Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Breiðablik
2
0
Racing Union
Jason Daði Svanþórsson '50 1-0
Dwayn Holter '69
Árni Vilhjálmsson '74 2-0
15.07.2021  -  19:00
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Tólf gráður og smá vindur. Skýjað.
Dómari: Vitaliy Romanov (Úkraína)
Áhorfendur: 710
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('75)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen ('67)
10. Kristinn Steindórsson ('80)
11. Gísli Eyjólfsson ('75)
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('75)
10. Árni Vilhjálmsson ('67)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Benoný Breki Andrésson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('80)
24. Davíð Örn Atlason ('75)
27. Tómas Orri Róbertsson
29. Tómas Bjarki Jónsson
29. Arnar Númi Gíslason
29. Tómas Bjarki Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('67)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik er komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar!

Skýrsla á leiðinni.
92. mín
Það mættu 710 áhorfendur á Kópavogsvöll í kvöld.
92. mín
Oliver með skot í vegginn og svo átti Höskuldur hörkuskot en Ruffier ver það.
91. mín Gult spjald: Pit Simon (Racing Union)
Braut á Sölva Snæ við vítateig Racing.
90. mín
Höskuldur með fyrirgjöfina en boltinn fer yfir allan pakkann.

Þremur mínútum er bætt við.
89. mín
Þarna var Óskar Hrafn með geggjaða fyrstu snertingu. Chestaði boltann á leikmann Racing!
88. mín
Vitlaust innkast dæmt á Davíð Ingvars.
85. mín
Sölvi Snær við það að sleppa í gegn en gerir ekki nægilega vel á sprettinum. Var með Árna kláran vinstra megin en missir boltann.
84. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Buch fer niður og Höskuldur í bókina. Harður dómur.
83. mín
Inn:Kevin Nakache (Racing Union) Út:Jerome Simon (Racing Union)
81. mín
Pokar með hörkuskot en það fer rétt yfir mark Blika.
80. mín
Oliver með fyrirgjöfina sem finnur Damir í teignum. Damir með fastan skalla en beint á Ruffier.
80. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
79. mín
Blikar fá hornspyrnu.
79. mín
Oliver með fyrirgjöfina og Kiddi reynir að stýra boltanum á markð en nær því ekki. Gestirnir fá aukaspyrnu.
78. mín
Árni Vill með skemmtilega takta inn á teignum og vinnur hornspyrnu.
75. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
75. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
74. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Virkilega vel útfærð skyndisókn. Viktor Karl leggur boltann út til vinstri á Árna sem á nokkrar snertingar áður en hann klárar með skoti í hægra hornið. Vel gert!

Blikar eru á leiðinni áfram og munu mæta Austria Vín í 2. umferð Sambandsdeildarinnar!
72. mín
Heldur betur vænleg staða núna fyrir Blika. Tveggja marka forysta, manni fleiri og átján mínútur eftir.
71. mín
Blikar fá aðra hornspyrnu.

Gestirnir ná að hreinsa.
70. mín
Árni með tilraunina og hún fer af varnarmanni og aftur fyrir.
69. mín Rautt spjald: Dwayn Holter (Racing Union)
Árni Vilhjálmsson gerir frábærlega og er að sleppa í gegn. Holter keyrir í Árna við vítateiginn og fær rautt spjald.

Aftasti maður og Árni í upplögðu marktækifæri. Blikar eiga aukaspyrnu rúmum metra frá vítateignum.
67. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Blikar þétta aðeins raðirnar. Skynsamlegt, Andri er varnarsinnaðari en Jason.
67. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
66. mín
Sýndist það vera Skenderovic sem átti skot í kjölfar hornspyrnunnar. Skotið í varnarmann Blika og skoppar til Antons sem handsamar boltann.
65. mín
Gestirnir sækja stíft og eru nú að fá hornspyrnu.
65. mín
Simon lætur vaða en skotið beint í Damir inn á teignum.
64. mín
Fyrsta snertingin hjá Óskari Hrafni ekki sérstök þegar boltinn kom til hans við hliðarlínuna. Það er í lagi, kaupir smá tíma.
63. mín
Sýnist gestirnir vera mættir í 4-4-2 með kantmennina hátt uppi.

Simon kominn á hægri kantinn og Francoise með Dembele frammi.
62. mín
Inn:Emmanuel Francoise (Racing Union) Út:Yannis Tafer (Racing Union)
60. mín
Fyrirgjöf inn á teig Blika. Davíð Ingvars skallar afturfyrir. Gestirnir eiga horn.

Blikar ná að hreinsa í burtu eftir smá bras á teignum.
59. mín
Davíð kominn inn á aftur.

Gestirnir eiga aukaspyrnu á vinstri kantinum.
57. mín Gult spjald: Jonathan Hennetier (Racing Union)
Brýtur á Davíð úti vinstra megin við miðlínu.

Davíð þarf aðhlynningu og er þessa stundina utan vallar.
56. mín
Blikar full opnir eftir að Höskuldur tapar boltanum.

Simon fær boltann í mjög fínu færi, á skot sem fer framhjá Antoni en Damir hreinsar í hornspyrnu.

Lítil hætta í kjölfarið á hornspyrnunni. Hennetier með skotið hátt yfir mark Blika.
55. mín
Jason Daði reynir fyrirgjöf sem er alls ekki sérstök og Thomas ekkert sérstaklega ánægður með þetta allt saman.
52. mín
Damir skallar fyrsta boltann í burtu og Anton Ari grípur svo fyrirgjöf Buch.
52. mín
Dembele með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Gestirnir eiga horn.
50. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
BINGÓ!!!!!!

Fyrsta markið er komið. Davíð Ingvarsson með geggjaða fyrirgjöf meðfram jörðinni og Jason Daði er mættur á fjærstöngina og kemur boltanum í netið af stuttu færi!

Blikar leiða einvigið með tveimur mörkum.
48. mín
Blikar haldið boltanum í upphafi seinni hálfleiks.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Blikar hafa verið betri í fyrri hálfleik en eins og hefur sýnt sig þá er ofboðslega stutt á milli í þessu.
45. mín Gult spjald: Jerome Simon (Racing Union)
Brýtur á Alexander Helga sem liggur eftir.

Ein mínúta í uppbót!
43. mín
Dembele reynir að flikka boltanum inn á Mabella í hlaupinu en skallinn of langur og Anton Ari hirðir þennan bolta.
43. mín
Thomas Mikkelsen dæmdur brotlegur við vítateig Racing.
39. mín
Anton Ari kemur út úr markinu og hreinsar boltann í innkast. Kom kannski full langt þarna út en Damir og Anton í góðum samskiptum svo hættan var ekki mikil.
38. mín
Mjög falleg og snörp sókn hjá Blikum sem endar á því að Viktor Karl rennir boltanum á Jason Daða hægra megin. Jason ætlar að skera boltann til baka en varnarmaður gestanna kemst í milli. Svekkjandi því þessi sókn lofaði mjög góðu.
32. mín
Mjög góð sókn hjá Blikum. Gísli byrjaði með frábærum spretti og Jason Daði átti svo fyrirgjöf. Kiddi fellur við teiginn en ekkert er dæmt, aldrei víti og Kiddi ekkert að biðja um neitt.

Blikar verið góðir fyrsta hálftímann en þurfa að passa sig samt þar sem leikmenn Racing hafa sýnt að þeir geta alveg sótt hratt á Blikana.
31. mín
Gestirnir taka aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika en Damir sýnist mér skalla þennan bolta í burtu.
28. mín
Litla skotið frá Mabella!!

Langskot eftir að hafa komið sér inn á völlinn af vinstri kantinum. Þrumaði boltanum í stöngina. Anton Ari skutlaði sér á eftir boltanum en hefði sennilega ekki varið þennan!
26. mín Gult spjald: Dwayn Holter (Racing Union)
Braut á Höskuldi sem liggur eftir á vallarhelmingi Racing.
24. mín
VÁÁÁ!!!!!

Thomas vinnur boltann á frábærum stað fyrir Blika, sendir inn á Jason Daða en Ruffier étur Jason í dauðafæri!!!!
24. mín
Höskuldur með hornspyrnuna og Damir fær fínasta skallafæri en skallar framhjá.
23. mín
Fínn bolti fyrir frá Davíð og Damir líklegur þarna. Blikar fá hornspyrnu.
23. mín
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni áðan en núna var Davíð að vinna aukaspyrnu úti vinstra megin. Fín fyrirgjafarstaða.
22. mín
Jason Daði fær boltann hægra megin í teignum. Kemur með boltann fyrir á Kidda sem á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Blikar fá horn.
19. mín
Viktor Örn með mjög tæpa sendingu til baka. Anton Ari rétt nær að senda boltann til hliðar áður en hann fær Dembele í sig.

Dembele dæmdur brotlegur og fær tiltal. Þetta þarf Viktor að passa!
16. mín
Höskuldur með spyrnuna inn á teiginn en Blikar dæmdir brotlegir. Þeir skilja lítið hvers vegna og erfitt að sjá það.
16. mín
Breiðablik fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Davíð Ingvarsson vinnur hana.
15. mín
Thomas Mikkelsen fær sendingu inn fyrir en er dæmdur rangstæður. Tæpt.
14. mín
Buch með sendingu í hornið á Mabella.

Mabella með fyrirgjöf inn á teiginn, Damir tæklar fyrir en gestirnir vilja meina að boltinn hafi farið í höndina á Damir. Gestirnir ósáttir að leikurinn var látinn halda áfram og ekkert dæmt.
12. mín
Tafer með fyrirgjöf ætlaða Mabella en blessunarlega var hún of innarlega.
11. mín
Alexander brýtur á Dembele. Dómarinn aðvarar Dembele í kjölfarið en þessi leikmaður gestanna var að reyna tuða út gult á Alexander.
10. mín
Sólin aðeins farin að kíkja í Kópavogi!
9. mín
Viktor Örn gerir vel að vinna boltann af Dembele og Blikar komast í fínan séns.

Alexander Helgi fær tiltal fyrir brot á Mabella.
7. mín
Fínt spil úti vinstra megin. Gísli kemur svo með fyrirgjöf inn á teiginn sem Viktor Karl reynir að ná til en brýtur af sér.
6. mín
Breiðablik á aftur innkast hátt uppi á vellinum en kasta boltanum til baka og byggja upp sókn úr öftustu varnarlínu.

Þetta byrjar rólega í Kópavogi.
3. mín
Viktor Örn með langa sendingu á Gísla Eyjólfs sem vinnur innkast hátt uppi á vellinum.
1. mín
Uppstilling Breiðabliks stemmir. Alexander Helgi situr talsvert dýpra en Viktor Karl og Jason Daði spilar meira úti á hægri kanti á meðan Gísli leitar inn á miðjuna.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann! Leikurinn byrjar aðeins á undan áætlun.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Breiðablik spilar í grænum treyjum með hvítum ermum. Racing spilar í ljósbláu.

Það er skýjað og tólf stiga hiti í Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Uppstilling Racing skv. UEFA:
Ruffier
Hennetier - Simon - Skenderovic - Buch
Holter
Tafer - Simon - Pokar - Mabella
Dembele
Fyrir leik
Líkleg uppstilling Breiðabliks:
Samkvæmt vef UEFA eru Blikar í leikkerfinu 4-4-2.

Svona sé ég þetta samt.

Anton Ari
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð
Alexander Helgi
Viktor Karl
Jason Daði - Kristinn - Gísli
Thomas
Fyrir leik
Byrjunarlið gestanna:
Engin breyting er á því.

Yann Mabella er í liðinu og skoraði hann bæði mörk liðsins í fyrri leiknum.

Fréttaritari sér einnig Yannis Tafer sem uppalinn er hjá Lyon og leikið hefur með Lyon, Toulouse og St. Gallen a´sínum ferli. Hann á þá fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka.

Tafer og Mabella eru á köntunum hjá Racing.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð:
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir engar breytingar frá fyrri leiknum sem fram fór fyrir viku.

Breiðablik lenti 2-0 undir í fyrri leiknum í Lúxemborg en kom til baka og skoraði Damir Muminovic sigurmark undir lokin. Áður höfðu þeir Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen skorað fyrir Blika.
Fyrir leik
Af blikar.is
Leikurinn við Racing FC Union Lëtzebuerg verður 17. Evrópuleikur Breiðabliks frá upphafi og annar innbyrðis leikur liðanna. Leikirnir 16 til þessa, allir á árunum 2010-2021, voru gegn 9 mismunandi liðum í 9 löndum.

Fyrsti Evrópuleikur Blikaliðsins var gegn Motherwell í Skotlandi árið 2010. Önnur lið sem Blikaliðið hefur mætt í Evrópukeppnum eru Rosenborg (2011 og 2020**), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), Santa Coloma (2013) og nú Racing Union FC (2021). **í fyrra (2020) var undankeppnin bara einföld umferð vegn Covid-19.
Fyrir leik
Dómarar frá Úkraínu

Dómari leiksins er Vitaliy Romanov og honum til aðstoðar eru Semen Shlonchak og Andrii Skrypka. Andryii Kovalenko er svo fjórði dómari.

Romanov dæmir í efstu og næstefstu deild í Úkraínu. Hann á svo að dæma leik Ujpest og Vaduz í næstu viku.
Fyrir leik
Engin útivallarmarkaregla
Breiðablik er 3-2 yfir eftir fyrri leikinn en þar sem útivallarmarkareglan er ekki lengur í gildi er eins og staðan sé einfaldlega 1-0.

Ef Racing er yfir með einu marki að loknum venjulegs leiktíma er gripið til framlengingar.
Fyrir leik
Damir Muminovic var einnig til viðtals á sunnudag.

Smelltu hér til að sjá viðtalið

,,Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir um fyrri leikinn.
Fyrir leik
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, á sunnudag. Óskar var spurður út í fyrri leikinn og seinni leikinn sem fram fer í kvöld.

Þið eruð ekkert að fara inn í leikinn og í það að verja þessa eins marks forystu eða hvað?

,,Nei, við kunnum það í raun og veru ekki. Við munum reyna að fara út á fullri ferð, taka frumkvæðið. Við erum á heimavelli, velli sem okkur líður vel og það eina sem er í stöðunni er bara að taka leikinn til þeirra, taka frumkvæðið strax og keyra upp hraðann."

,,Þeir eru komnir á seinni hlutann á undirbúningstímabilinu sínu og eru kannski ekki komnir í þá leikæfingu sem þeir hefðu viljað. Það er okkar að gefa þeim ekki tækifæri til að ná einhverju frumkvæði, við þurfum að vera með það og það er þannig sem við munum nálgast leikinn,"
sagði Óskar.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir. Veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og lúxemborgska liðsins Racing Union sem fram fer á Kópavogsvelli í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:00. Sæbjörn Steinke heiti ég og textalýsi leiknum frá vellinum.

Um er að ræða seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir Breiðabliki eftir fyrri leikinn í Lúxemborg.
Byrjunarlið:
16. Romain Ruffier (f) (m)
2. Gordon Buch
10. Marion Pokar
11. Yannis Tafer ('62)
19. Mana Dembele
21. Jonathan Hennetier
22. Yann Mabella
26. Jerome Simon ('83)
27. Dwayn Holter
44. Delvin Skenderovic
98. Pit Simon

Varamenn:
1. Marc Pleimling (m)
71. Guilherme Pereira Sequeira (m)
3. Judicael Crilllon
6. Farid Ikene
15. Emmanuel Francoise ('62)
20. Amdy Konte
23. Yan Bouche
24. Gerard Mersch
25. Kevin Nakache ('83)
33. Dinan Amiri

Liðsstjórn:
Jeff Saibene (Þ)

Gul spjöld:
Dwayn Holter ('26)
Jerome Simon ('45)
Jonathan Hennetier ('57)
Pit Simon ('91)

Rauð spjöld:
Dwayn Holter ('69)