Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Afturelding
0
2
Fram
0-1 Óskar Jónsson '35
0-2 Indriði Áki Þorláksson '75
09.07.2021  -  19:15
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Óskar Jónsson
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('56)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('83)
17. Valgeir Árni Svansson
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
26. Anton Logi Lúðvíksson
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
7. Hafliði Sigurðarson ('56)
11. Gísli Martin Sigurðsson
16. Aron Daði Ásbjörnsson
19. Gylfi Hólm Erlendsson
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('83)
32. Kristófer Óskar Óskarsson
33. Alberto Serran Polo

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

Toppliðið fer með sigur af hólmi. Miðjumennirnir, Óskar Jónsson og Indriði Áki skoruðu mörk Fram í tíðindalitlum leik heilt yfir.
89. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (Fram)
Fyrir brot á Antoni. Óskar allt annað en sáttur.
88. mín
Pedro með laust skot utan teigs beint á Ólaf í markinu.
84. mín
Alexander Már kemur sér strax í færi. Skyndisókn Framara endar með því að Alexander á skot sem Sindri Þór ver í horn.
83. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
83. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
83. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
79. mín
Afturelding reynir og reynir en koma lítt áleiðis. Valgeir reynir fyrirgjöf en fær hornspyrnu.

Hann hafði tækifæri til að renna boltanum út en tók frekar þá ákvörðun að reyna fyrirgjöf sem fór í varnarmann Fram og aftur fyrir.

Ekkert verður úr hornspyrnu Aftureldingar.
78. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Brýtur á Jökli. Hárréttur dómur. Uppsafnað í þokkabót.
75. mín
Nú er brekkan orðin helvíti brött fyrir heimamenn.

Sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik hefur ekki verið nægilega hættulegur. Ég sé heimamenn ekki koma til baka úr þessu.
75. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Indriði Áki skorar eftir hornspyrnuna!

Hornspyrnan fer inná miðjan teiginn, þar vinna Framarar fyrsta boltann og boltinn dettur síðan fyrir Indriða sem er á nærstönginni og hann skorar nokkuð þægilegt mark.
74. mín
Nú fá gestirnir hornspyrnu.
72. mín
Pedro með aukaspyrnuna á nærstöngina þar sem Hafliði kom á ferðinni en Hlynur skallar boltann aftur fyrir.

Pedro tekur hornspyrnuna í kjölfarið, eftir baráttu innan teigs ná Framarar að hreinsa frá.
71. mín
Það er stigið aftan á hælinn á Pedro og hann missir skóinn og fær aukaspyrnu í kjölfarið. Vinvstra megin rétt fyrir utan vítateig Framara.
69. mín
Georg missir boltann innan vítateigs og Framarar refsa en Albert á skot í Oskar Wasilewski. Boltinn fer aftur fyrir og horn.

Albert með hornið sem er á leið í netið en á síðustu stundu nær Sindri Þór að kýla boltann í burtu.
65. mín
Pedro með skalla yfir markið af löngu færi. Lítil hætta þarna.

Fyrirgjöf frá Georgi.
63. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Önnur skipting Framara í leiknum.

Fred oft verið líflegri en í kvöld.
60. mín
Kristján Atli brýtur á Óskari og fær tiltal frá Agli Arnari.
56. mín
Inn:Hafliði Sigurðarson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Arnór Gauti fer meiddur af velli.
55. mín
Anton Logi með góða sendingu fram völlinn á Pedro, sem tekur stefnu inná völlinn og á skot/fyrirgjöf sem endar í höndum Ólafs.
54. mín
Valgeir Árni með hörkuskot utan teigs en beint á Ólaf Íshólm. Fínasta tilraun.
51. mín
Þetta byrjar rólega hérna í seinni hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn fara svekktir inn í hálfleikinn en það er ekki spurt af því.

Eftir rólegar fyrstu 20 mínútur af leiknum vaknaði smá líf í þessu og Afturelding hefur fengið fleiri og betri færi í leiknum en skot Óskars Jónssonar utan teigs skilur liðin að í hálfleik.

Hefði Sindri Þór átt að gera betur í markinu? Ég er ekki frá því.
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir leiða í hálfleik 1-0.
45. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fred fær spjald fyrir dýfu innan teigs!
43. mín
Ólafur Íshólm ver meistaralega.

Arnór Gauti með eitt lengsta innkast sem ég hef séð á ævinni, þar sem Anton Logi nær til boltans, heldur boltanum á lofti og teygir sig síðan í skot á markið en Ólafur rétt nær að blaka boltanum yfir markið.

Ekkert verður síðan úr hornspyrnu Aftureldingar.
41. mín
Anton Logi með frábæra sendingu innfyrir vörn Framara, ætlaða Arnór Gauta en Kyle bjargar á síðustu stundu.
40. mín
Georg Bjarnason flikkar boltanum af nærstönginni framhjá fjærstönginni.

Pedro með hornspyrnuna á nærstöngina og þar er Georg mættur manna fyrstur.
39. mín
Pedro reynir fyrirgjöf frá vinstri sem fer í Óskar Jóns. og aftur fyrir. Afturelding fær því hornspyrnu.
39. mín
Tryggvi Snær fær tiltal frá Agli Arnari enda búinn að brjóta tvívegis á sér nú á stuttum tíma.
37. mín
Hrikalega svekkjandi fyrir Aftureldingu að vera lentir undir miðað við gang leiksins síðustu mínútur.
35. mín MARK!
Óskar Jónsson (Fram)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
Það þarf ekki mikið til stundum til að skora mark í fótbolta og þarna sýndu Framarar það!

Óskar Jónsson fær boltann utan teigs og lætur vaða á nærstöngina. Ég sá einfaldlega ekki hvort boltinn hafi átt viðkomu í varnarmann Aftureldingar, en þetta leit ekkert sérstaklega vel út fyrir Sindra Þór í markinu.
33. mín
Dauðafæri en skot Antons Loga rétt yfir markið!

Pedro með fyrirgjöf sem Hlynur Atli reynir að hreinsa frá. Það gengur ekki betur en svo að boltinn dettur fyrir Anton Loga sem á skot í litlu jafnvægi og skotið yfir markið. Þarna skall hurð nærri hælum. Besta færi leiksins.
28. mín
Nú fær Albert boltann og nægt pláss á milli varnar og miðju hjá Aftureldingu, en hann á hinsvegar slaka stungusendingu innfyrir vörnina, ætlaða Þóri Guðjóns. og heimamenn ná að hreinsa frá.
27. mín
Marktilraun frá Aftureldingu en Pedro með laflaust skot beint á Ólaf eftir fyrirgjöf frá Arnóri Gauta.

Þarna hefði Pedro mátt eða jafnvel, átt að gera betur.
25. mín
Bæði lið eru virkilega þétt til baka og þá sérstaklega Afturelding. Þegar Framarar byggja upp sóknir sínar þá eru allir leikmenn Aftureldingar fyrir aftan boltann og liggja þeir frekar aftarlega.
21. mín
Anton Logi með skot yfir markið, frá vítateigslínunni eftir stutt horn frá Pedro.
20. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Danny Guthrie (Fram)
Guthrie fer af velli meiddur.
17. mín
Danny Guthrie liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Sá ekki hvað kom fyrir hann. Á sama tíma féll Jökull Jörvar við rétt fyrir utan teig Framara en Egill Arnar dæmir ekkert. Athyglisvert.
15. mín
Arnór Gauti fellur inní teig á sama tíma og hann var að komast einn innfyrir eftir stungusendingu frá Pedro Vazquez. Egill Arnar sér hinsvegar ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu og leikurinn heldur því áfram.
13. mín
Albert með aukaspyrnuna sem er skölluð frá, en beint fyrir fætur Fred sem á skot utan teigs en auðvelt fyrir Sindra Þór í markinu.
13. mín
Pedro brýtur á Óskari Jónssyni og Framarar fá aukaspyrnu á hægri vængnum.
11. mín
Anton Logi með fyrstu mark tilraun heimamanna en skotið máttlaust og beint á Ólaf Íshólm í markinu.
10. mín
Albert með hornið sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínuna.
9. mín
Albert með aukaspyrnuna inn í teig en það verður ekkert úr því, annað en að Fram fær hornspyrnu.
9. mín
Arnór Gauti brýtur á Fred á miðjum vallarhelmingi heimamanna. Renndi sér í boltann en virðist hafa farið aftan í Fred á sama tíma.
6. mín
Það er allt frekar rólegt hér í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Egill Arnar hefur flautað leikinn á. Baráttan um Úlfársfellið.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og verið er að kynna liðin til leiks. Það styttist í að leikurinn fari af stað.

Fyrir leik
Það er fínasta knattspyrnuveður hér í Mosfellsbænum og fólk er farið að flykkjast á völlinn.
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir eina breytingu frá 3-3 jafnteflinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Ísak Atli er ekki með Aftureldingu í kvöld og inn kemur Jökull Jörvar Þórhallsson.
Fyrir leik
Danny Guthrie, Hlynur Atli og Óskar Jónsson koma inn í byrjunarlið Fram frá sigrinum gegn Kórdrengjum í síðustu umferð.

Gunnar Gunnarsson fer á bekkinn og hvorki Aron Þórður Albertsson né Alex Freyr Elísson eru í leikmannahópi Fram.
Fyrir leik
Orri Steinn Óskarsson spáir í leiki elleftu umferðar. Umferðin hefst í kvöld og klárast á morgun. Orri er uppalinn í Gróttu en gekk í raðir FC Kaupmannahafnar eftir sumarið 2019.

Afturelding 1 - 3 Fram (Í kvöld 19:15)
Fram lookar óstöðvandi því miður og taka þennan leik örugglega með mörkum frá Fred og Alberti Hafsteins, Anton Logi klórar svo í bakkann í lok leiks

Fyrir leik
Kristófer Óskar Óskarsson og Pedro Vazquez Vinas eru markahæstu leikmenn Aftureldingar í sumar. Kristófer Óskar hefur skorað sex mörk og sá spænski, fimm.

Hjá Fram hefur Albert Hafsteinsson skoraði sjö mörk, þar af þrjú mörk í síðasta leik gegn Kórdrengjum. Fred Saraiva kemur næstur með sex mörk.
Fyrir leik
Afturelding er í 7. sæti deildarinnar með 13 stig á meðan Fram situr á toppi deildarinnar með 28 stig.

Afturelding eru taplausir í síðustu fjórum leikjum en í þeim leikjum hefur liðið sótt átta stig.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Fagverksvellinum í Mosfellsbæ þar sem Afturelding og Fram eigast við í 11. umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson ('83)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('83)
6. Danny Guthrie ('20)
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Fred Saraiva ('63)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson
22. Óskar Jónsson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
7. Guðmundur Magnússon ('63)
11. Jökull Steinn Ólafsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('83)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('20)
33. Alexander Már Þorláksson ('83)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('45)
Tryggvi Snær Geirsson ('78)
Óskar Jónsson ('89)

Rauð spjöld: