ÍBV
2
0
Afturelding
Oskar Wasilewski '8
Breki Ómarsson '23 1-0
Seku Conneh '90 2-0
31.07.2021  -  14:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Breki Ómarsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
6. Jón Jökull Hjaltason ('90)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('46)
8. Telmo Castanheira
16. Tómas Bent Magnússon ('90)
19. Breki Ómarsson ('75)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
27. Stefán Ingi Sigurðarson ('65)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Viggó Valgeirsson
11. Sigurður Grétar Benónýsson
14. Ísak Andri Sigurgeirsson ('46)
17. Liam Daði Jeffs ('90)
18. Seku Conneh ('65)
25. Birkir Björnsson ('90)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson ('75)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Guðmundur Tómas Sigfússon
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Felix Örn Friðriksson ('22)
Breki Ómarsson ('39)
Jón Jökull Hjaltason ('75)
Telmo Castanheira ('80)
Halldór Páll Geirsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Tvöföld skipting, tveir 15 ára að koma inná.
90. mín
Inn:Birkir Björnsson (ÍBV) Út:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
90. mín MARK!
Seku Conneh (ÍBV)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Ísak með góða sendingu í gegn og Seku sloppinn aleinn í gegn og klárar að miklu öryggi.
90. mín
Afturelding fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.

SKALLI Í STÖNG!!! Gísli Martin á skalla sem fer í stöngina, stórhættulegt.
90. mín
4 mínútum bætt við.
89. mín Gult spjald: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Fyrir töf.
88. mín
Afturelding fær horn.

Það flýgur yfir allan pakkan og í markspyrnu.
86. mín
Afturelding fær horn.

Halldór Páll grípur boltann.
84. mín
ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Seku Conneh ætlar að skjóta þessu. Boltinn beint í vegginn.
83. mín
Afturelding aftur í færi en Valgeir nær ekki að koma boltanum að marki.
82. mín
Afturelding fær horn.

Felix bjargar á línu, boltinn var á leiðinni í netið þarna.
80. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
77. mín
Bjarni kemur inn á miðjuna og Tómas Bent fer út á kantinn.
75. mín
Inn:Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
Breki búinn að vera mjög góður í dag.
Bjarni Ólafur að koma inn í sínum fyrsta leik á tímabilinu.
75. mín Gult spjald: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
73. mín
Ísak Atli með rosalegan varnarleik enn og aftur. Ísak Andri nálægt því að sleppa í gegn en Ísak Atli nær að tækla boltann í burtu.
67. mín
Felix með fyrirgjöf en Ísak Atli með góðan varnaleik nær að koma boltanum í burtu áður en Tómas Bent nær til boltans
65. mín
Inn:Seku Conneh (ÍBV) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
65. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding) Út:Birgir Baldvinsson (Afturelding)
62. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Afturelding)
58. mín
Arnór Gauti hársbreidd frá því að skalla boltann að marki þarna en boltinn fer framhjá.

Sigurður Arnar virðist hafa meitt sig og þarf að fá aðstoð.
56. mín
Breki aftur tekinn niður af Birgi. Eyjamenn vilja seinna gula á Birgi en Gunnar Oddur ekki sammála.
55. mín
Aftur fá gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig ÍBV. Pedro tekur hana.

ÍBV vinnur boltann.
52. mín
Nökkvi Már með skot rétt yfir, gæti reyndar hafa átt að vera fyrirgjöf en boltinn yfir.
50. mín
ÍBV fær horn.

Góð spyrna sem Eiður nær að skalla að marki. Tómas potar boltanum í varnarmann og yfir. ÍBV fær hinsvegar ekki horn.
47. mín
Afturelding fær aukaspyrnu fyrir utan teig.

Valgeir tekur hana en beint í vegginn. Afturelding fær horn en það er skallað í burtu af Stefáni.
46. mín
ÍBV eru komnir í 4-3-3, Nökkvi færir sig í bakvörðinn og Ísak fer á vinstri kant.
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
ÍBV gerir eina breytingu í hálfleik.

Guðjón búinn að vera góður í dag, hlýtur að hafa meiðst eitthvað.
45. mín
Hálfleikur
45. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Afturelding)
Breki fer illa með Birgi þarna og Birgir rífur hann niður.
41. mín
ÍBV fær horn.

Boltinn hrekkur út á Guðjón sem setur hann inn í teig, Eiður á skalla beint á markið.
39. mín Gult spjald: Breki Ómarsson (ÍBV)
Breki og Kristján Atli fara í tæklingu en Breki aðeins seinni og uppsker gult spjald.
37. mín
Breki að fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Felix tekur spyrnuna.

Skot hans yfir markið.
34. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Pedro gerir sig ansi líklegan í skot. En skot hans ekki gott, yfir markið.
28. mín
Gestirnir keyra upp í skyndisókn en Guðjón Ernir ískaldur aftastur, hendir sér í tæklingu og kemur boltanum í innkast.
26. mín
Sindri ver boltann vel eftir skalla frá Eið Aron.

ÍBV fær horn. Boltinn dettur fyrir markið en annað horn.
24. mín
Breki búinn að vera hættulegur í dag. Hann er mikill þjóðhátíðarmaður og það kæmi mér ekki á óvart að hann myndi skora annað mark í dag.
23. mín MARK!
Breki Ómarsson (ÍBV)
Breki með rosalegt mark.

Fer auðveldlega framhjá Ísaki og setur hann með vinstri í fjær stöngin inn.
22. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Þetta var nú ódýrt en Felix vitlaus þarna.

Tekur Georg niður sem er að reyna að skýla boltanum útaf.
19. mín
Felix með fyrirgjöf á Telmo sem á skalla á markið en létt fyrir Sindra í markinu.

Telmo var að reyna að skalla boltann á Breka sem hefði þá verið einn á móti markmanni.
18. mín
ÍBV fær horn.

Afturelding kemst í skyndisókn sem Felix nær að bjarga og setur boltann í innkast.
17. mín
Lítið um færi fyrstu mínútur en ÍBV pressar hátt og gestirnir reyna að spila sig í gegnum pressuna sem gengur ekki nógu vel.
12. mín
ÍBV eru búnir að vera með boltann sirka 80% af leiknum.
8. mín Rautt spjald: Oskar Wasilewski (Afturelding)
Ógeðslega ljót tækling.

Oskar hefnir sín þarna á Breka sem var nýbúinn að vinna af honum boltann.
5. mín
ÍBV fær horn.

Vindurinn tekur boltann og Afturelding á markspyrnu.
4. mín
Stuðningsmenn Aftureldingar eru komnir alla leið til eyja að styðja sína menn.

Þeir syngja og tralla í gömlu stúkunni.
2. mín
Eiður Aron brýtur á Birgi og Afturelding fær aukaspyrnu.


Halldór Páll með rosa vörslu. Ísak Atli fær boltann aleinn inn á teig en skot hans ekki nógu gott.
1. mín
Leikur hafinn
Afturelding byrjar leikinn.

ÍBV sækir í átt að dalnum.
Fyrir leik
Halldór Páll Geirsson er aftur kominn í lið Eyjamanna en hann var fjarverandi í síðasta leik. Jón Kristinn Elíasson fer þá á bekkinn.

Breki Ómarsson, Nökkvi Már og Jón Jökull koma þá einnig inn í byrjunarliðið í stað Guðjóns Péturs, Sito og Óskars Zoega.
Fyrir leik
Viggó Valgeirsson, Liam Daði Jeffs og Birkir Björnsson eru allir í fyrsta skipti á bekknum hjá ÍBV en þeir eru allir fæddir árið 2006.

Það eru 5 leikmenn ÍBV í sóttkví og nokkrir á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson er á bekknum hjá ÍBV gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag en liðin eigast við klukkan 14:00 á Hásteinsvelli.

Bjarni Ólafur yfirgaf Eyjamenn eftir síðustu leiktíð og ætlaði sér að halda áfram að spila en hann hefur undanfarið verið að æfa með Grindvíkingum.

Hann er þó enn skráður í ÍBV og er í hóp gegn Aftureldingu í dag en nokkrir leikmenn beggja liða eru í sóttkví. Spurning er hvort Bjarni Ólafur sé að fara að klára tímabilið með Eyjamönnum sem sitja í öðru sæti deildarinnar.

Sito, markahæsti maður Eyjamanna, er í sóttkví og því ekki með og sama má segja um Atla Hrafn Andrason.

Markahæsti maður Aftureldingar, Kristófer Óskar Óskarsson, er ekki heldur með og sömu sögu má segja af Aroni Elí Sævarssyni. Báðir eru í sóttkví.

Guðjón Pétur Lýðsson getur þá ekki spilað með Eyjamönnum þar sem hann tekur út bann. Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson snýr aftur í lið ÍBV eftir meiðsli.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV-Afturelding. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og átti þessi leikur auðvitað að vera leikinn á miðri þjóðhátíð en svo fór sem fór. Ég býst samt við fullum velli og alvöru stemningu.
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson
8. Kristján Atli Marteinsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
26. Anton Logi Lúðvíksson ('62)
28. Valgeir Árni Svansson
34. Oskar Wasilewski
34. Birgir Baldvinsson ('65)

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
11. Gísli Martin Sigurðsson ('65)
16. Aron Daði Ásbjörnsson
19. Gylfi Hólm Erlendsson
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('62)
33. Alberto Serran Polo
40. Ýmir Halldórsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Enes Cogic
Einar K. Guðmundsson
Daníel Darri Gunnarsson
Tanis Marcellán
Amir Mehica
Bjartey Helgadóttir

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('45)

Rauð spjöld:
Oskar Wasilewski ('8)