Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
2' 0
0
FH
Valur
0
2
Dinamo Zagreb
0-1 Luka Ivanusec '31
0-2 Mislav Orsic '88
13.07.2021  -  20:00
Valsvöllur
Meistaradeild Evrópu - undankeppni
Dómari: Zaven Hovhannisyan (Armenía)
Áhorfendur: 800
Maður leiksins: Lovro Majer
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler ('80)
5. Birkir Heimisson ('80)
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('61)
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('83)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('61)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason ('83)
9. Patrick Pedersen ('61)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Andri Adolphsson ('61)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('80)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

Dinamo Zagreb kemst áfram í næstu umferð, samanlagt 5-2.

Valur fer í 2. umferð Sambandsdeildarinnar og mætir þar annað hvort Bodo/Glimt eða Legia Varsjá. Þau mætast annað kvöld í seinni leiknum en Pólverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2.
91. mín
Arijan Ademi kemur á fleygi ferð inn í teiginn en á máttlausa tilraun eftir fyrirgjöf frá Francois Moubandje.
90. mín
Uppbótartíminn: 4 mínútur
90. mín
Inn:Luka Menalo (Dinamo Zagreb) Út:Mislav Orsic (Dinamo Zagreb)
Markaskorarinn fer af velli.
88. mín MARK!
Mislav Orsic (Dinamo Zagreb)
Stoðsending: Lirim Kastrati
Með viðstöðulaust skot innan teigs eftir fyrirgjöf frá Lirim Kastrati.

Óverjandi fyrir Hannes í markinu. Lagleg afgreiðsla hjá Orsic.
85. mín
Andri Adolphs með fyrirgjöf á fjær sem Arnór Smárason nær ekki til.
85. mín
Kristinn Freyr með frábæra fyrirgjöf sem Kévin skallar aftur fyrir.
83. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Síðasta skipting Vals í kvöld.
83. mín
Guðmundur Andri með skot í varnarmann innan teigs eftir langt innkast.
80. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Christian Köhler (Valur)
80. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
79. mín
Skyndisókn hjá Val en Guðmundur Andri stígur á boltann innan teigs og fellur við.
73. mín
Mario Gavranovic með skalla að marki eftir hornspyrnu sem Hannes slær yfir.
71. mín
Það er heldur betur líf í Valsmönnum síðustu mínútur og algjör synd að þeir séu ekki búnir að jafna metin hér í kvöld.
71. mín
Inn:Lirim Kastrati (Dinamo Zagreb) Út:Lovro Majer (Dinamo Zagreb)
71. mín
Inn:Mario Gavranovic (Dinamo Zagreb) Út:Bruno Petkovic (Dinamo Zagreb)
71. mín
Christian Köhler með hörku aukaspyrnu en Zagorac ver og nær að halda boltanum.
70. mín
Josip Misic brýtur á Guðmund Andra. 5-7 metrum fyrir utan vítateiginn.
69. mín
Valsmenn fá dauðafæri en Kristinn Freyr og Patrick Pedersen vilja báðir skora. Sem gerir það að verkum að þeir eru fyrir hvor öðrum. Kristinn Freyr endar þó á því að ná skoti á marki en Zagorac ver meistaralega.

Boltinn hrekkur til Guðmundar Andra sem nær ekki jafnvægi með boltann og sóknin rennur út í sandinn.
67. mín
Birkir með hörku skot lengst utan af velli en nokkuð þægilegt fyrir Zagorac í markinu. Um að gera að reyna. Það hefur ekki verið mikið að gera hjá Zagorac í markinu hingað til í leiknum en nú þurfti hann amk að vera tilbúinn og klár í slaginn.
63. mín
Andri Adolphsson vinnur aðra hornspyrnu.
62. mín
Andri Adholpsson ekki lengi að koma sér í skotfæri. Á skot úr þröngu færi sem Zagorac ver í horn.
61. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Tvöföld skipting hjá Heimi.
61. mín
Inn:Patrick Pedersen (Valur) Út:Sverrir Páll Hjaltested (Valur)
Tvöföld skipting hjá Heimi.
60. mín Gult spjald: Josip Misic (Dinamo Zagreb)
Ekki lengi að næla sér í gult spjald. Brýtur á Guðmundi Andra.
58. mín
Inn:Bartol Franjic (Dinamo Zagreb) Út:Kristian Jakic (Dinamo Zagreb)
Markaskorarinn fer af velli.
58. mín
Inn:Josip Misic (Dinamo Zagreb) Út:Luka Ivanusec (Dinamo Zagreb)
Markaskorarinn fer af velli.
56. mín
Mislav Orsic reynir fyndna fyrirgjöf utanfótar með hægri en Valsmenn hreinsa í horn.
55. mín
Mislav Orsic með þvílíkan 20 metra sprett og á síðan skot utan teigs en Rasmus kemst fyrir skotið.
50. mín
Johannes Vall kemst í fínt færi en hittir ekki markið!

Johannes Vall keyrir upp vinstri kantinn, finnur Guðmund Andra og fær boltann aftur inn í teig en skotið ekki nægilega hnitmiðað.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.

Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Jafnfræði var með liðunum lengi vel en eftir að Dinamo komst yfir í leiknum hefur sjálfstraust þeirra og yfirvegun á boltanum aukist mikið og hafa þeir verið með öll völd á vellinum síðan þá.
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir frá Zagreb leiða í hálfleik 1-0 og staðan í einvíginu er því 4-2 fyrir Dinamo þegar 45 mínútur eru eftir.
45. mín
Uppbótartími: Ein mínúta
44. mín
Nokkrum stuðningsmönnum Dinamo Zagreb var vísað af vellinum eftir að þeir komust yfir í leiknum. UEFA reglurnar eru víst þannig að stuðningsmenn gesta liðsins mega ekki vera á vellinum. Líklega eitthvað ítarlegri en það... en ég hef ekki ítarlegri upplýsingar á þessari stundu.
42. mín
Dinamo Zagreb eru líklegir til að bæta við öðru marki hér fyrir hálfleikinn.
42. mín
Petar Stojanovic fer auðveldlega framhjá Guðmundi Andra á hægri kantinum en Köhler kemur honum til bjargar og hreinsar í horn.
40. mín
Birkir Heimisson ver á línu!

Kristian Jakic á skalla að marki eftir hornspyrnu frá Lovro Majer en Birkir, réttur maður á réttum stað.
38. mín
Rasmus með rosalega mistök í vörninni, á arfa slaka sendingu til baka sem Bruno Petkovic kemst inní. Hann keyrir upp völlinn í átt að marki Vals en Rasmus kemst fyrir á síðustu stundu og Dinamo fær horn.
36. mín
Kristian Jakic með fast skot utan teigs en beint á Hannes í markinu.
31. mín MARK!
Luka Ivanusec (Dinamo Zagreb)
Stoðsending: Lovro Majer
Gestirnir eru komnir yfir.

Lovro Majer á sendingu fram völlinn á Luka Ivanusec sem fer full auðveldlega framhjá Rasmus sem er aftastur í vörn Valsmanna og Luka nær síðan góðu skoti framhjá Hannesi í markinu.

Sókn Zagreb hófst eftir að Sverrir Páll var flaggaður rangstæður og gestirnir voru fljótir að snúa vörn í sókn.
30. mín
Hálftími liðinn. Leikurinn í miklu jafnvægi og Valsmenn nokkuð sprækir. Valsmenn hafa fengið tvær hornspyrnu gegn fimm hornspyrnum Króatana.
30. mín
Bruno Petkovic fær boltann utan teigs frá Majer sem er allt í öllu í liði Zagreb hingað til. Petkovic á skot sem Hannes ver í horn.
28. mín
Beint af æfingasvæðinu frá Zagreb. Lovro Majer kemst í fínt skotfæri innan teigs eftir hornspyrnuna, en boltinn hárfínt yfir markið.
27. mín
Og nú vinnur, Bruno Petkovic hornspyrnu í kjölfarið af innkastinu.
27. mín
Spyrnan ekkert sérstök frá Majer og Sigurður Egill skallar boltann í innkast.
27. mín
Nú er Guðmundur Andri dæmdur brotlegur. Brýtur á Lovro Majer við hliðarlínuna hægra megin rétt fyrir aftan vítateigslínuna.
24. mín
Rasmus Lauritsen gerir sig sekan um mistök er hann sendir boltann úr öfustu varnarlínu. Guðmundur Tryggvi nær til boltans og keyrir upp með boltann einhverja 10 metra áður en brotið er á honum við miðlínuna.
22. mín
Petar Stojanovic reynir fyrirgjöf frá hægri en boltinn yfir markið. Þarna hefði Petar getað gert töluvert betur, hann var kominn upp að endalínunni en fyrirgjöfin slök.
20. mín
Nú brýtur Sverrir Páll á Kévin Théophile-Catherine, Sverrir fær stungu sendingu innfyrir og reynir að stinga sér innfyrir Kévin en virðist stíga á hann í leiðinni.
19. mín
Fyrirliðinn, Arijan Ademi brýtur á Sverri Pál. Stígur aftan á hælinn á honum.
17. mín
Króatarnir eru greinilega ekki komnir hingað til að liggja til baka. Þegar þeir vinna boltann eru þeir óhræddir að sækja á 6-7 leikmönnum.
16. mín
Sebastian Hedlund með skalla yfir markið eftir hornspyrnu frá Birki.
15. mín
Valur fær aðra hornspyrnu.

Guðmundur Andri kemur sér í ágætis skotfæri fyrir utan teig, en er í litlu jafnvægi og reynir að koma sér í betri stöðu sem tekst ekki. Hann vinnur þó hornspyrnu.
12. mín
Aftur stutt hornspyrna, Orsic kemur svo með fyrirgjöfina en Birkir á mislukkaða tilraun til að hreinsa í burtu og boltinn aftur fyrir.endamörk og önnur hornspyrna.

Nú tekur Majer spyrnuna fyrir markið en yfir allan pakkann og Valsmenn fá markspyrnu.
12. mín
Lovro Majer reynuir fyrirgjöf en boltinn í Birki og aftur fyrir.
11. mín
Spyrnan á fjærstöngina þar sem Birkir Már reynir að skalla boltanum fyrir markið á nýjan leik en Kévin Théophile-Catherine kemur boltanum frá.
10. mín
Guðmundur Andri með sprett upp völlinn og vinnur hornspyrnu.

Hornspyrnuna tekur Birkir Heimisson.
8. mín
Zagreb fær fyrstu hornspyrnu leiksins, Majer tekur stutt horn á Orsic sem á fyrirgjöf sem Birkir Már skallar frá.

Zagreb heldur pressunni áfram en sóknin endar með skoti frá Kevin Théophile-Chaterine sem á skot langt yfir markið.
6. mín
Mislav Orsic með fyrsta skot leiksins, en rétt yfir markið. Skotið utan teigs.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.

Valsmenn sækja í átt að Bankastræti Club á meðan Dinamo Zagreb sækja í átt að Shake & Pizza.
Fyrir leik
Leikmennirnir eru farnir inn í klefa. Það eru 10 mínútur í leik.
Fyrir leik
,,Það eru allir vel gíraðir fyrir þennan leik. Hvað segir það okkur að þeir séu búnir að kalla inn landsliðsmenn fyrir þennan leik? Þeir eru greinilega stressaðir og ekkert svo sigurvissir. Við þurfum að nýta okkur það," sagði Heimir einnig í viðtalinu.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var í viðtali við Henry Birgi á Stöð2Sport fyrir leik. Þar var hann spurður út í þá ákvörðun að Patrick Pedersen byrji á bekknum.

,,Ég mat það svo að þetta væri sterkasta liðið til að byrja þennan leik," sagði Heimir. Athyglisvert.
Fyrir leik
Damir Krznar þjálfari Dinamo Zagreb er goðsögn hjá félaginu en hann á að baki 122 leiki fyrir félagið sem leikmaður á árunum 1995-2004.

Hann er ný tekinn við liðinu en áður var hann aðstoðarþjálfari liðsins.

Þar áður var hann að aðstoðarþjálfari hjá Al-Nassr, Al Ain og síðan aðalþjálfari hjá Al-Hilal áður en hann snéri aftur til Króatíu.
Fyrir leik
Valsmenn þurfa að hafa fullan fókus á Mislav Orsic sem er króatískur landsliðsmaður og kemur inn í byrjunarliðið og beint í fremstu víglínu. Hann var markahæsti leikmaður Dinamo Zagreb á síðustu leiktíð með 16 mörk, jafn mörg mörk og Svissverjinn, Mario Gavranovic sem byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Það er stórt skarð sem Christian Köhler og Sverrir Páll þurfa að fylla í stað Hauks Páls og Patrick Pedersen.
Fyrir leik
Valsmenn hafa verið að bleyta völlinn vel hér fyrir leik og hafa vatnsgræjurnar verið í gangi mest megnis í allan dag. Það er farið að sjást vel á vellinum enda nokkrir pollar komnir á völlinn.
Fyrir leik
Fyrir leik
Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM á dögunum er á varamannabekk Dinamo Zagreb í kvöld.

Króatísku landsliðsmennirnir, Mislav Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec koma allir inn í byrjunarliðið en þeir voru ekki með Dinamo í fyrri leiknum.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir þrjár breytingar frá 3-2 tapinu í fyrri leiknum. Orri Sigurður Ómarsson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen fara á bekkinn og inn koma Magnus Vall, Christian Köhler og Sverrir Páll Hjaltested koma inn í þeirra stað.
Fyrir leik
Dinamo Zagreb hefur unnið króatísku úrvalsdeildina síðustu fjögur ár. Tímabilið 2018/2019 unnu þeir deildina með 25 stiga mun. Miklir yfirbuðir en tíu lið leika í króatísku úrvalsdeildinni þar sem spiluð er fjórföld umferð.

Fyrir leik
Þetta hefur Heimir Guðjónsson þjálfari Vals að segja um Dinamo Zagreb:

,,Þetta er auðvitað mjög gott fótboltalið og kemst ekki þangað sem það hefur farið án þess að spila góðan fótbolta. Hinsvegar er þetta einn leikur í kvöld og það getur allt gerst í þessu."
Fyrir leik
Valsmenn verða á Magnus Egilsson og Tryggva Hrafns Haraldssonar í leiknum í kvöld. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson þjálfari Vals í samtali við Valur Fótbolti á samfélagsmiðlum.

,,Ég held að leikmenn hafi sýnt með frammistöðunni ytra að þeir eiga stuðningin skilið. Nú er búið að lyfta takmörkunum og vonandi verður góður stuðningur úr stúkunni því það skiptir okkur sannarlega máli," sagði Heimir við Valur Fótbolti.
Leikmenn Dinamo Zagreb komu til landsins seint í gærkvöldi.
Fyrir leik
Dinamo er gríðaralega sterkt lið sem sló Tottenham úr leik í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Valur hefði ekki getað mætt öflugra liði þegar dregið var. Það ríkir því mikil eftirvænting fyrir leiknum.
Fyrir leik
Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur.
Fyrir leik
Dinamo Zagreb voru án nokkura lykilmanna í fyrri leiknum en þeir hafa nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EMá dögunum og króatísku landsliðsmennina Mislav Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec.

Landsliðsmarkvörðurinn, Dominik Livakovic fékk þó lengra sumarfrí og verður ekki með í seinni leiknum.
Fyrir leik
,,Við erum fáranlega ánægðir með að ná þessum tveimur mörkum í lokin og að halda okkur inn í þessu einvígi. Við komum vel gíraðir inn í heimaleikinn, það hefði verið leiðinlegt að vera 0-3 undir og mæta í seinni leikinn heima," sagði Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður Vals í samtali við Fótbolta.net eftir fyrri leikinn.
Fyrir leik
Þjálfari Dinamo Zagreb segist hafa verið farinn að plana skemmtiferð til Íslands í huga sínum, en núna sé staðan önnur.

Dinamo mætti Íslandsmeisturum Vals í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og gat Dinamo komist í 4-0 í seinni hálfleik. Hannes Þór Halldórsson varði hins vegar vítaspyrnu og Valur skoraði tvö mörk. Leikurinn endaði 3-2 og miði er möguleiki fyrir Valsmenn.

,,Við breyttum ferðinni til Íslands nánast í skemmtiferð. En við misstum einbeitinguna og fengum tvö skrautleg mörk á okkur. Núna þurfum við að taka seinni leikinn alvarlega. Það var augljóst að það var mikill gæðamunur á liðunum, en við þurfum að vinna fyrir þessu," sagði Damir Krznar, þjálfari Dinamo, eftir sigurinn.

Það eru öðruvísi aðstæður á Íslandi en í Króatíu. Það er mikið kaldara og það er spilað á gervigrasi á Hlíðarenda.

,,Við erum að fara til Reykjavík til að vinna, til að sýna við erum betra lið," segir Krznar en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.
Fyrir leik
Gangur leiksins í fyrri leiknum:

Dinamo Zagreb 3 - 2 Valur
1-0 Arijan Ademi (f) ('8 )
2-0 Lovro Majer ('41 , víti)
3-0 Arijan Ademi (f) ('72 )
3-0 Arijan Ademi (f) ('82 , misnotað víti)
3-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 , misnotað víti)
3-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 )
3-2 Andri Adolphsson ('89 )
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo-vellinum þar sem Valur og Dinamo Zagreb eigast við í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Dinamo Zagreb hafði betur í fyrri leiknum ytra, 3-2 eftir að hafa komist í 3-0 og klikkað þar að auki úr vítaspyrnu í stöðunni 3-0. Valsmenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter og skoruðu tvö mörk á loka kafla leiksins.
Byrjunarlið:
1. Danijel Zagorac
5. Arijan Ademi (f)
6. Rasmus Lauritsen
7. Luka Ivanusec ('58)
10. Lovro Majer ('71)
21. Bruno Petkovic ('71)
28. Kévin Théophile-Catherine
29. Francois Moubandje
30. Petar Stojanovic
97. Kristian Jakic ('58)
99. Mislav Orsic ('90)

Varamenn:
33. Ivan Nevistic (m)
3. Daniel Stefulj
11. Mario Gavranovic ('71)
13. Stefan Ristovski
20. Lirim Kastrati ('71)
24. Marko Tolic
27. Josip Misic ('58)
38. Bartol Franjic ('58)
55. Dino Peric
70. Luka Menalo ('90)
90. Duje Cop
92. Jakov-Anton Vasilj

Liðsstjórn:
Damir Krznar (Þ)

Gul spjöld:
Josip Misic ('60)

Rauð spjöld: