Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍA
3
0
Fram
Morten Beck Guldsmed '5 1-0
Steinar Þorsteinsson '11 , víti 2-0
Steinar Þorsteinsson '21 3-0
23.06.2021  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Skemmtilegar aðstæður, sól, blíða, smá gola á annað markið og 13°C
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Steinar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('61)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason ('71)
10. Steinar Þorsteinsson ('61)
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
21. Morten Beck Guldsmed ('64)
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('46)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
9. Viktor Jónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('61)
19. Eyþór Aron Wöhler ('64)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('61)
28. Benjamín Mehic ('71)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('2)
Alex Davey ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skagamenn fara áfram í 16-liða úrslit!
93. mín
Úff Eyþór.

Gummi Tyrfings fann Eyþór í dauðafæri inn á miðjum teignum en Eyþór skaut framhjá. Verður að gera betur!
92. mín
Brynjar með virkilega vonda tilraun úr þessari aukaspyrnu, veeel yfir.
91. mín
Brotið á Eyþóri úti hægra megin á sóknarhelmingi ÍA.
89. mín
Gummi liggur eftir og skagamenn bruna upp í skyndisókn. Brotið á Inga sýnist mér og heimamenn eiga aukaspyrnu.

Helgi stöðvar leikinn og Gummi fær aðhlynningu. Framarar voru ekki sáttir við að leikurinn var ekki stöðvaður fyrr.
88. mín
Framarar fá hornspyrnu.
87. mín
Óskar með skot vel yfir markið, aldrei líklegt.
86. mín
Ísak Snær brýtur á Þóri. Fínn séns fyrir Fram til að setja fyrsta markið.
86. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fram)
Braut á Ólafi Val.
85. mín
Þórir með skot sem Árni ver og heldur.
83. mín
Skagamenn eiga aukaspyrnu inn á vallarhelmingi Fram. Spila boltanum til baka og byggja upp sókn.
82. mín
Hlynur Atli fer í Eyþór Aron sem er að sleppa í gegn en ekkert dæmt, sást illa hvor pikkaði boltanum í burtu. Skagamenn mjög ósáttir.
80. mín
Framarar sækja mjög stíft, skalli framhjá núna frá Gumma.
79. mín
Hætta eftir hornið en Árni endar með boltann.
79. mín
Framarar sækja. Eiga skot rétt í þessu sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
77. mín
Gunnar á skot eftir að Gummi tekur spyrnuna til hliðar. Ekki svo galið en skotið yfir mark ÍA.
77. mín
Framarar fá aukaspyrnu á mjög hættulegum stað. Brotið á Aroni Snæ.
76. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Fram) Út:Danny Guthrie (Fram)
Fyrsta byrjunarliðsleik Guthrie með Fram lokið. Hann var orðinn aðeins þreyttur.
73. mín
Alveg skelfileg sending frá Brynjari sýndist mér sem fer beint á Framara og Guðmundur Magnúson á skot í fyrsta þar sem hann stendur við teiginn. Árni ver virkilega vel!
72. mín
Árni nálægt því að finna Eyþór í gegn en Stefán mættur á móti og nær til boltans.
72. mín
Framarar kalla 'gulir sokkar' inn á þegar þeir eru ósáttir við dómarann sem er svartklæddur og í gulum sokkum.
71. mín
Spyrnan frá Brynjari innarlega en Stefán gerir vel og grípur.
71. mín
Inn:Benjamín Mehic (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
70. mín
Skagamenn með skyndisókn, boltinn berst á Gumma Tyrfings en Aron Þórður gerir mjög vel í tvígang og kemur boltanum aftur fyrir.
70. mín
Eldgamli darraðadansinn inn á teig skagamanna en gestirnir ná ekki að skora. Fram á horn hinu megin núna.
69. mín
Löng sending fram á Gumma Magg sem reynir að koma sér í færi en tekst ekki.

Skömmu síðar nær Már að krækja í hornspyrnu.
66. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
64. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Morten Beck Guldsmed (ÍA)
62. mín
Skagamenn eiga hornspyrnu.

Brynjar tók spyrnuna, einhver snerting frá samherja en boltinn í innkast hinu megin sem Fram á.
61. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram)
61. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
61. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
60. mín
Framarar ósáttir við að Árni tók upp boltann eftir snertingu frá samherja, jafnvel sending til baka!
59. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Braut á Má sýndist mér.

Boltinn inn á teig ÍA en heimamenn hreinsa.
58. mín
Aron Kári þurfti á smá aðhlynningu að halda, lá eftir en er kominn inn á aftur.
55. mín
Framarar vilja víti en fá einungis hornspyrnu.
54. mín
ÚFFFF Fram nálægt því að minnka muninn.

Óskar með skot í slána af stuttu færi. Fram var í hörkusókn þarna.

Gestirnir eru að banka á dyrnar!
53. mín
Aron Snær með tilraun sem Árni er í vandræðum með. Davey gerir vel í að hreinsa í burtu.
52. mín
Gísli Laxdal með skot eða fyrirgjöf sem fer framhjá fjærstönginni.
52. mín
Framarar ósáttir við að skagamenn fengu aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi. Spurning um að eyða orkunni í eitthvað annað en tuð.
51. mín
Danny Guthrie með aukaspyrnu inn á teig ÍA og Gummi með skalla. Boltinn upp í loftið og Árni er með þetta í teskeið. Gummi var í rangstöðu í þokkabót.
48. mín
Gísli liggur eftir á miðjum vellinum og er Jói Kalli allt annað en sáttur með að Helgi Mikael hafi ekki dæmt Kyle brotlegan.
47. mín
Jón Gísli var á spjaldi og Jói Kalli ákvað að taka hann af velli í hálfleik.
46. mín
Kyle fer í miðvörðinn, Aron Þórður í vinstri bakvörðinn, Óskar fór í hægri bakvörð og Aron Kári fór á miðjuna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Þrjár breytingar í hálfleik.
46. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram) Út:Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram)
46. mín
Inn:Kyle McLagan (Fram) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
46. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Kyle er að koma inn á í seinni hálfleik. Kominn í treyjuna.
45. mín
Úrslit úr öðrum leikjum í kvöld, þessum leikjum er lokið:

ÍR 3 - 0 ÍBV

KFS 4 - 2 Víkingur Ó.

Afturelding 1 - 2 Vestri

Stjarnan 1 - 2 KA
45. mín
Hálfleikur
45+1

Haraldur með skot sem fer framhjá veggnum en Árni Marnó með þetta í markinu og heldur boltanum.
45. mín
45+1

Framarar eiga aukaspyrnu ekki langt frá vítateigi ÍA. Haraldur tekur!
45. mín
Hallur með fínan bolta sem Morten missir af. Steinar gerir virkilega vel að elta boltann uppi og nær að halda boltanum inn á. Steinar nær að koma boltanum á Gísla sem á fyrirgjöf en aftur rétt missa skagamenn af boltanum.

Skömmu áður fór Gummi aðeins í Davey. Gummi er á spjaldi og þarf að passa sig.
43. mín
Árni eilítið tæpur þarna, fyrirgjöf sem Gummi reynir að komast í og nær að trufla Árna sem nær ekki að grípa boltann. Skagamenn hins vegar vel á tánum og hreinsa lausan bolta í burtu.
42. mín
Virkilega vel gert hjá Árna. Kemur sterkt út úr markinu og grípur boltann.
41. mín
Gísli brýtur á Haraldi úti á vinstri kantinum. Fín fyrirgjafarstaða fyrir Fram.
39. mín
Indriði í færi hálfri mínútu eftir síðustu sókn. Guthrie með fyrirgjöf en skallinn frá Indriða framhjá.
39. mín
Frábær snörp sókn hjá gestunum. Aron Snær leggur boltann út á Óskar sem reynir að setja boltann fast á markið en skýtur framhjá.
35. mín
Ísak Snær með skalla eftir langt innkast frá Davey. Stefán gerir vel að handsama boltann inn á teignum.
33. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Guðmundur keyrir inn í Jón Gísla inn á vítateig ÍA. Klárt gult.
31. mín
Steinar með fyrirgjöf sem Hlynur Atli skallar aftur fyrir. Heimamenn eiga horn.

Ekki sérstök hornspyrna hjá Steinari sem Framarar hreinsa í innkast.
30. mín
Már með fasta fyrirgjöf eftir laglegan þríhyrning við Indriða Áka. Skagamenn skalla í burtu en svo brýtur Ísak Snær af sér ekki svo langt fyrir utan teiginn.

Fram á aukaspyrnu.

Guthrie tekur en skotið fer yfir mark heimamanna.
27. mín
Gummi Magg og Davey í baráttunni og Gummi liggur eftir. Ekkert dæmt, sá ekki vel hvað gerðist.

Helgi Mikael stöðvar leikinn mínútu seinna og leikmennirnir takast í hendur.
25. mín
Guðmundur með fyrirgjöf ætlaða Óskari en Árni Marinó grípur inn í.
23. mín
Framarar fá horn en heimamenn hreinsa.
21. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Óttar Bjarni Guðmundsson
Skagamenn eru komnir í 3-0!!

Aftur eiga heimamenn sendingu beint í gegnum hjartað á vörninni, Steinar er í flottu hlaupi, tekur við boltanum og á skot í hægra markhornið og skorar með fínasta skoti.

Þetta var einfaldlega langur bolti frá Óttari Bjarna sem Framarar leyfðu Steinari að komast í.
21. mín
Steinar tók hornið stutt og eftir smá spil á Brynjar fyrirgjöf sem fer beint aftur fyrir.
20. mín
Skagamenn fá horn.
19. mín
Már reynir að skipta boltanum yfir á Aron Snæ sem var með gott pláss úti vinstra megin en boltinn of innarlega og beint aftur fyrir.
18. mín
Óskar með skot eftir fínustu sókn hjá Fram en skotið í varnarmann, sýndist það vera Óttar sem komst fyrir.
16. mín
Haraldur reynir að finna Gumma Magg í gegn en boltinn aðeins of langur.
14. mín
Matthías með skottilraun með vinstri en Árni ekki í neinum vandræðum með þetta. Skotið auk þess á leið framhjá.
12. mín
Morten Beck í fínu færi en dæmdur brotlegur, steig Hlyn Atla út og Helga fannst það of mikið af því góða.
11. mín Gult spjald: Aron Kári Aðalsteinsson (Fram)
Braut á Ísaki inn á vítateignum.
11. mín Mark úr víti!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
Steinar skorar af miklu öryggi, fast skot í vinstra hornið. Stefán fór í rétt horn.
10. mín
ÍA fær víti!

Brotið á Ísaki Snæ og víti dæmt!! Helgi Mikael veitti hagnað þegar Ísak kom boltanum út í teiginn en skot Skagamanna fór ekki í markið og þá dæmdi Helgi víti.
9. mín
Morten Beck gerir vel að prjóna sig í gegn og á skot með vinstri en það beint á Stefán. Vörn Fram virkar ekki nægilega samstillt í upphafi leiks.
8. mín
Haraldur með alltof háa fyrirgjöf sem ógnar Skagamönnum ekkert. Árni tekur útspark.
7. mín
Lið Fram:
Stefán
Matthías - Hlynur - Aron Kári - Haraldur
Már - Danny - Óskar - Aron Ingi
Indriði Áki
Guðmundur
6. mín
Jón Gísli að tefla á tæpasta vað hér. Hann er að brjóta af sér á gulu. Hann þarf að passa sig!
5. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (ÍA)
Stoðsending: Alex Davey
Skagamenn komnir yfir!

Alex Davey með flotta sendingu inn fyrir vörn Fram á Morten Beck sem á skot sem Stefán Þór er í en boltinn lekur í netið.
4. mín
Þórður Þorsteinn með mjög mislukkað skot áðan en núna með flottan bolta inn á Ísak Snæ sem spilar framarlega á miðjunni í dag. Boltinn inn á teiginn og Ísak nær snertingu en ekki meira en það. Boltinn fer á Stefán.
3. mín
Fram fengið tvær aukaspyrnur í upphafi leiks en báðar hafa þær verið of langar.
2. mín
Lið ÍA:
Árni
Hallur - Óttar - Alex - Þórður
Jón Gísli
Gísli - Ísak - Brynjar - Steinar
Morten
2. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Fljótur að koma sér í bókina.
1. mín
Leikur hafinn
ÍA byrjar með boltann og sækir á móti vindi.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Fram leikur í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum. ÍA er í gulum treyjum og svörtum stuttbuxum.
Fyrir leik
Í beinni á ÍA-TV:
Hér er tengill á útsendinguna.
Fyrir leik
Það er sól og blíða á Akranesi. Smá gola á annað markið og þrettán gráðu hiti.
Fyrir leik
Eins og ég kom inn á í upphafi upphitunarinnar þá er Fram á toppi Lengjudeildarinnar. Liðið hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og stefnir hraðbyri upp í efstu deild.

ÍA er með fimm stig, hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli í níu leikjum sínum í Pepsi Max.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár: Danny Guthrie byrjar sinn fyrsta leik!
Skagamenn gera fimm breytingar frá 3-1 tapinu gegn Fylki í síðasta deildarleik.

Árni Marinó kemur í markið og þeir Þórður Þorsteinn, Óttar Bjarni, Brynjar Snær og Morten Beck koma einnig inn í liðið. Dino og Viktor taka sér sæti á bekknum en þeir Aron Kristófer, Arnar Már og Hákon Ingi eru ekki í hóp.

Framarar gera átta breytingar frá 5-1 sigrinum gegn Þrótti í síðasta deildarleik. Danny Guthrie byrjar sinn fyrsta leik, Stefán Þór kemur í markið og þeir Hlynur Atli, Matthías Kroknes, Óskar, Már, Aron Kári og Aron Snær koma einnig inn. Ólafur Íshólm, Kyle, Aron Þórður, Þórir, Tryggvi Snær og Gunnar taka sér sæti á bekknum. Alex Freyr og Fred eru ekki í hóp í dag.

Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson er ekki með Fram í dag vegna meiðsla.
Fyrir leik
Fram vann Hörð Ísafirði í fyrstu umferð (8-0) og lagði svo Víði (0-2) í síðustu umferð. ÍA kemur inn í keppnina í þessari umferð.

Í kvöld verður að sjálfsögðu leikið til þrautar. Framlenging og svo vítaspyrnukeppni ef á þarf að halda.
Fyrir leik
Liðin léku síðast í sömu deild sumarið 2018 í næstefstu deild. ÍA vann báða leiki liðanna.
Fyrir leik
Fjórtándi leikur liðanna

Liðin hafa mæst þrettán sinnum í bikrnum í gegnum tíðina. ÍA hefur unnið tíu sinnum og Fram þrisvar.

Liðin mættust síðast árið 2017 og fór sá leikur 4-3 fyrir ÍA. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍA í þeim leik. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði fjórða markið, sigurmarkið í uppbótartíma. Fram leiddi 1-3 en tvö mörk frá Garðari og eitt frá Ólafi alveg undir lokin tryggðu sigur ÍA.

Guðmundur Magnússon skoraði tvö af mörkum Fram í þeim leik og Alex Freyr Elísson skoraði eitt. Þeir eru báðar á mála hjá Fram í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Einungis eitt sæti skilur liðin að, ÍA er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinar og Fram er í efsta sæti Lengjudeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson ('46)
5. Haraldur Einar Ásgrímsson ('46)
6. Danny Guthrie ('76)
7. Guðmundur Magnússon (f)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson ('66)
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('61)
32. Aron Snær Ingason

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan ('46)
6. Gunnar Gunnarsson ('76)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('66)
8. Aron Þórður Albertsson ('46)
9. Þórir Guðjónsson ('61)
30. Anton Hrafn Hallgrímsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Aron Kári Aðalsteinsson ('11)
Guðmundur Magnússon ('33)
Þórir Guðjónsson ('86)

Rauð spjöld: