Fylkir
3
1
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '4
Helgi Valur Daníelsson '23 1-1
Óskar Borgþórsson '53 2-1
Dagur Dan Þórhallsson '59 3-1
20.06.2021  -  17:00
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól, hiti og hægur vindur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 848
Maður leiksins: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson ('69)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Arnór Gauti Jónsson ('77)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Jordan Brown
10. Orri Hrafn Kjartansson ('82)
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson
77. Óskar Borgþórsson ('77)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('77)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson ('69)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
11. Djair Parfitt-Williams ('77)
17. Birkir Eyþórsson ('82)
20. Hallur Húni Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Árbænum, 3-1 sigur Fylkis staðreynd.

Ég þakka fyrir mig. Viðtöl og skýrsla fylgir innan skamms.
92. mín Gult spjald: Morten Beck Guldsmed (ÍA)
Brýtur á Unnari.
90. mín
4 mínútum bætt við.
88. mín
Vitlaust innkast hjá Skagamönnum.

Það bara gengur ekkert upp hjá þeim.
87. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
87. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
82. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Orri búinn að vera flottur í dag. Birkir fær að spreyta sig.
81. mín
Orri sest niður. Hann er á leiðinni útaf.
78. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Kominn pirringur í Skagamenn. Rífur Orra niður inná miðjunni.
77. mín
Inn:Djair Parfitt-Williams (Fylkir) Út:Óskar Borgþórsson (Fylkir)
77. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
77. mín
Djair og Unnar gera sig tilbúna að koma inná.
76. mín
ÍA vinnur hornspyrnu.

Ekkert verður úr þessu.
73. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
69. mín
Inn:Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
67. mín
ÍA menn eru þreyttir og samskiptin lítil á milli þeirra. Á erfitt með að sjá þá koma til baka í þessum leik.
65. mín
Stólarinn hann Jón Gísli á skot hátt yfir markið. Fyrsta færi ÍA í síðari hálfleik.
62. mín
Viktor liggur eftir samstuð við Orra Svein. Spurning hvort hann haldi leik áfram.
59. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir)
Stoðsending: Helgi Valur Daníelsson
ÞETTA VAR SKO DÝRKEYPT!!

Helgi, Dagur og Daði með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnunni. Helgi og Dagur fakea að Daði tekur og Helgi laumar boltanum aftur fyrir sig á Dag sem skýtur fast frá hægri kantinum og beint á Dino sem missir boltann í gegnum klofið á sér og inn.

Óheppnir ÍA-menn, klókir Fylkismenn. 3-1!
58. mín
Brynjar brýtur á Orra Hrafn rétt fyrir utan teig. Þetta gæti orðið dýrkeypt fyrir Skagamenn.
53. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Eyþórsson
ÓSKAR!!

Óskar skorar sitt fyrsta mark í meistaraflokk. Boltinn kemur hár inní eftir hornspyrnu og skoppar af hausum og endar hjá Ásgeiri sem potar boltanum út á Óskar sem á fast skot í gegnum klofið á Dino. Verðskuldað mark fyrir þennan unga dreng.

2-1!
51. mín
Óskar með annan fastan bolta inn á Jordan en hann er sentimetrum frá því að ná að pota þessum inn. Fylkir halda áfram eins og þeir kláruðu fyrri 45.
46. mín
Fylkir byrja sterkt, vinna horn eftir 40 sekúndur.

Stutt horn og út á Daða sem á skot langt frá en erfitt fyrir Dino sem slær þó yfir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
ÞÞÞ inná, þeir færa Steinar upp á topp.
45. mín
Hálfleikur
Dansatriði frá 5. flokki kvenna hjá Fylki hérna í hálfleik.

Virkilega flottar!
45. mín
Hálfleikur
+2

Sterkur fyrri hálfleikur Fylkis, spennandi að sjá hvernig liðin koma inn í síðari hálfleik.
45. mín
+1

Helgi með fast skot fyrir utan teig en beint á Dino sem grýpur boltann.
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Hornspyrna fyrir ÍA.

Boltinn skallaður frá en endar svo í háum bolta á Viktor sem á skalla rétt framhjá.
42. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Skipting snemma hjá Jóa Kalla. Sá ekki hvort hann hafi fengið högg eða ekki en ég myndi halda að þetta væri tengt meiðslum.
40. mín
Horspyrna fyrir Fylki á vinstri hlið.

Á hausinn á Ásgeiri sem skallar boltann í jörðina og svo skoppar í hendurnar á Dino.
35. mín
Óskar Borgþórsson búinn að vera mjög öflugur fyrir Fylkismenn í dag. Greinilega mikið efni þessi strákur.
30. mín
Óskar uppsker hornspyrnu fyrir Fylki.

Nokkur skot hjá Fylki sem ÍA nær alltaf að verjast. Endar hjá Helga sem skýtur framhjá.
28. mín
Helgi Valur laumar boltanum inn fyrir vörn ÍA á Jordan en skotið hans rétt sleikir utanverða stöngina og aftur fyrir.

Fylkismenn mikið líklegri.
27. mín
Orri Hrafn fær boltann fyrir utan teig og leikur á tvo, skýtur svo fast í hornið en Dino ver.
23. mín MARK!
Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Stoðsending: Jordan Brown
HELGI VALUR!!

Þetta hlaut að koma. Jordan Brown fær boltann hjá endalínunni og á lágan, fastan bolta inn á Helga Val sem leggur hann öruggt í nærhornið.

1-1!
20. mín
Annað dauðafæri!

Loftfimleikar í vítateig ÍA og endar boltinn hjá Helga Val sem á skot á lofti nálægt markinu en Dino fljótur að bregðast við og nær að verja í horn.

Ekkert verður úr horninu.
19. mín
Djair farinn að hita upp fyrir árbæinga.
18. mín
Fylkir eru í miklum erfiðleikum með að finna leið í gegnum þétta Skagamennina.
14. mín
Jón Gísli brýtur á sér, aukaspyrna fyrir Fylki.

Boltinn dettur fyrir Óskar sem sendir boltann út á Orra Hrafn sem á skot en í varnarmann ÍA og þeir hreinsa á endanum.
10. mín
Fylkismenn vilja víti.

Ragnar Bragi fær boltann utan teigs og fer með hann inní teig, Aron Kristófer eltir hann og Ragnar dettur. Spurning um snertingu en mjög erfitt að dæma þetta.
10. mín
Dauðafæri!

Dagur kemur með sendingu inní og hann fer í gegnum alla og á Óskar sem á skot í markteig en beint á Dino.
8. mín
Hornspyrna fyrir ÍA.

Fer yfir allan pakkann og í innkast.
4. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
ÞEIR SKORA STRAX!!!

Fyrsta sókn Skagamanna endar í marki. Vinna boltann á miðjunni og spila upp á Viktor sem kemur með stungu sendingu framhjá Orra Svein á Hákon Inga sem skýtur í stöngina en Gísli réttur maður á réttum stað og potar boltanum í autt markið.

4 mínútur liðnar, 0-1!
2. mín
Óskar fær boltann á hægri kantinum og leikur á Aron Kristófer. Reynir fasta sendingu inn í á Jordan en hann rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og stúkan að fyllast.

Ragnar Bragi vinnur uppkastið og velur að vera með sólina í baki í meðvind til að byrja leikinn og ÍA byrjar því með boltann.
Fyrir leik
Rúmlega 20 mínútur í leik og fólk farið að koma sér fyrir í stúkunni. Býst við ágætri mætingu á völlinn.
Fyrir leik
Bæði liðin eru komin út á völl að hita upp.

Veðrið er mjög fínt í Árbænum og allir vel peppaðir í þennan leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Fylkir spilaði síðast við Breiðablik laugardaginn 12. júní síðastliðinn. Breiðablik vann þann leik 2 - 0 og Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson þjálfarar liðsins gera tvær breytingar á liðinu. Unnar Steinn Ingvarsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson fara út en inn koma þeir Jordan Brown og Óskar Borgþórsson. Djair Parfitt-Williams er ekki alveg orðinn heill þannig hann byrjar á bekk Fylkismanna í dag.

ÍA tapaði líka síðasta leik sínum 0 - 2 en þeir mættu þá KA á heimavelli sínum á Akranesi. Óttar Bjarni Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið í þeim leik og tekur því út leikbann í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins gerir fjórar breytingar á liðinu. Inn koma þeir Aron Kristófer Lárusson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Már Guðjónsson og Hákon Ingi Jónsson.

Í þeirra stað fara Þórður Þorsteinn Þórðarson, Brynar Snær Pálsson og Morten Beck á bekkinn auk þess sem Óttar Bjarni er sem fyrr segir í banni.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Djair Parfitt-Williams var meiddur í seinasta leik gegn Breiðablik og því ekki í hóp en ekki er vitað með hann í dag. Það munu held ég allir í Árbænum vona að hann verði með í dag.
Fyrir leik
Spáin

Albert Hafsteinsson leikmaður Fram er spámaður Fótbolta.net fyrir níundu umferð Pepsi-Max deildar karla og spáði hann svona fyrir leik Fylkis og ÍA.

Fylkir 2 - 2 ÍA
,,Risa leikur í Árbænum. ÍA skorar eftir tvö horn horn horn frá ÞÞÞ og komast í góða forystu. Orri Hrafn og Unnar Steinn bjarga svo mikilvægu stigi fyrir Fylkismenn."

Fyrir leik
Dómarinn

Dómari dagsins er hann Egill Arnar Sigurþórsson. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Eftirlitsmaður er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.

Leikurinn er í góðum höndum í dag sýnist mér.

Fyrir leik
ÍA

Skagamenn sitja neðstir í deildinni með 5 stig eftir að hafa tapað á heimavelli gegn KA um seinustu helgi. Eini sigurleikur ÍA kom í Kórnum gegn HK en síðan þá hafa þeir tapað 3 leikjum í röð. Markahæstu leikmenn Skagamanna eru þeir Þórður Þorsteinn Þórðarson eða ÞÞÞ og líka hann Viktor Jónsson báðir með 2 mörk.


Fyrir leik
Fylkir

Fylkismenn eru með 7 stig eftir 8 leiki í deildinni og sitja því í 8. sæti fyrir leikinn í dag. Seinasti leikur þeirra var 2-0 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðablik. Fylkir hafa aðeins unnið einn leik í deildinni í sumar og var það gegn Keflavík hér á heimavelli en er fyrsti leikur þeirra í deildinni gegn FH eini tapleikur þeirra heima. Markahæsti leikmaður liðsins er Djair Parfitt-Williams sem hefur skorað 5 mörk í sumar sem er einnig helmingur allra marka Fylkismanna.

Fyrir leik
Fyrrum leikir liðanna

Fylkir og ÍA mættust seinat í ágúst seinasta árs í fyrri umferð Pepsi-Max deildarinnar, sá leikur var fjörugur og endaði sá leikur með 3-2 heimasigri ÍA manna eftir mark Tryggva Hrafns Haraldssonar úr víti á 92. mínutu. Ef við fengjum svipaða veislu hér í kvöld væri held ég enginn að kvarta.


Úr leik liðanna á seinasta tímabili
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Fylkis og ÍA

Leikurinn er spilaður á Würth vellinum í Árbænum og hefst hann á slaginu 17:00
Byrjunarlið:
31. Dino Hodzic (m)
Arnar Már Guðjónsson ('45)
Gísli Laxdal Unnarsson
4. Aron Kristófer Lárusson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('87)
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson ('87)
10. Steinar Þorsteinsson ('73)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('42)
44. Alex Davey

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('45)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('42)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('87)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('87)
21. Morten Beck Guldsmed ('73)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Hlini Baldursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('78)
Morten Beck Guldsmed ('92)

Rauð spjöld: