Stjarnan
0
1
Tindastóll
0-1 María Dögg Jóhannesdóttir '7
06.07.2021  -  18:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Lítil gola en hitinn til staðar
Dómari: Þórður Már Gylfason
Áhorfendur: 137
Maður leiksins: Amber Kristin Michel
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('62)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('62)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('62)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('78)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('78)

Varamenn:
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('62)
15. Alma Mathiesen ('62)
17. María Sól Jakobsdóttir ('78)
19. Elín Helga Ingadóttir ('78)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('62)
33. Klara Mist Karlsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Gunnar Guðni Leifsson

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Garðabænum, 0-1 sigur Tindastóls staðreynd.

Skýrsla og viðtöl fylgja innan skamms.
92. mín
Brotið á Ölmu nálægt miðjunni, seinasti séns fyrir Stjörnuna.

Boltanum hreinsað langt í burtu.
91. mín
Amber ver aukaspyrnuna og boltinn í innkast.
90. mín
María brýtur á Betsy rétt fyrir utan D boga, þetta er stórhættulegt.
88. mín
Inn:Krista Sól Nielsen (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
87. mín
Kristrún tæklar boltann í horn.

Hornspyrnan fer yfir markið.
86. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjarnan)
Fær spjald fyrir að rífa Jacqueline niður.
84. mín
Það gengur ekkert upp fram á við hjá heimakonum í augnablikinu.
80. mín
Betsy kemst í færi inní teig en Amber ver skotið hennar örugglega.
78. mín
Inn:Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
78. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
78. mín
Inn:Hallgerður Kristjánsdóttir (Tindastóll ) Út:Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Tindastóll )
76. mín
Amber slær innísendingu aftur fyrir.

Málfríður skallar framhjá.
75. mín
Amber ver aftur frá Katrínu, þetta er orðið hálf fáránlegt. Hún ver allt!
73. mín
Aukaspyrna fyrir Stjörnuna á hættulegum stað.

Beint á höfuðið á Katrínu sem skallar beint á Amber.
71. mín
Bryndís með góða tæklingu á Betsy, hornspyrna.

Þetta endar í höndunum á Amber.
69. mín
Murielle skallar eftir spyrnuna en Chante ver vel.
68. mín
Hornspyrna sem Tindstóll fær.
67. mín
Inn:Sólveig Birta Eiðsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
66. mín
Betsy ein inní teig og skýtur en boltinn rétt framhjá stönginni.
65. mín
Úlfa reynir að skjóta langt frá en skotið lélegt.
64. mín
Bryndís verst vel gegn Katrínu og boltinn aftur fyrir í horn.
62. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni, held að það var ekkert annað í stöðunni fyrir hann Kristján.
62. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
62. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
60. mín
Ingibjörg á skot langt utan af velli sem fer á markið en Amber slær boltann yfir.
59. mín
Flott sókn hjá gestunum sem endar í skoti frá Murielle inní teig en Anna María ver á línu.
55. mín
Hildigunnur fer á fullt upp hægri kantinn og reynir krossinn en Laufey verst vel.
52. mín
Katrín með skemmtilega hælsendingu á Hildigunni sem á skot sem Amber ver vel og fara Stólarnir þá á ferðina og vinna horspyrnu.
50. mín
Horspyrna sem Stjarnan fær.
47. mín
Aldís fer í gott skotfæri og á skot fast niðrí í fjærhornið en Chante er fljót niður og ver vel.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og hefja gestirnir síðari hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Garðabænum, flottur leikur Tindastóls á meðan Stjarnan hafa verið óheppnar. Spennandi að sjá hvernig síðari hálfleikur þróast.
43. mín
Aldís liggur eftir eftir samstuð, sýnist hún hafa misst andann en vonandi er í lagi með hana.
42. mín
Hildigunnur á flottan bolta inní á Katrínu sem vippar boltanum yfir markið.
41. mín
Betsy kemst aftur í gegn eftir háan bolta yfir Maríu og færir sig inn í teig en á svo skot yfir markið.
38. mín
María brýtur rétt fyrir utan teig, gæti verið dýrkeypt.

Boltinn skoppar yfir teiginn á Önnu Maríu sem reynir fastan bolta inn en Amber örugg og tekur hann.
37. mín
Betsy kemst ein á móti Amber inní teig og á fast skot en Amber gerir sig stóra og ver frábærlega.
34. mín
TÆPT!

Stjarnan kemst í nokkur færi inní teig en Amber, Bryndís og María bjarga allar á línu. Frábær vörn.
33. mín
Aldís nú með skot svipað og Hugrún, laust og auðvelt fyrir Chante.
33. mín
Hugrún með skot fyrir utan teig en það er laust og auðvelt fyrir Chante.
31. mín
Betsy fellur við í teignum eftir baráttu við Maríu og Stjarnan vill víti en ég tel þetta nú bara öxl í öxl og það gerir hann Þórður líka.
30. mín
Murielle á bjartsýnt skot á lofti utan teigs en þetta endar langt framhjá.
29. mín
Sædís sendir inní á Katrínu sem á laust skot beint á Amber. Ekki búið að vera erfitt fyrir Amber hingað til.
25. mín
Hröð sókn hjá Stjörnukonum endar hjá Hildigunni sem á skot framhjá.

Heimakonur eru byrjaðar að sækja í sig veðrið.
21. mín
Arna Dís á skot fyrir utan teig en beint á Amber.
19. mín
Frábær bolti frá Kristrúnu upp á Hugrúnu sem vinnur horn uppvið endalínu.
17. mín
Hornspyrna fyrir Stjörnuna.

Endar í engu.
14. mín
Boltinn skoppar út á Gyðu sem skýtur langt framhjá.
14. mín
María Dögg hreinsar í horn.
11. mín
Katrín fær boltann inní teig en fer í vandræði og á laust skot beint á Amber í markinu.
7. mín MARK!
María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Jacqueline Altschuld
MAAAAARK!!

María Dögg skorar eftir 7 mínútna leik eftir horspyrnu frá Jaqueline. Boltinn skoppar inní teignum af leikmönnum en endar í löppunum á Maríu sem klúðrar ekki svona færum.

Frábær byrjun Tindastóls, 0-1!
6. mín
Dominiqe vinnur hornspyrnu.
5. mín
Tindastóll er að byrja leikinn af krafti, heimakonur svosem líka en eiga í erfiðleikum með að stöðva Stólanna.
3. mín
Katrín reynir skot af löngu færi en skotið framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og byrjar Stjarnan með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl að hita upp.

Andri Freyr sér um heimsklassa hreyfiteygjur hjá Garðbæingum á meðan það er alskagfirsk upphitun hinum megin á vellinum "A la Konni".
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Kristján Guðmundsson gerir engar breytingar á liðinu sínu frá sigurleiknum gegn Blikum, mjög skiljanleg ákvörðun svosem.

Tindastóll gerir aðeins eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Selfossi, Aldís María Jóhannsdóttir kemur inn í liðið fyrir hana Sylvíu Birgisdóttur sem er ekki í hóp í dag og því líklegast að glíma við einhverskonar eymsli.
Fyrir leik
Spáin

Spámaður fótbolta.net er af dýrari gerðinni fyrir þessa umferð því landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék með Le Havre í Frakklandi í vetur, spáir í leiki umferðarinnar.

Svona spáði hún fyrir þessum leik

Stjarnan 2 - 0 Tindastóll
,,Stjarnan er á skriði með þrjá sigurleiki í röð á bakinu og halda bara áfram og vinna þægilegan 2-0 sigur. Anna María kemur með óvænt mark og potar honum inn á línunni. Katrín virðist vera komin vel í gang og setur eitt úr víti."

Fyrir leik
Deildin í dag

Það er spiluð heil umferð í deildinni í kvöld og eru þeir leikir:

18:00
Stjarnan - Tindastóll
Fylkir - ÍBV
Keflavík - Þór/KA

20:00
Þróttur R. - Breiðablik
Selfoss - Valur
Fyrir leik
Glugginn

Stjarnan hefur reynt að styrkja sig í glugganum og fengið Helgu Guðrún Kristinsdóttur úr láni frá Álftanesi en eru það einu breytingar liðsins í glugganum hingað til.

Tindastóll hefur hvorki fengið né misst leikmenn en það hefur verið talað um það að þær þurfa bætingu til að halda sér uppi.
Fyrir leik
Dómgæslan

Dómari dagsins er hann Þórður Már Gylfason og honum til aðstoðar verða Ragnar Arelíus Sveinsson og Steinar Stephensen. Eftirlitsmaður er Bergur Þór Steingrímsson.

Fyrir leik
Tindastóll

Sauðkrækingarnir koma suður í Garðabæinn eftir markalaust jafntefli gegn Selfoss á heimavelli í seinustu umferð. Liðin er í augnablikinu í neðsta sæti með aðeins 5 stig en hefur verið að stríða þessum stóru liðum og því getur maður búist við hverju sem er frá norðankonum í dag.

Fyrir leik
Stjarnan

Stjarnan kemur inn í þennan leik á hrikalega sterkum 1-2 útisigri á meisturunum í Breiðablik. Þær sitja því í 4. sæti með góðan möguleika á toppbaráttu í sumar.

Fyrir leik
Leikurinn er spilaður á Samsungvellinum í Garðabænum og hefst hann klukkan 18:00. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög fínt uppá síðkastið og það er engin undantekning í dag.

Fyrir leik
Gott kvöld öllsömul og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Stjörnunnar og Tindastóls í Pepsi-Max deild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
Bergljót Ásta Pétursdóttir
Kristrún María Magnúsdóttir
2. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('78)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('88)
17. Hugrún Pálsdóttir ('67)
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir ('67)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
18. Hallgerður Kristjánsdóttir ('78)
21. Krista Sól Nielsen ('88)

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Atli Jónasson
Birna María Sigurðardóttir
Anna Margrét Hörpudóttir
Snæbjört Pálsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: