Domusnovavöllurinn
mánudagur 28. júní 2021  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Logn sem er vandfundið í 111, 13 stiga hita, sólarlaust en hlýtt. Völlurinn lítur vel út, gamaldags grasaðstæður!
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Brynjar Hlöðversson
Leiknir R. 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Sævar Atli Magnússon ('34)
2-0 Sævar Atli Magnússon ('62, víti)
2-1 Nikolaj Hansen ('78, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
0. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson ('66)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar ('88)
20. Loftur Páll Eiríksson
28. Arnór Ingi Kristinsson ('53)

Varamenn:
22. Bjarki Arnaldarson (m)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason ('88)
14. Birkir Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('53)
21. Octavio Paez
24. Daníel Finns Matthíasson ('66)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('63)
Emil Berger ('77)
Brynjar Hlöðversson ('90)

Rauð spjöld:


@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Stór sigur heimamanna!!!

Fyrsta tap Víkinga í sumar og það er enn bið á að þeirvinni Leiknismenn í efstu deild.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+6

Horn fyrir Víkinga...hræðileg framkvæmd, stutt og svo svifbolti í hendur Smit.

Síðasti sénsinn farinn???
Eyða Breyta
90. mín
+4

Viktor brýtur á Sævari...pirringsbrot sem gefur Leikni a.m.k. mínútu...
Eyða Breyta
90. mín
+3

Víkingar eiga mjög erfitt með að nýta vængsvæðin...Leiknismenn stanga allt frá úr dýpinu.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
+1

Tók sér langan tíma í aukaspyrnu...
Eyða Breyta
90. mín
Það verður bætt 6 mínútum við þennan leik...
Eyða Breyta
89. mín
Darraðadans...og enn grípur Smit inní.

Með taugarnar þandar...titrandi andar......
Eyða Breyta
88. mín Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Manga Escobar (Leiknir R.)

Eyða Breyta
86. mín
FÆRI!!!

Ósvaldur misreiknar langan bolta frá Ingvari og Kwame fær óvænt skotfæri, reynir að vippa yfir Smit en það var rangt. Smit fer létt með það.
Eyða Breyta
85. mín
Við erum hér í háloftunum hreinlega. Víkingar negla hátt inn í teig en herforinginn úr holtinu skallar þetta allt frá ennþá.
Eyða Breyta
83. mín
Binni Hlö!!!!

Hendir sér hér fyrir sendingu Loga og truflar Hansen verulega. Þetta skipti máli!!!
Eyða Breyta
82. mín Logi Tómasson (Víkingur R.) Atli Barkarson (Víkingur R.)
Síðasta skiptingin í kvöld...
Eyða Breyta
81. mín
Þetta verður hasar.

Víkingar búnir að þrýsta heimamönnum alveg niður á völlinn..
Eyða Breyta
78. mín Mark - víti Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Sendir Smit í öfugt horn.

Mark númer 9 og aftur markahæstur.

GAME ON!!!!
Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Emil Berger (Leiknir R.)
Mögulega fleiri spjöld þarna, held að Berger hafi frekar verið að fá spjald fyrir mótmæli en brotið.
Eyða Breyta
77. mín
VÍTI - Víkingur!!!

Sending inn í teig númer 1000 í kvöld og Berger fer í bak leikmanns gestanna, púra víti hér.
Eyða Breyta
75. mín
VAR ÞETTA MARK????

Enn er það Smit!

Kristall með frábæra sendingu inn í teig, Kwame skellar að marki en Smit ver þennan, boltinn fer þó upp í loftið aftur og að marklínunni og Víkingar fagna. Ekki séns að sjá hvað var til í því en AD2 var frábærlega staðsettur.
Eyða Breyta
74. mín

Eyða Breyta
69. mín
Víkingar komnir í ððruvísi taktík.

Sölvi er raun senter, þeir eru með 4ra manna vörn en engan vinstri kant. Pablo leitar þó aðeins þangað. Sjáum hvernig þetta virkar.


Eyða Breyta
68. mín
Sævar Atli enn að koma sér í færi, Ósvald leggur út í teiginn á hann en skotið hans er vel framhjá að þessu sinni.
Eyða Breyta
67. mín Sölvi Ottesen (Víkingur R.) Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
66. mín Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Eitthvað í fagnaðarlátum Daða varð til þess að hann fær spjald.

Fjórða spjaldið í sumar og hann á leið í bann.
Eyða Breyta
62. mín Mark - víti Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Sendir Ingvar í vitlaust horn og klínir í skeytin.

Mark númer átta, jafnar við Hansen í markaskorun.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)

Eyða Breyta
61. mín
Víti fyrir Leikni!!!

Stórt atvik. Víkingar eru í sókn, það virðist brotið á þeim en Erlendur gefur hagnað, þeir tapa svo boltnum og Leiknismenn rjúka upp, stungið inn á Mána Austmann sem er kominn inn í teig þar sem Pablo fer í hann og víti dæmt.

Víkingar á bekknum eru vel ósáttir hér!!!
Eyða Breyta
60. mín
Rétt framhjá.

Pablo rýkur að teignum og neglir að marki, þar fer boltinn í Kwame og framhjá.

Eyða Breyta
57. mín
Viktor kemur inn á miðjuna fyrir Júlíus. Kristall er á vinstri kantinum og Kwame fer á hægri.
Eyða Breyta
56. mín Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
56. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Júlíus Magnússon (Víkingur R.)

Eyða Breyta
55. mín
Pressa Víkinga að þyngjast.

Þriðja hornið á stuttum tíma en Brynjar skallar þennan frá.
Eyða Breyta
53. mín Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Arnór meiddur.

Hrein skipting.
Eyða Breyta
51. mín
Kwame að stríða Leiknismönnum hér, kreistir horn eftir einstaklingsframtak.

Pablo tekur það en Kári skallar yfir.
Eyða Breyta
50. mín
Aukaspyrna Pablo framhjá á nær.
Eyða Breyta
49. mín
Leiknismenn byrja hér sterkt í upphafi hálfleiksins.

Í þeim töluðum fá Víkingar gott aukaspyrnuskotfæri eftir brot á Kwame.
Eyða Breyta
47. mín Gult spjald: Kári Árnason (Víkingur R.)
Stoppar skyndisókn á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Farið af stað aftur.

Eins og þið sjáið þá skipta Víkingar um markmann í hálfleik. Þórðu kom úr klefanum með ís vafinn um lærið!
Eyða Breyta
45. mín Ingvar Jónsson (Víkingur R.) Þórður Ingason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Víkingar byrjuðu vel en hægt og rólega tók leikplan heimamanna leikinn yfir og þeir leiða verðskuldað í hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín
Fáum mínútu í uppbót hér.
Eyða Breyta
44. mín
Víkingar eru bara dálítið slegnir hérna.

Mikið af misheppnuðum sendingum og heilmikill pirringur...
Eyða Breyta
41. mín
VARSLA!!!!

Smit með frábæra vörslu hér. Aukaspyrna frá Punyed beint á koll Karls í markteignum en Smit með magnaða reflexvörslu og svo er bjargað í horn. Þvílíkt vel gert hjá hanskamanninum.
Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!!!

Hér á að vera 1-1. Halldór Jón kemst framhjá Ósvald og sendir fastan inní. Hansen stingur sér framfyrir Bjarka og er í tveimur metrunu en tekst á ótrúlegan hátt að setja hann yfir...
Eyða Breyta
36. mín
Darraðadans í Leiknisteignum en Bjarki hreinsar.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.), Stoðsending: Emil Berger
Berger kemst upp vænginn og sendir inní.

Karl rennur á rassinn og Sævar fær boltann í markteignum, tékkar sig inn og neglir í nærhornið. Fagmennska.

Mark númer 7 hjá honum í sumar klárt!
Eyða Breyta
33. mín
Liðin eru eilítið á því að sparka til hins aðilans...

Og þó!

Löng sending yfir Víkingsvörnina og Máni er kominn í færi, fyrsta snertig of þung og Þórður nær að loka vel á skotið og ver.
Eyða Breyta
30. mín
Fyrsta skipti í langan tíma sem Víkingar komast á bakvið vörnina, Halldór Jón krossar en bjargað í horn sem ekkert varð úr.
Eyða Breyta
29. mín
Víkingar hreinsa þessa frá eftir darraðadans.
Eyða Breyta
27. mín
Hægst verulega á leiknum núna.

Pressan frá Víkingum dottin niður og þeir virðast pirrast hér.

Aftur aukaspyrna á hættulegum stað núna....
Eyða Breyta
25. mín
Leiknismenn pressa miklu ofar þessa stundina og Kári og Halldór virðast eiga í tölvuerðu basli með það.

Ekki þó enn komin færin sem skipta máli.
Eyða Breyta
23. mín
FÆRI!!

Aukaspyrna frá Berger á Binna Hlö sem tekur skutluskallann úr markteignum en framhjá á fjær.
Eyða Breyta
22. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Missti boltann klaufalega frá sér til Escobor og tæklar hann í kjölfarið.

Hárrétt.
Eyða Breyta
20. mín
Skot framhjá!

Kári með slaka sendingu sem Berger étur og veður af stað og neglir á markið rétt utan teigs en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
19. mín
Leiknismenn búnir að standa af sér fyrstu bylgjuna sýnist mér.

Loka kröftulega á Víkinga frá miðlínu.
Eyða Breyta
18. mín
Ljónin eru mætt (staðfest)
Eyða Breyta
15. mín
Þetta er svolítið orðið uppskrift leiksins.

Víkingar fá að halda boltanum og heimamenn sitja og sækja hratt þegar þeir geta. Má segja að þeir verjist á sjö leikmönnum.
Eyða Breyta
13. mín
DOUBLE SAVE!!!!

Karl veður upp völlinn, fær skotfæri af teig og neglir á nær. Smit ver vel út í teig þar sem Erlingur fær fínt skallafæri en Smit ver það líka og nú í horn.

Kemur svo út og hirðir boltann úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
11. mín
Víkingar spila 4-2-3-1

Þórður

Karl - Kári - Halldór Smári - Atli

Júlíus - Pablo

Halldór Jón - Erlingur - Kwame

Hansen
Eyða Breyta
10. mín
Víkingar farnir að setja pressuna ofar á völlinn en Leiknismenn þrælagaðir í sínum aðgerðum.
Eyða Breyta
8. mín
Leiknismenn spila 343/541

Smit

Arnór - Loftur - Bjarki - Brynjar - Ósvald

Máni - Daði - Berger - Sævar

Escobar.

Sævar og Escobar virðast svissa leikstöðum reglulega...
Eyða Breyta
6. mín
Heilmikið fjör hér á fyrstu mínútum leiksins.

Bæði lið ágeng hér.
Eyða Breyta
3. mín
Leiknismenn beint upp, fá horn og Escobar dansar um teiginn og sendir inn í markteiginn, heljarinnar darraðadans og Víkingar hreinsa að lokum.
Eyða Breyta
1. mín
STÖNGIN!!!!!!!!

Punyed tekur þessa, mögnuð spyrna hans fer í innanverða stöngina með Smit sigraðan og Leiknismenn ná að hreinsa!
Eyða Breyta
1. mín
Lagt af stað.

Víkingar sparka langt fram völlinn. Brotið á Hansen og dauðaskotfæri bara!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blaðamaður var samferða formanni KSÍ á svæðið, Guðni aðeins að kíkja eftir aðstæðum í þessum slag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá koma liðin á völlinn, Leiknismenn eru í sínum hefðbundna búningi en Víkingar eru randalausir að mestu.

Hvítur bolur, buxur og sokkar. Það er þó rönd á bolnum, svört og rauð. Men sleppa ekki röndum, skiljanlega...
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú þegar Covid hefur formlega verið blásið í fótboltafrí verður gaman að sjá hversu margir mæta á svæðið hér í kvöld.

Aðstæðurnar frábærar og vert að skora á fólk að hópast í stúkuna. Við fáum ekki alltaf svona fótboltakvöld á Íslandi.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknismenn gera tvær breytingar frá síðasta deildarleik, tapinu gegn Keflavík. Bjarki Aðalsteinsson og Arnór Ingi Kristinsson hefja leik en Daníel Finns Matthíasson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fara á bekkinn.

Kwame Quee kemur inn í lið Víkinga eftir landsliðstúrinn sinn og Halldór Sigurður Jón Þórðarson kemur líka nýr inn í fyrstu 11 hjá gestunum. Sölvi Ottesen sest á bekkinn og honum fylgir Helgi Guðjónsson á setuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fólk farið að týnast í stúkuna...handviss um að Leiknisljónin mæta í kvöld, var kallað eftir þeim síðast og ég efa það ekki að þau verða klár.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið í kvöld er klárt.

Erlendur Eiríksson flautar, honum til aðstoðar í eyra og með flögg eru þeir Birkir Sigurðarson og Gunnar Helgason.

Fjórði dómarinn er Egill Arnar Sigurþórsson og eftirlitinu sinnir Eyjólfur Ólafsson.Eyða Breyta
Fyrir leik
Að venju er aðstoð þegin við lýsingar okkar.

Þeir sem vilja henda inn einhverjum fróðleiksmolum tengt leiknum fara á Twitter og skella þeim þar inn, setja taggið #fotboltinet við það og þá má vel vera að þau rati inn í lýsinguna.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þrátt fyrir að félögin séu þetta nálægt landfræðilega þá er enginn leikmaður sem á forsögu með "hinu" félaginu.

Það eru engin leikbönn að hrjá þessi ágætu lið en nýjustu fréttir herma að Leiknismenn séu enn með þá Sólon Breka og Dag Austmann á meiðslalistanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í dag eigast við tveir markahæstu menn deildarinnar.

Víkingurinn Nicolaj Hansen er á toppnum þar með 8 mörk en skammt þar undan er Sævar Atli Magnússon í Leikni með 6 mörk.Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef við hins vegar förum yfir fyrri leiki þessara liða í efstu deild þá hafa þeir verið tveir, voru sumarið 2015.

Leiknismenn unnu þá leikinn í Breiðholtinu 2-0 og 1-1 jafntefli varð í Fossvoginum.

Víkingar eiga því enn eftir að vinna nágranna sína í efstudeildarslag...hins vegar hafa liðin leikið 12 leiki sín á milli í næstefstu deild og þar hafa Víkingar vinninginn. Unnið 5 leiki, Leiknir 3 og jafnteflin eru 4.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknismenn hafa hins vegar lent í mótvindi að undanförnu eftir flotta byrjun í mótinu.

Þeir hafa nú tapað síðustu þrem leikjum í deild og fallið út úr Mjólkurbikarnum, að því loknu hafa Breiðhyltingarnir farið alla leið niður í 10.sætið fyrir leik kvöldsins.

Í síðustu umferð töpuðu Leiknismenn 0-1 í Keflavík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar koma inn í þennan leik á blússandi siglingu og eru eina taplausa lið deildarinnar eftir fyrstu 9 leikina.

Þeir hafa þó gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum, það síðasta í öðrum randaslag, 1-1 við KR.

Heimamenn sitja í þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en með stigi eða stigum í dag fara þeir upp í 2.sætið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Um er að ræða nágrannaslag í austurbænum enda stuttur skokktúr milli heimavalla félaganna um náttúruperluna Elliðaárdal eða hið þrælskipulagða Bakkahverfi.

Svo má ekki gleyma því að í grunninn er þetta slagur milli röndóttra liða, þessi tvö eru á meðal fjögurra Reykjavíkurliða sem ákváðu að hafa röndótta búninga. Hvað það er veit nú enginn, sér í lagi þar sem fá ef einhver önnur bæjarfélög eiga lið sem hafa röndóttan búning!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknismann og Víkinga í 10.umferð PepsiMax-deildarinnar.

Við tölum hér beint úr #beztaBreiðholti
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m) ('45)
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson ('82)
20. Júlíus Magnússon ('56)
21. Kári Árnason
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('67)
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('56)
77. Kwame Quee

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m) ('45)
3. Logi Tómasson ('82)
8. Sölvi Ottesen ('67)
9. Helgi Guðjónsson
11. Adam Ægir Pálsson
13. Viktor Örlygur Andrason ('56)
80. Kristall Máni Ingason ('56)

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Júlíus Magnússon ('22)
Kári Árnason ('47)
Pablo Punyed ('61)

Rauð spjöld: