Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Valur
LL 0
0
Breiðablik
Grótta
2
1
Selfoss
Pétur Theódór Árnason '34 1-0
Arnar Þór Helgason '48 2-0
2-1 Kenan Turudija '61 , víti
05.08.2021  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Kári Daníel Alexandersson
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Kári Daníel Alexandersson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('69)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('80)
8. Júlí Karlsson
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('69)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('80)
22. Kristófer Melsted
29. Óliver Dagur Thorlacius ('89)
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
11. Sölvi Björnsson ('69)
14. Björn Axel Guðjónsson ('80)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('80)
22. Kári Sigfússon
30. Bessi Jóhannsson ('89)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Magnús Örn Helgason
Halldór Kristján Baldursson
Valtýr Már Michaelsson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('58)
Valtýr Már Michaelsson ('70)
Arnar Þór Helgason ('72)
Ágúst Þór Gylfason ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!

Hvílíkur leikur! Alvöru skemmtun að baki! Virkilega svekkjandi fyrir Selfoss en rosalega sætt fyrir Gróttu.

Viðtöl og skýrsla fyrlgja innan skamms, takk fyrir mig.
95. mín
Gussi trukkar Danijel, seinasti séns Selfoss hérna.
91. mín
Pétur í dauðafæri en Jason kemur á sprettinum aftan að honum og tæklar. Glæsileg vörn og lífsnauðsynleg.
89. mín
Inn:Bessi Jóhannsson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
88. mín
Inn:Jason Van Achteren (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
87. mín
Gary gæti farið í bókina hér. Eltir uppi Júlí og ýtir honum á Jón Ívan sem mætir boltanum, þetta hefði getað endað illa.
80. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
80. mín
Inn:Björn Axel Guðjónsson (Grótta) Út:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta)
80. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Grótta)
Dean er meira að segja ósammála þessu spjaldi.
78. mín
Kári liggur eftir augljóst brot en ekkert dæmt aftur!
77. mín
Júlí liggur eftir högg á sýnist mér verra hnéið sitt.
72. mín
Þorsteinn tekur og þeir vilja meina að boltinn fer í hausinn á varnarmanni Gróttu og útaf en Guðgeir segir annað. Gary fer á hnén og biður hann um betri dómgæslu.
72. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Brýtur á Emir. Aukaspyrna á mjög góðum stað fyrir Selfoss.
71. mín
Inn:Aron Darri Auðunsson (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
70. mín Gult spjald: Emir Dokara (Selfoss)
Þetta er að breytast í eitthvað rugl sýnist mér.
70. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
Innkoma í lagi!
69. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
69. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
66. mín
Jájá! Það má reyna!

Gary reynir að taka hann á lofti utan teigs með beinni rist, strangheiðarleg tilraun sem ratar þó yfir markið. Þetta hefði líklegast verið mark tímabilsins.
65. mín
Valdimar kemst í gegn eftir sendingu frá Emir en Kári tæklar í horn á seinustu stundu. Shocker.
61. mín Mark úr víti!
Kenan Turudija (Selfoss)
MIKILVÆGT!

Þetta er virkilega mikilvægt mark fyrir Selfoss. Kenan setur hann í vinstra hornið og Jón ver en hann ver boltann inn.

2-1!
61. mín
Víti!

Sá ekki hvað gerðist en Selfoss eiga víti.
60. mín
Inn:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss) Út:Aron Einarsson (Selfoss)
Aron meiddur, fáum einn að austan inná sem er langt frá því að vera verra.
58. mín
Selfyssingarnir eru orðnir vel þreyttir á honum Guðgeiri.
58. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Grótta)
56. mín
Gróttumenn eru mikið líflegri í síðari hálfleik.
54. mín
Addi með skallann í teignum en þá kemur Steini á sprettinum og rennir sér fyrir hann á marklínunni. Hetjuleg vörn hjá Þorsteini.
53. mín
5 leiðinlegar mínútur en loksins kemur horn fyrir Gróttumenn.
48. mín MARK!
Arnar Þór Helgason (Grótta)
BOOOOMBAAAAN!!

Fox in the box! Boltinn skoppar í teignum eftir horn og lendir fyrir framan Adda Bombu sem bombar honum í þaknetið.

Ekki flókið! 2-0!
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Hálfleikur
+2

Hálfleikur kominn og mjög furðulegur fyrri hálfleikur að baki.
43. mín
Dean kallar dómgæsluna sirkus og ég verð bara að vera hálf sammála honum. Horn fyrir Gróttu.
41. mín
Gróttumenn fá hornspyrnu.
41. mín
Kári er svo ruglað góður varnarmaður, hann klúðrar ekki á tæklingu drengurinn.
39. mín
Selfyssingarnir að missa alla einbeitingu, ekkert að ganga upp eftir markið.
36. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
34. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
MAAAAARK!!

Pétur Theódór! Hver annar?! Snyrtileg sending frá Gabríel kemur frá miðju á Pétur inní teig sem leggur hann fallega í fjærhornið. Ekki mjög verðskuldað en flott slútt samt sem áður.

1-0!
28. mín
Kenan á skot sem fer í varnarmann og útaf eftir gott spil frá Selfyssingum, Guðgeir dæmir markspyrnu og gestirnir ekki sáttir.
23. mín
Selfyssingar með yfirburði hingað til. Gústi ekki sáttur með sína menn.
22. mín
Aron reynir skot utan teigs en þessi fer yfir.
18. mín
Kári verst vel gegn Valdimar, hann uppsker horn.
16. mín
Horn fyrir heimamenn.
14. mín
Addi skallar aukaspyrnu frá Þorsteini í horn.
12. mín
Ólíver reynir bolta inní á Pétur en Danijel blokkar þetta í hendurnar á Stefáni. Í fyrri leiknum hefði þetta verið óbein.
11. mín
Valdimar klúðrar 1 á 1 gegn Jóni og þeir fá hornspyrnu stuttu eftir.
9. mín
Spyrnan fer á höfuðið á Pétri sem skallar í Kenan og boltinn þaðan á Arnar sem skýtur framhjá. Markspyrna.
8. mín
Hornspyrna fyrir Gróttumenn.
7. mín
Gary kemst í dauðafæri inn í teig en touchið bregst honum og hann verður að reyna utanfótarskot sem fer lengst framhjá.
4. mín
Geggjaður bolti frá Valdimar á Atla Rafn sem ég er að fatta núna að kom inn í liðið fyrir Þorlák en Jón nær að grípa skallann hans.
4. mín
Valdimar uppsker aukaspyrnu á hægri kantinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin ganga in á völlinn og ég sver að Gary Martin verður bara þykkari með hverjum leiknum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Grótta gerir 4 breytingar frá tapinu á Ísafirði. Inn koma el capitan Sigurvin Reynisson, set-piece specialist Ólíver Dagur Thorlacius, el niño Gabríel Hrannar Eyjólfsson og svo lethal finisher Sigurður Hrannar Þorsteinsson.

Selfyssingar gera tvær frá tapinu gegn Þrótti en þá koma inn Lengjudeildar- Stebbi Geirs Aron Einarsson og fresh fade Valdimar Jóhannsson.
Fyrir leik
Aðeins einn annar leikur er spilaður í deildinni í dag en er það toppslagur Fram og Fjölnis sem fer fram í Safamýrinni á sama tíma.
Fyrir leik
Dómgæslan

Guðgeir Einarsson sér um dómgæsluna í kvöld ásamt þeim Breka Sigurðssyni og Steinari Gauta Þórarinssyni.

Fyrir leik
Selfoss

Selfyssingar töpuðu sínum seinasta leik illa gegn Þrótti 0-3 en vilja væntanlega koma sér aftur á strik hér. Ekki veit ég stöðuna á Hrvoje Tokic en hann hefur lítið sem ekkert spilað uppá síðkastið. Spurning hvort hann verði í hóp í dag, við sjáum til.

Selfoss voru ekki heldur mikið í window shopping gír í glugganum og telur Dean sinn hóp greinilega nægilega góðan til að halda sér uppi en með tapi í dag geta þeir farið niður í fallsæti ef Þróttur vinna Kórdrengi.
Fyrir leik
Grótta

Gróttan hefur tapað seinustu 2 leikjum og fengið á sig heil 8 mörk í þeim leikjum. Enn skorar þó þeirra markahæsti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór en hefur hann skorað 16 mörk í 14 leikjum hingað til.



Grótta fengu ekki neina leikmenn til sín í glugganum og missa þeir þá Agnar Guðjónsson á láni í Þrótt Vogum en þar mun hann og Dagur, tvíburabróðir hans spila saman á ný.

Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Vivaldivellinum og verður þetta líklegast næst-stærsti leikurinn í vikunni á vellinum en stórleikur í 4. deild verður hér á laugardaginn er Kría tekur á móti Afríku.

Svipað stórir leikir en hvort maður vilji horfa á Gary Martin eða Vidda Lukaku er að sjálfsögðu engin spurning. Halldór Kristján að sjálfsögðu í þjálfarateyminu í báðum leikjum, hann ætlar sér 6 stig inn í næstu viku.

Fyrri leikur þessara liða endaði í markaveislu í mjög fjörugum leik en þá misstu Gróttumenn niður 3-0 forystu á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik og fór leikurinn 3-3.
Fyrir leik
Gott kvöld góðir hálsar og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Gróttu og Selfoss í Lengjudeild karla!
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Atli Rafn Guðbjartsson
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f) ('88)
10. Gary Martin
13. Emir Dokara
17. Valdimar Jóhannsson ('71)
21. Aron Einarsson ('60)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson
7. Aron Darri Auðunsson ('71)
9. Aron Fannar Birgisson
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('60)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Óskar Valberg Arilíusson
Jason Van Achteren
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Guðjón Björgvin Þorvarðarson
Einar Már Óskarsson
Oliver Helgi Gíslason

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('36)
Emir Dokara ('70)

Rauð spjöld: