Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
1
KV
Halldór Arnarsson '24 1-0
1-1 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson '64
03.06.2021  -  19:15
Hertz völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: Hefðbundið íslenskt sumarveður, skýjað og nokkur vindur.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Halldór Arnarsson
Byrjunarlið:
12. Sveinn Óli Guðnason (m)
Halldór Arnarsson
3. Reynir Haraldsson
4. Patrik Hermannsson
4. Jordian G S Farahani (f)
7. Arian Ari Morina ('75)
8. Aleksandar Alexander Kostic ('45)
10. Rees Greenwood
14. Jorgen Pettersen ('68)
21. Róbert Andri Ómarsson
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason ('75)
14. Ástþór Ingi Runólfsson
16. Hilmir Vilberg Arnarsson ('45)
20. Hörður Máni Ásmundsson ('68)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
26. Emil Skorri Þ. Brynjólfsson

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Arnar Steinn Einarsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Magnús Þór Jónsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Matthías Pétur Einarsson
Gunnar Gunnarsson

Gul spjöld:
Jordian G S Farahani ('39)
Arian Ari Morina ('42)
Axel Kári Vignisson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Kaflaskiptum leik lokið í Breiðholtinu.

ÍR-ingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en taflið snerist heldur betur við í þeim síðari.

Litlu mátti muna að gestirnir hefðu stolið sigrinum með síðustu snertingu leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin sættast á eitt stig hvort.

KV enn taplausir í deildinni.
90. mín
+3

Axel Kári brýtur af sér og KV fær aukaspyrnu sem þeir taka stutt. Boltinn sendur fyrir og Patryk Hryniewicki hrynur niður.

Ekkert dæmt.
90. mín
+2

Nikola reynir að skrúfa hann í fjærhornið en skotið laust og Sveinn Óli grípur.
90. mín
Hilmir Vilberg liggur sárþjáður eftir fyrir utan teig síns liðs og Helgi Freyr Þorsteinsson, sjúkraþjálfari ÍR sem lengi hefur verið aðalmarkvörður liðsins skokkar inn á hlúir að honum.
89. mín
Jonatan Belányi með þrumuskot í varnarmann örfáum sekúndum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Sýndist það vera Halldór Arnarsson, í enn eitt skiptið sem kemur ÍR-ingum til bjargar.
88. mín
Inn:Jonatan Aaron Belányi (KV) Út:Valdimar Daði Sævarsson (KV)
87. mín
ÍR ingar í álitlegri sókn. Hörður Máni með góðan bolta upp í hornið á Reyni Haralds sem á fína sendingu í gott svæði í teignum. Þar eru gestirnir þó fyrri til.
87. mín
Gunnar Oddur stoppar leikinn og sendir Samúel útaf. Virðist hafa verið farið að blæða úr fótleggnum á honum.
86. mín
KV hefur verið mikið mun meira með boltann hér í seinni hluta síðari hálfleiks og. yrði það gegn gangi leiksins ef heimamenn myndu ná forystunni.

KV eru að banka vel á dyrnar en ÍR eru hættulegir í skyndisóknum.
85. mín
Þorsteinn Örn við það að láta skotið ríða af inni í teignum þegar Halldór Arnarsson rennir sér til bjargar. Mikill kraftur í þessari vel tímasettu tæklingu.
81. mín
Hörður Máni með skot fyrir utan teig sem Ómar er eitthvað óviss með. Boltinn lekur úr höndum markvarðarins sem nær þó að bjarga sér að lokum.
79. mín
Nikola Djuric með skot sem er auðvelt viðureignar fyrir Svein Óla.
75. mín
Inn:Bragi Karl Bjarkason (ÍR) Út:Arian Ari Morina (ÍR)
Hér kemur þriðja skipting Breiðhyltinga.
74. mín
Inn:Aron Daníel Arnalds (KV) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (KV)
Hér kemur fyrsta skipting KV. Markaskorarinn Vilhjálmur Kaldal út.
73. mín
Frábær tækling frá Samúel Má stoppar hættulega skyndisókn ÍR-inga. Þessi minnti á Ragga Sig á Jamie Vardy á EM 2016.

Sviðið talsvert minna þó.
71. mín
KV eru að undirbúa sína fyrstu skiptingu og ÍR ætla að gera sína þriðju.
69. mín
Stórhættuleg hornspyrna frá vinstri dettur niður á Nikola Djuric á markteignum. Nikola nær skoti en beint á Svein Óla sem lokaði vel á færið.
68. mín
Inn:Hörður Máni Ásmundsson (ÍR) Út:Jorgen Pettersen (ÍR)
Hörður Máni kemur inn í varnarhorni eftir að KV hafði fengið fínt skallafæri á fjærstönginni.
66. mín
Patrik tekinn niður og aukaspyrna dæmd, áður en hún er tekin leggst Jorgen Pettersen meiddur niður.

ÍR virðast ætla að gera skiptingu, þangað til leika heimamenn einum færri.
64. mín MARK!
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (KV)
Stoðsending: Nikola Dejan Djuric
Nikola Djuric keyrir á Patrik Hermannsson og nær sendingunni inn á Vilhjálm sem snýr skemmtilega í teignum og klárar í fjærhornið úr nokkuð þröngu færi.

1-1 verðskuldað jöfnunarmark.
60. mín
Vilhjálmur Kaldal laumar boltanum inn fyrir á Nikola Djuric sem reynir fyrirgjöf en markaskorarinn Halldór Arnarsson er vel á verði í vörninni.
58. mín
Hornspyrna frá vinstri þar sem Patryk rís hæst í teignum en Gunnar Oddur dæmir á hann brot.
57. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (ÍR)
57. mín
KV með yfirhöndina þessar fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Axel Kári brýtur á Vilhjálmi og uppsker gult spjald.
56. mín
KV sendir fyrir frá vinstri en Reynir Haraldsson hreinsar með sínum öfluga hægri fæti. Hornspyrna.
54. mín
KV NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA

Nikola Djuric kemur sér fram fyrir Halldór Arnarson og skýtur boltanum í slánna.

Sekúndum síðar virðist boltinn fara í höndina á Reyni Haraldssyni og gestirnir heima víti. Ekkert dæmt.
52. mín
Hætta í vítateig heimamanna sem gengur bölvanlega að koma boltanum í burtu.

Ingólfur Sigurðsson reynir að þræða boltann í gegn áður en Patrik Hermannsson nær að endingu að lúðra knettinum frá marki.
49. mín
Róbert Andri keyrir á Þorstein Örn, reynir fyrirgjöf og uppsker hornspyrnu sem Jorgen tekur.

Stórhætta eftir spyrnuna þar sem Hilmir Vilberg fær gott skotfæri en skotið beint í varnarmann.
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju.

Heimamenn sækja að ÍR-heimilinu.
45. mín
Inn:Hilmir Vilberg Arnarsson (ÍR) Út:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR)
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið í fjörugum leik á Hertz-vellinum.

ÍR leiðir með einu marki gegn engu eftir gott skallamark miðvarðarins Halldórs Arnarsonar.

Spennandi seinni hálfleikur hefst eftir um stundarfjórðung.
45. mín
+2

Brot ofan á brot ofan á brot hér í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
45. mín
Tveir Vesturbæingar brjóta af sér á sömu sekúndunni, hvorugur nálægt boltanum.

Aukaspyrna dæmd á aftara brotið.
43. mín
Leiknum ótengt þá virðast boltastrákarnir vera farnir að æfa leikaraskapinn og fleygja sér endurtekið í jörðina við hlið ÍR-marksins.
42. mín Gult spjald: Arian Ari Morina (ÍR)
42. mín
Arian eltir stungusendingu og reynir að renna sér í boltann á undan Ómari í marki KV.

Markvörðurinn er fyrri til og brot dæmt.
39. mín Gult spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
35. mín
Heimamenn spila sig upp völlinn og færa boltann vel frá hægri til vinstri og svo aftur.

Alexander Kostic rennir boltanum á Rees Greenwood sem kemur sér í skotfæri en er í litlu jafnvægi skotið beint á Ómar í markinu.
30. mín
Greenwood með góða skottilraun fyrir utan teig. Ómar vel á verði og blakar boltanum framhjá.

Horn sem Greenwood tekur.
27. mín
Vilhjálmur Kaldal, framherji KV, eitthvað farinn að haltra. Yrði blóðtaka fyrir gestina að missa hann út.

Á sama tíma reynir Rees Greenwood í þriðja skiptið í leiknum að taka boltann á lofti með hælnum í tilraun til þess að koma í veg fyrir innkast.
25. mín
Gestirnir ekki langt frá því að komast í gegn strax eftir markið. Enginn uppgjöf í Vesturbæingum en það ætti ekki að koma á óvart.
24. mín MARK!
Halldór Arnarsson (ÍR)
Stoðsending: Jorgen Pettersen
Axel Kári með hornspyrnu frá hægri.

Boltinn svífur yfir pakkann á Jorgen Pettersen sem skallar til baka.

Þar mætir Halldór Arnarsson sem skallar í slá og inn.

1-0 fyrir heimamenn.
23. mín
Sveinn Óli grípur fyrigjöf og reynir að kasta Arian í gegn. Mikill kraftur í höndunum á Sveini og boltinn endar hjá Ómari í marki KV.
22. mín
Jorgen Pettersen brýtur klaufalega á Nirði út við hliðarlínu. Hér hefði spjald geta farið á loft.
20. mín
Reynir Haraldsson reynir að taka innkast en eitthvað klikkar. Vitlaust innkast.
19. mín
Valdimar í séns á að koma Nikola Djuric í úrvalsfæri en sendingin slök.
17. mín
Vesturbæingar sækja hratt en Valdimar Daði hangir aðeins of lengi á boltanum og fær sendingin að endingu að líða fyrir það.
16. mín
Patrik Hermannsson með frábært skot úr hægri bakverðinum sem siglir rétt framhjá vinstri samskeytunum.
14. mín
Róbert Andri reynir að taka aukaspyrnu hratt og laumar honum inn fyrir vörnina á Arian sem klárar en Gunnar Oddur kallar þá til baka.
13. mín
Það þarf ekki að eyða of mörgum orðum í þessa fyrirgjöf frá Rees.
13. mín
Aukaspyrna á góðum stað fyrir fyrirgjöf. Brotið á Arian og Rees Greenwood gerir sig líklegan til að taka spyrnuna.
9. mín
Axel Kári með frábæra sendingu upp vinstri kantinn sem Arian eltir upp að endalínu. Fyrirgjöf hans finnur þó engann nema varnarmann KV.

Hornspyrna sem ekkert verður úr.
8. mín
Góður samleikur upp hægri kantinn og Kristján Páll á hættulega sendingu sem Sveinn Óli markvörður ÍR hirðir.
6. mín
Arian Morina sleppur í gegn frá miðju en er réttilega dæmdur rangstæður.

Bæði lið að reyna að sækja fyrstu mínúturnar.
5. mín
Alexander Kostic mundar skotfótinn af löngu færi.

Skotið auðvelt fyrir Ómar Castaldo í marki gestanna.
3. mín
Hættulegur, lágur bolti sem Njörður Þórhallsson miðjumaður KV nær ekki að koma fætinum í.

Lofaði góðu en varð að engu.
3. mín
KV fá fyrstu hornspyrnu leiksins, Nikola Dejan Djuric reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og út fyrir endalínu.
1. mín
Leikur hafinn

Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að Kópavoginum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og heilsa þessum tuttugu eða svo áhorfendum sem mættir eru á völlinn.
Fyrir leik
Tæpur stundarfjórðungur til stefnu og það er kuldalegt hér í Mjóddinni. Hefðbundið íslenskt sumarveður svo sem.
Fyrir leik
Nýliðar KV gera einnig eina breytingu frá sigrinum á Fjarðabyggð.

Askur Jóhannsson fer út og Valdimar Daði Sævarsson kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Heimamenn gera eina breytingu á liðinu sem sigraði Magna með fimm mörkum gegn einu í síðustu umferð.

Bergvin Fannar Helgason fer út og Róbert Andri Ómarsson kemur í hans stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má finna hér til hliðar.
Fyrir leik
Liðin hafa sex sinnum mæst á Íslandsmótinu, öll skiptin í 2. deildinni. ÍR-ingar sigruðu báða leiki liðanna tímabilið 2016.

KV sigur og jafntefli varð niðurstaðan 2015 og liðin skiptust á sigrum tímabilið 2013.

Liðin hafa einnig mæst tvisvar í bikarkeppninni en 2016 sigraði KV viðureign liðanna í vítaspyrnukeppni en ÍR vann öruggan 3-0 sigur í síðustu viðureign liðanna 2019.
Fyrir leik
KV hefur einnig sótt þrjú stig gegn Magna en Vesturbæingar hófu tímabilið með 3-2 sigri gegn Grenvíkingum.

Eftir tvö jafntefli 4-4 gegn Kára og 1-1 gegn Njarðvík innbyrtu KV sinn annan sigur á tímabilinu gegn Fjarðabyggð í síðustu umferð, 2-0.

Vesturbæingar hafa enn ekki tapað leik í deildinni en Askur Jóhannesson, Samúel Már Kristinsson, Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson hafa hver um sig skorað tvö mörk á tímabilinu.
Fyrir leik
Eitt stig og þrjú sæti skilja liðin tvö að í deildinni fyrir leikinn í kvöld.

ÍR-ingar hafa byrjað af krafti, ef litið er framhjá stórtapi gegn Þrótti V. í síðasta heimaleik liðsins og sitja í efsta sæti deildarinnar.

Eftir skellinn gegn lærisveinum Hemma Hreiðars héldu ÍR-ingar í gjöfult ferðalag til Grenivíkur þar sem 5-1 stórsigur varð niðurstaðan. Fyrirliðinn Axel Kári Vignisson kom gestunum yfir en þeir Jorgen Petterson, Rees Greenwood, Bergvin Fannar Helgason og Róbert Andri Ómarsson skoruðu hin mörkin fjögur.

Axel, Jorgen og Arian Ari Morina eru jafnmarkahæstir hjá ÍR á tímabilinu með tvö mörk.
Fyrir leik
Góðan daginn góðir hálsar og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hertz-vellinum í Breiðholti.

Heimamenn í ÍR munu í dag mæta liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar í fimmtu umferð 2. deildar karla sumarið 2021.
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
Patryk Hryniewicki
3. Þorsteinn Örn Bernharðsson
8. Njörður Þórhallsson
10. Ingólfur Sigurðsson
10. Samúel Már Kristinsson
11. Valdimar Daði Sævarsson ('88)
17. Gunnar Helgi Steindórsson (f)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('74)
20. Nikola Dejan Djuric
22. Kristján Páll Jónsson

Varamenn:
12. Hugi Jóhannesson (m)
6. Kristinn Daníel Kristinsson
8. Magnús Snær Dagbjartsson
9. Askur Jóhannsson
20. Agnar Þorláksson
20. Jonatan Aaron Belányi ('88)
21. Aron Daníel Arnalds ('74)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Auðunn Örn Gylfason
Björn Þorláksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: