Eimskipsvöllurinn
þriðjudagur 06. júlí 2021  kl. 20:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínustu aðstæður tólf gráðu hiti, skýjað og enginn teljandi vindur.
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Þróttur R. 2 - 3 Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty ('28)
1-1 Linda Líf Boama ('64)
2-1 Katherine Amanda Cousins ('76, víti)
2-2 Agla María Albertsdóttir ('87)
2-3 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('92)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('54)
10. Katherine Amanda Cousins
13. Linda Líf Boama ('88)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('69)
22. Sóley María Steinarsdóttir
23. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('88)
44. Shea Moyer

Varamenn:
12. Edda Garðarsdóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
4. Hildur Egilsdóttir ('88)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('54)
17. Lea Björt Kristjánsdóttir ('69)
25. Guðrún Gyða Haralz ('88)

Liðstjórn:
Þórkatla María Halldórsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Jamie Paul Brassington
Shaelan Grace Murison Brown
Henry Albert Szmydt

Gul spjöld:
Lorena Yvonne Baumann ('48)
Sóley María Steinarsdóttir ('65)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
95. mín Leik lokið!
Telma grípur fyrirgjöf og þá flautar Helgi til leiksloka!
Eyða Breyta
92. mín MARK! Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik)
Breiðablik er komið yfir!!!

Agla María með fyrirgjöf inn á teiginn. Sýnist varnarmaður Þróttar skalla boltanum í Vigdísi Eddu af stuttu færi og þaðan fer boltinn í netið!!!
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
90. mín
Langur bolti inn á teig Þróttar. Hildur kemst í boltann en var dæmd brotleg.
Eyða Breyta
88. mín Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
88. mín Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik)

Eyða Breyta
88. mín Guðrún Gyða Haralz (Þróttur R.) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
88. mín Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Linda Líf Boama (Þróttur R.)

Eyða Breyta
87. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Birta Georgsdóttir
Sæll, takk og bless.

Litla skotið í fjærhornið!!!

Agla María fær boltann frá Birtu og klínir boltann upp í skeytin fjær vinsra megin úr teignum.
Eyða Breyta
84. mín
Birta með skot sem fer af Jelenu og aftur fyrir.

Þróttarar hreinsa hornspyrnuna í burtu.
Eyða Breyta
81. mín
Heiðdís með skot úr teignum sem fer yfir mark Þróttar.
Eyða Breyta
79. mín
Hornspyrna sem Þróttur fær.

Blikar koma þessum bolta í burtu.
Eyða Breyta
76. mín Mark - víti Katherine Amanda Cousins (Þróttur R.), Stoðsending: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Katie rúllar boltanum hægra megin við Telmu sem ætlaði að leggja af stað í hina áttina.
Eyða Breyta
75. mín
Þróttur fær vítaspyrnu!!!!

Linda Líf með sendingu í gegn á Ollu. Mín upplifun var að Heiðdís kæmist í boltann, boltinn færi í Telmu og Olla lenti svo á Telmu.

Veit ekki með þetta!
Eyða Breyta
73. mín
Linda Líf með skot eftir hraða sókn Þróttr en það fer beint í hendurnar á Telmu.
Eyða Breyta
72. mín
Chloe með fyrirgjöf en enginn leikmaður kemst í þennan bolta og Þróttur á innkast hinu megin.
Eyða Breyta
71. mín Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)

Eyða Breyta
71. mín Taylor Marie Ziemer (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
69. mín Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
68. mín
Lorena með geggjaða fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer á Ollu Siggu en Olla með tilraun sem fer beint á Telmu. Þetta var dauðafæri!
Eyða Breyta
66. mín
Agla María með fyrirgjöf en Katie hreinsar frá.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Brýtur á Hafrúnu við vítateig Þróttar.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Linda Líf Boama (Þróttur R.), Stoðsending: Ísabella Anna Húbertsdóttir
Þróttur jafnar!!

Linda Líf er fyrst á frákastið eftir að Ísabella átti skot sem Telma varði. Olla Sigga með flotta sendingu inn á Ísabellu sem Telma mætti út á móti og lokaði á skotið.

Telma óheppin að boltinn endaði hjá Lindu sem skoraði með skoti í opið markið.
Eyða Breyta
60. mín
Selma með skot eftir mjög öflugan sprett frá Chloe. Skotið frá Selmu yfir.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stúkan virtist ná að væla út þetta spjald.
Eyða Breyta
58. mín
Ásta Eir með geggjaðan bolta fyrir ætlaðan Tiffany en Tiffany nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
57. mín
Lagleg stungusending frá Katie sem finnur Ollu á sprettinum en Kristín Dís nær að komast fyrir sendingu Ollu og þessi sókn rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
56. mín
Chloe með tvær tilraunir úr teignum en báðar í varnarmann. Laglegt spil hjá henni, Áslaugu og Ástu úti hægra megin en varnarmenn Þróttar ná að stöðva þessa sókn.
Eyða Breyta
54. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
53. mín
Agla María með fasta fyrirgjöf en Íris grípur inn í.
Eyða Breyta
52. mín
Blikar halda áfram að þjarma að marki Þróttar. Tiffany reynir að lyfta boltanum í markið yfir Írisi en boltinn ofan á þaknetið.
Eyða Breyta
52. mín
Selma Sól með skot úr teignum eftir hornspyrnuna. Það fer vel yfir markið.
Eyða Breyta
51. mín
Agla María með tilraun en sú fer af varnarmanni og í hliðarnetið. Blikar eiga hornspyrnu.
Eyða Breyta
50. mín
Agla María lætur vaða úr aukaspyrnunni, lágt og fast en skotið framhjá markinu.
Eyða Breyta
49. mín
Andrea Rut fær aðhlynningu, gamla góða kælispreyið.
Eyða Breyta
48. mín Gult spjald: Lorena Yvonne Baumann (Þróttur R.)
Braut á Áslaugu Mundu. Fínn staður fyrir Blika til að reyna á Írísi.
Eyða Breyta
47. mín
Lorena lyftir boltanum inn á teiginn og finnur Ollu Siggu. Olla reynir skot en hittir boltann ekki vel og þetta auðvelt fyrir Telmu í markinu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Blikar hafa verið það lið sem sótt hefur meira í leiknum. Liðið hefur átt sautján tilraunir að marki Þróttar gegn fimm hjá heimakonum að marki gestanna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Breiðablik leiðir með einu marki í hálfleik.
Eyða Breyta
44. mín
Tiffany aftur rangstæð en hefði annars fengið víti!
Eyða Breyta
44. mín
Tiffany skorar með skalla en er flögguð rangstæð! Geggjaður skalli samt.
Eyða Breyta
41. mín
Hafrún Rakel með skot með hægri sem fer í varnarmann.
Eyða Breyta
40. mín
Agla María með þrjár tilraunir á tveggja mínútna kafla. Fyrstu tvær tilraunrirnar fara á Írisi sem ver. Aðra tilraunina varði Íris eftir að Agla María hafði farið illa með Elísabetu.

Þriðja tilraunin var yfir mark Þróttar.
Eyða Breyta
36. mín
Hafrún Rakel með tilraun sem fer beint á Írisi Dögg.
Eyða Breyta
35. mín
Elísabet með fínasta bolta fyrir en Ólöf Sigríður er stigin út og nær ekki að komast almennilega í boltann. Blikar eiga markspyrnu.
Eyða Breyta
32. mín
Karitas með skot sem fer í varnarmann.
Eyða Breyta
30. mín
Ólöf með þrumuskot sem er varið og Þróttur fær hornspyrnu.

Blikar ná að hreinsa eftir hornspyrnuna.
Eyða Breyta
29. mín
Karitas með fyrirgjöf á Chloe sem á skalla yfir mark Þróttar.
Eyða Breyta
28. mín MARK! Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik), Stoðsending: Chloé Nicole Vande Velde
Tiffany kemur Blikum eftir.

Bolti inn á teiginn frá Hafrúnu sem Jelena reynir að hreinsa. Boltinn berst á Áslaugu sem skallar áfram á Chloe sem stýrir boltanum á Tiffany. Tiffany á skot sem Íris Dögg nær að komast í en nær ekki að stöðva ferð boltans.
Eyða Breyta
27. mín
Þróttur á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Breiðabliks.

Katie lét bara vaða af þessu færi! Skotið framhjá nærstönginni.
Eyða Breyta
26. mín
Stungusending í gegn ætluð Lindu Líf sem er við það að sleppa í gegn. Telma kemur á fleygiferð út á móti og nær að tækla boltann í innkast.
Eyða Breyta
25. mín
Andrea Rut liggur eftir og fær aðhlynningu.
Eyða Breyta
24. mín
Blikar í hörku sókn. Agla María og Chloe reyna fyrirgjafir en Íris Dögg og varnarmenn Þróttara koma þessu í burtu.
Eyða Breyta
23. mín
LITLA SKOTIÐ!!!

Agla María kemur inn á völlinn með boltann og á þrumuskot sem hafnar í þverslánni!

Skotið var eilítið fyrir utan vítateig Þróttara.
Eyða Breyta
21. mín
Agla María með flottan sprett, fær eina langa sendingu frá Kristínu Dís sýndist mér og tekur þríhyrningsspil við Karitas.

Agla María kemst inn á teiginn og lætur vaða en skotið beint á Írisi.
Eyða Breyta
17. mín
Hafrún með fyrirgjöf sem Chloe reynir að skalla í átt að marki. Boltinn er á leiðinni framhjá þegar Íris nær til hans og tekur hann upp.
Eyða Breyta
16. mín
Lorena með langskot sem Telma grípur í annarri tilraun. Ekki galin tilraun.
Eyða Breyta
13. mín
Tiffany dæmd rangstæð, Munda reyndi að finna hana í gegn en Tiffany virðist hafa verið eilítið fyrir innan.
Eyða Breyta
10. mín
Frábærlega spilað á hægri vængnum hjá Þrótti.

Olla Sigga með fyrirgjöfina eftir spil við Elísabetu. Boltinn á Andreu á fjærstönginni og hún á skot sem Ásta kemst fyrir. Þetta var besti sénsinn til þessa.
Eyða Breyta
9. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu. Agla María vinnur þessa spyrnu á miðjum vallarhelmingi Þróttar.

Agla María reynir sjálf skot en Katie kemst fyrir og Þróttarar hreinsa.
Eyða Breyta
8. mín
Selma búin að eiga tvö skot hérna í upphafi leiks. Bæði vel framhjá markinu.

Rétt áðan var Íris Dögg í smá vandræðum. Reyndi að handsama fyrirgjöf, týndi boltanum í smá stund en sem betur fer fyrir hana var enginn Bliki nálægt.
Eyða Breyta
4. mín
Lið Blika:
Telma
Ásta - Kristín - Heiðdís - Hafrún
Selma
Áslaug Munda - Karitas - Chloe - Agla María
Tiffany
Eyða Breyta
3. mín
Flottur sprettur hjá Lindu þar sem hún sýnir hversu sterk hún er. Blikar ná að hreinsa í innkast þegar Linda kemst inn á teiginn.
Eyða Breyta
2. mín
Áslaug Munda vann boltann á hægro vængnum, gerir vel, kemur sér í skotfæri en skotið yfir mark heimakvenna.
Eyða Breyta
2. mín
Lið Þróttar:
Íris
Elísabet - Sóley - Jelena - Lorena
Álfhildur - Katie
Shae - - Andrea
Linda - Ólöf
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spá fjölmiðlamanna
2-2 segir Gunnar Egill Daníelsson hjá Morgunblaðinu.
1-3 Blikar vinna í fjögurra marka leik segir Sverrir Mar Smárason á Vísi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður til knattspyrnuiðkunar. Tólf gráðu hiti, skýjað og enginn teljandi vindur.

Gervigrasið var einnig vökvað fyrir leik segja mér fróðari menn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru tuttugu mínútur í að leikurinn hefjist. Breiðablik leikur í grænu og svörtu útivallarbúningum sínum og Þróttur í hefðbundnu hvítu og rauðu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar!
Ein breyting er á liði Þróttar frá leiknum gegn ÍBV. Shaelan Grace Brown er í liðsstjórn, sennilega vegna meiðsla og Elísabet Freyja kemur inn í liðið.

Sömuleiðis er ein breyting á liði Breiðabliks. Taylor sest á bekkinn og Chloe kemur inn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Von á markaleik
Það er kannski ekki að ástæðulausu sem Anna Björk spáir markaleik. 41 mark hefur verið skorað í leikjum Blika í sumar, rétt rumlega fimm mörk í leik. 32 mörk hafa verið skoruð í leikjum Þróttar eða fjögur mörk að meðaltali í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Spáir markaleik og naumum útisigri
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék með Le Havre í Frakklandi í vetur, spáir í leiki umferðarinnar.

Þróttur undir stjórn Nik geta staðið í öllum liðum deildararinnar og gefa Breiðablik alvöru leik, hins vegar hafa Breiðablik svara vel eftir tapleikina sína í sumar og fara með nauman 3-2 sigur af hólmi. Agla María með tvö mörk fyrir Blika á meðan Ólöf Sigríður setur einnig tvö mörk fyrir Þrótt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin: Breiðablik
Gestirnir eru með fimmtán stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppsætinu. Breiðablik hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, þar á meðal gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Agla María Albertsdóttir er markahæst með sjö mörk og Tiffany Janea McCarty hefur skorað fimm.


Agla María
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin: Þróttur
Heimakonur eru fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með þrjá sigra, hafa gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum. Liðið hefur náð í níu stig í síðustu fimm leikjum og vann ÍBV 1-2 á útivelli í síðustu umferð.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er markahæst hjá liðinu með fimm mörk í sex leikjum. Katie Cousins hefur verið besti leikmaður liðsins og er hún með fjögur mörk í átta leikjum.
Katie
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn fer fram á Emimskipvellinum, hefst klukkan 20:00 og er liður i níundu umferð deildarinnar.

Sæbjörn Steinke heiti ég og lýsi beint frá vellinum í Laugardal.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('88)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('71)
17. Karitas Tómasdóttir ('71)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('88)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Taylor Marie Ziemer ('71)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
19. Birta Georgsdóttir ('71)
21. Hildur Antonsdóttir ('88)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('88)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Sonný Lára Þráinsdóttir
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Páll Einarsson (Þ)

Gul spjöld:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('58)
Birta Georgsdóttir ('91)

Rauð spjöld: