Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
ÍBV
4
1
Grindavík
0-1 Dion Acoff '37
Sito '47 1-1
Guðjón Pétur Lýðsson '58 2-1
Stefán Ingi Sigurðarson '62 3-1
Tómas Bent Magnússon '77 4-1
23.07.2021  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þoka, völlurinn blautur og smá gola
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Sito (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('76)
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('83)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
16. Tómas Bent Magnússon
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('41)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Stefán Ingi Sigurðarson ('83)

Varamenn:
4. Nökkvi Már Nökkvason ('41)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
12. Eyþór Orri Ómarsson ('83)
14. Ísak Andri Sigurgeirsson ('76)
18. Seku Conneh ('83)
19. Breki Ómarsson
32. Franz Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Guðmundur Tómas Sigfússon
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('22)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Takk fyrir mig. Hendi inn skýrslu á eftir. Verð svo á fréttavaktinni í allt kvöld. Endilega fylgist með!
90. mín
Komið fram í uppbótartíma.

Mér, persónulega, finnst að dómarar eigi að lesa leikinn í svona stöðu. Flauta þetta bara af, leikurinn er búinn. Óþarfi að bæta einhverju við. En svo eru víst einhverjar reglur á móti þessu.

Lesa leikinn takk!
89. mín
ÍBV að landa flottum sigri. Þetta er að fjara út.
83. mín
Geggjaður leikur hjá Sito!!!
83. mín
Inn:Seku Conneh (ÍBV) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
83. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
81. mín
Tómas Bent gerði það fjórða.


81. mín
Stefán Ingi skoraði þriðja mark ÍBV.


80. mín
Grindvíkingar pirraðir. Sigurður Bjartur fer í slæma tæklingu og Óskar Elías meiðir sig.

Eyjamenn pirraðir í stúkunni, vilja gult spjald.
77. mín
Inn:Laurens Symons (Grindavík) Út:Dion Acoff (Grindavík)
77. mín
Inn:Mirza Hasecic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
77. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Sito
ÍBV AÐ VALTA YFIR ÍBV!

Sito með frábæra sendingu og Tómas Bent klárar af stuttu færi. Leikur Grindavíkur hrunið algjörlega hér í seinni. Helgi Sig fór greinilega vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik.
76. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Fyrsti leikur Ísaks með ÍBV. Er á láni frá Stjörnunni.
70. mín
ÍBV fær hornspyrnu. Það verður ekkert úr henni. Dion geysist upp en er stöðvaður. Ég dáist að þessum krafti í ÍBV í seinni hálfleik.

Guðjón Pétur og Telmo búnir að vera ofboðslega góðir inn á miðjunni í seinni hálfleik, að mínu mati.
68. mín
Grindavík nær að komast yfir miðju og á hér innkast lengst upp á vellinum.

ÍBV endurheimtir boltann og fer upp í sókn.
65. mín
Eyjamenn halda bara áfram. Þeir fá tíma til að syrgja fréttir dagsins eftir leikinn. Þeir ætla að klára þetta með stæl.

Þeir pressa og pressa, ætla að skora fjórða markið.
63. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
62. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
Stoðsending: Telmo Castanheira
Eyjamenn að ganga frá þessum leik!!!

Þetta er fljótt að gerast. Eyjamenn í stórsókn hérna. Telmo á svo skot sem Aron Dagur slær fyrir fætur Stefáns Inga. Hann klárar þetta og kemur ÍBV í 3-1.
58. mín
Guðjón Pétur að skora! Eyjamenn verið frábærir í seinni hálfleik það sem af er.


58. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
MARK!!!!

Eyjamenn búnir að snúa þessum leik við. Vinnur boltann hátt á vellinum og klárar þetta stórkostlega. Vippar boltanum yfir Aron Dag sem kom út á móti honum. Þarna leit Zeba ekki vel út, hann missti boltann.
56. mín
Þokan er komin aftur.
53. mín
DAUÐAFÆRI
Felix Örn með flotta fyrirgjöf sem finnur Stefán Inga í teignum. Hann hittir boltann hins vegar mjög illa og Aron handsamar skotið.
51. mín
Ég veit að þetta er fótboltasíða en það var verið að tilkynna nýjar reglur í samfélaginu.

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi.

Úff. Engin Þjóðhátíð, annað árið í röð. Það stefnir alla vega í það. Því miður fyrir ÍBV og aðra.
50. mín
Guðjón Ernir reynir skot en yfir markið fer það.
49. mín
Næstum því annað mark!
ÍBV fær aukaspyrnu á fínum stað. Sito reynir skot sem Aron Dagur nær ekki að halda. Hann slær boltann fyrir fætur Tómasar, en Aron ver skot hans.

ÍBV að byrja af krafti!!
48. mín
Sito búinn að vera sjóðheitur í sumar.

47. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Guðjón Ernir Hrafnkelsson
ÞETTA ER EKKI LENGI AÐ GERAST!

Frábær fyrirgjöf frá hægri frá Guðjóni. Hann finnur Sito á fjærstönginni og sá spænski klárar þetta í fyrsta. Sigurjón var ekki langt frá því að bjarga þessu en inn fer boltinn.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Komum aftur eftir 15 mínútur. Grindavík leiðir hér í Eyjum.

Er þessi fundur ekki að fara að verða búinn hjá ríkisstjórninni??? Ætla að giska á að Eyjamenn fylgist vel með því. Það er víst einhver hátíð þar um næstu helgi.
44. mín
Sito kemur sér í fína stöðu en Sindri hendir sér fyrir og bjargar því að skot hans fari á markið. Sito kannski aðeins of lengi að láta skotið ríða af.
44. mín
Ef ég er að lesa leikinn rétt, þá er Grindavík að fara með 1-0 forystu í hálfleik.
41. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Þetta voru ekki góðar sekúndur fyrir ÍBV þarna.
40. mín
Eiður Aron er að fara af velli. Eyjamenn leika einum færri á meðan Nökkvi Már gerir sig tilbúinn. Það eru ekki góð tíðindi fyrir ÍBV að missa fyrirliða sinn af velli.
39. mín
Ég held að leikurinn hafi þurft á þessu að halda. Það var ekkert að gerast. Vonandi lífgar þetta mark upp á leikinn sem róaðist heldur of mikið eftir fjörugar upphafsmínútur.
38. mín
Dion skoraði fyrir Grindavík.

38. mín
Eiður Aron liggur eftir og þarf aðhlynningu. Ekki það sem heimamenn þurfa.


37. mín MARK!
Dion Acoff (Grindavík)
SKELFILEG MISTÖK!

Hvað er Jón Kristinn að hugsa? Er alltof lengi á boltanum. Dion pressar hann og vinnur boltann. Skorar svo af harðfylgi.

Þetta var klaufalegt hjá varamarkverði Eyjamanna. Þetta er dýrt.
35. mín
Aron Dagur tekur boltann upp og sparkar honum yfir allan völlinn á kollega sinn í marki ÍBV.

Lýsir því ágætlega hvernig þessi leikur hefur þróast síðustu mínútur. Nákvæmlega ekkert að gerast. Byrjaði ágætlega en hefur fjarað vel undan þessu.
30. mín
Hálftími liðinn af leiknum. Staðan enn markalaus. ÍBV fengið hættulegri færi en Aron Dagur búinn að eiga mjög góðan leik í markinu.
27. mín
Sést betur inn á völlinn núna, þokan kveður í bili.
26. mín
Grindavík færir boltann vel á milli manna. Það endar með því að Sindri reynir skot af 30 metrunum. Þetta var örvæntingarfullt og fór hátt yfir.

Hefði ekki verið betra að bíða aðeins og reyna að finna glufur? Ég held það.
25. mín
Ekki mikil gæði í þessu í augnablikinu.
22. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Fær gult fyrir brot á Marinó Axel.
20. mín
Tuttugu mínúturnar liðnar. Rólegar þessar síðustu. Viktor Guðberg var að enda við það að eiga eina slökustu fyrirgjöf sem maður hefur séð lengi. Boltinn endaði hátt yfir markinu.
14. mín
Vel á verði í byrjun leiks.


13. mín
Tómas Bent kemst í fínt skotfæri í teignum og reynir hátt skot, en Aron Dagur blakar boltanum yfir.
11. mín
Það er alltaf hætta í kringum Sito. Hér kemst hann fram hjá varnarmönnum Grindavíkur út á hægri kanti og á flottan bolta fyrir. Stefán Ingi kemur fæti í boltann en Aron Dagur er vel á verði enn eina ferðina. Aron Dagur og Sito að byrja þennan leik mjög vel.
8. mín
Sito að koma sér í góðar stöður í byrjun leiks.


7. mín
ARON DAGUR!
Virkilega flott sókn og boltinn endar hjá Sito sem nær skoti að marki í teignum. Aron Dagur ver hins vegar frábærlega.

ÍBV að fá hættulegri færi.
6. mín
Sótt á báða bóga hér í byrjun leiks.
6. mín
Walid Abdelali með skot rétt yfir markið, endar á þaknetinu. Ekki skelfileg tilraun hjá honum.
4. mín
Þarna mátti ekki miklu muna!
Felix Örn með flottan klobba og kemur boltanum svo á Sito. Sá spænski er í fínni stöðu og reynir skot, en Zeba hendir sér fyrir það og boltinn rétt fram hjá markinu.
2. mín
Það er svolítið erfitt að sjá hvað er að gerast í leiknum. Það er mikil þoka á vellinum og völlurinn er blautur.
1. mín
Tiago með fyrstu skottilraun leiksins. Lætur reyna á Jón Kristinn strax, en markvörðurinn ungi er með allt á hreinu og handsamar boltann. Ekki besta skot í heimi svo sem.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi Jónsson flautar hér til leiks! Vonandi fáum við fjörugan leik.


Fyrir leik
Tíu mínútur í leik!
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN KLÁR
Byrjunarliðin eru klár. Það vekur athygli að Halldór Páll Geirsson er ekki í markinu hjá ÍBV í dag, hann er ekki í hóp. Jón Kristinn Elíasson er í markinu hjá Vestmannaeyingum.


Fyrir leik
Allt gult hjá Grindavík
Þegar staðan í deildinni er skoðuð á vefsíðu KSÍ, þá sést allt gult hjá Grindavík. Þeir hafa gert jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum, en það hjálpar nú ekki mikið í þessari hörðu baráttu um annað sætið. ÍBV hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en aðeins tekið eitt stig í síðustu tveimur.


Fyrir leik
Staðan?
Þetta er mjög áhugaverður leikur þar sem bæði þessi lið stefna á að fara upp með Fram. Já, ég er að bóka Fram upp og held ég sé ekki að taka mikla áhættu með því.

Það munar þremur stigum á liðunum fyrir þennan leik; ÍBV er í öðru sæti og Grindavík í fjórða sæti. Það er því mikið undir hér í dag.


Fyrir leik
Fótbolti.net auglýsir eftir aðila til að annast leikjaskrif í Vestmannaeyjum.

Ekki hefur tekist að finna einstakling til að sjá um textalýsingar frá leikjum í Lengjudeild karla í Vestmannaeyjum. Ef þú ert búsett/ur þar væri gaman að heyra í þér gegnum [email protected]
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn.

Ég er því miður ekki í Vestmannaeyjum en ég verð það vonandi eftir nákvæmlega viku - ef Þórólfur leyfir. Þessi textalýsing verður tekin í gegnum útsendingu frá leiknum, og reyni ég að segja sem best frá því sem á sér stað í leiknum.

Leikurinn er sýndur beint á Lengjudeildin.is og leiknum textalýst í gegnum þá útsendingu.


Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason ('77)
1. Aron Dagur Birnuson
4. Walid Abdelali
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Sindri Björnsson
8. Tiago Fernandes
9. Josip Zeba
10. Dion Acoff ('77)
23. Aron Jóhannsson (f) ('63)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic
11. Símon Logi Thasaphong ('63)
15. Freyr Jónsson
19. Mirza Hasecic ('77)
27. Luka Sapina
36. Laurens Symons ('77)

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Jón Júlíus Karlsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: