína. Aðeins gegn gangi leiksins þessar síðustu mínútur en Selfoss fer í eina sókn og boltinn endar hjá Hólmfríði vinstra megin í teignum og klárar örugglega
58. mín
KR fær hér hornspyrnu. Þær hafa aðeins verið að sækja meira í seinni. Ætli við fáum jöfnunarmark?
Þarna munaði litlu, eftir hornspyrnuna verður mikill darraðardans sem endar með því að boltinn berst út til Laufeyjar sem tekur skotið en það fer rétt framhjá markinu
53. mín
FRÁBÆRT SKOT HJÁ TELMU - fyrsta skot KR-inga á markið.
Hún fær boltann á miðjunni, keyrir aðeins fram og skýtur af löngu færi og boltinn fer rétt yfir
49. mín
Frábær sókn hjá Selfyssingum - Barbára fær boltann út til hægri og keyrir upp kantinn og inn í teig og tekur skotið en lætur verja frá sér
46. mín
Leikur hafinn
Seinni farinn af stað - kalla eftir fleiri mörkum í þennan leik.
45. mín
Hálfleikur
Þórður hefur flautað til hálfleiks hér á Meistaravöllum.
Selfoss verið mikið betri í fyrri og í raun haft öll völd á vellinum og gætu hæglega hafa skorað fleiri mörk.
Nú tökum við okkur smá pásu og sjáumst í seinni
44. mín
Selfoss fær hornspyrnu. Ingibjörg grípur boltann.
40. mín
Hólmfríður í DAUÐAFÆRI.
Stendur alein vinstra megin í teignum og fær sendingu frá hægri en lætur verja frá sér. Selfoss fær horn, það kemur ekkert úr því.
38. mín
Hólmfríður með ágætis tilraun, hún fær boltann á vinstri kantinum og keyrir inn að miðju og tekur skotið en það er rétt yfir markið
36. mín
Ágætis tilraun hjá KR. Kathleen fær boltann á hægri kantinn og keyrir inn, sólar tvö varnarmenn Selfoss og tekur skotið en Benedicte ver í horn.
Engin hætta kemur úr horninu þar sem Selfyssingar hreinsa strax.
32. mín
Brenna Lovera skoraði hér mark fyrir Selfoss eftir sendingu frá Barböru frá hægri. Selfoss stelpurnar fagna vel og innilega þangað til aðstoðardómarinn lyftir upp flagginu og rangstaða dæmd.
Ég held að þetta hafi verið rétt dómgæsla en mjög skrítið hvað þeir ákváðu þetta seint
24. mín
Selfoss fær hornspyrnu og aðra hornspyrnu. Seinni hornspyrnan fer beint út af.
21. mín
Það er svo gaman að sjá Hólmfríði fara af stað upp kantinn. Þvílík gæði
18. mín
Enn og aftur eru Selfyssingar að koma sér í færi, Anna María og Barbára eiga báðar skot sem fer í vörn KR
13. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
SELFOSS ER KOMIÐ YFIR
Brenna fær stungusendingu inn fyrir vörn KR og hún er einfladlega svo sterk og fljót að hún stingur af og klárar snyrtilega í netið
10. mín
Annað dauðafæri hjá Selfyssingum - en KR-ingar hreinsa í vörn
8. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á hættulegum stað!
Barbára tekur spyrnuna og Ingibjörg ver í slánna!!
Annað dauðafæri hjá gestunum
7. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ SELFYSSINGUM
Brenna fær boltann inn í teig og sparkar með hælnum rétt framhjá
5. mín
Brenna er við það að sleppa í gegn eftir góða sendingu frá Hólmfríði en KR-vörnin er sterk og hreinsar í burtu
4. mín
Þetta fer frekar rólega af stað hérna í Vesturbænum
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Við vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum leik hér í kvöld.
Það var smá seinkun á þessu í kvöld - veit ekki ástæðuna fyrir því.
Fyrir leik
Tíu mínútur í að leikurinn hefjist. Það er nóg af lausum sætum - allir að drífa sig á völlinn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og þið getið séð þau hér til hliðar.
KR-ingar stilla upp sama byrjunarliði og í síðasta leik í Lengjudeildinni sem var 0-2 sigur gegn FH
Selfyssingar gera þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik í Pepsi-Max, Benedicte Iversen Haland, Bergrós Ásgeirsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir koma inn í liðið.
Fyrir leik
Þrír aðrir leikir fara fram í 16-liða úrslitunum í kvöld:
Völsungur - Valur
FH - Þór/KA
Grindavík - Afturelding

Þá hafa fjögur lið tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum nú þegar:
Þróttur, Fylkir, ÍBV og Breiðablik.
Fyrir leik
Leið Selfoss í 16-liða úrslitin:
Þetta er fyrsti leikur Selfoss í Mjólkurbikarnum þetta árið en lið í Pepsi-Max deildinni sitja hjá í fyrstu tveimur umferðunum
Fyrir leik
Leið KR í 16-liða úrslitin:
KR hóf leik gegn HK en leiknum lauk með 2-0 sigri.
Næst mætti Augnablik í heimsókn á Meistaravelli og sigraði KR þann leik 3-1.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins árið 2019 en þá hafði Selfoss betur. Það er því mikið undir í kvöld.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin á leik KR og Selfoss í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Leikurinn fer fram á Meistaravöllum og hefst á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
9. Eva Núra Abrahamsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
21. Þóra Jónsdóttir
22. Brenna Lovera
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
27. Caity Heap

Varamenn:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
3. Emilía Torfadóttir
8. Katrín Ágústsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: