Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Fylkir
2
1
Tindastóll
Hulda Hrund Arnarsdóttir '26 1-0
Shannon Simon '55 2-0
2-1 Hugrún Pálsdóttir '88
10.06.2021  -  18:00
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Gervigras - 9°C, rigning og örlítil gola
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Áhorfendur: 147
Maður leiksins: Sæunn Björnsdóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Bryndís Arna Níelsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir ('61)
3. Íris Una Þórðardóttir ('85)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
9. Shannon Simon ('85)
10. Berglind Baldursdóttir ('76)
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f) ('76)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
2. Valgerður Ósk Valsdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir ('85)
5. Katla María Þórðardóttir ('76)
11. Fjolla Shala ('61)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('85)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('76)
31. Emma Steinsen Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkir tekur stigin þrjú! Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld.
95. mín
Alveg að verða búið. Fylkir er að sigla þessu heim.
93. mín Gult spjald: Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
92. mín
Amber komin fram í horni og nær að komast í boltann en skallinn framhjá!!!
92. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Helena Ósk að sleppa í gegn, mikill hraði í henni en nær ekki að finna samherja.
88. mín MARK!
Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Aldís María Jóhannsdóttir
Lagleg fyrirgjöf frá Aldísi sem finnur Hugrúnu á fjær. Hugrún tekur við boltanum og kemur honum í fjærhornið. Pínu klaufalegur varnarleikur að hreinsa þennan ekki í burtu.
86. mín
Tinna Brá gerir vel og nær boltanum þegar Hugrún var komin inn á teiginn. Skömmu áður féll Helena niður eftir viðskipti við Laufeyju, Helena var að sleppa í gegn en fór full auðveldlega niður þarna, bjóst kannski við meiri snertingu.
85. mín
Inn:Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir) Út:Shannon Simon (Fylkir)
85. mín
Inn:María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
84. mín
Tindastóll fær tvær hornspyrnur í röð.

Eftir þá seinni á Sylvía skot en það vel yfir mark Fylkis.
83. mín
Furðulegur dómur núna, Fjolla fór vissulega af krafti i návígi við Hugrúnu sem fann vel fyrir því en fannst boltinn vera þarna á milli. Aukaspyrna úti á miðjum velli.
82. mín
Hulda Hrund með hörkuskot vinstra megin úr teignum en skotið framhjá fjærstönginni.
81. mín
Hugrún með flotta sendingu inn fyrir á Jacqueline en Tinna Brá gerir virkilega vel, mætir vel út á móti og ver með fætinum.
80. mín
Helena með skot framhjá fjærstönginni hægra megin úr teignum.
79. mín
Bryndís fær boltann inn á teignum, á skot sem fer af Maríu, boltinn hrekkur til Helenu en af henni og til Amber.
79. mín
Helena með fyrirgjöf sem Laufey kemst fyrir en Fylkir fær hornspyrnu.
77. mín
Vá Amber! Virkilega vel varið þarna!

Íris Una með flotta fyrirgjöf á Bryndísi sem skallar boltann og hann á leiðinni inn á fjærstönginni en Amber með glæsilega skutlu og ver boltann aftur fyrir - í horn.
76. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylkir) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)
76. mín
Inn:Katla María Þórðardóttir (Fylkir) Út:Berglind Baldursdóttir (Fylkir)
72. mín
Liðin funda á miðjum vellinum, sitt í hvoru laginu, þessa stundina á meðan Sæunn fær aðhlynningu.
71. mín
Berglind með tilraun með vinstri sem Amber ver út við stöngina, skotið þó ekki fast.
66. mín
Jacqueline með flotta sendingu á Hugrúnu sem er í dauðafæri. Alltof þung snerting frá Hugrúnu og Tinna Brá vel á tánum og kemst í þennan bolta.
65. mín
Aldís María með fyirgjöf en sýnist Kolbrún hreinsa þessa frá.
64. mín
Við skiptinguna fór Þórdís út í stöðuna hennar Stefaníu og Fjolla kom inn á miðjuna.
61. mín
Inn:Fjolla Shala (Fylkir) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
61. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Tinna handsmar. Hugrún með þennan bolta.
59. mín
Hulda Hrund reyndi að finna Stefaníu inn á teignum en sendingin aðeins of löng.
55. mín MARK!
Shannon Simon (Fylkir)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
Frábær skalli frá Shannon eftir fyrirgjöf frá Sæunni, sneiðir boltann einhvern veginn hálfvegis með bakið í markið.

Sæunn tók stutt horn á Þórdísi, fékk boltann aftur og sendi fyrir. Amber fór í smá skógarhlaup, mögulega að þessi stuttu horn séu að trufla hana eitthvað inn á teignum. Reiknaði sennilega með fyrirgjöf á miðjan teiginn en þessi var á nærstöngina.
55. mín
Hulda Hrund gerir vel og krækir í hornspyrnu. Bryndís Arna gerði vel í aðdragandanum.
54. mín
Opinberar tölur eru að 147 manns séu mættir í stúkuna til að horfa á leikinn.
52. mín
Jacqueline fær boltann í andltið, smá hrinding í bak - tæplega brot - og Jacqueline liggur eftir og fær aðhlynningu.
50. mín
Laufey með lausa skottilraun, þetta var ekki líklegt.
50. mín Gult spjald: Sæunn Björnsdóttir (Fylkir)
Brot á miðjum vallarhelmingi Fylkis.
46. mín
Inn:Hallgerður Kristjánsdóttir (Tindastóll ) Út:Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll )
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Staðan 1-0 og má segja að það sé verðskuldað.

Fylkir átti svona tíu skot við vítateig Tindastóls sem fóru beint á Amber í marki Tindastóls.
45. mín
45+2

Fylkir klárar fyrri hálfleikinn á því að taka hornspyrnu.
45. mín
45+1

Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Stefanía með skot með vinstri en það fer langt framhjá.
43. mín
Sylvía nær ekki að hreinsa í innkast og boltinn í hornspyrnu.

Ekki neitt kom upp úr þessari hornspyrnu Árbæinga, allar eru þær teknar stutt.
41. mín
Dominiqe með tilraun framhjá marki Fylkis.
41. mín
Bryndís Arna með ágætis tilþrif og nær að koma boltanum á Shannon sem skýtur við vítateig Tindastóls og boltinn beint á Amber, áður séð efni.
40. mín
Boltinn fellur fyrir Shannon við vítateig Tindastóls og hún á skot sem fer Amber er ekki í neinum erfiðleikum með.
38. mín
Kolbrún Tinna fær dauðafæri þarna en boltinn aðeins of langt frá henni kannski. Pikkar í boltann og Amber ver eftir smá atgang eftir hornspyrnuna.
37. mín
Hulda gerir ágætlega inn á teignum, kemur sér í skotfæri og á skot sem fer af Bryndísi sem kemst fyrir og þaðan fór boltinn yfir. Hornspyrna.

Shannon með flotta sendingu á Huldu í aðdragandanum.
36. mín
Dominiqe með hörkutilraun en skotið yfir mark Fylkis, hitti boltann vel, góður kraftur en skotið of hátt.
34. mín
Shannon með skot af löngu færi sem fer beint á Amber.
31. mín
Fylkir fær horn.

Þetta horn tekið stutt og verður að öðru horni. Það er líka tekið stutt og Stólar hreinsa svo fyrirgjöfina í burtu.

Laglegt spil hér rétt áður en Hulda rétt missti af því að komast inn á teig með boltann.
28. mín
Shannon reynir að finna Bryndisi í gegn en Bryndis nær ekki aðtaka almennilega við boltanum.
26. mín MARK!
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
Glææææsilega gert þarna! Löng sending upp völlinn frá Sæunni sem fer frábærlega við hlaup Huldu. Hulda tekur nokkrar snertingar, stillir sér vel upp, kemur sér inn á teiginn og á gott skot á nærstöngina. Virkilega vel gert!
24. mín
Þórdís Elva á sprettinum og tekur skot við teiginn sem fer beint á Amber. Fylkiskonur komast reglulega að vítateig Tindastól en skjóta alltaf nokkrum metrum fyrir utan teiginn í stað þess að reyna fara lengra.
23. mín
Gestirnir eru aðeins að ná að tengja betur sín á milli og er þetta minna tilviljunarkennt í þeirra sóknaruppbyggingum miðað við í byrjun leiks.
22. mín
Stefanía með mislukkaði tilraun þegar hún annað hvort reyndi að gefa fyrir eða skjóta hægra megin við teiginn.
21. mín
Jacqueline með fín tilrþrif, sendir á Dominiqe sem á skot beint í varnarmann Fylkis. Sýndist það vera María sem varð fyrir skotinu en er ekki alveg viss.
20. mín
Jacqueline með fyrstu hornspyrnu leiksins en Bryndís Arnar skallar frá.
19. mín
Bryndís skorar en er dæmd rangstæð. Sýndist þetta vera rétt. Shannon átti sendinguna.
17. mín
Jacqueline með tilraun framhjá marki Fylkis.
15. mín
Þórdís Elva með skot fyrir utan teig sem fer framhjá fjærstönginni. Lítil hætta en við fögnum tilrauninni.
15. mín
Laufey með skot/fyrirgjöf sem Tinna handsamar í annarri tilraun.
13. mín
Stólar ná ekki að tengja sendingu við liðsfélaga hérna í upphafi leiks.
12. mín
Bryndis með skot fyrir utan teig en það beint á Amber.
11. mín
Gangur leiksins hefur haldist sá sami, Fylkir meira með boltann án þess þó að skapa neitt afgerandi færi.
10. mín
Hulda sendir inn á Þórdísi inn á teignum en Þórdís nær ekki skoti á markið.
7. mín
Lið Fylkis:
Tinna
Íris - Kolbrún - Sæunn
Stefanía - Þórdís - María - Hulda
Berglind - Shannon
Bryndís

Einhvern veginn svona, ca. kannski...
7. mín
Bryndís Arna með hörkuskot en það beint á Amber sem ver.
5. mín
Aukaspyrna af vinstri kantinum frá Tindastóli, inn á teiginn og Stólar ná snertingu en boltinn endar í höndum Tinnu.
3. mín
Lið Tindastóls:
Amber
María - Bryndís - Kristrún - Sylvía
Hugrún - Dominiqe - Bergljót - Laufey
Jaqcqueline
Aldís
3. mín
Hulda Hrund með skot sem Amber ver.
2. mín
Heimakonur eru öflugri í upphafi leiks. Amber er búinn að grípa eina fyrirgjöf frá hægri fráærlega og mætti vel úti á móti stunugsendingu rétt í þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Tindastóll byrjar með boltann og sækir frá sundlauginni.
Fyrir leik
Fylkir spilar í appelsínugulum treyjum og svörtum stuttbuxum. Tindastóll leikur í hvítum treyjum og fjólubláum stuttbuxum.
Fyrir leik
Það er rigning upp í Árbæ og einungis örlítil gola. 9°C og allt klárt fyrir flottan leik.
Fyrir leik
Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum Tindastóls, ferðaðist ekki með Tindastóli suður í þennan leik þar sem kærastan hans á von á barni og eru engir sénsar teknir. Guðni Þór Einarsson er því einn titlaður aðalþjálfari í dag.
Fyrir leik
Murielle á bekknum
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá ef smellt er á "heimalið" og "gestir".

Tvær breytingar eru á liði Fylkis frá síðasta leik. Þórdís Elva Águstsdóttir kemur inn í liðið sem og Bryndís Arna Níelsdóttir. Þær Helena Ósk Hálfdánardóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir taka sér sæti á bekknum.

Tvær breytingar eru einnig á liði Tindastóls frá síðasta leik. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir koma inn í æiðið fyrir þær Hallgerði Kristjánsdóttur og Murielle Tiernan sem setjast á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin koma inn um klukkan 17:00 og verður farið yfir breytingar á byrjunarliðum liðanna og annað athyglisvert.
Fyrir leik
Guðrún Arnardóttir, leikmaður Djurgarden og íslenska landsliðsins, spáði í leikinn fyrir mánuði síðan. Hún spáði þá leiknum 3-1 fyrir Fylki. Það er gert til gamans að endurbirta það sem hún sagði þó orðið sé vissulega mánuður frá spánni.


Fylkir 3 - 1 Tindastóll

,,Ef eitthvað lið þarf að rífa sig í gang frá fyrstu umferðinni, þá eru það Fylkiskonur. Þær fengu harkalegan skell í fyrstu umferðinni en þær nýta sér það til góðs og mæta snarvitlausar í þennan leik. Fylkiskonur munu komast i 3-0 en Tindstóll gefst aldrei upp og þær skora eitt sárabótamark í lokin. 3-1 lokaniðurstaðan og Fylkiskonur koma sér á sigurbraut."
Fyrir leik
Fylkir er, eftir fimm leiki spilaða, í neðsta sæti með tvö stig. Tindastóll er í næstneðsta með fjögur stig.

Tindastóll tapaði fyrir Val, 0-5, á heimavelli í síðustu umferð. Fylkir tapaði 1-2 á heimavelli gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Leikurinn er hluti af 2. umferð deildarinnar en var frestað vegna fjölda smita á Sauðárkróki í upphafi maí. Upphaflega átti leikurinn að fara fram þriðjudaginn 11. maí.

Leikurinn fer fram í dag þar sem hvorugt liðið er með leikmann í A-landsliðshópnum sem er í verkefni þessa dagana. Fylkir er reyndar með tvo leikmenn sem voru valdir í U19 hópinn sem æfði saman 7.-10. júní. Það eru þær Bryndís Arna og Tinna Brá.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna.

Sæbjörn Steinke heiti ég og fylgi ykkur í gegnum leikinn frá Würth vellinum í Árbæ.
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
Bergljót Ásta Pétursdóttir ('46)
Kristrún María Magnúsdóttir
2. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
26. Sylvía Birgisdóttir

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
18. Hallgerður Kristjánsdóttir ('46)
21. Krista Sól Nielsen
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
25. Murielle Tiernan

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Atli Jónasson
Guðrún Jenný Ágústsdóttir
Birna María Sigurðardóttir
Anna Margrét Hörpudóttir

Gul spjöld:
Aldís María Jóhannsdóttir ('93)

Rauð spjöld: