Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
1
1
KA
Steven Lennon '21 , víti 1-0
Dusan Brkovic '67
1-1 Jonathan Hendrickx '75
27.06.2021  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Völlurinn flottur, skýjað og 11 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson - FH
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('76)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
23. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('76)
34. Logi Hrafn Róbertsson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Silja Rós Theodórsdóttir
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson

Gul spjöld:
Steven Lennon ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn hér í Krikanum í miklum spennuleik. FH-ingar í stúkunni vel pirraðir yfir því að hafa ekki landað öllum stigunum. Karakter í KA tíu gegn ellefu!
93. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (KA)
Spennustigið afskaplega hátt hérna í lokin. Skyndisókn stöðvuð í fæðingu.
91. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
FH-ingar velja Björn Daníel Sverrisson mann leiksins úr sínum röðum.
88. mín
Jónatan Ingi með skot en hittir ekki rammann.
87. mín
Jónatan Ingi með skot sem Stubbur kýlir frá. Stubbur í yfirvinnu og stendur vaktina ákaflega vel.
86. mín
Þessi leikur hefur verið rosalega fjörlegur og skemmtilegur. Ég held að við séum að fara að fá sigurmark hérna í lokin.
85. mín
Hörður Ingi með skot út á bílaplan. Efast um að við sjáum þennan bolta aftur.
84. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bræðraskipting.
84. mín
Lennon nær að koma boltanum í netið en búið að flagga rangstöðu í aðdragandanum. Það er allt í gangi!
83. mín
Þórir Jóhann í fínu skotfæri en hittir boltann ekki nægilega vel og Stubbur í engum vandræðum með að verja.
82. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Lennon fer niður í teignum og vill fá vítaspyrnu! Villi Alvar gefur honum gult fyrir leikaraskap!
81. mín
Vuk með skot framhjá.
80. mín
Þorri með skot fyrir utan teig en auðvelt fyrir Gunnar.
76. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
75. mín MARK!
Jonathan Hendrickx (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA JAFNAR MANNI FÆRRI!

Sending frá vinstri, Daníel Hafsteinsson fer illa með Pétur Viðars og á fyrirgjöf. Ásgeir sem nær að leggja boltann á Hendrickx sem er í dauðafæri og nær að skora.

Eggert Gunnþór sá Hendrickx ekki koma á blindu hliðinni og bakvörðurinn skorar gegn sínu gamla félagi.
73. mín
VÁÁÁ! Ágúst Hlyns með bylmingsskot í stöngina, Jónatan svo í hörkufæri sem Stubbur ver. Stuttu seinna ver svo Stubbur úr öðru dauðafæri!

Magnað að FH sé ekki búið að bæta við öðru marki. Það liggur svo sannarlega í loftinu.
69. mín
Elfar Árni aðgangsharður en Gunnar Nielsen mætir út á móti og nær að loka á hann. Nóg í gangi.
68. mín
Lennon með skot úr aukaspyrnunni sem Stubbur nær að verja.
67. mín Rautt spjald: Dusan Brkovic (KA)
KA í hættulegri sókn en tapar boltanum. FH geysist fram og eru þrír gegn tveimur, Ágúst Eðvald reynir að komast framhjá Dusan sem brýtur á honum rétt fyrir utan teiginn.

Rænir upplögðu marktækifæri og Vilhjálmur Alvar lyftir réttilega upp rauðu.
66. mín
KA mun meira með boltann núna en FH að verjast vel og gefur ekki færi á sér.
64. mín
Jónatan Ingi með snilldarlega sendingu á Steven Lennon sem er að komast í dauðafæri en er flaggaður rangstæður. Þetta var tæpt!
62. mín
Jónatan Ingi að koma sér í hættulegt færi í teignum en á síðustu stundu nær Þorri að koma til varnar.
58. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Ásgeir Sigurgeirsson í dauðafæri við fjærstöngina en nær ekki að koma boltanum á rammann.
57. mín
Dómaraskipting

Þriðja liðið gerir líka breytingu. Pétur Guðmundsson getur ekki haldið leik áfram og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson tekur við flautunni og klárar þennan leik.
56. mín
Spennandi að sjá hverju þessar skiptingar munu skila hjá KA.
56. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
56. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
54. mín
Þórir Jóhann með fyrirgjöf sem breytir um stefnu af varnarmanni og endar sem skottilraun við nærstöngina! Stubbur vel á verði og nær að verja.
53. mín
Björn Daníel getr haldið leik áfram og allt farið af stað að nýju.
52. mín
Brynjar Ingi á skalla á markið í kjölfarið á aukaspyrnu en beint á Gunnar. Hefði ekki talið. Flaggið fór á loft. Leikurinn stöðvaður því Björn Daníel þarf aðhlynningu, fékk eitthvað högg.
48. mín
Þorri Mar vinnur hornspyrnu fyrir KA. Hornspyrnan svo fín en gestirnir ná ekki skottilraun.
47. mín
Uppfærðar fréttir af kaffimálum. Það er að sjálfsögðu komið rjúkandi kaffi í fréttamannastúkuna. Algjört eðalkaffi!
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
FH hefur aðeins átt eitt skot á markið í fyrri hálfleiknum og það var úr vítaspyrnunni. KA átt tvær tilraunir á rammann. FH hefur verið aðeins meira með knöttinn.

Mjög spennandi seinni hálfleikur framundan.
45. mín
KA hefur tvívegis áður í sumar lent undir í deildinni og tapað báðum. Liðið kom þó til baka eftir að hafa lent undir gegn Stjörnunni í bikarnum í liðinni viku.
45. mín
Hálfleikur
Kominn er hálfleikur. Ýmislegt að ræða í hálfleiknum!
44. mín
Þessa stundina virka FH-ingar líklegri til að koma inn marki fyrir leikhlé en gestirnir að jafna.
43. mín
Hættuleg sókn hjá FH. Björn Daníel með flotta sendingu á Jónatan sem setti boltann á Þóri. Hann með hættulega fyrirgjöf sem enginn FH-ingur náði að komast í.
41. mín
Hendrickx með skot sem er auðveldlega varið af Gunnari. Kraftlítið.
38. mín
Steinþór Freyr brýtur af sér á gulu spjaldi. Fýkur einhver af velli hér í dag?
34. mín
Það er aukin harka að færast í leikinn með hverri mínútu. Nóg að gera hjá lögregluvarðstjóranum. Eggert Gunnþór fær aðhlynningu. Þarf að laga sárabindið.
32. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Groddaraleg tækling.
29. mín
Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA skallar í hliðarnetið eftir hornspyrnu.
28. mín
Það er þokkalegt fjör í þessu. Hallgrímur Mar með skot sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
27. mín
Ágúst Hlyns skýtur í varnarmann og Hörður Ingi á svo sendingu sem ratar ekki. FH-ingar verið mjög vaxandi í þessum fyrri hálfleik.
22. mín
Brynjar STÁLHEPPINN að fá ekki annað gula spjald sitt og þar með rautt þegar hann braut af sér í vítaspyrnunni. FH-ingar ósáttir við að Pétur fór ekki í vasann. Skiljanlega.
21. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
FH TEKUR HÉR FORYSTUNA! Steven Lennon skorar af miklu öryggi! Stubbur fór í rangt horn!
20. mín
FH fær víti! Björn Daníel Sverrisson tekur ROSALEGAN snúning í teignum. Brynjar Ingi togar hann niður og fær dæmda á sig vítaspyrnu.
19. mín
Dusan Brkovic í hörkufæri eftir hornspyrnu en skallar framhjá! Þarna munaði litlu að KA tæki forystuna!
18. mín
FH að halda boltanum betur innan liðsins núna, þó án þess að skapa sér eitthvað sem fréttnæmt telst.
14. mín
KA miklu beittari í sínum aðgerðum. Hallgrímur Mar fer niður í teignum og vill fá vítaspyrnu en Pétur Guðmundsson gefur bendingu um að ekkert hafi verið á þetta.
12. mín
Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður FH, fær smá köll á sig úr stúkunni. Er misvinsæll hérna í Krikanum greinilega.
7. mín
Hallgrímur Mar með aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Fallhlífarbolti sem Gunnar á ekki í vandræðum með að grípa.
6. mín
HÖRKUSKOT! Þorri Mar Þórisson með lipran sprett og hörkuskot rétt fyrir utan teig. Gunnar Nielsen ver í hornspyrnu!
4. mín
Mætingin í Kaplakrika ekkert sérstök og hvorki vott né þurrt í fréttamannastúkunni. Maður skynjar deyfð yfir Krikanum eftir slæmt gengi í upphafi mótsins.
2. mín Gult spjald: Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Brynjar Ingi brýtur af sér við hliðarlínuna. Pétur Guðmundsson setur tóninn strax og lyftir upp gula spjaldinu. Ekkert múður.
1. mín
KA hefur leik. KA sækir í átt að Reykjavík í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og Frikki Dór kynnir liðin. Eggert Gunnþór Jónsson mætir til leiks með sárabindi um höfuðið! Greinilega vel tekist á í upphituninni.
Fyrir leik
Leikmenn eru búnir að ljúka upphitun. Tómas Wolfgang Meyer er yfirmaður gæslunnar og er heldur betur tignarlegur.

Eftirlitsmaður KSÍ var að heimsækja fréttamannastúkuna í þeirri von að hér væri boðið uppá kaffi. Hann greip í tómt. Spurning hvort hann muni minnast á þetta í skýrslu sinni! Vonumst eftir því að kaffisendingin berist á endanum.
Fyrir leik


Fínt veður fyrir fótboltaleik. Völlurinn lítur fantavel út, hitastigið í kringum ellefu gráðurnar, skýjað en logn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson tekur út leikbann og er Pétur Viðarsson í miðverði FH við hlið Guðmundar Kristjánssonar. Þórir Jóhann Helgason leysir af í hægri bakverði. Björn Daníel Sverrisson er í byrjunarliðinu en hann hefur verið mikið í umræðunni.

Elfar Árni Aðalsteinsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni, byrjar á bekknum hjá KA.
Fyrir leik
Miðvörðurinn reynslumikli Guðmann Þórisson verður ekki með FH í dag. Guðmann hefur safnað fjórum áminningum og var úrskurðaður í bann á fundi aganefndar KSÍ í liðinni viku.

Fyrir leik
Markalaust í fyrra


Þegar liðin áttust við í Kaplakrika í fyrra enduðu leikar 0-0, vonandi er það ekki að fara að endurtaka sig. Liðin mættust ekki fyrir norðan þar sem tímabilið var flautað af vegna Covid-19 faraldursins.

2019 vann FH 3-2 sigur gegn KA í Krikanum og myndin hér að ofan er úr heimaleik KA sem Akureyrarliðið vann 1-0.

Frá aldamótum hafa liðin mæst 28 sinnum í leikjum á vegum KSÍ, FH hefur unnið 13, jafnteflin hafa verið 10 og KA sigrarnir alls 5 talsins.
Fyrir leik
KA er í þriðja sætinu


KA hefur verið að gera fína hluti undir stjórn Arnars Grétarssonar en liðið situr í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar. Síðasti deildarleikur tapaðist, 0-1 gegn Val á Dalvíkurvelli, en KA klúðraði tveimur vítaspyrnum í leiknum.

Í vikunni vannst svo dramatískur 2-1 bikarsigur gegn Stjörnunni á útivelli þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Markið átti reyndar aldrei að standa þar sem boltinn var farinn afturfyrir í aðdragandanum en dómararnir brugðust.
Fyrir leik
Fyrsti deildarleikur FH undir Óla Jó


FH situr í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar og hefur liðið verið í brasi á tímabilinu. Eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki fyrir viku síðan var Logi Ólafsson látinn taka pokann sinn og Ólafur Jóhannesson var sóttur úr Pepsi Max-stúkunni á Suðurlandsbraut.

Ólafur Jóhannesson stýrði FH til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins og vann fjóra titla með FH frá 2003-2007. Hann tekur við FH í fjórða sinn en hann kvaddi með fyrsta bikarmeistaratitli félagsins 2007 til að taka við íslenska landsliðinu.

Hann er nú mættur aftur í Kaplakrika og á að rétta skútuna við. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn í endurkominni var 4-1 bikarsigur gegn 2. deildarliði Njarðvíkur í vikunni.
Fyrir leik
Svona er tíunda umferðin spiluð.

sunnudagur 27. júní
16:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
19:15 HK-Breiðablik (Kórinn)

mánudagur 28. júní
19:15 Leiknir R.-Víkingur R. (Domusnovavöllurinn)
19:15 ÍA-Keflavík (Norðurálsvöllurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)



Vonandi verður vel mætt á leikinn í dag en það er búið að afnema allar Covid-19 takmarkanir. Engin grímuskylda, hólfaskipting eða takmörkun á veitingasölu. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Löggan flautar til leiks
Góðan og gleðilegan daginn, velkomin með okkur í Kaplakrika þar sem FH og KA eigast við í tíundu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson flautar leikinn á klukkan 16 en Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon eru aðstoðardómarar. Fjórði dómari er svo Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.


Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('84)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('91)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('56)
26. Jonathan Hendrickx
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('56)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
33. Vladan Dogatovic (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('56)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('56)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('84)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('91)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:
Brynjar Ingi Bjarnason ('2)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('32)
Jonathan Hendrickx ('93)

Rauð spjöld:
Dusan Brkovic ('67)