Grótta
0
1
Fram
0-1 Aron Þórður Albertsson '61
27.06.2021  -  12:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Um 150
Maður leiksins: Kyle McLagan
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
3. Kári Daníel Alexandersson
5. Patrik Orri Pétursson ('85)
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('79)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('67)
19. Kristófer Melsted ('85)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('67)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
6. Ólafur Karel Eiríksson
11. Sölvi Björnsson ('85)
14. Björn Axel Guðjónsson ('67)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('85)
22. Kári Sigfússon ('79)
25. Valtýr Már Michaelsson ('67)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Pétur Theódór Árnason ('42)
Patrik Orri Pétursson ('48)
Óliver Dagur Thorlacius ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörkuleikur, góðir þrír punktar hjá Fram.
Skýrsla og viðtöl á leiðinni
91. mín
Þorvaldur ætlar að bæta þremur mínútum við
90. mín
Það fer hver að vera síðastur hérna á Nesinu, uppbótartíminn eftir
86. mín
Sölvi með hrikalega fyrirgjöf, þarna var séns
85. mín
Kraftur í Gróttu, með marga menn frammi þessa stundina. Framarar skipulagðir
85. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Út:Kristófer Melsted (Grótta)
85. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Patrik Orri Pétursson (Grótta)
83. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
83. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
82. mín
Ólafur Íshólm handsamar knöttinn, Kyle er svakalega öflugur í vörn Fram, þarna er á ferðinni hörkuleikmaður
81. mín
Grótta fær horn frá vinstri
79. mín
Inn:Kári Sigfússon (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Fyrsti deildarleikur Kára
74. mín
Fram fær horn, skotið frá Alex fyrir utan teig langt yfir
71. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Tækling á Patrik
69. mín
Björn Axel með fyrirgjöf frá hægri en enginn klár í boxinu
67. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
67. mín
Inn:Björn Axel Guðjónsson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
67. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
66. mín
Pétur skallar í stöng af fjær!
Þarna skall fræga hurðin nálægt hælunum
65. mín
Gústi og Jón Þórir að ræða málin, Gústi vill halda áfram eins í fyrri hálfleik, komast að niðurstöðu, allt í góðu á milli þeirra að lokum. Tryggvi fékk boltann í kviðinn þarna.
62. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
Alvöru þreföld skipting þarna
62. mín
Inn:Fred Saraiva (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
62. mín
Inn:Danny Guthrie (Fram) Út:Óskar Jónsson (Fram)
61. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (Fram)
Taka stutt horn, Aron með skot í varnarmann og inn
61. mín
Fram fær horn
60. mín
Þórir með skot með hægri en Hákon var. Flottur sprettur frá Indriða Áka
58. mín
Þórir nálægt því að komast í færi, en Hákon bjargar. Þarna munaði ekki miklu. Fred, Danny og Gummi Magg að koma inná
55. mín
Kjartan Kári með skot fyrir utan teig, laust og Ólafur ver
54. mín
"Gústi þú verður að taka á þessu ég nenni þessu ekki lengur" segir Þorvaldur við Ágúst þjálfara um Gunnar Jónas, hann var í smá pirringi þarna Gunnar
52. mín
Gróttumenn hættulegir!
Pétur að gera sig líklegan í teignum, Framarar koma honum í horn
51. mín
Framarar keyra í sókn endar á skoti frá Tryggva í teignum en það er laust, þetta er markanna á milli
50. mín
Pétur Theodór í góðu færi í teignum, skallinn laus og framhjá. Þetta var séns
48. mín Gult spjald: Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Togar í Tryggva uppvið blaðamannastúkuna, hárrétt
48. mín
Gróttumenn líklegri, Óliver með fyrigjöf frá hægri sem Framarar koma í burtu
47. mín
Grótta fær horn frá vinstri. Hornið fer afturfyrir
46. mín
Leikur hafinn
Allt komið af stað
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur flautar til hálfleiks. Hörkuleikur og mikil ákefð. Fáum vonandi áfram sömu gleðina í seinni
45. mín
Tryggvi Snær vinnur boltann up við Gróttuteiginn en skotið framhjá hægra megin
45. mín
Jón Þórir er brjálaður vill fá aukaspyrnu eftir brot á Má. Ekkert dæmt
44. mín
Framarar fá horn frá vinstri. Tryggvi tekur hana. Stutt horn endar á skalla frá Þóri og hætta í teginum en endar á því að hendi er dæmd á Fram. Þarna var hætta á ferðum
43. mín
Gunnar haltrar eftir þessa tæklingu en jafnar sig
42. mín Gult spjald: Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Svakaleg tækling á Gunnar Gunnars, Framarar vildu sjá rautt.
38. mín
Gróttumenn vilja hendi og víti. Fá horn. Ekkert verður úr því
36. mín
Már búinn að vera hættulegur á hægri kantinum. Sendingin frá honum í varnarmann og á Hákon í markinu
34. mín
Tryggvi með skot fyrir utan teig en í varnarmann og beint á Hákon.
32. mín
Gróttumenn vilja brot á Alex, Kjartan Kári að gear sig líklegan. Ekkert flautað
30. mín
Gunnar Gunnars brýtur á Pétri, Þorvaldur lætur leikinn fljóta áfram, enginn hagnaður þarna. Gústi ósáttur skiljanlega
29. mín
Brotið á Má fyrir utan Gróttuteiginn, peysutog. Það er kominn harka í þetta. Þórir gerir sig líklegan til að spyrna. Spyrnan langt yfir þarna
27. mín
Kjartan Kári með skot úr aukaspyrnunni í slá!!
Vá hvað munaði litlu þarna, góð spyrna.
Við erum með hörkuleik hérna
26. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Sólatækling á Kristófer Melsted. Hárrétt sýndist mér
25. mín
Flott spil hjá Gróttu, skot frá Óliver úr teignum en skotið framhjá. Flottur spilkafli hjá heimamönnum þarna
22. mín
Aukapspyrna Gróttu rétt fyrir utan d-bog. Kristófer með spyrnuna framhjá, ekki mikil hætta þarna á ferð
21. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Fram)
Brýtur á Kristófer rétt fyrir utan Framteiginn
20. mín
Darraðadans í Grótuteignum, skot frá Tryggva en boltinn í horn. Framarar að vakna og eru að spila vel. Hákon ver lausan skalla eftir hornið
17. mín
Flott sókn hjá Fram, spila upp allan völlinn. Haraldur með fyrirgjöf sem Gróttumenn skalla í horn
15. mín
Gróttumenn líklegri þessa stundina, Patrik með dapra sendingu afturfyrir
15. mín
Kjartan Kári nálægt því að komast í færi í teig Fram. Endar á því að brjóta á Gunnari Gunnars
13. mín
Alex með sendingu á Þóri, flott hlaup en hann er flaggaður rangstæður, fín stemmning í stúkunni hjá báðum liðum. Svona á þetta að vera
12. mín
Þetta er teigana á milli þessa stundina, Már að gera sig líklegan í Gróttuteignum en fín vörn hjá heimamönnum
11. mín
Löng sending innfyrir Framvörnina en Ólafur skallar í burtu undir pressu
9. mín
Brotið á Tryggva Snæ á miðjum vallarhelmingi Gróttu, Haraldur tekur spyrnuna en Gróttumenn koma þessu frá
8. mín
Sending frá Má afturfyrir endamörk.
Gróttumenn í stúkunni syngja mikið til Óskars í Framliðinu en hann lék í Gróttu í fyrra.
7. mín
Þarna munaði engu að Þórir Guðjóns kæmist inn í sendingu sem átti að fara á Hákon, þarna munaði litlu
4. mín
Gróttumenn að fá sitt fjórða innkast á sama stað uppi vinstra megin
3. mín
Gróttumenn byrja af krafti og pressa Framara ofarlega, stál í stál
2. mín
Meiðsli,Patrik Orri liggur og þarf aðhlynningu. það er búið að bætast í stúkuna
1. mín
Leikur hafinn
Allt komið af stað.
Framarar byrja með boltann og sækja í átt að sundlauginni.
Fyrir leik
Liðin að rölta inn í klefa. Gústi Gylfa og Þórir Guðjóns taka gott spjall á leiðinni inn. Þeir áttu góða tíma saman í Fjölni. Spurning hvort að Þórir geri sínum fyrrum þjálfara óleik með því að skora hér í dag. Gróttulagið komið í kerfið, fínasta lag þar á ferð
Fyrir leik
Liðin eru að klára sinn undirbúning út á velli. Það eru ekki margir mættir í stúkuna, kannski skiljanlega. Sunnudagsmessan að klárast eftir nokkrar mínútur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin til hliðar.
Gústi Gylfa gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta deildarleik, síðasti spiluðu þeir hinsvegar við HK í bikarnum. Arnar Helgason er í leikbanni og þeir Ólafur Karel og Sölvi Björnsson fá sæti á varamannbekknum.

Jón Þórir gerir tvær breytingar frá síðasta deildarleik. Þeir spiluðu í millitíðinni við ÍA í bikarnum.
Besti maður 1-7 umferða Lengjudeildarinnar Fred er á varamannabekknum og einnig Guðmundur Magnússon.
Óskar Jónsson og Már Ægisson koma inn í byrjunarliðið.

Fyrir leik
Brasilíumaðurinn Fred hjá Fram var kosinn besti leikmaður umferða 1-7 í Lengjudeildinni en úrslitin voru opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Kosningin var á forsíðunni í síðustu viku og hlaut Frederico Bello Saraiva um 42% atkvæða. Þessi 24 ára leikmaður hefur verið magnaður í bláa búningnum.



Lestu nánar um kosninguna hérna
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason flautar hér í dag. Ragnar Bender og Breki Sigurðsson eru með flöggin. Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður
Fyrir leik
Heimamenn sitja í 9.sæti deildarinnar með 8 stig og verða að passa sig á því að sogast ekki í fallbaráttuna

Framarar eru efstir í deildinni með 21 stig eftir 7 sigurleiki í röð.
Fyrir leik
Velkomin á Vivaldivöllinn á þennan hádegisleik Gróttu á Fram!
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('83)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Þórir Guðjónsson ('62)
17. Alex Freyr Elísson
21. Indriði Áki Þorláksson ('83)
22. Óskar Jónsson ('62)
23. Már Ægisson ('62)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Danny Guthrie ('62)
8. Albert Hafsteinsson
10. Fred Saraiva ('62)
14. Hlynur Atli Magnússon ('83)
26. Aron Kári Aðalsteinsson
32. Aron Snær Ingason ('83)
77. Guðmundur Magnússon ('62)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('21)
Alex Freyr Elísson ('26)
Aron Þórður Albertsson ('71)

Rauð spjöld: